Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1987, Page 15
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987.
15
Ríka þjóðin
„Staða ríkissjóðs getur nefnilega og það
hefur gerst, verið með ágætum þótt þjóðar-
búið sigli hraðbyri á hausinn."
Við íslendingar erum rík þjóð.
Ríkastir erum við að dugnaði og
manngildi þegnanna sjálfra, mann-
vænlegri æsku og mikilli almennri
menntun. Að jafnaði er heilsufar
gott í landinu, enda loftið tært til
fjalla og út á sjó, vatnið okkar
heilsubrunnur og matvæli holl.
Mannauðurinn er því mikill, svo
ekki sé minnst á að slá á léttari
strengi og talað um fegursta kven-
fólk í heimi og sterkasta karlpening-
inn, afkastamestu sjómennina og
skákmenn sem virðast ósigrandi í
öllum heimshomum.
21.500 dollarar á mann
I skíra gulli erum við nokkuð patt-
aralegir líka. Þjóðhagsstoíhun spáir
núna rúmlega 200 milljarða króna
landsframleiðslu á árinu en það er
um 21.500 dollara tekjur á mann
þetta árið. Slíkar tekjur skjóta okkur
glæsilega upp á stjömuhimin tekju-
hæstu þjóða í veröldinni, líklega
fram úr Bandaríkjamönnum og flest-
um Evrópuþjóðum. Fast að Sviss-
lendingum og olíufurstum Mið-Asíu,
tekjuhæstu þjóðum veraldar.
30% tekjuaukning
Einn hængur er j)ó á, við borgum
ennþá tæpa sex milljarða króna í
vexti sem gerir viðskiptajöfhuð okk-
ar enn óhagstæðan uppá á annan
milljarð króna. Sé þetta tekið með í
reikninginn lækka þjóðartekjur
okkar á mann eitthvað niður fyrir
21 þúsund dollara markið, en vel af
sér vikið samt. Á nokkrum árum
hefur okkur tekist með hjálp góðær-
isins að hækka tekjur okkar um 30%
sem er frábært. Enda höfum við átt
hagvaxtamet í Evrópu undanfarin
ár og legið hefur við borð að við
værum heimsmethafar í hagvexti
innan OECD-landanna.
Út af fyrir sig hæfir náttúrulega
slík glæsisigling þjóðarskútunnar
vel fegursta kvenfólkinu og afrennd-
um görpum.
Lagfæringaratriði
Á hvaða fegursta fleyi sem er þarf
þó stundum að toga í spotta eða lag-
færa seglbúnað. Þannig er halli á
KjaUariiin
Guðlaugur T.
Karlsson
hagfræðingur
ríkissjóði áhyggjuefni hjá okkur
núna, staðan við útlönd gæti auðvit-
að verið betri og verðbólgustigið er
of hátt. Þetta eru auðvitað hrein
lagfæringaratriði, þar sem þjóðar-
tekjur eru svo háar, sem fyrr sagði
og hagvöxtur mikill. Þessi plástra-
skipti geta þó verið sársaukafull,
auk þess sem rætt er um að tekju-
skipting þjóðarinnar sé ekki nógu
jöfh.
Ríkisjóður-Þjóðarbú
Hvað varðar ríkissjóð skal þó strax
undirstrikað að staða ríkissjóðs þarf
ekkert endilega að gera með stöðu
þjóðarbúsins á hverjum tíma. Þvert
á móti. Staða ríkissjóðs getur nefhi-
lega og það hefur gerst, verið með
ágætum þótt þjóðarbúið sigli hrað-
byri á hausinn. Hið klassíska dæmi
er auðvitað það þegar stjómvöld
pína niður gengi fyrir útflutningsat-
vinnuvegi, t.d. í einhverjum strika-
rembingi, en maka svo krókinn á
hátt tolluðum niðurgreiddum inn-
flutningi fyrir ríkiskassann. Slík
stefiia á frómt sagt ekki skylt við
annað en landráð, því á sama tíma
og grundvellinum er kippt undan
útflutningsgreinum landsmanna er
erlendum fjármagnseigendum smám
saman afhent öll völd í landinu. Það
er því oft góðs viti að ríkissjóður
berjist um hart eftir valútunni og
aðhalds sé gætt, meðan þjóðarskút-
an sjálf glennir sig grimmt á öldum
með allar fallbyssur rækilega mann-
aðar á þau skotmörk sem eru
arðvænlegust fyrir útflutningsfram-
leiðslu okkar.
Eyðum fjárlagahallanum
Til lengdai- getur þó engin ríkis-
stjóm unað því að vera með mikinn
greiðsluhalla á fjárlögum, enda er
ekkert ömggt með aðhaldið. Hvetur
reyndar til þenslu sé fjármagnið
slegið í seðlabanka eða hjá erlendum
fjármagnseigendum. í mesta góðæri
þjóðarinnar er það líka óþolandi.
Ekkert er tryggt með það að afkom-
endur okkar eigi nokkuð betra með
að borga heldur en við sjálf. Þvi
hefur ríkisstjómin réttilega ákveðið
að eyða fjárlagahallanum á næstu
þremur árum. Þetta er sú erfðasynd
sem að Jóni Baldvini var rétt þegar
hann gekk inn í fjármálaráðuneytið.
Nú skal ekki fjargviðrast hér um
tilurð þess fjárlagahalla, hann er
þama og við hann þarf að glíma.
Það sem gerir þessa glímu sára er
að fjármuna er nausynlega þörf t.d.
til þess að jafiia kjör í landinu, bæta
fyrir raunir húsbyggjenda og fá heil-
brigðisgeiranum nægilegt fjármagn
í hendur svo hægt sé að manna spít-
alana eðlilega og borga góðu fölki
eðlileg laun.
Verkefnin eru mörg
Auðvitað blasa yfirleitt verkefnin
alls staðar við í landi okkar. Hver
íslendingur hefur til umráða tíu
sinnum stærra land en hver Banda-
ríkjamaður. Dettur nokkrum lifandi
manni í hug að það kosti ekki eitt-
hvað að halda uppi góðum sam-
göngum í slíku landi. Vegakerfið
hefur tekið stórkostlegum breyting-
um til batnaðar á síðustu áratugum
og gerir reyndar á hveiju ári. Veðr-
unin og álagið er samt mikið.
Viðhaldið tekur sitt. Og alltaf viljum
við bæta. Fjármagn vantar líka í
flugvelli úti um allt land, í hafriir,
ný skip og flugvélar og samgöngu-
mannvirki. Áður nefndi ég ástandið
á sjúkrahúsunum. Peninga vantar
líka í skólana, sérkennslu, fram-
haldskennslu, æðri kennslu. Gamla
fólkið fær aldrei of mikið, því það
skilaði okkur landinu. Hækka þarf
ellilaun, eins og reyndar er búið að
gera nú þegar og bæta félagsaðstöðu
gamla fólksins.
Bætum hag barnafólksins
Okkur vantar fólk í landið. Ekkert
fólk er betur að þessu landi komið
en okkar eigið unga fólk. Bæta þarf
því hag bamafólksins. Ungu hend-
uroar og þjóðfélagsborgaramir læra
að vinna verkin og hugsa eins og
frónskir víkingar. Framtíðin blund-
ar í vöggunni og menningin ómar í
hjalinu.
Virðisaukaskattur-Staö-
greiðsla
Öllu þessu og miklu fleiru þarf fjár-
málaníðherrann og ríkisstjómin að
sjá fram úr. Erindin em óteljandi
og neyðin oft sár og réttlætið hið
dýra hnoss sem við öll viljum höndla.
Á sama tíma þarf þó að leiðrétta fjár-
lagahallann. Skútan er svo glæsileg
fyrir fullum seglum að við tímum
ekki að rifa eitt einasta segl. Enda
varla þörf á. En „Hafknörrinn glæsti
og fjörunnar flak, fljóta bæði.“.
Það er rýnt í rúnimar. Virðisauka-
skattur samtímis staðgreiðslu var of
mikið átak. Enda kemur dagur eftir
þennan dag og markmiðið er klárt.
Skattleggja eyðsluna. Þá borgar
hver eins og hann sjálfur telur sig
hafa efni á og skattstigið lækkar.
Þeir sem spara tryggja framtíðina
og treysta þjóðarhag.
Trú þú og vak
Sá sem á völina á kvölina. Verk-
efnin em óendanleg, þjóðin vissu-
lega rík en greiðslustaða ríkissjóðs
slæm. Landið er dýrt en „auglit þess
elskum vér“. Hvem lófastóran blett
viljum við eiga og bæta sjálf. Því er
rýnt í rúnimar eins og í ísþokuna
forðum og ekki var skyggnið alltaf
ágætt. „Hvem varðar um vonir þess
drauma og þrá, sem vakir þar hljóð-
ur og einn“. Samt kom skipið að
landi og jafnvel með puntfisk á
dekki. Þá var kátt í bæ og frænka
gamla fékk lúðubita. Trollvaktimar
tóku þó enda, þótt pusið væri stund-
um kalt. Eða eins og skáldið sagði
og er víst stjómsýsluboðorðið: „Trú
þú og vak“.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson
Island í brennidepli afvopnunarmála
„Því meira sem menn ferðast og leggja sig
fram við að skilja umhverfi sitt því erfið-
ari bráð verða þeir í þessu „sálnakapp-
hlaupi,“
„Þvi miður hefur ofl borið á þvi að um leið og menn og konur eru komin
á þing þá breytast viðkomandi i oþolandi óþjóðlega hrokagikki.“
Við erum orðin að vettvangi af-
vopnunarmála hvort sem við viljum
það eður ei. Umræðan, sem hófst í
Höfða, hefur sett af stað skriðu at-
burða sem munu, þegar fram líða
stundir, hafa mikil áhrif á valdajafn-
vægi heimsbyggðarinnar. Var þetta
það sem við vildum í upphafi? Nei,
ég held að fæstir hafi í raun haft
yfirsýn yfir framvindu atburða, við
vorum of upptekin í að græða á
augnabliksatburðunum til þess að
hugsa fram í tímann. En það em
aðrir sem gerðu það og nú koma
smám saman fram atburðir og þróun
í langtímaplani og við stöndum eftir
og getum ekki stoppað þá þróun sem
við leyfðum í upphafi að ætti sér
stað hér á landi.
I kjölfar nýrra útvarpslaga, nýrrar
hugsunar og niðurbrots þjóðfélags-
ins í aragrúa smárra hagsmunahópa,
reynist þeim öflum, sem vilja hér ná
varanlegri fótfestu, öll sú vinna auð-
veldari. Á meðan ekki er til stoðar
sterk heildarhugsun, sterk þjóðartil-
finning í landi, þá er auðvelt að
skapa þenslu og egna stéttir og hópa
hvom upp á móti öðrum án þess að
þeir geri sér grein fyrir fyrr en um
seinan og þá er tilganginum náð.
Menn ginnkeyptir
Dans og sprell, skemmton og fyllirí
er því miður nokkuð stórt atriði í
mótunarferli kynslóðanna. Þegar á
því skeiði stendur skapast ýmsar þær
þarfir eða skulum við segja ávanar,
sem síðar í lífinu reynist erfitt að
losna við. Það er því nokkuð eftir-
tektarefrii hversu ginnkeyptir menn
em oft fyrir að þiggja ýmsar smágjaf-
ir eða boð, bæði innlendra og
erlendra aðila, og láto þannig í
KjáOarinn
Friðrik Á. Brekkan
blaðafulltrúi
mörgum tilvikum „kaupa sig“ óbeint
til þjónustu á ýmsan hátt. Hér á
landi ber stundum á þessu sem og í
flestöllum löndum en með mismun-
andi formerkjum þó. Því meira sem
menn ferðast og leggja sig fram við
að skilja umhverfi sitt því erfiðari
bráð verða þeir í þessu „sálnakapp-
hlaupi", því menn, sem öðlast víðan
sjóndeildarhring, sjá fljótt forgengi-
legheit „sálnakaupmanna", sem em
þó á hverju strái. Það þýðir í raun-
inni lítið að vera að reyna að benda
á leiðir til úrbóto né að reyna að
kenna einum eða neinum nokkum
skapaðan hlut, því allir verða að
reka sig á til þess að læra og skilja.
Ég nefhdi til dæmis í síðustu grein
minni atriði sem gerði mig mikið
skelkaðan, en það var atburður sem
átti sér stoð við Blönduós nýverið á
þjóðveginum. Dag einn hrapaði flug-
vél og fjórir ungir menn létu lífið.
Þetto fréttist fljótt og menn hugleiða
þetto augnablik. Tæpum sólarhring
síðar verð ég vitni að því að tveir
ungir menn þeysa á þjóðveginum
rétt hjá flugslysstoðnum á mótór-
hjólum „að leika sér“ á um 200
kílómetra hraða. Þeir hafa eflaust
lesið um flugslysið í blöðunum. Við
látum okkur yfirleitt aldrei neitt að
kenningu verða, nema við lendum í
því sjálf.
Enginn veit fyrr en reynt hefur
Ég tel því nauðsynlegt að menn
leggi sig fram við að skilja sem flest>
ar starfsstéttir og þau störf sem
margar þeirra vinna í kyrrþey. Fáir
hugsa í rauninni um heilbrigðisstétt-
imar og það óeigingjama starf sem
þær vinna fyrr en þeir þurfa á þeim
að halda. Éf einhver málsmetandi
maður eða kona lendir í slysi og þarf
á umönnun að halda á sjúkrastofriun
þá brjótast oft út óstöðvandi greina-
skrif yfir hinni merku „uppgötvun"
viðkomandi yfir dugnaði hjúkruna-
rfólksins og starfi þeirra og starfsað-
stöðu. Skemmst er að minnast þegar
fyrrverandi heilbrigðisráðherra einn
veiktist og fór á Grensásdeild til með-
ferðar. Þá allt í einu uppgötvaðist
dugnaður hjúkrunarfólksins og
umönnun þeirra og m.a. kom í ljós
að illa gekk að afla fjár til simdlaug-
arbyggingar við Grensásdeild.
Ráherrann skrifaði um máhð i blöðin
og setti allt af stoð í þinginu og brátt
kom sundiaug við Grensásdeildina.
Það sem ég er að reyna að segja
er að stjómmálamenn verða að vera
menn raunsæir og óhræddir við að
kynnast mismunandi starfsstéttum
og högum þeirra.
Því miður hefur oft borið á því að
um leið og menn og konur em komin
á þing þá breytast viðkomandi í óþol-
andi óþjóðlega hrokagikki. Það er
því miður mikið til vegna þess að
þegar þú ert kominn í einhveija svo-
nefrida áhrifastöðu þá fara að
streyma til þín boðskort og óskir um
að vera gestur hér og þar og koma í
hanastélsveislur og þá fara menn að
ímynda sér að þeir séu ómissandi og
þá er stutt í hrokann. Ég hóf greinina
á afvopnunarmálum og ætla og að
enda hana á því, enda er það einlæg
von mín að öll vopn veiði hið fyrsto
eyðilögð og hemaðaranda beint í
annan farveg. Við erum búin að
byggja upp sterkt og gott heilbrigði-
skerfi til þjónustu við þegna landsins.
Við viljum að heilbrigðiskerfið þjóni
því sem kalla má venjuleg veikindi,
venjulegum slysum og öldrunarmál-
um. Ég held ekki að við viljum að
heilbrigðiskerfið verði einhvem tím-
ann eyðilagt með því að ofhlaða það
slösuðum og látnum fómarlömbum
styijalda. Við getum alveg hugsað
okkur að taka þátt í því að vera vett-
vangur afvopnunarviðræðna ef þær
em framkvæmdar af heilum hug en
ekki aðeins af sýndarmennsku.
Friðrik Ásmundsson Brekkan