Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1987, Page 4
4
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987.
Fréttir_______________________________________________■______pv
Skiptar skoðanir á hús-
iMftAieláiaLaifihn
llCwwlwlCIIIClimwl llllli
Fátt hefur vakið meiri athygli aíð- landinu bundið vonir sinar um úr- aði hrunið? Alexander Stefánsson, mannsonar. Jóhanna Sigurðardóttir anders Stefánssonar sem og tals-
ustu dagana en tilkynning félags- lausn í húsnœðismálunum við þetta íyrrum felagsmálaráðherra, sá um gagnrýndi kerfið mjög sem alþingis- manna aðila vinnumarkaðarins og
málaráðuneytisins um að núverandi nýja lánakerfi. Nú er það hrunið seg- framkvæmd lánakerfisins. Alþýðu- maður og sagði í vetur er leið að spurðist fyrir um oreök hrunsins og
húsnæðislánakerfiværihrunið.Þetta irfélagsmálaráðuneytið.Hversvegna samband íslands og Vinnuveitenda- kerfið væri hrunið. Nú er hún félags- fara svör þessara aðila hér á eftir.
kerfi fór í gang fyrir tæpu ári síðan hrundi kerfið? Hver ber ábyrgð á samband íslands komu kerfinu á málaráðherra og málið heyrir undir Svörin eru margvísleg og menn eru
og hafa þúsundh fjölskyldna í því? Hver var bresturinn sem orsak- ásamt ríkisstjóm Steingríms Her- hana. DV leitaði til hennar og Alex- alls ekki sammála.
Sjálfvirknin varð
kerfinu að falli
- segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðheira
„Ég tel að sú sjálfVirkni sem er í
kerfinu hafi orðið því öðru fremur
að falli,“ sagði Jóhanna Sigurðar-
dóttir félagsmálaráðherra, þegar
hún var spurð að því hvað hún teldi
hafa orðið húsnæðiskerfinu að falli.
„Kerfið er þannig að ef fólk er í
lífeyrissjóði, sem keypt hefur skulda-
bréf húsnæðislánastofhunarinnar,
getur það fengið lán hvort sem það
á skuldlausa eign fyrir eða ekki. Það
getur meira að segja fengið lán til
að minnka við sig húsnæði eða jafh-
vel til að kaupa íbúð númer tvö eða
þrjú. Og það á rétt á láni á 5 ára
fresti,“ sagði Jóhanna.
Hún benti einnig á að áður en
þetta lánakerfi komst á hafi mikil
vandamál blasað við þeim sem
þurfitu húsnæðislán og því hefði nýja
kerfið vakið miklar væntingar hjá
fólki og því hefðu svo margir sótt
um lán sem raun ber vitni og biðröð
myndast. Síðan hefði það gerst að
þær forsendur sem menn gáfu sér
þegar nýja lánakerfinu var komið á
stóðust ekki. Jóhanna sagðist telja
að strax á næsta ári, þegar mesta
flóðið væri liðið hjá, gætu þær for-
sendur sem menn gáfu sér staðist.
Jóhanna sagðist hafa tekið þá á-
Jóhanna Sigurðardóttir, télags-
málaráðherra
kvörðun að safna til sín öllum
upplýsingum varðandi húsnæðis-
lánakerfið til þess að hafa allan
vandann fyrir framan sig og reyna
þannig að átta sig á hve stór hann
væri. Eftir það væri hægt að hefjast
handa við að leysa vandamálið. Það
sagðist hún staðráðin í að gera í
samráði við aðila vinnumarkaðar-
ins.
„Það þarf að sníða alla verstu
agnúana af kerfinu. Það gengur ekki
að þeir sem eiga til að mynda 3ja
milljóna króna íbúð skuldlausa geti
fengið lán á meðan fólk sem er að
byggja eða kaupa í fyrsta sinn er
sett aftur fyrir. Ég ætla ekki að horfa
upp á það að fólk geti fengið niður-
greidd lán án þess að þurfa þeirra
með meðan fólk sem sárlega þarf á
láni að halda fær ekkert,“ sagði Jó-
hanna.
Hún sagði að fjórir af hverjum
fimm sem leituðu til sín í félagsmála-
ráðuneytið væri fólk sem ætti í
vandræðum í húsnæðismálum. Þar
væri bæði um að ræða fólk sem
væri að missa aleigu sína vegna lá-
namálanna og eins fólk sem þyrfti
að leigja fyrir okurverð og næði
ekki endunum saman þótt unnið
væri myrkranna á milli.
„Það eina sem ég get lofað þessu
fólki sem og þeim sem nú bíða eftir
lánsloforðum og þurfa á láni að
halda er að ég mun beita mér af al-
efli fyrir lausn þessa máls og hraða
henni eftir því sem kostur er,“ sagði
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála-
ráðherra.
-S.dór
Held að ráðgjafinn
hafi ráðið
framsetningunni
segir Alexander Stefánssonr fymim félagsmálarádherra
„Mér þykir fúrðulega að þessari
fréttatilkynningu félagsmálaráðu-
neytisins staðið. Ég er á þeirri
skoðun að Stefán Ingólfsson, ráð-
gjafi félagsmálaráðherra í málinu,
hafi ráðið hér of miklu og algerlega
hvemig málið er nú sett fram. Ég
efast um að nokkur í félagsmála-
ráðuneytinu sé tilbúinn til að skrifa
undir það sem í tilkynningunni seg-
ir. Mér sýnist að hér sé verið að
nota félagsmálaráðuneytið til að
segja kerfið hrunið, kerfi sem ráðu-
neytið ræður yfir,“ sagði Alexander
Stefánsson, fyrrum félagsmálaráð-
herra og sá sem séð hefur um
framkvæmd húsnæðislánakerfisins
síðan það komast á.
Alexander sagði að það hefði kom-
ið strax í ljós að aðsókn í lánin hefði
verið meiri en reiknað var með þeg-
ar nýja húsnæðislánakerfíð var sett
á. Því hefði aðeins verið um tvennt
að ræða; að fá meira fé í kerfið eða
láta biðröð myndast. Hann sagði að
ríkisstjómin hefði séð annmarkana
á kerfinu en þeir sem að því stóðu
hefðu viljað hafa það svona. Þeir
hefðu viljað hafa það svo að allir sem
í lífeyrissjóðunum væm gætu fengið
lán. Nú væri komið í ljós að slíkt
gengi ekki.
„Það stóð til að semja við aðila
vinnumarkaðarins í lok þessa árs
um það hvemig staðið skyldi að
húsnæðislánakerfi í framtíðinni og
lagfæra galla þess. Það stóð einnig
til að efla til muna verkamannabú-
staðakerfið og fá sveitarfélögin til
að koma meira þar inn í en til þess
hafa þau verið treg að undanfómu,"
sagði Alexander.
Hann sagði að lokum að það hefði
komið sér á óvart hve óvönduðum
vinnubrögðum væri beitt við upp-
setningu þessarar fréttatilkynningar
og að félagsmálaráðuneytið skuli
notað til að koma henni á framfæri
í stað þess að láta Húsnæðisstofnun-
ina sjá um málið.
-S.dór
Alexander Stefánsson.
Vildum breyta kerfinu
en stjórnvöld neituðu
- segir Bjöm Bjömsson, hagfræðingur ASÍ
Alþýðusamband íslands var höf-
uðaðilinn í að koma nýja húsnæðis-
lánakerfinu á. Bjöm Bjömsson.
hagfræðingur þess, var inntur álits
á yfirlýsingu félagsmálaráðunejúis-
ins um hmn kerfisins.
„Ég hef enn ekki séð forsendur
þessarar yfirlýsingar, aðeins lesið
tilkynningu ráðuneytisins og get því
lítið sagt. Okkur hefur aftur á móti
lengi verið ljóst að lánakerfið var
gallað og höfum átt viðræður við
stjómvöld um breytingar á því en
fengum þær ekki fram. Við vildum
meðal annars breyta sjálfvirkni þess
þannig að maður sem á 5 íbúðir geti
ekki fengið lán fyrir þeirri 6. og að
þeir sem vom að kaupa eða byggja
í fyrsta sinn gengju fyrir. Því miður
fengum við ekki þessar breytingar
fram. Hitt er svo annað mál að
ásóknin í lán sýnir best hvemig
ástandið í húsnæðismálunum er,“
sagði Bjöm.
Hann sagði nauðsynlegt að
minnka sjálfvirknina í kerfinu og
beita þannig stýringu að þeir sem.
mesta þörf hafi fyrir lán verði látnir
ganga fyrir.
„Við erum tilbúnir til viðræðna
um að sníða verstu agnúana af kerf-
inu en málið er nú í skoðun hjá
nýjum ráðherra og við bíðum eftir
því að þeirri skoðun ljúki,“ sagði
Bjöm Bjömsson.
-S.dór
Björn Bjömsson.
Alltaf eftirspum eftir
nidurgreiddu lánsfé
- segir Þórarinn V. Þórarinsson, VSÍ
Þórarin Þórarinsson
Vinnuveitendasámband íslands
var annar aðila vinnumarkaðarins
sem kom húsnæðislánakerfinu á
ásamt ríkisstjóm Steingríms Her-
mannssonar. Þórarinn V. Þórarins-
son, framkvæmdastjóri Vinnuveit-
endasambandsins, var spurður hvað
að hans dómi hefði farið úrskeiðis
sem olli hrani kerfisins?
„Ég held að gegndarlaus umræða
mánuðum saman um að húsnæðis-
lánakerfið væri að hrynja hafi
orsakað það að allir sem minnsta
möguleika áttu á að fá lán hafi sótt
um og þess vegna hafi þessi langa
biðröð myndast. Meðan öll fjöl-
miðlaurnræða snerist um slag
Alberts Guðmundssonar og Sjálf-
stæðisflokksins veit ég fyrir víst að
umsóknir um lán minnkuðu. En um
leið og Jóhanna Sigurðardóttir hóf
áróðurinn fyrir því að kerfið væri
að hrynja margfaldaðist fjöldi um-
sókna um húsnæðislán. Ég fúllyrði
einnig að fjöldi þeirra sem sótt hefur
um lán til nýbygginga hefúr ekki
fengið neinar lóðir til að byggja á.
Fólk er fyrst og fremst að tryggja
sér sæti á biðlista," sagði Þórarinn.
Þórarinn benti einnig á að alltaf
og alls staðar væri mikil eftirspum
eftir niðurgreiddum lánum og að
þannig muni það alltaf verða. Hann
sagði að þeir sem stóðu að því að
koma húsnæðislánakerfinu á hefðu
gert sér fúlla grein fyrir því að bið-
listi myndaðist, hjá því yrði aldrei
komist.
„Mitt álit er að eftir fyrstu hol-
skefluna muni þetta jafna sig og þær
forsendur sem við gáfum okkur
standast. Síðan nýja kerfið komst á
hefúr það nánast verið eins og við
herkvaðningu hjá fólki að sækja um
lán og skrifa sig á biðlista. Ég viður-
kenni þó að í kerfinu e/ of mikil
sjálfvirkni. Menn sáu ekki ráð við
því að maður sem fengi lán gæti
selt ári síðar og einhver sem ekki
þarf á láni að halda væri þar með
búinn að fá lán til 39 ára. Að lokum
vil ég benda á að ég tel það fúllkom-
lega óraunhæft að ætla að ríkið og
lífeyrissjóðimir geti leyst til sín allar
íbúðabyggingar í landinu. Aukið
fjármagn í húsnæðislánakerfið tel
ég vera hættulegt og ekki til annars
en að auka enn frekar á þensluna
frá því sem nú er,“ sagði Þórarinn
V. Þórarinsson. -S.dór