Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1987, Page 32
32
LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987.
Messur
Guðsþjónustur í Reykjavíkurpró-
fastsdæmi sunnudaginn 9. ágúst 1987
Áskirkja: Við minnum á guðsþjón-
ustuna í Laugarneskirkju kl. 11.
Sóknarprestur.
' Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Ólafur Jens Sigurðsson messar.
Organisti Jónas Þórir. Sóknarnefnd-
in. Laugardaginn 15. ágúst fer
Kvenfélag Bústaðasóknar í dagsferð
í Þórsmörk. Þátttaka tilkynnist fyrir
fimmtudag í síma 35575 og 32117.
Dómkirkjan: Messa kl. 11. Dómkór-
inn syngur. Organisti Helgi Péturs-
son. Sr. Hjalti Guðmundsson.
Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl.
10. Sr. Bragi Skúlason.
Grensáskirkja: Messa kl. 11. Organ-
isti Árni Arinbjarnarson. Fimmtu-
^ dagur: Almenn samkoma kl. 20.30.
UFMH Maríusvstur frá Noregi
koma í heimsókn. Sr. Halldór S.
Gröndal.
Hallgrímskirkja: Samnorræn guðs-
þjónusta kl. 11. Fredrik Grönning-
sæter, biskup frá Bodö í Noregi,
prédikar. Mótettukór Hallgríms-
kirkju syngur. Sr. Ragnar Fjalar
Lárusson. Þriðjudagur: Fyrirbæna-
messa kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.
Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr.
Ragnar Fjalar Lárusson.
Háteigskirkja: Messa kl. 11. Organ-
isti Orthulf Prunner. Sr. Tómas
Sveinsson.
Borgarspítalinn: Guðsþjónusta kl.
10. Sr. Sigfinnur Þorleifsson.
Kópavogskirkja: Messa í Kópavogs-
kirkju kl. 11. Sr. Árni Pálsson.
Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands
biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur
sr. Pjetur Maack. Organisti Oddný
Þorstein.;dóttir. Einsöngur Guðlaug-
ur Viktorsson. Sóknarnefndin.
Laugarneskirkja: Guðsþjónusta kl.
11. Sóknarprestur.
Neskirkja: Messa kl. 11. Sr. Frank.
M. Halldórsson. Miðvikudagur: Fyr-
irbænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M.
Halldórsson.
Seltjarnarneskirkja: Guðsþjónusta
kl. 11. Organisti Sighvatur Jónasson.
Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir.
Fríkirkjan í Hafnarfirði: Sameiginleg
guðsþjónusta Fríkirkjunnar og Víði-
staðasóknar verður að Hrafnistu við
Skjólvang kl. 11. Organisti Örn
Falkner. Sr. Einar Eyjólfsson.
Þingvallakirkja: Guðsþjónusta verð-
ur á sunnudag kl. 14. Rúnar Reynis-
son, fyrrv. æskulýðsfulltrúi,
predikar. Organleikari Einar Sig-
urðsson. Sóknarprestur.
Tilkynningar
Guðsþjónustur í nýju postula-
kirkjunni
Hefur þú kynnt þér vitnisburð og kennslu
nýju postulakirkjunnar?. Nk. sunnudag,
9. ágúst. verða haldnar guðsþjónustur kl.
11 og 17 í húsi kirkjunnar að Háaleitis-
braut 58-60 (Miðbæ). Sérstakur gestur
verður P. Esser. prestur frá New Ham-
borg. Kanada, og mun hann þjóna. Allir
velkomnir.
Ráðstefna um alþjóðlegt
tungumál og heimsfrið
verður haldin laugardaginn 15. ágúst kl.
14 í menningarmiðstöðinni Gerðubergi.
Það er andlegt þjóðráð baháa á íslandi
sem annast hefur undirbúning í náinni
samvinnu við Esperantosamband íslands.
Tilefnið er aldarafmæli alþjóðatungumáls-
ins esperanto en það var árið 1887 sem
höfundur þess, Pólverjinn Ludvik Zamen-
hof, gerði verk sitt opinbert með því að
gefa út fyrstu kennslubókina. Ráðstefnan
fylgir í kjölfar heimsþings esperantista í
Varsjá þar sem þúsundir esperantista frá
öllum heimshornum, þar á meðal 15-20
Islendingar, komu saman til hátíðar vegna
afmælisins. Frummælendur á ráðstefn-
unni verða Hallgrímur Sæmundsson,
formaður Esperantosambandsins, sem
flytur erindi um esperanto sem lykil að
alþjóðatjáskiptum. Andri ísaksson talar
um alþjóðamál frá sjónarhóli alþjóða-
stofnana. Andri á sæti í stjórn Unesco en
á vegum þeirrar stofnunar hafa verið sam-
þykktar yfírlýsingar til stuðnings esper-
anto. síðast árið 1985. Finnur Lárusson
háskólanemi talar fyrir hönd ungliða-
hreyfmgar esperanto og Wendy Heller,
rithöfundur frá Los Angeles í Bandaríkj-
unum talar um viðhorf baháítrúar til
alþjóðatungumáls og þátt þess í þróun til
heimsfriðar. Wendy Heller er þekkt fyrir
rannsóknir sínar á örlagasögu Zamenhof
fjölskyldunnar. Til að gefa ráðstefnugest-
um kost á að heyra hvernig málið hljómar
hefur Kristinn Sigmundsson óperusöngv-
ari tekið að sér að syngja við þetta
tækifæri nokkur alþekkt íslensk sönglög
við texta á ésperanto. Undirleikari á píanó
er Jónas Ingimundarson.
Fræöslufundur fyrir
tungumálakennara
Mánudaginn 10. ágúst kl. 15 verður hald-
inn fræðslufundur í KHÍ, stofu 201, fyrir
tungumálakennara. Á fundinum verða
Q
Salan á Hraðfiystihúsi Ólafsvíkun
Ekki óeðlilegt að fyrir-
tækið skuldi bæjarsjóði
í DV í síðustu viku var sagt frá
tilboði sem borist hefur í meirihluta
hlutaíjár Hraðfrystihúss Ólafsvíkur.
Þar var sagt að meirihluti hlutafjár
væri í eigu manna sem ekki byggju
í Ólafsvík. Guðmundur Bjömsson,
forstjóri Hraðfrystihússins, segir
þetta ekki rétt, í fimmtán til sextán
ár hafi 70% hlutafjár verið í eigu
manna sem búsettir em í Ólafsvík.
I fyirnefndri frétt var sagt að
heimamenn hefðu út á ýmislegt að
setja í rekstri Hraðfrystihússins und-
an farin ár, vom í því sambandi
nefiid tvö dæmi. Annars vegar þegar
togarinn Lárus Sveinsson var seldur
frá Ólafsvík. Lóndrangar h/f áttu
togarann Láms Sveinsson en Lón-
dranga h/f átti Hraðfrystihúsið til
helminga á móti tveimur fjölskyld-
um í Ólafsvík. Guðmundur segir að
meðeigendur .Hraðfrystihússins hafi
óskað þess að Hraðfrystihúsið keypti
þeirra hluta, það hafi verið gert, en
til að það gæti orðið varð að selja
skipið burt. Guðmundur sagði það
hafa verið vegna þess hversu dýr
viðgerð hefði farið fram á skipinu
árið 1983 en viðgerðin varð töluvert
dýrari en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Þá var í DV sagt frá því að Hrað-
frystihúsið hefði á stundum skuldað
bæjarsjóði Ólafsvíkur á annan tug
milljóna. Þetta sagði Guðmundur að
'væri rangt. Hann viðurkenndi að
Hraðfrystihúsið hefði oft skuldað
bæjarsjóði miklar fjárhæðir en hann
sagði jafnframt að hann teldi það
alls ekki óeðlilegt þótt fyrirtækið
skuldaði bæjarsjóði háar upphæðir.
„Ég er ekki viss um að það væri
neitt óeðlilegt þótt fyrirtækið skuld-
aði bæjarsjóði á annan tug millj-
óna,“ sagði Guðmundur Bjömsson.
-sme
A
OLLUM
ALDRI
VANTARí
EFTIRTALIN
HVERFI
AFGREIÐSLA
Þverholti 11, sími 27022
Reykjavík
Eiríksgötu Alfheima 2-26 Melabraut Seltjarnarnesi
Mímisveg Glaöheima Skólabraut Seltjarnarnesi
Ljósheima Hæðargarð 3ó-út
............................ Hólmgarð 32-út
Sporöagrunn *******************************
Selvogsgrunn Ásenda
Kleifarveg Básenda
.**.****•***•**•****•*•*•*•• Garðsenda
Grundarstig Rauöageröi
Ingólfsstræti
Amtmannsstíg Skeljagranda
Bjargarstig .*..*..........*.***.**•*.
Laugfásveg Siðumúla
Miðstræti Suöurlandsbraut 2-18
Freyjugötu
Háageröi Þórsgötu
Langageröi Lokastíg
Sörlaskjól Nýlendugötu
Nesveg 21-út Tryggvagötu 1-9
Laugaveg oddatölur
Bankastræti oddatölur
Lindargötu
Klapparstig 1-30
Frakkastig 1-9
Skipholt 35-út
Vatnsholt
Bolholt
Furugeröi
Seljugerói
Viöjugerói
kynnt verkefni sem eru örvandi fyrir fjöl-
breytilega málnotkun nemenda. Leiðbein-
endur verða Sallie Harkness og Steve
Bell, lektorar við Jordanhill kennarahá-
skólann í Skotlandi. Þau hafa haldið
Qölmörg kennaranámskeið, bæði í heima-
landi sínu og víðs vegar um heim. Þau eru
stödd hér á landi vegna kennslu á nám-
skeiði KHÍ fyrir grunnskólakennara í
Þelamerkurskóla 4.-8. ágúst.
Akstur strætisvagna
Hlemmur - miðborg
Þegar framkvæmdum við Laugaveginn
lýkur, væntanlega þriðjudaginn 11. ágúst,
hefst akstur sérstakra strætisvagna milli
Hlemms og miðborgar, án gjaldtöku, á
tímanum kl. 13-19 mánudaga til föstu-
daga. Þrír vagnar verða í þessum ferðum
og verða að jafnaði 6-7 mín. á milli vagna
á hverjum viðkomustað (sjá meðf. kort).
Vagnarnir hafa viðkomu á öllum bið-
stöðvum á leiðinni: Hlemmui Laugaveg-
ur - Bankastræti - Lækjargata -
Vonarstræti - Suðurgata Aðalstræti
Hafnarstræti - Hverfísgata - Hlemmur. Á
Hlemmi hafa vagnarnir viðkomu Lauga-
vegarmegin við áningarstaðinn.
Á ofangreindum tíma aka aðrir strætis-
vagnar ekki um Laugaveg. Vagnar á
leiðum 2, 3,4, 5 og 15A aka þá án viðkomu
frá Hlemmi að Lækjartorgi um Skúlagötu.
Á öðrum tímum, þ.e. kl. 7-13 og 19-24 alla
daga, aka þessir vagnar um Laugaveg.
SVR væntir þess að þessi tilraunaakst-
ur, sem fyrst um sinn mun standa til
Tónleikar í Duus-húsi
Ellen Kristjánsdóttir söngkona heldur
tónleika í Heita pottinum í Duus-húsi
sunnudagskvöldið 9. ágúst. Með Ellen
leika Mezzforte-mennimir Eyþór Gunn-
arsson, Friðrik Karlsson, Gunnlaugur
Briem og Jóhann Ásmundsson, auk saxó-
fónsleikarans Stefáns Stefánssonar. Á
efnisskrá tónleikanna verður jass og blu-
estónlist úr ýmsum áttum, frumsamin jafnt
sem gömul. Tónleikarnir hefjast kl. 21.30.
Heyrn og tal rannsakað á
Austfjörðum og Suðurlandi
Einar Sindrason, háls-, nef- og eyrnalækn-
ir, ásamt öðrum sérfræðingum Heyrnar-
og talmeinastöðvar Islands, verða á ferð
um Austfirði og Suðurland dagana 8. ág.
til 14. ág. n.k.
Rannsökuð verður heyrn og tal og útveguð
heyrnartæki.
Farið verður á eftirtalda staði:
Fáskrúðsfjörð
Breiðdalsvík
Djúpavog
Höfn í Hornafirði
Kirkjubæjarkl.
Vík
8. ágúst.
9. ágúst.
10. ágúst.
11. og 12 ágúst.
13. ágúst.
14. ágúst.
Tekið á móti tímapöntunum á viðkom-
andi heilsugæslustöð og er fólki bent á að
panta tíma sem fyrst.
Norræn leiklistar-
miðstöðáhugafólks
Norræna áhugaleikhúsráðið - NAR - hélt
sinn 20. aðalfund í Lýðháskólanum í'
Rómaríki í Noregi fyrir skömmu. Þar var
samþykkt menningarstefnuskrá fyrir
NAR, sú fyrsta í sögu ráðsins. í stefnu-
skránni er lögð áhersla á að varðveita og
þróa áhugaleikhúsið sem kraftmikla
hreyfingu, þar sem allir geti verið með,
óháð kyni, aldri, stöðu, uppruna og stjórn-
málaskoðunum. Áhugaleikhúsið skipar
núorðið þann sess í menningarlífi á Norð-
urlöndum og í norrænni samvinnu að
NAR mun í framtíðinni leggja meginá-
herslu á að koma á fót norrænni leiklistar-
miðstöð. í slíkri miðstöð kæmu allir þættir
áhugaleikhússins saman en menntun og
upplýsingamiðlun sætu þar í fyrirrúmi.
Bandalag íslenskra leikfélaga hefur frá
1970 tekið virkan þátt í NAR og íslenskt
áhugaleikhús hefur eflst mjög af því sam-
starfi. Aðalfund NAR í Rómaríki, leik-
smiðju og námskeið í tengslum við hann
sóttu 23 íslendingar frá leikfélögum alls
staðar af landinu. Formaður NAR er Ella
Royseng frá Noregi en varaformaður Ein-
ar Njálsson, Húsavík.
Aukin þjónusta Arnarflugs
Eftirfarandi skipulagsbreytingar tóku
gildi hjá Arnarflugi þann 5. ágúst sl.
Til þess að leggja verulega aukna
áherslu á þjónustu félagsins við viðskipta-
menn var sett á laggirnar sérstök þjón-
ustudeild. Undir hana heyrir öll þjónusta
við farþega, þ.e. afgreiðsla farseðla, ferðir
til og frá flugvelli, þjónusta í flugstöðvum
og um borð í flugvélum. Deildarstjóri þjón-
ustusviðs er Halldór Sigurðsson.
Vegna stóraukinna umsvifa í vöruflutn-
ingum Amarflugs hefur einnig verið
stofnsett sérstök vöruflutningadeild. Litið
er á þessa aðgerð sem fyrsta skref í þá átt
að aðskilja í framtíðinni vöruflutninga og
farþegaflutninga félagsins. Einnig er
stefnt að því að auka verulega kynningu
á þessari starfsemi Arnarflugs en þjónusta
félagsins á þessu sviði er þegar rómuð.
Deildarstjóri vöruflutningasviðs er Arn-
geir Lúðvíksson.
Tilgangur þessara skipulagsbreytinga
er síðast en ekki síst að bæta aðstöðu
Arnarflugs til verulega aukinnar mark-
aðssóknar.
Deildarstjóri markaðssviðs er Magnús
Oddsson. Hann er jafnframt staðgengill
framkvæmdastjóra.
Aðrar deildir starfa áfram samkvæmt
eldra skipuriti, þ.e. stjómunarsvið undir
stjóm Þórðar Jónssonar viðskiptafræð-
ings og flugrekstrarsvið undir stjórn
Þorsteins Þorsteinssonar flugvélaverk-
fræðings.
Bannsvæði út af Austfjörðum
Ráðuneytið hefur gefið út reglu-
gerð um bann við togveiðum út af
Austfjörðum. Samkvæmt reglugerð
þessari eru allar togveiðar bannaðar
á svæði sem markast af línum milli
eftirgreindra punkta:
1. 64°46’99 N - 12°43’66 V
2. 64°45’11 N - 12°15’03 V
3. 64°22’75 N - 12°39’25 V
4. 64°21’05 N - 12°49’30 V
5. 64°16’51 N - 13°14’17 V
Reglugerð þessi kemur í stað
tveggja reglugerða, sem gefnar voru
út um miðjan maí sl. og opnast með
henni suðurhluti bannsvæðisins.
Breytingin tók gildi frá 18. júlí sl.
Tapað - Fundið
Peningaveski tapaðist í Kaup-
stað
Peningaveski tapaðist í versluninni Kaup-
stað í Mjóddinni eða á bílastæðinu fyrir
utan. I veskinu var ökuskirteini og fleira.
Finnandi vinsamlegast hringi í síma 51561.
Ferðalög
Útivistarferðir
Sunnudagur 9. ágúst.
Kl. 8.00 Þórsmörk, eins dags ferð. Stans-
að 3-4 klst. í Mörkinni. Verð kr. 1000,-.
Tilvalin ferð fyrir sumardvöl.
Kl. 10.30 Botnssúlur. Gengið frá bænum
Svartagili á Syðstu-Súlu sem er hæst
(1095). Verð kr. 700,-
Kl. 13.00 Jórukleif - Grafningur. Létt
ganga. Skemmtilegt útsýni yfir Þingvalla-
vatn. Verð kr. 600,- Hugað að berjum.
Miðvikudagur 12. ágúst.
Kl. 8.00 Þórsmörk, dagsferð. Einnig sum-
ardvöl í Útivistarskálunum góðu í Básum.
Kl. 20.00 Elliðakot - Selvatn. Frítt f. börn
m. fullorðnum. Brottför frá BSl, bensín-
sölu. Sjáumst, Útivist.
Sumarleyfisferðir
1. Tröllaskagi, 9.-15. ágúst. Ný skemmti-
leg ferð. Barkárdalur Tungnahryggur -
Hólar (3 d.) og Sigluijörður Héðinsfjörð-
ur - Ólafsfjörður (3 d.) Bæði bakpokaferð
og dvöl á sama stað. Hús og tjöld.
2. Ingjaldssandur, 18.-23. ágúst. Kynnist
áhugaverðum stöðum á Vestfjörðum, á
skaganum milli Önundafjarðar og Dýra-
fjarðar. Létt ferð, enginn burður. Berja-
land. Gist í húsi.
3. Berjaferð í Isafjarðardjúp 20.-23.
ágúst. Skoðunar- og berjaferð. Æðey
Kaldalón Snæfjallaströnd - Króksfjörð-
ur.
4. Núpsstaðarskógar, 27.-30. ágúst. 4
dagar. Tjöld. Uppl. og farm. á skrifst.,
Grófinni 1. símar 14606 og 23732. Sjáumst,
Útivist.
Ferðafélag íslands
Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins:
9.-16. ágúst (8 dagar): Hrafnsfjörður -
Norðurfjörður.
Gengið með viðleguútbúnað um Skorar-
heiði í Furufjörð og áfram suður til
Norðurfjarðar þar sem ferðinni lýkur og
áætlunarbíll tekur hópinn til Reykjavíkur.
11. -16. ágúst (6 dagar): Þingeyjarsýslur.
Á fjórum dögum verða skoðaðir markverð-
ir staðir í Þingeyjarsýsium. Gist í svefn-
pokaplássi.
12. -16. ágúst (5 dagar): Þórsmörk -
Landmannalaugar.
Ekið til Þórsmerkur að morgni miðviku-
dags og samdægurs gengið í Emstrur,
síðan áfram milli gönguhúsa uns komið
er til Landmannalauga á laugardegi.
14. -19. ágúst (6 dagar): Landmannalaug-
ar Þórsmörk.
Gist í sæluhúsum.
19.-23. ágúst (5 dagar): Landmannalaug-
ar - Þórsmörk. AUKAFERÐ.
Þessari ferð er bætt við áður skipulagða
ferðaáætlun vegna mikillar aðsóknar.
21.-26. ágúst (6dagar): Landmannalaug-
ar - Þórsmörk.
ATH: Síðasta skipulagða gönguferðin í
sumar frá Landmannalaugum til Þórs-
merkur.
Dagsferðir Ferðafélagsins:
Sunnudagur 9. ágúst:
1) Kl. 08 - Þórsmörk - dagsferð. Verð
kr. 1000.
2) Kl. 10 Skorradalur - Eyri í Flókadal.
F’immta afmælisgangan.
Þetta er næstsíðasti áfanginn á leiðinni
til Reykholts. Látið ykkur ekki vanta i
afmælisgöngur Ferðafélagsins.
3) Kl. 13. Eldborgir - Ólafsskarð.
Gengið um Ólafsskarð að Eldborgunum
og síðan niður á Suðurlandsveg. Verð kr.
500.
Miðvikudagur 12. ágúst:
1) Kl. 08 - Þórsmörk - dagsferð. Verð
kr. 1000.
2) Kl. 20 Bláfjallahellar.
Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austan-
megin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í
fylgd fullorðinna.
Ferðafélag Islands.