Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1987, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987. 12 Hvað kostar heimilishaldið? i Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- | andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar | fjölskyldu af sömu stœrð og yðar. | I Nafn áskrifanda________________________________________ j i Heimili________________________________________________ j i Sími___________________________________________________ j i Fjöldi heimilisfólks__________ Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Kostnaður í ágúst 1987: Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. ________ __ Alls kr. I I I I I I I I Heillaráð dv Ljósir litir spara rafmagn Ljósir litir spara rafmagn. Svo sannarlega, því þú þarft minna ljós í herbergi sem málað er í ljósum litum heldur en dökku herbergi. Einnig er gott að þurrka rykið, sem vill safnast á ljósaperur, af og til. Það gefur betra ljós. Þá er líka gott að láta ofurlítið af kölnarvatni í afþurrkunarklút- inn. Þá ilmar herbergið þegar kveikt er á Ijósinu. Hvítari föt Ef örlitlu af uppþvottavéla- þvottaefni er bætt út í sápuhólfið á þvottavélinni þegar hvít bómull- ar- eða nælonföt eru þvegin verða fötin miklu hvítari. Þetta á ugg- laust einnig við um venjulegan þvott, en fyrir alla muni farið var- lega með þetta uppþvottaefni því það getur verið stórhættulegt ef það kemst í hendur á óvitum. Salt í stéttina Gott ráð er að strá salti í raufam- ar á milli hellnanna í garðstéttinni. Það kemur í veg fyrir að óæskileg- ur gróður eins og arfi og gras spretti. Smyrjiö grillgrindina Úðið feiti á grillgrindina áður en hafist er handa við glóðarsteiking- una. Það auðveldar þrif á grindinni að matseld lokinni. Burt meö mölkúlulyktina Hægt er að ná mölkúlulykt úr fötum með því að láta fatnaðinn í þurrkarann með einu blaði af mýk- ingarefni og rökum þvottapoka. Látið þurrkarann ganga í ca 5 mín- útur. Þá verður öll lykt á bak og burt. Risaísmolar Ef þig langar að búa til risaís- mola til þess að hafa í stórri bolluskál er tilvalið að láta vatn í muffinsform og frysta. Þá getur líka verið sniðugt að láta einhvern ávöxt í hvert form, t.d. vínber, jarð- arber eða einhvern annan ávöxt. Ávextir punta upp á bollur, hvort sem þær eru áfengar eða ekki. Samsetning 100 g af soðnum kartöflum og frönskum SOÐNAR FRANSK- AR Hitaeiningar 80 253 Hvita 1.4 g 3.8 g Kolvetni 19,7 g 37.3 g Fosfór 29 mg 72 mg Kalsíum 4 mg 14 mg Járn 0,3 g 0,9 mg Natríum 3 mg 12 mg Kalíum 330 mg 1020 mg Magníum 15 mg 43 mg Vítamín B, 0,08 mg 0,1 mg b6 0.18 mg 0,18 mg C 9 mg 10 mg Þama má sjá svart á hvítu hvemig næringargildiö breytist við að djúp- steikja kartöflumar í feiti. Takið eftir þeim gífurlega mun sem er á hitaein- ingainnihaldinu! SIÐAR Á ÆV uppgötvar maður jafnvel að maður er alls segir séra Rögnvaldur Finnbogason, prestur á annars i 38. tbl, 49. árgangur. 1 7.-23. & De Stsjí Be/gmál brtíöarinnar Skeffíng á skurð- stofúnni rieiðni Skelfingá skurðstofunni. Rannsóknirsýna að 85-90 prósent þeirra sem gangast ' meiri uppskurði hræðast eða hugsanlegeft- irköst hennar. ítar- um spítalahræðslu. Ofurleiðni við hátt dr Sverri Ólafsson fortíðarinnar. Kvartmíluklúbbur- inn kitlar pinnann. Madonna í poppinu. fylgir Vikunni. Matreitt á kínverska vísu í Viku-eldhúsinu. Vikan er hress Vikan er blaðið Vikan HRESST BLAÐ VIKULEGA Nú þurfa íslendingar að bregða und- ir sig betri fætinum og vera duglegir að borða kartöflur til þess að ekki þurfi að henda þeim verðmætum sem felast í bestu uppskeru um árabil. Það er heldur ekki neinn vandi því kartöfl- ur eru bæði hollar og góðar ef þær eru matreiddar á réttan hátt. Kartöflur eru heldur ekki fitandi eins og margir halda fram. Það gegnir hins vegar öðru máli þegar búið er t.d. að steikja þær í feiti og þær orðn- ar að „frönskum“ kartöflum. Þá eru þær fitandi. Þær drekka í sig fituna og i stað þess að innihalda 80 hitaeiningar í venjulegu soðnu ástandi innihalda franskar kartöflur 253 hitaeiningar (pr. 100 g). Annað næringargildi breyt- ist einnig en þetta má sjá á meðf. töflu sem við fundum í litlu kveri um kart- öflur, gefið út af Iðunni. Þar er einnig að finna ýmsan skemmtilegan fróðleik um kartöflur og sögu þeirra. Kartöflur í 2 þúsund ár Talið er að kartöflur hafi fyrst verið ræktaðar í Andesfjöllum fyrir um það bil 2 þúsund árum. Talið er að bændur af Inkaþjóðflokki hafi þróað nýtt af- brigði af kartöflunni er þeir fluttust hærra og hærra í fiöllin. Þær kartöfl- ur, sem við þekkjum í dag, eru kynbættir afkomendur þessara stofna. Spánverjar fluttu kartöfluna með sér frá Vesturheimi um miðja 16. öld. Kartöflum var tekið með mikilli tor- tryggni í Evrópu og voru meira að segja bannaðar í Frakklandi árið 1619. Kartöflumar voru taldar valda holds- veiki og meltingarkvillum. Rúmlega 100 árum seinna voru þær einnig bannaðar í Skotlandi. Var það gert vegna þess að kartöflur voru af ill- ræmdri náttskuggaætt og ekkert á hana minnst í Biblíunni! Borðaðar með valdbeitingu Þýskur kjörfursti dreifði kartöflum til leiguliða sinna um miðja 18. öld og þurfti að beita valdi til þess að fá fólk- ið til þess að borða þær. Aflétta átti hungursneyð í þýskri borg með því að flytja þangað kartöflur. En jafnvel þá neitaði fólk að borða þær. írar voru eina Evrópuþjóðin sem tók kartöflur snemma í sátt og urðu sífellt háðari þeim. Er talið að kartöflur hafi haldið lífinu í írum og þegar uppsker- an brást vegna kartöflumyglu árið 1846 ríkti hungursneyð í landinu og fiöldi fólks dó eða flúði land. Um það leyti fóru Evropubúar að læra að borða kartöflona. Kartöflu- rækt jókst til muna á 19. öldinni. Á síðari hluta 19. aldar lærðu Bretar að steikja „franskar" kartöflur af Frökk- um og þar með var kartaflan orðin landföst í Bretlandi. íslendingar hafa því tekið fljótt við sér í kartöfluræktuninni því talið er að fyrstu kartöflumar hafi verið rækt- a' jc á Bessastöðum árið 1758. Var það p-snskur barón, Frederich Wilhelm Hastfer sem danska landsstjómin sendi hingað til þess að leiðbeina ís- lendingum um ýmislegt varðandi búskap. Bjöm Halldórsson í Sauð-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.