Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1987, Blaðsíða 34
46
Kvikmyndahus
Bíóborg
Sérsveitin
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Angel Heart
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05
Arizona yngri
.J . Sýnd kl. 7 og 11.
Krókódila Dundee
Sýnd kl. 5 og 9.
Bíóhúsið
Bláa Betty
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Bíóhöllin
The Living Daylights
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Hættulegur vinur
sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Morgan kemur heim
Sýnd kl. 7 og 11.
Innbrotsþjófurinn
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Lögregluskólinn
■ ~Á Allir á vakt
Sýnd kl. 5 og 9.
Blátt flauel
Sýnd kl. 5,7.30 og 10.
Háskólahíó
Villtir dagar
Sýnd kl. 7, 9 og 11.10.
Laugarásbíó
Andaboð
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð innan 16 ára.
Gustur
Sýnd kl. 5. 7, 9 og 11.
Meiriháttar mál
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Regnboginn
Hættuförin
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15.
i Herdeildin
Sýnd kl. 3, 5.20 9 og 11.15.
Dauðinn á skrióbeltum
Sýnd kl. 9.10 og 11.10.
Þrir vinir
Sýnd’kl. 3.10 og 5.10 og 7.10.
Hættuástand
Sýnd kl. 3.15, 5.15, 7.15, 9.15
og 11.15.
Otto
Endursýnd kl. 3, 5, 9 og 11.15.
Herbergi með útsýni
Sýnd kl. 7.
Stjömubíó
Óvænt stefnumót
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Hætturlegur leikur
Sýnd kl. 7 og 11.
Wisdom
Sýnd kl. 5 og 9.
Úrval
vid allra hæfi
LUKKUDAGAR
37257
7. ágúst
Hljómplata frá
FÁLKANUM
að verðmæti
kr. 800,-
Vinningshafi hringi
í síma 91-82580.
GÓÐA
HELGI
Þú átt
það skilið
PIZZA
HÍSSIÐ
Grensásvegi 10
Sími: 39933.
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987.
Kvikmyndir
DV
Stjömubíó/ Óvænt stefnumót:
Háðsk stemmningsmynd
Bruce Willis og Kim Basinger á óvæntu stefnumóti.
Blind date eða Óvænt stefnumót
Bandarísk frá Tri star
Leikstjóri: Blake Edwards
Handrit Dale Lurner
Framleiðandi: Tony Adams
Myndataka:Harry Stradling
Klipping: Rober Pergament
Tónlist Henry Mancini
Aðalhlutverk: Kim Basinger, Bruce Willis,
John Larroguette, Willam Daniels og Ge-
orge Coe.
Blake Edwards myndimar eru
venjulega hlaðnar hinum ótrúle-
gustu uppákomum, enda er hann
öllu vanur og búin að starfa í brans-
anum og hrista fram úr erminni
hverja gamanmyndina af annarri um
40 ára skeið, þó misjafnt hafi komið
fi-á kauða. Óvænt stefhumót er hlað-
in skemmtilegum galsafengnum
uppákomum, svo miklum að maður
hefur ekki við að skella upp úr. Tóku
aðrir kvikmyndahúsgestir vel undir
hláturinn, stöppuðu, flautuðu og
klöppuðu. Það er ekki oft sem
stemmingin er slík.
Walter Davis, leikinn af Bruce
Wells, er ungur myndalegur maður,
ákaflega prúður og samviksusamur
en hefur ekki að sama skapi átt láni
að fagna hvað varðar ástamálin uns
hann hittir á óvæntu stefnumóti,
Nadiu Gates, sem leikin er af Kim
Basinger, sem sjálf hefur ekki átt sjö
dagana sæla.
En kynni þeirra ganga ekki áfalla-
laust íyrir sig. Nadia má ekki drekka
þá verður hún „léttklikkuð" en
skemmtileg ótemja þó. Engu að síður
drekka þau saman kampavín og allt
fer í bál og brand. Gengur myndin
að mestum hluta út á hugmyndaflug
þeirra eftir góðar glasalyftingar. Af-
leiðingamar eru allt að 10 ára
fangelsi.
Bæði una þau Basinger og Willis
sér vel í hlutverkum sínum sem gam-
anleikarar sem og flestir í þessari
mynd, bæði leikarar og aðrir að-
standendur myndarinnar, þó hún
ekki sé hún laus við galla. Bruce
Willis er þekktur gamanleikari sem
annar hrakfallabálkurinn í Moonl-
ightning. Kim Basinger er mörgu
vön og er á stöðugri uppleið. Ekki
síst eftir góðan leik sinn í Níu og
hálfri viku. Verður þessi mynd ágæt-
is innlegg fyrir hana í reynsluban-
kann. Ennfremur er John
Larroguette sem afbrýðsamur fyrr-
um kærasti, óborganlegur í sínu
hlutverki.
-GKr
Á ferðalagi
Vattames og Afglapastígur
Reyðarfjörður er stærstur Aust-
fjarða og gengur um 30 kílómetra inn
í landið. Yst á suðurströnd Reyðar-
fjarðar er bær sem heitir Vattames.
Undan Vattamesi em tvær eyjar,
Skrúður og Andey. Á Vattamesi og
þar í kring var áður þó nokkur
byggð. Þaðan var útgerð og komu
menn víða að á vertíð, meðal annars
frá Suðumesjum og Færeyjum. Stutt
er í hákarlamið frá Vattamesi. Lend-
ingin á útvegsstöðinni er nefhd
V attamesbót og er innan við Vattar-
nesið.
Ömefni á þessum slóðum benda til
harðbýlis og miskunnarlausrar bar-
áttu manna við náttúruna. Reyðar-
fjall er sunnan við Vattames og þar
er Halaklettur. Frá Halakletti ganga
Vattamesskriður í sjó fram. I skrið-
unum er gil sem kallast Manndráps-
gil og þaðan er skammt í klett sem
ber það óhuggulega nafii Líkkista. I
Manndrápsgili fómst tveir menn
árið 1796, bóndi á Vattamesi og
vinnumaður hans. Snjóflóð drap
mennina tvo og nokkra sauði með
þeim. Manntjón hefur einnig orðið
við tvær aðrar skriður sem em á
milli Vattamess og næsta byggða
bóls sem er á Kollfreyjustöðum,
norðan til í Fáskrúðsfirði. Segir frá
Vegagerð i Vattarnesskriðum. Örnefnin Manndrápsgil og Líkkista segja sina sögu um samgöngur yfir Vattames-
skriður fyrr á tímum.
því að ljósmóðir hafi týnt lífi sínum
ásamt fylgdarmanni í Kyrmvíkur-
skriðum. Staðarskriður taka við af
Kyrruvíkurskriðum, innar í firðin-
um. Þar sem gamli reiðvegurinn lá
hæstur um Staðarskriður heitir Af-
glapastígur. Herma sagnir að ekki
hafi allir komist á leiðarenda sem
fóm um Afglapastíg heldur hröpuðu
af brúninni og mættu dauða sínum
limlestir fyrir neðan.
Sé til eitthvað sem heitir þjóðarsál
segir það heilmikla sögu um íslenska
þjóðarsál að það heitir Afglapastígur
þar sem fólk fellur fram af bjargbrún
og týnir lífi sínu.
-pal
Útvarp - Sjónvarp
RUV, rás 1, kl. 20.40:
„Ég held þú mundir
hlæja dátt með mér“
Yfirskriftin er úr grein eftir Öm
Snorrason kennara. Hún var samin
í tilefhi aldarminningar Káins árið
1960 og verður lesin upp á Sumar-
vöku. Hann fæddist 1859, nánar
tiltekið 25. október. Hann lagði leið
sína til Vesturheims 1878, var þar
víða og vann mest að landbúnaðar-
störfum auk skáldstarfa sinna.
Káinn hét fullu nafni Kristján Níels
Júlíus Jónsson. Auk þessa les Ár-
mann Halldórsson úr nýrri bók
sinni, Hrafii á Hallormsstað og lífið
í kringum hann. Að lokum fáum við
að heyra „Rjómatertu" sem er smá-
saga eftir Stefán Sigurkarlsson,
Erlingur Gíslason les.
öm Snorrason samdi grein í tilefni
aldarminningar Káins.