Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1987, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1987, Side 3
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987. 3 Fréttir Forsætisráðherra um álit Verslunarráðsins: Er að panta gengisfellingu ,,0kkur er vel kunnugt um ákveðin hættumerki í efnahagslífinu. Þess vegna gripum við til þessara ráðstaf- ana nú. Það er auðvitað aldrei sjálfgef- ið að við munum búa við stöðugt verðlag. En við hljótum að leggja þá ábyrgð á aðila vinnumarkaðarins að þeir semji sín á milli, með hliðsjón af þvi meginmarkmiði að verðlagi og gengi verði haldið stöðugu," sagði Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra þegar blaðamaður DV bar undir hann álitsgerð Verslunarráðsins um aðgerð- ir og stefnuyfirlýsingu ríkisstjómar- innar.Spáir ráðið 20-30% verðbólgu á næstu misserum og gengisfellingu eftir áramót. „Mér virðist það því miður skína í gegnum álitsgerð Verslunarráðsins að þar sé verið að panta gengisfellingu vegna væntanlegra kjarasamninga en ég hafði nú satt best að segja vonast til að slíkur söngur heyrði sögunni til enda á hann að gera það,“ sagði for- sætisráðherra ennfremur. „Gagnrýni Verslunarráðsins lýtur því íyrst og fremst að atvinnulífinu sjálfu. Treystir það sér ekki til þess að búa við stöðugt gengi og halda útgjöldum sínum niðri í samræmi við þá meginstefhu? Það er stóra spum- ingin.“ -KGK Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra Tískufatnaður en hermannagalli engu að síður. Unnar Eyjólfur heitir maður- inn og er frá Akranesi. DV-mynd JGH DV á Siglufirði: Rambó á Sigló Jón G. Haukssan, DV, Akureyii „Það hafa margir kallað mig Rambó,“ syaraði Unnar Eyjólfur Jens- son, 21 árs Akumesingur, þegar DV hitti hann á Siglufirði og spurði hann um Rambónafngiftina. Ef fólk vissi ekki betur gæti það haldið að skollin væri á styijöld þegar þeð sér Unnar, slík er múnderingin. Hann segist bregða sér í hermanna- gallann endrum og eins. „Fólk verður alltaf jafnhissa þegar það sér mig í þessum fötum.“ samlokurnar Einu semþúgetur farið með í 5 daga ferðalag Mjólkursamsalan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.