Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1987, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1987, Side 32
44 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987. Sviðsljós Ólyginn sagði... Donna Rice Ijósmyndafyrirsætan sem ■pekkt er fyrir samband sitt viö Gary Hart segir í nýlegu sjón- varpsviðtali að þegar hún kynntist Gary hafi hún ekki haft neina hugmynd um að hann væri giftur. Ekki sagðist hún heldur hafa vitað að hann væri frambjóðandi. Hún segist hafa haldið að hann væri í skemmtibransanum en annað hafi svo komið á daginn eins og frægt er orðið. í umræddu sjónvarpsviðtali þykir hún hafa mildað viðmót almenn- ings til sín. Hún hafi verið sakleysið uppmálað og bjarg- að sér fyrir horn í bili. Oðru máli gegnir um Gary Hart 'p'sjálfan sem líklega bíður þess aldrei bætur að hafa vingast við dömuna. Michael Jackson hefur fengið sent uppsagnar- bréf frá Pepsi-framleiðendun- um. Pilturinn hefur í nokkurn tíma leikið aðalhlutverk í aug- lýsingum fyrirtækisins og hafði gert geysistóran samn- ing við það fyrir skömmu. Ástæðan fyrir uppsögninni er sú að Michael þykir orðinn alltof kvenlegur í auglýsing- arnar. En hann gerist æ kvenlegri eftir því sem plast- skurðaðgerðunum fjölgar. Því er ekki nema von að fólk spyrji hvort pepsi sé einhver sérstakur karlmennskudrykk- Sylvester Stallone fór í meiri háttar megrun á dögunum. Hann hafði bætt á sig fimm kílóum síðan hann lék í sinni síðustu mynd. Því- líkt og annað eins er auðvitað engan veginn hægt að líða þar sem hans lifibrauð er skrokkurinn. Sem og verður að vera í pottþéttu standi. <J5ylvester var farinn að borða of mikið af spaghetti og la- sagna sem er hans uppáhalds- fæði. Hveitifæðið minnkaði hann til muna og um leið fuku aukakílóin. Það er ýmislegt sem menn verða að neita sér um vilji þeir vera Rambo. Hjónaleysin t fylgd með Ronald og Nancy Reagan þegar allt virtist ganga vel. Leyndarmál Gitte Skilnaður Silvester Stallone og dönsku fyrir- sætunnar Gitte Neilson stefnir í það að verða með athyglisverðari skilnuðum þessa árs. Hún mun ekki hafa verið par hrifin af því að bind- ast einum manni og því fór allt í vitleysu. Nú er það helst að frétta að stuttu eftir að þau giftu sig leigði stúlkukindin sér fína íbúð á Hollywoodhæðum. Þar hefur hún lifað lífinu eins og hún helst kýs að því sé lifað. Eigin- maðurinn hefur ekki vitað hið minnsta um uppátækið. En það sem þykir svívirðilegast við þetta er það að hún hefur sjaldnast dúsað ein í íbúðinni. Hún hefur dregið til sín íjölda frægra manna sem henni hefur þótt ákjósanlegur fé- lagsskapur í hvert sinn. Á meðal þeirra sem vitað er að hafi verið reglulegir gestir skvísunnar eru Dieter Bohlen, liðsmaður hljómsveitarinnar Modern Talking, og leikararnir Mel Gibson og Eddie Murphy. Þá hafa verið uppi raddir um að Gitte hafi átt í ástarsambandi við einkaritara sinn, Kelly Sahnger. Þar með var öllum nóg boðið, ekki síst Silvester sjálfum. En hann kvað að mestu niður þann orðróm þegar hann tilkynnti opin- berlega að Gitte væri langt frá því að vera kynferðislega brengluð. Þá vitum við það. Gitte í fylgd einkaritara sins, Kelly Sahnger. Þaer eru sagðar hafa átt í ástarsambandi. Þessir eru á meðal þeirra sem sagð- ir eru hafa átt „sérlega vingott" við Gitte: Dieter Bohlen, Mel Gibson og Eddie Murphy. Edward prins kominn meö kærustu Augu alheimsins beinast nú að Edward prinsi, litla bróður Charles og Andrews. Hann er orðinn tuttugu og tveggja og sá eini þeirra sem enn er ógiftur. Því er ekki nema eðlilegt að fólk sé farið að fylgjast með hon- um og hans fylgifiskum. Hann sést nú æ oftar í fylgd með Ulriku Jons- son, sænskri nítján ára stúlku. Þessi tíðindi urðu breskum almenningi miklar gleðifréttir og er nú fylgst með gangi mála af mikilli spennu. Skötuhjúin kynntust í samkvæmi í Windsor kastalanum. Þar dönsuðu þau saman fram á rauðan morgun. Strax daginn eftir var þessari frétt slegið upp á forsíðu breskra blaða. En mælirinn fylltist þegar þau sáust fara saman í leikhús nokkrum kvöld- Ulrika er að vonum ekkert í skýj- unum yfir öllum þessum uppslætti og er hún nú umkringd ljósmyndur- um við hvert fótmál. Hún hefur búið með móður sinni rétt fyrir utan Lon- don síðan hún var átta ára gömul og starfar nú fyrir sjónvarpsstöð. Af prinsinum er það að segja að hann er hæstánægður með lífið en fyrir skömmu lét hann það flakka í útvarpsviðtali að honum gengi illa að finna sér góða stúlku. En eins og segir virðist eitthvað vera að rætast úr því. Það er aldrei að vita nema að fljótlega verði tilkynnt um nýtt kóngabrúðkaup sem allir hafa svo gaman af. Við verðum að bíða og sjá. Þangað til - til hamingju Ed- ward! Edward prins á Bretlandi er nú loksins kominn með kærustu. Hann hefur vandað valið því hún er af norrænu bergi brotin. Stúlkan er sænsk og heitir Ulrika Jonsson. Á tíu ára afmæli Victoriu, krónprinsessu Svía, var mikið um að vera í Svíþjóð. Hér keyrir hún um með fjölskyldu sinni og brosir til fólksins sem var samankomið til að hylla hana. Alltaf munur að vera prinsessa. Svíaprinsess- an tíu ára Það hefur alltaf þótt munur að vera prinsessa, ekki síst þegar maður á afmæli. Victoria, krónprinsessa Svía, átti tíu ára afmæli á dögunum. Haldin var þessi líka gríðarveisla þar sem samankomnir voru vinir og vandamenn nær og fjær. Þetta var merkur dagur í lífi litlu prinsessunnar. Þegar hún vaknaði voru henni færðar gjafir og dýrindis kræsingar í rúmið. Að lokinni þeirri athöfn að pakkar voru opnaðir fór Victoria með foreldrum og systkinun- um tveimur út á íþróttaleikvanginn í Borgholm. Þar var samankominn sænskur almenningur til að hylla prinsessuna. Að leikvanginum var keyrt í gömlum glæsivagni. Eins og í sögubókunum steig prinsessan úr vagninum eftir öllum kúnstarinnar reglum. Hún þótti mjög glæsileg, í hvítum kjól með bláum röndum, hvítum skóm og með hárið tekið aftur. Á íþróttaleikvanginum voru henni færðar gjafir og heillaóskir frá helstu mönnum Svíaríkis. Að því búnu var haldið aftur til hallarinnar þar sem hin rómaða veisla var haldin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.