Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1987, Side 30
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987.
42
Menning
Myndir að nóttu og degi
Húbert Nói og Þorvaldur Þorsteinsson í Nýlistasafninu
Húbert Nói
Húbert Nói Jóhannesson og félagi
hans, Þorvaldur Þorsteinsson, luku
báðir námi við nýlistadeild Mynd-
lista- og handíðaskóla síðastliðið
vor. Þar með er eiginlega upptalið
allt það sem þeir eiga sameiginlegt
sem myndlistarmenn sé mið tekið
af verkum þeirra sem um þessar
mundir eru til sýnis í Nýlistasafninu.
Húbert Nói sýnir tíu olíumálverk
og átta kolateikningar. Myndefni
Myndlist
Þorgeir Ólafsson
hans er landslag, byggingar og inn-
anhússmyndir. Hann notar sér-
stakan litaskala sem fátítt er að sjá
í myndlist. Aðaluppistaðan er svart-
ur litur og blágrænn í ýmsum af-
brigðum. Hann ber þykkt á og
útlínur teiknar hann gjaman með
svarta litnum þannig að hann stend-
ur upp úr. Þessir dökku litir, sem
þar að auki hafa glansandi áferð,
gera það að verkum að það er erfitt
að sjá mótíf þeirra nema við hárrétta
lýsingu.
Myndir Húberts Nóa vöktu hjá
mér þá tilfinningu að ég stæði um
dimma nótt í skýjuðu veðri og liti
út um gluggann. Állt er svart nema
einstaka gat í skýjunum og á bak
við þau glittir í blágrænan himininn.
Afreksmenn eftir Þorvald Þorsteinsson.
Hús eða landslag virðast írekar vera
afbrigði af myrkrinu en áþreifanlegir
hlutir. Hafi þetta vakað fyrir Húbert
Nóa þá kemur hann hugmynd sinni
til skila. Hins vegar gerir litaskalinn
kröfúr um hárrétta lýsingu og jafn-
vel sjónarhom og það getur haft þær
afleiðingar að áhorfendur eigi erfitt
með að tileinka sér myndimar.
Eins og fyrr segir er fátítt að sjá
svarta litinn sem ríkjandi lit í mál-
verkum. Myndlistaráhugamenn
hafa þó séð nokkur dæmi þess hér á
landi á þessu ári, til dæmis hjá Norð-
mönnunum Bjöm Sigurd Tufta og
Olav Strömme, sem sýndu í Norræna
húsinu í vor, svo og hjá Hauki Dór.
Augljóst er að þessi dökki litaskali
gefur ýmsa möguleika til tjáningar
en er jafiiframt mjög vandmeðfarinn.
Þorvaldur
Eins og fyrirsögnin gefur til kynna
er myndlist Húberts Nóa og Þor-
valdar Þorsteinssonar eins og dagur
og nótt. Húbert Nói leggur áhersl-
una á myndrænt gildi verka sinna
en Þorvaldur virðist leggja meira
upp úr frásagnargildi sinna mynda.
Það er ekki aðeins að þær séu eins
og dagbókarbrot í myndformi heldur
einnig eins og stuttar frásagnir. Þor-
valdur skrifar stutta texta á mynd-
imar, svona eins og til skýringar á
innihaldi þeirra. Það fyrsta sem mér
datt í hug vom myndir bama. Þau
teikna stundum bara örlítið brot af
því sem þau vildu segja frá og auka
síðan við hina myndrænu frásögn
með því að skýra frá öllu því sem
ekki fékk pláss á myndinni. Þorvald-
ur gaf út myndabók fyrir böm um
síðustu jól og svo bók í sumar sem
inniheldur stuttar hugmyndir eða
frásagnir (viðburði hefur hann kall-
að þær) svo að það virðist einnig
vera þörf hjá honum að tjá sig með
rituðu máli. Á sýningunni í Nýlista-
safninu sýnir Þorvaldur 36 vatnslita-
myndir og tíu olíumálverk.
V atnslitamyndimar em flestar í litlu
formi og ekki laust við að sumar
þeirra virðist eins og skissur eða riss.
Það hæfir reyndar innihaldi þeirra
ágætlega, einkum þegar frásögnin
snýst um augnabliksatvik, en það
er erfitt að meta myndrænt gildi
þeirra því það er ekki laust við að
frásögnin beri þær ofúrliði. Það er
mjög freistandi að segja að Þorvald-
ur verði að gera upp við sig hvort
hann ætli sér að verða myndlistar-
maður eða rithöfundur, en ég held í
rauninni að það sé óþarfi því báðir
þessir púkar geta lifað ágætlega
saman ef þeir em nógu vel fóðraðir!
Fréttir
Landbúnaðarrannsóknir og
rannsóknablaðamennska
Miðvikudaginn 22. júlí er fyrir
sögn í DV um starfsemi Rannsókna-
stofriunar landbúnaðims sem segir
að rannsóknir þeirrar stofnunar séu
„endurteknar og gagnslitlar". Á
blaðsíðu 5 í sama blaði gerir blaða-
maðurinn, Jónas Friðrik Jónsson,
nánari grein fyrir þessari „frétt“.
„Fréttin" er byggð á skýrslu Bretans
dr. W.F. Raymond sem samdi skýrsl-
una fyrir liðlega tveimur árum.
Með hhðsjón af meðferð DV á
skýrslunni tel ég rétt að gera lesend-
um DV nokkra grein fyrir málavöxt-
um.
Að frumkvæði stjómar Rala og
þáverandi forstjóra, dr. Gunnars Ól-
afssonar heitins, skipaði landbúnað-
arráðherra nefiid til að fjalla um
skipulga og framkvæmd landbúnað-
arrannsókna á Islandi. Formaður
nefridarinnar var Sveinbjöm Dag-
innsson, ráðuneytisstjóri landbún-
aðarráðuneytisins. Nefndin ákvað
að kalla til erlendan sérfræðing sem
hefði fengist við skipulagsmál í land-
búanðarrannsóknum. Það er alltaf
gagnlegt að kalla eftir slíkri „ytri“
hjálp, sérstaklega í jafnfámennu
þjóðfélagi og okkar er.
Fyrir valinu varð dr. W.F. Raym-
ond sem veitti um skeið forstöðu
rannsóknastofiiuninni Grassland
Research Institute í Hurley, Eng-
landi, og hefur á síðari árum einkum
unnið að skipulagsmálum í land-
búnaðarrannsóknum í Bretlandi og
víðar.
Dr. Raymond kom til íslands þann
24. maí 1985 og dvaldi hér í 10 daga.
Á þeim tíma ræddi hann við nefnd-
ina, heimsótti Rala og aðrar land-
búnaðarstofúanir svo sem
Bændaskólann á Hvanneyri og
Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölf-
usi. Síðan sendi Raymond skýrslu
sína sem var þýdd og dreift eftir lítil-
vægar leiðréttingar.
Rétt er að hafa í huga að Raymond
hafði hér mjög skamma viðdvöl og
að meigintilgangur skýrslunnar var
að fjalla um þá þætti landbúnar-
rannsókna sem dr. Raymond álítur
að nefndin ætti að beina kastljósinu
að.
Skýrsla Raymonds
í upphafi hefur dr. Raymond nokk-
um fyrirvara vegna þess hve
skamman tíma hann dvaldist á Is-
landi. I öðru lagi vekur hann athygli
á tilgangi skýrslunnar þ.e. að gagn-
rýna og varpa fram tillögum en gefur
Rala góðan almennan vitnisburð og
telur stofiiunina vel mannaða og
virka.
Skal nú vikið að þeim þáttum
skýrslunnar sem hefur nú, tveimur
árum síðar, orðið tilefni að forsíðu-
frétt DV sem er eins og kunnugt er
með fréttavakt allan sólarhringinn.
Frærækt á íslandi
I blaðagreininni gætir mikils mis-
skilnings um efnisatriði skýrslunnar
en aðalatriðið er að dr. Raymond
leggur áherslu á að ekki beri að
rækta tegundir og stofna nytjajurta
til fræs á Islandi sem auðveldlega
má rækta fræ af erlendis við mun
betri skilyrði en hér eru til frærækt-
unar. Um þetta mál ríkir enginn
ágreiningur.
Fræræktin á Tilraunastöðinni
Sámsstöðum í Fljótshlíð gegnir
þrennu hlutverki:
1. Rækta takmarkað fræmagn af
þeim efnivið sem unnið er með í
kynbótaáætlun stofnunarinnar
svo hægt sé að prófa hina nýju
stofna sem kynbættir eru.
2. Rækta stofriútsæði af þeim teg-
undum og stofnum sem reynast
það álitlegir að þá eigi að fræ-
rækta og setja á markað.
3. Rækta eftir því sem hagkvæmt
þykir fræ af þeim tegundum sem
ekki er hægt að fá ræktað til fræs
erlendis.
Dæmi um slíkar tegundir eru gras-
tegundimar túnvingull, berings-
puntur og alaska-lúpínan sem eru
allar mikilvægar til landgræðslu. I
þessu augnamiði eru stundaðar fræ-
ræktarrannsóknir á Sámsstöðum.
Kynbætur húsdýra
Á Rannsóknastofnun landbúnað-
arins eru stundaðar umfangsmiklar
erfðarannsóknir á húsdýrum og ber
þar hæst rannsóknir á sauðfé en fyr-
ir þær rannsóknir hefúr stofnunin
hlotið alþjóðlega viðurkenningu.
Samfara erfðarannsóknunum hefur
verið tekin afstaða til markmiða í
kynbótum og stofnunin lagt nokkra
áherslu á kynbætur sauðfjár á til-
raunabúunum. Um þetta hefur verið
deilt meðal aðila í íslenskum land-
búnaði.
Dr. Raymond kemur hins vegar að
spumingunni um innflutning á búfj-
ártegundum til landsins í stað þess
að leggja áherslu á kynbætur ís-
lenkra búfjárstofna. Um þessa
stefnumörkun hefur margt verið
rætt og ritað en hún er ekki á ábyrgð
Rala.
Um „rútínuvinnu“
Hugtakið rannsóknir er nokkuð
misnotað á íslandi og nær iðulega
til athafna sem betur er lýst sem
mælingum. Dr. Raymond hvetur til
þess að stofnunin meti gagnsemi og
vægi ýmissa þjónustumælinga sem
framkvæmdar em og nefiiir m.a.
jarðvegsmælingar, fóðurmælingar
og búvélaprófanir. Svo fremi að
ýmsar þjónustumælingar séu greidd-
ar fullu verði er engin ástæða til að
amast við þeim en full ástæða ef
sérfræðingur tekur að sinna þeim á
kostnað rannsókna. Tillögur dr. Ra-
ymond um breyttar búvélaprófanir
stofriunarinnar kreíjast lagabreyt-
inga og er ekki fylgi fyrir þeim.
„Ómenntað aðstoðarfólk“
Hlutfall tæknimenntaðs aðstðar-
fólks og langskólagenginna fræði-
manna er lágt á Rala sem og víða á
íslenskum vísindastofnunum. Þetta
verður til þess að vinna fræðimanns-
ins nýtist hugsanlega verr en ella.
JFJ hjá DV dregur hins vegar ranga
ályktun af þessari staðreynd þegar
hann telur að stofnunina vanti
„ómenntað starfsfólk". Stofiiunin
þarf á að halda vel menntuðu starfs-
fólki í allar stöður. Það sama gildir
reyndar einnig um fjölmiðla.
Tölvuvæðing
Á síðasta ári var keypt öflug tölva
á Rala sem eflir rannsókastarfsem-
ina. Um þessi tölvukaup, sem og
margt annað sem fram kemur í
skýrslu dr. Raymonds, hafði verið
fjallað á stofnuninni um nokkurt
skeið. Tölvur kosta peninga en meta
þarf slík kaup hveiju sinni á móti
öðrum þörfum.
Að lokum
I framhaldi af forsíðufréttinni
ræddi JFJ við dr. Ólaf Guðmunds-
son, deildarstjóra hjá Rala, um störf
nefndarinnar og skýrslu dr. Raym-
onds. Ólafi gafst ekki færi á að lesa
viðtalið í endanlegri mynd en í því
eru nokkrar villur auk þess sem val
á fyrirsögn er hæpið.
Áðalatriðið er að dr. Raymond
skilaði góðri skýrslu til nefndarinnar
sem nýttist henni í störfúm hennar
og umræðum um starfsemi og skipu-
lag stofriunarinnar.
I landbúnaðarrannsóknum sem og
rannsókablaðamennsku er mikil-
vægt að afla sér heimilda og kynna
sér vel þau mál sem tekist er á við.
Starfsmenn Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins eru reiðubúnir að
veita öllum fjölmiðlum upplýsingar
um starfsemi stofnunarinnar.
Þorsteinn Tómasson
forstjóri Rannsóknastofiiunar land-
búnaðarins
Blaðamaður DV aflaði sér ágætra
heimilda, þ.á m. umræddrar skýrslu
og skrifaði frétt sem var í góðu sam-
ræmi við gagnrýnið innihald hennar
svo sem raunar má lesa milli lína í
greinargerðinni hér að ofan.
Ritstj.