Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1987, Qupperneq 35
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987.
47
Útvarp - Sjónvarp
Cybill Shephard annar aðalleikarinn
í sjónvarpsþáttunum Hasarleikur
sem sýndur er á Stöð 2.
Stöð 2 kl. 20.50:
Hasar-
leikur
í mána-
skini
Bandaríski, fjörugi framhalds-
myndaflokkurinn um þau skötuhjú
Maddie og David, sem allt gengur á
afturfótunum hjá, verður á dagskrá
Stöðvar 2 í kvöld.
Maddie ákveður að selja fyrirtæk-
ið og lokar David úti í kuldanum.
Hann gerir ráðstafanir til að setja á
stofh nýtt fyrirtæki án Maddie,
svona rétt enn einu sinni. Með aðal-
hlutverk sem fyrr fara Bruce Willis
og Cybill Shephard.
Sjónvarpið kl. 22.40:
Ást í Þýskalandi
Eine Liebe in Deutschland eða Ást í Þýskalandi neftiist þýsk bíómynd frá
1978 sem er föstudagsmynd sjónvarpsins í kvöld. í henni leikur hin þekkta
leikkona Hanna Schygulla og með henni í aðalhlutverki er Armin Muller-
Stahl.
Myndin segir frá pólskum stríðsfanga í heimsstyijöldinni síðari. Hann
kynnist þýskri konu og á í ástarsambandi við hana en það gengur ekki
snurðulaust.
Mia Farrow ieikur eiginkonuna sem ber bam djöfulsins undir belti.
Stöð 2 kl. 01.00:
Afkvæmi leikstjórans
Romans Polanski
Leikstjórinn og handritshöfúndur
kvikmyndarinnar Rosemary’s Baby,
Roman Polansky, hefur verið ærið
mistækur en tekst ágætlega vel upp
í þessum hryllingi sem er frá 1968.
Myndin segir frá nýgiftum hjónum
sem flytjast inn í íbúð á Manhattan.
Fljótlega fara yfimáttúrlegir hlutir
að gerast, konan ber bam djöfulsins
undir belti. Myndin greinir frá fæð-
ingunni og uppvexti bamsins og
hvemig það tekur á sig hinar óhugn-
anlegustu myndir.
Myndin fær tvær stjömur í kvik-
myndahandbók Halliwells, sem ekki
var yfir sig hrifinn af hiylligni henn-
ar þrátt fyrir faglega vinnu að baki.
Með aðalhlutverk fara Mia
Farrow og John Cassavettes, Ruth
Gordon, Sidney Blacmer, Patsy
Kelly og fleiri.
Föstudagur
7. ágúst
Sjónvaip
18.20 Ritmálsfréttir.
18.30 Nilli Hólmgeirsson. 27. þáttur. Sögu-
maður Örn Arnason. Þýðandi Jóhanna
Þráinsdóttir.
18.55 Veittu mér von (Gi mig en chance).
Norsk mynd um heyrnarskertan dreng.
Þýðandi Veturliði Guðnason. (Nord-
vision - Norska sjónvarpið).
19.20 Á döfinni. Umsjón: Anna Hinriks-
dóttir.
19.25 Fréttaágrip á táknmáli.
19.30 Poppkorn. Umsjón: Guðmundur
Bjarni Harðarson og Ragnar Halldórs-
son. Samsetning: Þór Elis Pálsson.
20.00 Fréttir og veöur.
20.35 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Upp á gátt. Umsjón: Jóhanna Jó-
hannsdóttir. Stjórn upptöku: Kári
Schram.
21.10 Derrick. Þrettándi þáttur. Þýskur
sakamálamyndaflokkur i fimmtán þátt-
um með Derrick lögregluforingja sem
Horst Tappert leikur. Þýðandi Veturliði
Guðnason.
22.10 Kastljós. Þáttur um innlend málefni.
22.40 Ást í Þýskalandi (Eine Liebe in
Deutschland). Þýsk biómynd frá 1978.
Leikstjóri: Andrzej Wajda. Aðalhlut-
verk: Hanna Schygulla og Armin
Muller Stahl. Pólskur striðsfangi í
heimsstyrjöldinni síðari kynnist þýskri
konu og á I ástarsambandi við hana.
Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir.
00.25 Fréttir frá Fréttastofu Útvarps.
Stöð 2
16.45 Kalifornia heillar (California Girls).
Bandarisk Kvikmynd frá 1985 með
Robby Benson, Doris Roberts og Zsa
Zsa Gabor í aðalhlutverkum. Ungur
bílaviðgerðarmaður frá New Jersey
ákveður að freista gæfunnar í hinni
sólriku Kaliforniu. Ævintýrin sem hann
lendir i, fara fram úr hans björtustu
vonum. Leikstjóri er Rick Wallace.
18.20 Knattspyrna - SL mótió - 1. deild.
Umsjón: Heimir Karlsson.
19.30 Fréttir.
20.00 Sagan af Harvey Moon (Shine On
Harvey Moon). Nýr breskur fram-
haldsmyndaflokkur með Kenneth
Cranham, Maggie Steed, Elisabeth
Spriggs, Linda Robson og Lee
Whitlock I aðalhlutverkum. Þegar
Harvey snýr aftur frá Indlandi í lok
seinni heimsstyrjaldar, kemst hann að
því að England eftirstríðsáranna er ekki
sú paradís á jörðu sem hann hafði
ímyndað sér.
20.50 Hasarleikur (Moonlighting).
Bandariskur framhaldsþáttur með Cy-
bill Shepherd og Bruce Willis í aðal-
hlutverkum. Maddie ákveður að selja
fyrirtækið og lokar David úti í kuldan-
um. Hann gerir ráðstafanir til að setja
á fót nýtt fyrirtæki án Maddie.
21.40 Einn á móti milljón (Chance in a
million). Breskur gamanþáttur með
Simon Callow og Brenda Blethyn í
aðalhlutverkum.
22.05 Könnuðirnir (Explorers). Bandarísk
kvikmynd með Ethan Hawke, River
Phoenix og Amanda Peterson. Leik-
stjóri er Joe Dante, sem einnig leik-
stýrði Gremlins. Myndin er um þrjá
unga drengi sem eiga sér sameiginleg-
an draum, þegar þeir láta hann rætast,
eru þeim aliir vegir færir.
23.50 Á faraldsfæti (Three Faces West).
Bandarisk kvikmynd með John Wa-
yne, Sigrid Gurie og Charles Coburn
I aðalhlutverkum. Braun feðginin flýja
til Bandaríkjannaeftirvaldatöku Hitlers
og Braun fær vinnu sem læknir i
sveitaþorpi, en skuggar fortiðarinnar
fylgja þeim. Leikstjóri er Bernard Vor-
haus.
01.10 Barn Rósmary (Rosemary's Baby).
Ðandarísk kvikmynd meó Mia Farrow
og John Cassavettes i aðalhlutverkum.
Nýgift hjón flytja inn i ibúð á Man-
hattan, fljótlega fara þau að finna fyrir
návist yfirnáttúrulegra afla. Leikstjóri
er Roman Polanski. Myndin er alls
ekki við hæfi barna.
03.20 Dagskrárlok.
Útvazp rás I
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleik-
ar.
14.00 Miðdegissagan: „Á hvalveiðaslóð-
um" minningar Magnúsar Gislasonar.
Jón Þ. Þór les.
14.30 Þjóðleg tónlist.
15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
15.20 Lesið úr forustugreinum landsmála-
blaða. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.05 Dagbókin. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Fréttir. Tilkynningar.
17.05 Siðdegistónleikar. a. „Donna
Diana", forleikur eftir Emil Nikolaus
von Reznicek. Fílharmoníusveit Vínar-
borgar leikur; Willy Boskofsky stjórnar.
b. Atriði úr óperunni „Margarete" eftir
Charles Gounod. Hilda Gúden, Rudolf
Schock, Gottlob Frickog Hugh Beres-
ford flytja ásamt kór og hljómsveit
Berlínaróperunnar: Wilhelm Schúchter
stjórnar.
17.40 Torgið. Umsjón: Þorgeir Ólafsson
og Anna M. Sigurðardóttir.
18.00 Fréttir. Tilkynningar.
18.05 Torgið, framhald. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endur-
tekinn þáttur frá morgni sem Þórhallur
3ragason flytur. Náttúruskoöun.
20.00 Frá tónleikum í Saarbrúcken i nóv-
ember 1986. Síðari hluti. Söngflokkur-
inn „Collegium vocale" syngur lög
eftir Carlo Gesualdo, Hans Leo Hassler
o.fl.
20.40 Sumarvaka. a. „Ég held þú mundir
hlæja dátt meö mér“. Torfi Jónsson
les grein eftir Örn Snorrason kennara
samda I aldarminningu Káins árið
1960. b. Hrafn á Hallormsstaö og lifið
í kringum hann. Ármann Halldórsson
les úr nýrri bók sinni. c. „Rjómaterta",
smásaga eftir Stefán Sigurkarlsson.
Erlingur Gíslason les.
21.30 Tifandi tónar. Haukur Agústsson
leikur létta tónlist af 78 snúninga plöt-
um. (Frá Akureyri).
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Gömlu danslögin.
23.00 Andvaka. Umsjón: Pálmi Matthías-
son. (Frá Akureyri).
24.00 Fréttir.
00.10 Samhljómur. Umsjón: Sigurður Ein-
arsson. (Endurtekinn þáttur frá
morgni).
01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á sam-
tengdum rásum til morguns.
Utvaip rás II
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Á milli mála. Umsjón: Guðrún
Gunnarsdóttir og Gunnar Svanbergs-
son.
16.05 Hringiðan. Umsjón: Broddi Brodda-
son og Erla B. Skúladóttir.
19.00 Kvöldfréttir
19.30 Eftirlæti. Valtýr Björn Valtýsson flyt-
ur kveðjur milli hlustenda.
22.07 Snúningur. Umsjón: Vignir Sveins-
son.
00.10 Næturvakt útvarpsins. Óskar Páll
Sveinsson stendurvaktina til morguns.
Fréttir eru sagðar klukkan 9.00, 10.00
11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00.
Svæðisútvarp
Akuzeyzi
18.03-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri
og nágrenni- FM 96,5. Umsjón: Kristj-
án Sigurjónsson og Margrét Biöndal.
Alfa FM 102,9
13.00 Tónlistarþáttur: Fjölbreytileg tónlist
leikin.
19.00 Hlé.
21.00 Blandað efni.
24.00 Dagskrárlok.
Stjaznan FM 102,2
12.00 Pia Hansson. Hádegisútvarpið er
hafið. Pia athugar hvað er að gerast á
hlustunarsvæði Stjörnunnar. Maturog
vín. Kynning á mataruppskriftum, mat-
reiðslu og víntegundum.
13.00 Helgi Rúnar Oskarsson. Lagalistinn
er fjölbreyttur á þessum bæ. Gamalt
og gott leikið af fingrum fram, með
hæfilegri blöndu af nýrri tónlist. Helgi
fylgist vel með því sem er að gerast.
13.30 og 15.30 Stjörnufréttir(fréttasimi
689910).
16.00 Bjarni Dagur Jónsson. Þessi hressi
sveinn fer á kostum með kántrltónlist
og aðra þægilega tónlist (þegar þið
eruð á leiðinni heim). Spjall við hlust-
endur er hans fag og verðlaunagetraun
er á sínum stað milli kl. 5 og 6, síminn
er 681900.
17.30 Stjörnufréttir (fréttasími 689910).
19.00 Stjörnutiminn. Gullaldartónlistin
ókynnt I einn klukkutíma. „Gömlu"
sjarmarnir á einum stað, uppáhaldið
þitt. Elvis Presley, Johnny Ray, Connie
Francis, The Marcels, The Platters og
fleiri.
20.00 Árni Magnússon. Árni er kominn i
helgarskap og kyndir upp fyrir kvöldið.
22.00 Jón Axel Ólafsson. Og hana nú...
Það verður stanslaust fjör i fjóra tima.
Kveðjur og óskalög á víxl. Hafðu kveikt
á föstudagskvöldum.
02.00 Bjarni Haukur Þórsson. Þessi hressi
tónhaukur vaktar stjörnurnar og gerir
ykkur lífið létt með tónlist og fróðleiks-
molum.
Bylgjan FM 98,9
12.00 Fréttir.
12.10 Þorsteinn J. Vilhjálmsson á hádegi.
Þorsteinn ræðir við fólkið sem ekki er
í fréttum og leikur létta hádegistónlist.
Fréttir kl. 13.
14.00 Ásgeir Tómasson og föstudags-
poppið. Ásgeir hitar upp fyrir helgina.
Fréttir kl. 14, 15 og 16.
17.00 Stefán Benediktsson i Reykjavik sið-
degis. Leikin tónlist, litið yfir fréttirnar
og spjallað við fólk sem kemur við
sögu. Fréttir kl. 17.00.
18.00 Fréttir.
19.00 Anna Björk Birgisdóttir á flóamark-
aði Bylgjunnar. Flóamarkaður milli kl.
19.03 og 19.30. Tónlist til kl. 22. Frétt-
ir kl. 19.00.
22.00Þorsteinn Ásgeirsson, nátthrafn
Bylgjunnar, kemur okkur i helgarstuð
með góðri tónlist.
03.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Ólafur
Már Björnsson leikur tónlist fyrir þá
sem fara seint í háttinn og hina sem
fara snemma á fætur.
MH
MEIRI
HÁTTAR
SMÁ-
AUGLÝSINGA-
BLAÐ
Auglýsingasíminn
er
27022
Veður
í dag verður hægviðri eða norðangola
á landinu, skýjað með norðaustur-
ströndinni en víðast léttskýjað annars
staðar. Hiti 9-13 stig norðánlands en
15-20 syðra.
Akureyri alskýjað
Egilsstaðir þoka 4
Galtarviti léttskýiað 7
Hjarðames skýjað 12
KeílavíkurfiugvöUur léttskýjað 9
Kirkjubæjarklaustur léttskýjað 11
Raufarhöfn alskýjað 7
Reykjavík léttskýjað 9
Sauðárkrókur skýjað 12
Vestmannaeyjar léttskýjað 9
Útlönd kl. 6 í morgun:
Bergen hálfskýjað 10
Helsinki rigning 11
Ka upmannahöfn skýjað 12
Osló skýjað 12
Stokkhólmur skýjað 14
Þórshöfn skýjað 10-
Útlönd kl. 18 í gær:
Algarve léttskýjað 23
Amsterdam skúrir 11
Aþena léttskýjað 27
Barcelona skýjað 22
Berlín skúr 12
Chicago skýjað 29
Feneyjar skýjað 21
(Rimini/Lignano)
Frankfurt léttskýjað 16
Glasgow hálfskýjað 14
Hamborg léttskýjað 13
Las Palmas léttskýjað 25
(Kanaríeyjar)
London hálfskýjað 18
LosAngeles heiðskírt 23
Lúxemborg hálfskýjað 15
Madrid heiðskírt 28
Malaga heiðskírt 32 ,
Mallorca heiðskírt 26*-
Montreal léttskýjað 23
New York léttskýjað 25
Nuuk skýjað 16
París skýjað 18
Róm heiðskírt 25
Vín skýjað 10
Winnipeg úrkoma 21
Gengið
Gengisskráning nr. 146 - 7. ágúst
1987 kl. 09.15
Eining kl. 12.00 Kaup Sala Tollgentý.
Dollar 39,450 39,570 39,350
Pund 62,065 62,254 62,858
Kan. dollar 29,783 29,883 29,536
Dönskkr. 5,5117 5,5285 5,5812
Norsk kr. 5,7378 5,7552 5,7592
Sænsk kr. 6,0128 6,0311 6,0810
Fi. mark 8,6570 8,6833 8,7347
Fra. franki 6,2854 6,3045 6,3668
Belg. franki 1,0101 1,0132 1,0220
Sviss. franki 25,2512 25,3280 25,5437
Holl. gvllini 18,6208 18,6774 18,7967
Vþ. mark 20,9578 21,0216 21,1861
ít. líra 0,02893 0,02902 0,02928
Austurr. sch. 2,9813 2,9904 3,0131
Port. escudo 0,2683 0,2691 0,2707
Spá. peseti 0,3086 0,3096 0,3094
Japansktyen 0,26078 0,26157 0,26073
írskt pund 56,163 56,334 56,768
SDR 49.5171 49.6678 49,8319
ECU 43,4798 43,6121 43,9677
Símsvari yegna gengisskráningar 22190.
F iskmarkaðirnir
Faxamarkaður
7. ágúst, heildarsala 86,495 tonn
Magn i
tonnum Verð i krónum
meöal hæsta lægsta
Karfi 12,161 16.50 17,50 16,00
Koli 8,350 32,13 33,00 32,00
Þorskur 46.314 29,93 45.50 25,50
Ufsi 17,906 22,25 23,00 21,50
Vsa 1,763 39,00 39,00 39.00
10. ágúst verða boöin upp úr Áshjji
110 tonn, megnið þorskur.
Fiskmarkaður Hafnarfjarðar
6. ágúst, heildarsala 96,427 tonn.
Magn i
tonnum Verð i krónum
meöal hæsta lægsta
Steinbitur 0,522 12.00 12.00 12.00
Langa 0.98 12,00 12.00 12.00
Koli 0.440 18.00 18.00 18,00
Lúða 0.286 88,44 180.00 58,00
Ýsa 2.406 37,78 42.00 34,1»
Ufsi 11,331 20.42 20.50 19,50
Karfi 22,24 16,64 18.00 16.00
Hlýri 4.585 12.10 12.60 12,00
Þorskur 54,731 30,36 33.00 25.00
I dag, 7. ágúst, verða boðin upp, úr
Karlsefni, 75 tonn af þorski, 3 tonn
af undirmálsþorski, 10 tonn af ufsa,
48 tonn af karfa, 114 tonn af ýsu og
stórlúðu. Freyr kemur með 2 tonn af
þorski og Sandafell með 7 tonn af
þorski og 2 tonn af kola.