Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1987, Síða 6
6
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987.
Fréttir __________________________________________________________________________________pv
Ófremdarástand á sjúkrahúsunum vegna manneklu:
Sjúklingar liggja á göngum
og baðherbergjum
„Ástandið hjá okkur á deildunum
er almennt slæmt, deildimar em yfir-
fullar og álagið á starfsfólki er allt of
mikið,“ sagði Sigríður Snæbjömsdótt-
ir, hjúkrunarforstjóri á Landspítalan-
um.
„Hér vantar mikið af hjúkrunarfólki
og þá sérstaklega á meðan sumarleyf-
istíminn stendur yfir. Þetta hefur orðið
til þess að við höfum orðið að loka
deildum til að geta þó mannað þær
deildir sæmilega sem haldið er opnum.
Á lyfjadeildunum er til dæmis yfirfullt
og þurfa sjúklingar að liggja á göngum
og jafnvel baðherbergjum."
Sigríður sagði að þetta yrði þó ekki
til að þess að sjúklingamir fengju ekki
þá þjónustu sem þeir þyrftu.
„Við gerum allt til þess að halda
uppi eðlilegri þjónustu. Þessi mann-
Þessi mynd var tekin á einni lyfjadeild Landspítalans, deild 14 G, i gær. Þar
var sjö sjúklingum ofaukið. Gert er ráð fyrir að á deildinni séu ekki fleiri en
21 sjúklingur en í gær voru þeir 28. Þetta varð til jjess að fjórir sjúklingar urðu
að liggja á göngum. DV-mynd GVA
ekla kemur fyrst og fremst niður á
starfsfólkinu. Það þarf að taka á sig
ýmsar aukavaktir og þarf oft að vinna
sextán tíma samfleytt."
Svipaða sögu var að heyra á öðrum
spítölum. Á Borgarspítalanum sagði
Margrét Gústafsdóttir, settur hjúkr-
unarforstjóri, að það mætti segja að
það væri vel bókað á allar deildir spít-
alans um þessar mundir. Aukarúmum
væri bætt inn á margar stofur og
margir þyrftu að sætta sig við að sofa
á göngum og skoðunarherbergjum.
Margrét sagði að á Borgarspítalan-
um væm rúmlega 213 stöðugildi
hjúkrunarfræðinga en aðeins væri
ráðið í 176 stöðugildi eða um 82%. Þá
væm stöðugildi sjúkraliða 174 og væri
aðeins ráðið í 74% þeirra.
„Og þá em sumarleyfin ekki tekin
með í dæmið. Þetta hefur orðið til
þess að við höfúm orðið að loka ýms-
um deildum og þjappa sjúklingunum
saman. Þetta veldur að sjálfsögðu
miklu álagi á starfsfólk og það er geng-
ið hart á það að taka aukavaktir."
Mannekla og plássleysi á fæðingar-
deild Landspítalans hefur í einstaka
tilfelli orðið til þess að sængurkonur
hafa verið sendar heim á fjórða degi
eftir fæðingu. Sigríður Snæbjöms-
dóttir sagði að sem betur fer hefði
þetta aðeins komið fyrir í örfáum til-
vikum og þá þegar allt hefði verið í
góðu lagi með móður og bam.
„Það hefúr tekist að bjarga þessum
vanda fyrir hom hjá okkur til þessa
en í vor var mikill vandi yfirvofandi
hjá fæðingardeildinni," sagði Sigríður.
ATA
Peningamarkadur
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækur ób. 14-15 Lb.Sp, Úb.Bb. Ab
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 15-18 Ab
6 mán. uppsögn 16 20 Ib.Vb
12 mán. uppsögn 17-26,5 Sp.vél.
18mán. uppsögn 25,5-27 Ib.Bb
Ávisanareikningar 4-15 Ab.lb. Vb
Hlaupareikningar 4-8 Ib.Lb
Innlán verötryggö Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6 mán. uppsögn Innlán með sérkjörum 3-4 Ab.Úb
14-24 Bb.Sb
Innlángengistryggð
Bandaríkjadalir 5,5-6,5 Sp.Vb, Ab
Sterlingspund 7,5-9 Vb
Vestur-þysk mörk 2,5-3.5 Vb
Danskarkrónur 8.5-10 Vb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir vixlar(forv.) 27-28,5 Lb
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 25-26 eða kge
Almennskuldabréf 25-31 Úb
Viöskiptaskuldabréf(1) kge Allir
. HlaupareikningarMirdr.) Útlán verðtryggð 28,5-30 Lb
Skuldabréf
Að2.5árum 7,5-9 Úb
Til lenqri tíma 7,5-9 Úb
Útlántilframleiðslu
Isl. krónur 23-29 Vb
SDR 7,75-8 Bb.Lb, Úb.Vb
Bandaríkjadalir 8,5-9,25 Bb.Lb. Úb.Vb
Sterlingspund 10-10,75 Sp
Vestur-þýsk mörk 5,25-5,5 Úb
Húsnæðislán 3.5
Lífeyrissjóðslán 5-675
Dráttarvextir 36
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala júlí 1721 stig
Byggingavísitala 320 stig
Húsaleiguvisitala Hækkaði 9% 1. júli
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða (uppl. frá Fjárfestini
arfélaginu);
Ávcxtunarbréf 1,1634
Einingabréf 1 2,163
Einingabréf 2 1,283
Einingabréf 3 1,337
Fjölþjóðabréf 1,030
Kjarabréf 2,158
Lífeyrisbréf 1,088
Markbréf 1,075
Sjóðsbréf 1 1,058
Sjóðsbréf 2 1,058
Tekjubréf 1,174
HLUTABRÉF
Söluverö að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennartryggingar 114 kr.
Eimskip 255 kr.
Flugleiöir 175kr.
Hampiðjan 118 kr
Hlutabr.sjóðurinn 114 kr
Iðnaðarbankinn 137 kr.
Skagstrendingur hf. 182 kr.
Verslunarbankinn 120kr.
Útgerðarf. Akure. hf. 160kr.
[1) Við kaup á viðskiptavlxlum og við-
ikiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
tge. Búnaðarbanki kaupir viðskiptavixla
gegn 25% ársvöxtum, Samv.banki 25% og
lokkrir sparisj. 26%.
5kammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
3b= Búnaðarbankinn, lb= lönaðarbank-
nn, Lb=Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
jankinn, 0b= Útvegsbankinn, Vb = Versl-
jnarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Mánari uppiýsingar um penlngamarkaðinn
jirtast i DV á fimmtudögum.
Skattbyrðin ekki lægri í sex ár
„Áætluð skattbyrði af heildartekj- Þannig hefúr hlutur ríkisins í hækka sératakan bamabótaauka hækkun verðlags á milli ára.
um einstaklinga í ár til ríkisins álögðum gjöldum lækkað frá síðaata sem lækkar álagðan tekjuskatt ein- „Álagning beinna skatta á ein-
nemur 3,9%. Það er lækkun um 0,8% ári um 3,8% en hlutur sveitarfélaga staklinga. I þriðja lagi hækkuðu staklinga er því greinilega lægri en
frá fyrra ári og skattbyrði einstakl- hækkað um 3,5%. tekjur einstaklinga minna á milli ára gert var ráð fyrir í áætlun fjárlaga
inga hefúr ekki verið lægri í sex Jón Baldvin sagði að skattskyldar en gert hafði verið ráð fyrir þannig en álagðir skattar á félög svipaðir
ár,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson tekjur eiastaklinga hefðu hækkað að minna hlutfall af tekjum gjald- og gert var ráð fyrir. í heild gæti
fjármálaráðherra á blaðamanna- um 33% á síðasta ári en álagður enda lendir í hæsta skattþrepi.“ iimheimta á beinum sköttum ein-
fúndi sem hann hélt um álagningu tekjuskattur hefði aðeins hækkað Þanniger62,5%gjaldendaílægsta staklinga og félaga til ríkiains í ár
opinberra gjalda á þeasu ári. um 11%. skattþrepinu en um 9% falla með orðið 300 milljónum króna mdnni en
Á fundinum kom fram að beinir „Ástæðumar fyrir tiltölulega hlut tekna sinna í hæsta skattþrep. fyrri áætlun gefúr til kynna,“ sagði
skattar til ríkisins hafa hækkað um lækkuðum tekjuskatti eru einkum Álagður tekjuskattur lögaðila á Jón Baldvin.
14% á milh ára og nema heildarálög- þrjár. Á síðasta ári voru samþykktar árinu nemur um 1600 milljónum það er augljóst að útkoraa þessarar
ur ríkisins 8,7 milljörðum króna. breytingar á skatthlutfóllum og króna og er það 26% hækkun frá tekjuskattsálagningar verður til
Álagðirskattartilsveitarfélagahafa skattstigum tekjuskattslaganna sem fyrra ári. Tekjuskattur lögaðila er þess að halli ríkissjóðs eykst sem
hins vegar hækkað um 33% og nema fólu í sér minni álögur. 1 öðru lagi ívið lægri en áætlað var í fjárlögum nemur þessum ij00 milljónum á þessu
nú heildarálögur 9,5 miUjörðum. ákvað núverandi ríkisstjóm að en þó hækkar hann meira en nemur ári,“ sagði Jón Baldvin. ATA
Hjólreiðakeppnin óvenju jófh
Okuleikni BFÖ-DV
Þráinn Jensson setti nýtt tímamet i brautinni og bætti gamla metið, sem
var 89 sekúndur, um 10 sekúndur. Hann hlaut Casio-úr að launum fyrir
besta tímann. Hér er hann á fleygiferð í brautinni.
Mikið var um að vera á Akranesi
þegar ökuleikni Bindindisfélags
ökumanna og DV var haldin þar
fyrir nokkru. Akumesingar létu sig
ekki muna um það að loka einni
götunni til að hægt væri að halda
keppnina.
Hjólareiðkeppnin mjög fjöl-
menn og spennandi
Byijað var að keppa á reiðhjólum
og vom alls 24 keppendur skráðir
til leiks. Keppnin í eldri flokki var
óvenjuspennandi og jöfn og oft á tíð-
um var aðeins 1 sekúnda sem skildi
keppendur að. Sá er best stóð sig var
Guðmundur Bjömsson með 63 refsi-
stig, þó var mjótt á munum því að
Sigurður Tómasson varð annar með
aðeins einnar sekúndu lakari árang-
ur eða 64 refsistig. Þá vom aðeins 2
sekúndur sem skildu næsta kepp-
anda að, það var Sigurþór Þorgils-
son sem fékk 66 refsistig. Allir vom
þessir kappar með aðeins eina villu
í brautinni og var það tíminn í braut-
inni sem skildi þá að. í yngri flokki
sigraði Brynjar Öm Valsson með 60
refsistig. Hann var með nokkra yfir-
burði því að sá er hafnaði í öðm
sæti var með 73 refsistig. Sá heitir
Ágúst Hrannar Valsson. Bróðir
hans, Ragnar Már, fékk bronsið.
Sem fyrr var það reiðhjólaverslunin
Fálkinn hf. sem verðlaunin gaf og
mun Fálkinn einnig gefa verðlaunin
í úrslitakeppninni sem verða DBS
reiðhjól í eldri flokki og utanlands-
ferð í yngri flokki.
Engin kona í ökuleikninni
Það var því miður staðreynd að
engin kona lét sjá sig í ökuleikninni
og er það miður. Haldi þessu áfram
sjá forráðamenn ökuleikninnar sig
knúna til að fella niður sérstakan
kvennariðil, sem þeir hafa viljað
hafa, þar sem þeir telja að mikill
eðlismunur sé á akstri kvenna og
karla og því ekki rétt að keppt sé í
einum flokki. Rökin segja þeir að séu
þau að karlmenn aki hraðar og af
meira kæmleysi í gegnum brautina
en konur aki hægar og vandi sig
meira við að gera rétt. Þar sem
tíminn sé reiknaður sem refsistig fái
konumar ætíð hærri refsistig en
karlar og því ekki rétt að keppt sé
í sama flokki. En til þess að hægt
sé að keppa í 2 flokkum verði kon-
umar að mæta.
Margir meö árangur undir
200 refsistigum
Keppnin í karlariðli var hins vegar
spennandi og mjög margir náðu að
fá færri refsistig en 200 sem þykir
nokkuð góður árangur. Það vom 8
keppendur af 15 sem þeim árangri
náðu. Sigurvegarinn náði enn betri
árangri, eða undir 150 refsistigum,
sem aðeins örfáir keppendur ná.
Þetta var Haukur Jónsson sem ók
Benzinum sínum frábærlega í gegn-
um brautina. Hann fékk aðeins 142
refsistig. Sá er lenti í 2. sæti náði
að slá tímametið í brautinni. Hann
bætti fyrra met, sem slegið var á
Egilstöðum, um 10 sekúndur. Hann
var með 79 sekúndur í brautinni og
þrátt fyrir slíka snerpu sýndi hann
frábæran akstur í brautinni. Þetta
var Þráinn Jensson á Daihatsu
Charade. Hann hlaut því silfrið að
þessu sinni en auk þess fékk hann
vandað Casio-úr sem Casio-umboðið
gaf og hefur gefið í hveija keppni í
sumar þeim sem besta tímann hefur
og heftu undir 100 refsistigum í
brautinni. Takist Þráni að vera með
besta tímann yfir landið eftir suma-
rið mun Casio-umboðið gera enn
betur og gefa honum kost á að velja
úr af vönduðustu gerð frá CASIO. 1
3. sæti lenti Guðsteinn Oddsson á
Benz. Hann fékk 158 refsistig eða
aðeins 4 sekúndna lakari árangur
en Þráinn. Hann hefur eflaust hugs-
að ýmislegt ófallegt til Þráins þar
sem Þráinn keppti á bíl sem Guð-
steinn hafði átt áður og unnið
margar ökuleikniskeppnir á. Engum
keppanda tókst að aka villulaust í
gegnum brautina en Haukur sigur-
vegari var næstur því með 2 villur.
Gefandi verðlauna í ökuleikninni
á Akranesi var Mazdaumboðið á
Akranesi og vilja forráðamenn
keppninnar færa umboðinu þakkir
fyrir stuðninginn.
EG.