Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1987, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1987, Síða 36
/>A F R E T A S K O T I Ð Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskoíum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 . _.... i _.. rtíh. Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987. Lífeyrissjóðiniir: Vaxtahækkun verður að koma til I morgun hófust viðræður fulltrúa lífeyrissjóðanna í landinu annars .y^vegar og húsnæðismálastjórnar og fjármálaráðuneytisins hins vegar um skuldabréfakaup lífeyrissjóðanna til fiármögnunar húsnæðislánakerfis- „Ég er nokkuð bjartsýnn á að sam- komulag takist en til þess að svo megi verða þurfa vextir af skulda- bréfunum að hækka í 7,5 % til 8,5 %, sem eru þeir vextir sem ríkið býður þeim sem kaupa ríkisskuldabréf," sagði Pétur Blöndal, framkvæmda- stjóri Landssambands lífeyrissjóða, í samtali við DVrí morgun. I fvrra þegar lífeyrissjóðimir keyptu skuldabréf og fjármögnuðu húsnæðislánakerfið var samið um 6,25 % vexti af þeim bréfum. Þeir ,vextir eru svo greiddir niður af rík- inu þegar húsnæðislán em veitt því lánin bera 3,25 % vexti. -S.dór Fisksölukæran: Ekkert heyrst frá Interpol Kæra, sem dómsmálaráðuneytið sendi til Interpol vegna svika sem Islendingur var beittur við sölu á ferskum fiski, hefur sennilega engan árangur borið. Samkvæmt upplýs- *ingum sem DV fékk hjá dómsmála- ráðuneytinu í gær hefur ekkert heyrst írá alþjóðalögreglunni um málið. Þorsteinn A. Jónsson hjá dóms- málaráðuneytinu sagði að ekki væri víst að fréttir af málinu væm komn- ar hingað þó svo að leit að þeim grunaða hefði borið árangur þar sem leitað væri erlends manns. -sme Innbrotíð í KÁ: Dæmdurívarðhald Rannsóknarlögregla ríkisins ósk- aði þess að maður sá, sem hand- tekinn hefur verið og hefur játað aðild að innhrotinu í Vöruhús KÁ á wj3elfossi, yrði dæmdur til að sitja í gæsluvarðhaldi til 19. ágúst. Saka- dómur Reykjavíkur hefur nú fallist á beiðni Rannsóknarlögreglunnar. Ekki hefur en tekist að hafa uppi á þeim sem stóðu að innbrotinu ásamt hinum handtekna. -sme LOKI Fögur er hlíðin ... og fer ég nú hvergi! Þorsteinn Pálsson og Jón Helgason kvaddlr til yfirheyrslu í Eg fer hvergi - segir forsætisráðherra „Ég hef ekki verið kvaddur fyrir neina dómstóla í Bandaríkjunum. Ég hef ekki fengið nein plögg um þetta og þetta er það fyrsta sem ég heyri um málíð. Ég held sattað segja að þetta hljóti að vera einhver della þó ég sé alveg áhyggjulaus yfir þvi þó einhverjir dómstólar í Bandarflcj- unum vilji 'hafa tal af mér. Ég færi hvergi þó slík kvaðning kæmi,“ sagði Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra er hann var spurður hvort hann og Jón Helgason landbúnaðar- ráðherra hafi verið kvaddir til að mæta til yfírheyrslu í Connectícut vegna þyrluslyssins í Jökulfjörðum 1983. Það munu vera lögmenn Sikorsky þyrlufyrirtækisins sem viíja fá vitn- isburð Þorsteins og Jóns i máli íslenska ríkisins gegn Sikorsky verksmiðjunum en þessi málaferli eiga rætur að rekja tíl slyssins er TF-RÁN hrapaði í Jökulfjörðum með áhöfh 1983. í kvaðningunni mun Jóni Helga- syni, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Þorsteini Pálssyni, fyrrverandi ij ámiá laráðhcrra, vera gert að mæta til yfírheyrslu 18. þessa mánaðar. Kvaðningin mun ekki hafa verið send ráðherrunum sjálfum heldur lögmanni Landhelgisgæslunnar í Conneetícut. -ATA Salmonellan á ættarmótinu: Tekst ekki að einangra sýkilinn „Okkur hefur ekki tekist að ein- angra sýkilinn enn þar sem við fundum ekkert í sýnum sem tekin voru á svínabúinu sem leit grunsam- lega út. Salmonella er erfiður sýkill og því er ekki hægt að útiloka neina leið eins og nú stendur," sagði Sig- urður Sigurðarson yfirdýralæknir. Eins og áður hefur komið fram sýktust um 40 aðilar, sem staddir voru á ættarmóti að Laugum í Sæl- ingsdal, af salmonellu. í leit að uppruna sýkingarinnar kom í Ijós að hana var að finna í svínakjöti sem slátrað var hjá Sláturfélagi Suður- lands. Samdægurs þeim svínum sem sýkillinn fannst í, var slátrað svínum frá 8 bæjum. Tekin voru sýni frá þeim öllum og einungis sýni frá ein- um bæ var grunsamlegt. „Þó að það hafi í fyrstu verið talið líklegt og sýni grunsamleg þá finnst ekkert á búinu sjálfu við nánari rannsókn. Því er ekki hægt að stað- festa að sýkillinn sé upprunninn frá þessum bæ frekar en öðrum,“ sagði Sigurður. -JFJ Veðrið á morgun: Léttskyjað sunnan- og suðvest- anlands Það verður hæg norðaustanátt á landinu á morgun. Skýjað verður um norðan- og austanvert landið en víða léttskýjað sunnan- og suð- vestanlands. Hiti verður á bilinu 7 tíl 16 gráður. ^ ib ísafjarðaritirkja: Ekki hægt að útiloka íkveikju Þegar verið var að vinna við gamlan bil í Vökuporti um miðjan dag í gær barst logi frá suðutæki í bensín og olíur með þeim afleiðingum að eldur komst í þrjá gamla bíla til viðbótar. Slökkvibill frá Árbæjarstöð- inni kom fljótt á vettvang og réð niðurlögum eldsins á skömmum tíma. Engin slys urðu á mönnum við óhappið. Samkvæmt upplýsingum, sem DV fékk hjá Slökkviliðinu í Reykjavík, vill óþarflega oft verða laus eldur í porti Vöku. -sme/DV-mynd S Samkvæmt upplýsingum frá Rann- plysmgum sóknarlögreglunni á Isafirði er ekki hægt að útiloka að um íkveikju hafi verið að ræða þegar Eyrarkirkja á ísafirði eyðilagðist í eldsvoða fyrir skömmu. Rannsóknarlögreglan lagði áherslu á að eldsupptök væru ókunn og beðið yrði þar til sýni, sem tekin voru úr rústunum, hefðu verið rann- sökuð. Gunnlaugur Jónasson, formaður sóknamefhdar, sagði í samtali við DV í morgun að lögð hefði verið fyrir- spum til bæjarstjómar ísafjarðar um hugsanlega lóð fyrir nýja kirkju. Sú lóð sem hæst ber er autt svæði á upp- fyllingu fyrir neðan nýja sjúkrahúsið. Gunnlaugur sagði að 'kanna þyrftí burðarþol lóðarinnar ásamt fleirir at- riðum áður en hugað yrði að lóðinni að alvöru. Gunnlaugur sagði að einnig kæmi til greina að byggja nýja kirkju á stað þeirrar gömlu reyndist ekki hægt að endurbyggja hana. I Hnífsdal er kapella sem sambyggð er skólanum þar og notast söfhuðurinn við hana nú. Gunnlaugur sagði að gott væri að hafa kapelluna þó hún kæmi ekki í stað kirkjunnar. -sme Jóhann enn efstur Nú er spennan í hámarki á milli- svæðamótinu í Szirák. I gær hafði Jóhann Hjartarson hvítt á móti Salov frá Sovétríkjunum, sem er í öðm til þriðja sæti á mótínu, en þeir sömdu um jafntefli eftír ellefú leiki. Þrjú önnur jafntefli vom samin í fimmtándu umferð: Totorcevic og Ad- orjan sömdu um jafntefli, Nunn og Beliavsky, og Ljulwjevic og Anders- son. Bouazez vann hins vegar Milos, Benjamin vann De La Villa og Port- isch vann Christiansen, en skák þeirra Flear og Marin var ólokið þar sem Flear var þó sennilega með tapaða stöðu. Enn er Jóhann einn efstur á þessu gífurlega sterka mótí, með ellefu vinn- inga. Salov og Portisch em í öðm til þriðja sæti með tíu og hálfan vinning, Nunn er í fjórða sæti með tíu vinninga og biðskák, Beliavsky er i fimmta sætí með níu og hálfan vinning. Síðustu tvær umferðimar verða tefldar á morgun og mánudag. Á morg- un hefur Jóhann svart á mótí Allan, sem er með lægstu mönnum á mótinu, en á mánudaginn teflir hann við Bel- iavsky sem nú er í fimmta sæti. Búast má við því að Beliavsky leggi allt sitt af mörkum til að vinna þá skák. -KGK 4 5 S f \4 4 Bæjarráð Hafnarfjarðar: Ákvörðun um áfiýjun frestað Bæjarráð Hafnarfjarðar ræddi dóm bæjarþings Hafnaríjirrðar í Thors- plansmálinu svokallaða á fúndi sínum í gær. Bæjarráðið ákvað að fresta ákvörðun um það hvort áftýja skyldi dómi bæjarþings til Hæstaréttar. Á- kvörðun um áfrýjun verður að öllum líkindum tekin á næsta bæjarráðs- fundi. Svo sem frá hefúr verið skýrt var bæjarsjóði gert að greiða Landsbanka íslands, sem eignaðist allar eignir Kveldúlfe hf. 1973, rúmar 37 milljónir króna vegna eignarupptöku á lóð Kveldúlfe sem kölluð hefur verið Thorsplanið. -ATA 4 4 4 4 4 4 4 4 í 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.