Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1987, Page 8
8
Útlönd
Eyru iincholn hreinsuð
Styttuu' þurfa að láta hreinsa á sér
eyrun ekki síður en annað mann-
fólk. Til þess þarf að sjálfsögðu
stærri eyrnapinna en við hin notum.
Undanfama daga hefur verið unn-
ið að árlegri hreinsun minnismerkis-
ins um Abraham Lincholn, forseta
Bandaríkjanna á tímum þrælastríðs.-
ins þar í landi. Minnismerkið
stendur í Washingtonborg og er
þessi hreinsun liður í að halda
skemmdum frá styttunni af forsetan*
um.
Seld undir borðið
Spycatcher, bók Peters: Wright,
fyrrum starfsmanns bresku leyni-
þjónustunhar, iiefur undanfamar
vikur vakið gífurlega athygli um
heim allan. Bókin er þegar orðin
metsölubók í iiandaríkjunum. okki
síst vegna þess að bresk stjómvöld'
hafa kosið að banna útgáfu hennar
innan breska samveldisins.
Spycatcher er hins vegar seld víðast hvar á breskri grund, ef ekki opin-
berlega þá undir borðið. Meira að segja í Hong Kong, þar sem bresk lög
ráða, hafa menn einhverjar leiðir til að komast yfir eintak.
Svonefhdar uppljóstranir njósnarans fyrrverandi þykja ekki ýkja merkileg-
ar, enda hefur verið látið að því hggja að bókin heföi aldrei náð neinum
vinsældum ef ekki hefði komið til bann Margaret Thatcher og ríkisstjómar
hennar.
Demjanjuk ekki sá sami?
Bandarískur skjalasérfræðingur skýrði frá því fyrir rétti í ísrael í gær að
persónuskilríkjum John Demjanjuk, sem þar er sakaður um að hafa framið
stríðsglæpi í síðari heimsstyrjöldinni, hafí verið breytt verulega.
Sérfræðingurinn, sem heitir Edna Robinson, sagði að undirritunin á per-
sónuskilríkjunum frá þjálfunarbúðunum í Trawniki væri ekki með rithönd
Demjanjuk og að skipt heföi verið um fjósmynd í skilríkjunum.
Demjanjuk, sem er sextíu og sjö ára, segist hafa verið tekinn í misgripum
fyrir annan. fsraeiar halda því fram að hann sé fangavörður sem nefödur
var ívan hræðilegi í dauðabúðunum í Treblinka í Póllandi og að hann hafi
myrt hundruð þúsunda gyðinga í gasklefönum þar.
Demjanjuk var á síðasta ári sviptur bandarískum ríkisborgararétti sínum
og framseldur til ísrael. Hann fluttist til Bandaríkjanna skömmu eftir stríðs-
lok og starfaði þar í bifreiðaiðnaði.
ísraelsk yfírvöld segja að þau hafi fengið persónuskilríkin sem um ræðir
frá sovéskum >frrvöldum.
Hótanir víðar að
Pílagrímar þeir aem undanfarið
hafa dvalið í Mekka eru nú famir
að snúa til síns heima að nýju og
hafö víða orðið miklir fagnaðarfönd-
ir með þeim og ættmennum. Margir
hafa beðið í óvissu um afdrif ætt-
ingja sínna þar sem ekki heför verið
ljóst hverjir létu lífið í óeirðunum í
Mekka i síðusiu vilui >-n }>:ir er uúið
að allt að sex hundruð manns hafi
fallið.
Hótanir berast nú Saudi-Aröbum víða að um hermdarverk gegn þeim vegna
atburðanna í Mekka. í gær bættist enn einn flokkur ofetækismanna í hóp-
inn þegar ógnanir bárust frá áður óþekktum flokki öfgamanna. í tilkynningu,
sem hópurinn, sem nefair sig syni Hizbollah, sendi frá sér í Beirút í gær,
segir að gripið verði til víðtækra aðgerða gegn Saudi-Aröbum vegna dauða
pílagrímanna.
Elsta kona Bretiands
Elsta kona Bretlands hélt í gær
upp á hundrað og tíu ára afinæh sitt.
Chariotte Hughes dvaldi á af-
: madisdaginn í; í konungssvitunni á
hótelinu Waldorf Astoria í New
York en hún dvelur þar í boði breska
ríkisins. Var fiogið með frúna í
Concorde frá London til New York
þar sem henni var haldin vegleg
veisla.
Þrátt fyrir háan aldur er Chariotto
hin hressasta og kiingdi óspart glös-
um við gesti sína á hóteiinu í gær.
Hún kaus þó fremur að hressa sig á
sérríi en að láta í sig kampavín, enda
er freyðivínsdrykkja franskur siður
en ekki enskur.
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987.
DV
■
■■'xxx,.
........;
,
Daniel Ortega, forseti Nicaragua, hafnaði með öllu skilyrðum þeim sem Bandaríkjamenn hafa sett um úrbaetur í
innanríkismálum lands síns. símamynd Reuter
Hafnar kröfum
um breytingar
Daniel Ortega, forseti Nicaragua,
hafaaði í gær alfarið kröfum Banda-
ríkjamanna um úrbætur i innanríkis-
málum lands síns en kröfur þessar eru
mikilvægur þáttur í tillögum Banda-
ríkjamanna um frið í Mið-Ameríku.
Ortega sagði á blaðamannafundi,
sem haldinn var fyrir fund Ameríku-
forseta í Guatemala í gær, að innan-
ríkismál Nicaragua væru ekki mál
sem samið yrði um á alþjóðavettvangi.
Meðal þeirra breytinga sem Banda-
ríkjamenn krefjast að gerðar verði er
að borgaraleg réttindi, sem afaumin
voru 1983, verði endurreist og að geng-
ið verði til kosninga í landinu.
Friðaráætlun þessi er borin upp af
Oscar Arias, forseta Costa Rica, og
fleirum.
Ortega minntist á fundinum í gær á
möguleika á beinum viðræðum milli
Nicaragua og Bandaríkjanna. Shultz,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
hafði þegar í gær hafaað öllum hug-
myndum um slíkan fund alfarið en
Ortega virtist ekki vita af þeirri af-
stöðu ráðherrans.
Systir eins fanganna fjórtán í Chile með bam sitt. Hún er nú í Vestur-Þýska-
landi ásamt öðrum aðstandendum fanganna til þess að fara fram á landvistar-
leyfi fyrir þá en þeir eiga von á að verða líflátnir í Chile. simamynd Reuter
Ættingjar fiórtán Chilebúa, sem eiga
á hættu að verða teknir af lífi, fóru
þess á leit við Bonnstjómina í gær að
hún veitti þeim landvistarleyfi í Vest-
ur-Þýskalandi.
Lögfræðingur fanganna segir þá
vera samviskufanga sem sitja inni
vegna pólítískra skoðana. Þeir hafi
verið beittir bæði andlegu og líkam-
legu ofbeldi til þess að knýja fram
játningar.
Lögfræðingurin kom til Vestur-
Þýskalands í gær ásamt nokkrum
vandamönnum fanganna til þess að
hvetja vestur-þýska stjómina til þess
að veita föngunum landvistarleyfí en
skoðanir innan stjómarinnar em mjög
skiptar í þessu máli. Sóttu fangamir
um landvistarleyfi í Vestur-Þýska-
landi í fyrra en lög í Chile kveða svo
á um að ef annað land taki við föngun-
um verði dauðadómunum breytt í
útlegð. Hægri menn í vest.ur-þýsku
stjóminni segja fangana vera hryðju-
verkamenn og bera ábyrgð á margs
konar glæpum.
Einnig hefur verið beðið um land-
vistarleyfi fyrir fangana í Austurríki,
Frakklandi, Belgíu, Noregi og Finn-
landi. Austurrísk yfirvöld segjast hafa
boðið þeim landvistarleyfi.
Skipst á föngum
Kina og Víetnam sömdu um vopna-
hlé þessa viku og skipti á föngum til
þess að draga úr margra alda óvináttu.
Svæðið, þar sem athöfain fór fram,
er kallað „vinátta" en umhverfis fund-
arstaðinn sjálfan er urmull af jarð-
sprengjum.
Landamæraeijur milli ríkjanna
tveggja blossa upp öðm hvom en
reglulega er skipst á föngum sem hvor
aðili um sig segist hafa gripið innan
sinna landamæra við njósnir eða
skemmdarverkastarfsemi. Fanga-
skiptin í þessari viku em þau tuttug-
ustu og fyrstu frá því að Kínveijar
réðust inn í Víetnam árið 1979.
Hermenn fylgdust með fangaskipt-
unum og var fréttamönnum boðið að
vera viðstaddir. Þeir sem komu frá
Víetnam fengu þó ekki að ræða við
hermenn eða fanga frá Kína og öfugt.
Alls var skipst á þrjátíu og tveimur
föngum.
Biðja um
hæli fyrir
dauða-
dæmda