Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1987, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987.
Frjálst,óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr.
Verð i lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr.
Brestur í réttarkerfinu
Á síðasta ári og reyndar allan veturinn þar á undan
var fátt meira rætt manna á meðal en hið svokallaða
Hafskipsmál. Var það að vonum. Bæði vegna þess að
eitt stærsta fyrirtæki landsins var tekið til gjaldþrota-
skipta, einn af hornsteinum bankakerfisins, Útvegs-
bankinn, riðaði til falls og ýmsir af ábyrgðarmönnum
Hafskips voru hnepptir í gæsluvarðhald um margra
vikna skeið. Allt var málið hasarfengið og reyfarakennt
og angar þess teygðust alla leið upp í ríkisstjórnina.
Óþarft er að rifja þá sögu upp, svo alkunn sem hún
er. Hitt hefur aftur á móti vakið athygli hvaða stefnu
málið hefur tekið í höndum dómkerfísins. Sú sérkenni-
lega staða kom upp að lögreglurannsóknin fór fram
undir stjórn Hallvarðs Einvarðssonar rannsóknarlög-
reglustjóra en þessi sami Hallvarður var síðan skipaður
ríkissaksóknari og sem slíkur tók hann afstöðu til rann-
sóknarinnar og lagði fram kröfur um refsingar í nafni
ákæruvaldsins.
Það fór líka svo að verjendur kröfðust þess að ákær-
um skyldi vísað frá, þar sem saksóknari væri vanhæfur.
Sú frávísun byggðist einkum á þeim rökum að óeðlilegt
væri að einn og sami maðurinn hefði með höndum rann-
sókn og ákæruvald. Þessu til viðbótar var bent á að
bróðir ríkissaksóknara sat í bankaráði Útvegsbankans
á sama tíma og bankastjórnin var sökuð um að van-
rækja skyldur sínar gagnvart hagsmunum bankans.
Frávísunarkrafan var tekin til greina í undirrétti og
staðfest í Hæstarétti. Ríkissaksóknari var dæmdur van-
hæfur og málinu vísað frá. Þessi niðurstaða hefur það
í för með sér, að nú verður að skipa nýjan og sérstakan
saksóknara, í þetta mál. Sá maður verður að hefja sjálf-
stæða athugun á málskjölum og rannsóknargögnum og
leggja fram kærur á nýjan leik. Allt tekur þetta sinn
tíma og raunar liggur ekkert fyrir um hvort kærur verða
samhljóða þeim sem áður hafa verið gerðar, hvort fleiri
eða færri verða ákærðir eða þá hvenær málið verður
dómtekið að nýju.
Ekki verður þessi málsmeðferð ákæruvaldsins til að
auka traust almennings á réttarkerfmu. Það hlýtur að
vera mikið áfall og álitshnekkir þegar ríkissaksóknari
er dæmdur vanhæfur vegna tengsla sinna við rannsókn
málsins og skyldleika við persónur sem tengjast málinu
beint og óbeint. Eftir á að hyggja er það óskiljanlegt
mcð öllu að dómsmálayfirvöld og ríkissaksóknari sjálfur
skyldu ekki koma auga á hættuna sem þessum tengslum
fylgdi. Embætti ríkissaksóknara á að vera hafið yfir
gagnrýni. Hver sá maður, sem tekur það starf að sér,
má undir engum kringumstæðum gefa höggstað á sér.
Hann varpar ekki aðeins rýrð á sjálfan sig heldur og á
það traust sem embættið verður að njóta.
Hafskipsmálið er ekkert venjulegt sakamál. Inn í það
fléttast margvísleg hliðaráhrif, þjóðfélagsleg átök jafnt
sem persónuleg örlög. Einmitt af þeim sökum er aldrei
nógsamlega vandað til rannsóknar, málatilbúnaðar og
ákæru. Vanhæfni ríkissaksóknara hefur spillt fyrir
þessu öllu.
Hér verður ekki farið fram á afsögn ríkissaksóknara
í ljósi þessara mistaka. Þau verða að flokkast undir
afglöp eða einfeldni. En einfeldni er dýrt spaug þegar
afleiðingarnar eru þær að meintir sakborningar fá sjálft
ákæruvaldið dæmt vanhæft og réttvísin missir niður
um sig í einu allra stærsta og pólitískasta máli réttarsög-
unnar.
Ellert B. Schram
Verslunarráðíð
og verðbólgan
í áliti Verslimarráðsins á stefiiu-
yfirlýsingu ríkisstjómarinnar segir
m.a.: „Verðbólgan verður á 20-30%
stiginu næstu misseri og jafiivel
meiri, ef ytri aðstæður versna.
Vænta má gengissigs eftir næstu
áramót."
Það er meginatriði í stefhu ríkis-
stjómarinnar að halda gengi
krónunnar stöðugu og halda aftur
af verðbólgu. Yrði horfið að nýju að
daglegu sigi krónunnar eins og
Verslunarráð boðar væri stöðugleik-
anum, sem verið hefur veigamikil
forsenda hagvaxtarins sem þjóðin
hefur notið á undanfömum árum,
kippt í burt.
Á síðustu árum hafa lánsskuld-
bindingar fyrirtækja í sjávarútvegi
í vaxandi mæli orðið bundnar gengi,
beint eða óbeint, og lækkun á gengi
krónunnar væri af þeim sökum tví-
eggjað sverð þar sem fyrirtæki í
þessari grein eiga í hlut. Sjávarút-
vegurinn hefur af þessum sökum og
í ljósi reynslunnar ekki kallað eftir
gengislækkun krónunnar.
Á eigin ábyrgð
Verslunarráðið segir fólk hafa
„vanist þeirri hugsun að atvinnulíf
gangi ekki nema til komi alls kyns
aðgerðir með vissu millibili af hálfu
stjómmálanna." Þó að þessu fari
víðs fjarri virðist ekki örgrannt um
að Verslunarráðið mætti sjálft venja
sig af slíkri hugsun.
Ríkisstjómin hefur einsett sér að
brjóta þessa íjötra vanans af ís-
lensku efnahagslífi og að forðast
„alls kyns aðgerðir með vissu milli-
bili“ en setja þess í stað efhahagslíf-
inu almenna umgjörð sem aðilar
verða að semja sig að. í þessu felst
að efhahagslegar ákvarðanir, hverju
nafni sem nefnast, em á ábyrgð
þeirra sem þær taka. Ríkisstjómin
hyggst ekki firra neina aðila ábyrgð
á gerðum sínum, hvorki þá sem taka
KjáUariim
Ólafur ísleifsson
efnahagsráðgjafi
rikisstjórnarinnar
ákvarðanir á hinum almenna vinnu-
markaði né aðra. Atvinnulífið
verður að standa á eigin fótum eins
og Verslunarráðið tekur fram.
Þjóðarsátt um hækkun lægstu
launa
Spásögn Verslunarráðsins er ekki
ítarlega rökstudd en virðist m.a. ráð-
ast af ugg ráðsins um að ráðstafanir
ríkisstjómarinnar í skattamálum
verði hvati að auknu víxlgengi
kaupgjalds og verðlags. Það væri
vissulega miður ef svo færi, en það
er ekki sjálfsagt að skattahækkun,
t.d. til að afla fjár til félagslegra ráð-
stafana, sé nauðsynlega bætt í kaupi.
Skattahækkun ríkisstjómarinnar
er m.a. ætlað að standa undir þeirri
hækkun tryggingabóta sem orðið
hefúr á árinu. Markmið desember-
samninganna var að bæta hag þeirra
sem lægst hafa launin. Samhliða og
sjálfsögð ráðstöfun af hálfu stjóm-
valda var að bæta hag lágtekjufólks
sem er utan vinnumarkaðarins,
ýmist vegna aldurs eða örorku. Til
þessa þurfti að afla fjár. Ekki verður
um það deilt að þjóðarsátt ríkir um
þessa ráðstöfun þó deila megi um
einstakar tekjuöflunarleiðir.
Kjarasamningarnir
framundan
Þeir aðilar, sem innan tíðar ganga
til samninga um kaup og kjör á al-
mennum vinnumarkaði, munu gera
það í ljósi fastgengisstefhu ríkis-
stjómarinnar og þess ramma sem
hún setur ákvörðunum þeirra.
Illa grundaðar spár um gengissig
geta kynt undir væntingum um verð-
bólgu og á þann hátt spillt fyrir því
að sátt takist á vinnumarkaði. Það
em sameiginlegir hagsmunir laun-
þega og atvinnurekenda að gengið
verði áfram stöðugt enda er fast-
géngisstefhan besta kaupmáttar-
tryggingin sem launþegar eiga völ á.
Ólafur ísleifsson
„Spásögn Verslunarráðsins er ekki ítar-
lega rökstudd en virðist m.a. ráðast af
ugg ráðsins um að ráðstafanir ríkis-
stjórnarinnar í skattamálum verði hvati
að auknu víxlgengi kaupgjalds og verð-
lags.“