Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1987, Side 5
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987.
5
dv Fréttir
Slökkviliðið að störfum við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri í fyrradag. Vel
gekk að ráða niðurlögum eldsins.
Eldurínn í Fjórðungssjúkrahúsinu:
Loftræstingin í rannsókn
- segir Gauti Amþórsson yfiríæknir
Jón G. Haukssan, DV, Akureyii
„Það verður rannsakað til íulls
hvers vegna loftræstikerfið sló ekki
sjálfkrafa út og lokaðist við að fá
reykinn inn í sig. í kerfinu eru full-
komnir skynjarar sem hefðu átt að
fara í gang en um leið og menn áttuðu
sig á hvað um var að ræða var loft-
ræstingunni lokað með handafli,"
sagði Gauti Amþórsson, yfirlæknir
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, í
gær um eldinn í þaki nýlegrar álmu
sjúkrahússins fyrr í vikunni sem varð
til þess að reykur komst m.a. á skurð-
deildina og gjörgæsludeildina.
Gauti sagði að engin hætta hefði
verið á ferðum og að enginn skaði
hefði orðið á tækjum og öðrum búnaði
vegna þess reyks og vatns sem komst
þama inn.
Búið að hreinsa allan búnað
„Það er búið að hreinsa allan búnað
vandlega. Þetta er fullkomnasta
skurðdeild landsins og við reiknum
með að geta byrjað með aðgerðir aftur
í dag eða á morgun."
Eldurinn kom upp í þaki, skammt
frá inntaki loftræstingarinnar, í um
fimm ára gamalli álmu sjúkrahússins
enjrar em skurðdeildin og gjörgæslu-
deildin m.a. til húsa.
„Ég vil taka það skýrt fram að ekki
kviknaði í sjálfu loftræstikerfinu held-
ur kom eldurinn upp á milli þilja uppi
í þaki skammt frá inntakinu og reyk-
urinn leitaði inn í það eftir að skilrú-
mið var orðið fullt af reyk.“
Gauti sagði að reykurinn hefði ekki
farið inn á aðrar deildir sjúkrahússins
en þær sem væm í þessari álmu.
„Reykurinn fór því alls ekki um allt
sjúkrahúsið eins og sumir fjölmiðlar
hafa greint frá.“
Tveir sjúklingar vom á gjörgæslu-
deildinni og engin aðgerð stóð yfir
þannig að sárafáir vom á ferli í álm-
unni þegar reykurinn leitaði þar inn.
Engin hætta þó að aðgerð
hefði staðið yfir
„Það var engin hætta á ferðum og
hefði ekki heldur verið það þótt að-
gerð hefði staðið yfir. Það hefði verið
hægt að forða öllum strax auk þess
sem reykurinn var margsíaður við að
fara í gegnum loftræstinguna og því
engar eituragnir í honum.“
Gauti sagði að þrátt fyrir að skynjar-
ar í sjálfu loftræstikerfinu hefðu ekki
farið í gang og lokað því hefðu reyk-
skynjarar á sjálfum deildunum í
þessari álmu farið í gang.
-BTH
OKKARVERÐ
lambalæri
3,- kr. kg.
ibahryggur
2,- kr. kg.
ambaslög
0,- kr. kg.
ibaframpartar
92,- kr. kg.
mbasúpukjöt
127,- kr. kg.
mbakótilettur
372,- kr. kg.
ibalærissneiðar
497,- kr. kg.
mbagrillsneiðar
294,- kr. kg.
Lambasaltkjöt
345,- kr. kg. .
askrokkar, 1. flokkur j
264,50 kr. kg.
lægra en hjá öðrum
Marineruð lambagrillsteik
325,- kr. kg.
Marineraðar kótilettur
401,- kr. kg.
Marineraðar lærissneiðar
548,- kr. kg.
Marineruð rif
175,- kr. kg.
Hangikjötslæri
420,- kr. kg.
Hangikjötsframpartar, úrb.
321,- kr. kg.
Hangikjötslæri, úrbeinað
568,- kr. kg.
Hangikjötsframpartar
487,- kr. kg.
Lambahamborgarhryggur
327,- kr. kg.
Londonlamb
514,- kr. kg.
KJOTMIÐSTOÐiN Laugalæk 2, s. 686511
kl. 7.00-16.00 laugardaga.
Millj ónamærings
enn saknað
Leitin að óþekkta milljónamær-
ingnum, sem saknað hefur verið
síðan 16. maí síðastliðinn, hefur
enn engan árangur borið. Þrátt
fyrir ítrekaða eftirgrennslan og
fyrirspumir í fjölmiðlum, hefur
milljónamæringurinn ekki gefið
sig fram.
Um er að ræða karl eða konu,
sem kom í verslun við Óðinstorg
í Reykjavík iaugardaginn 16.
maí síðastliðinn og keypti þar
Lottó-miða klukkan 13:38, með
tölunum 4, 22, 25, 26 og 29.
Þess er enn farið á leit við við-
komandi, að hann gefi sig fram á
skrifstofu íslenskrar Getspár í
Reykjavík og taki þar við
2.111.437,00krónum, sembíða
hans þar.
Margir hafa hugleitt hvernig vit-
að sé hvar og hvenær umræddur
milljónalottómiði var keyptur.
Því er til að svara, að sölukeifi
Lottósins er stjórnað af tölvu,
sem lætur engar slíkar upplýs-
ingar fram hjá sér fara.
Þrátt fyrir hið fullkomna tölvu-
kerfi er ljóst, að ástæða er til að
brýna fyrir Lottóleikendum, að
gæta vel kvittana sinna og láta
ekki undir höfuð leggjast að bera
þær saman við vinningstölumar.
Upplýsingasími:
685111
Milljónir á hverjum
laugardegi
*^tÉSál532
KYNNINGARPJONUSTAN/SIA
Millinn fer ennþá liuldu höfði.
Auglýsing