Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1987, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987.
Utiönd
Sjrkusfíllinn Afau, sem á mánudag
kramdi fimmtíu og fimm óra gamlan
mann til bana, í Gunnedah I Ásferal-
íu, hefur tvievar áður orðið mönnum
að bana síðan 1974. Eigandi og þjáif-
ari dýrsins, Doug Ashton, sem
raunar er einnig eigandi sirkusins,
segist þó ekki ætla að hegna honum
fyrir uppátækið. Lögreglan hefiu-
þegar sagt að hinn látni hafi ekki
átt neitt erindi inn í básinn til dýrs-
ins og þvi geti hann kennt sjáifum
sér um.
Ungverska þingið kom saman á
miðvikudag til þess að ræða sérstak-
lega aðgerðir sem bjargað gætu
efnaliagslífi landsins. Meðal þess
sem þar er rætt eru hugmyndir um
að leggja á tekj uskatt í landinu, jafii-
framt öðrum umbótaaðgerðum.
Ungverjar eru þó eklri fajartsýnir á
að það takist að koma landinu á
réttan kjöl, telja það raunar margir
næsta ómögulegt.
Mótmæla Soforsmönnum
Um sjötíu Indverjar efiidu til haröra mótmæla við hótel í Nýju Delhi í
gær þar sem háttsettir embættismenn sænsku vopnaverksmiðjanna Bofors
dvelja nú en þeir eru komnir til Indlands til að reyna að selja stjómvöldum
þar vopn.
Bofors vopnaverksmiðjumar hafa verið sakaðar um að hafa beitt miklum
mútum á Indlandi til þess að fá framleiðslu sína keypta. Rflrisútvarpið í
Svíþjóð hélt því fram í apríl síðastliðnum að fyrirtækið hefði greitt sem
nemur fiörutíu milljónum dollara í mútur í tengslum við vopnasölu á árinu
1986 einu saman.
Mótmælendumir sjötíu hrópuðu slagorð gegn Bofors í gær, köstuðu gijóti
og blómapottum og lentu í átökum við starémenn hótelsina. Fjórir starfe-
menn meiddust x slagsmálunum.
Erich Honecker, leiðtogi Austur-
Þýskalands, hitti í gær Wojcieeh
Jaruzelski, leiðtoga Póllands, að
máli og skýrði honum frá árangri
þeim sem náðist í heimsókninni til
Veatur-Þýskalanda fyrr í mánuðin-
um. Ferð Honecker til V-Þýskalands
þykir bera nokkum vott um að sam-
band þýsku ríkjanna tveggja geti
verið að skána.
Þeir Honecker og Jaruzelski
ræddu einnig í gær leiðir til þess að
auka straum ferðamanna milli landa
sinna og til þess að auka samband
milli bæja sem liggja nærri landa*
mærum ríkjanna.
Huga að fjölþjóða heriiðfi
Hugsanlegt er talið að Atlants-
hafebandalagið skipi sérstakan
Qölþjóðlegan, mjög hreyfanlegan
her, til þess að verja norðursvæði
það sem nú þylrir berékjaldað, vegna
þess að stjómvöld í Kanada hafa
kallað heim hersveitir sínar þar.
Sem kunnugt er ákváðu kanadíak
stjómvöld fyrr ú þessu ári að draga
til baka um fimm þúsund kanadíska
hermenn, sem hlotið hafa sórstaka
þjálfun til að berjaat við vetrarað-
stæður í norðanverðum Noregi.
Mun ætiun Kanadamanna að senda
hersveitimar til Vestur-Þýskalands
í staðinn.
búnum til flutninga í heimalandi sínu. Norðmenn heimila ekki að erlendur
her sé á norskri grund.
Kanadaraenn hafa heitið þvx að flytja hersveitimar ekki til meginlands
Evrópu fýrr en firadist hafi einhver önnur leið til að tryggja vamir Noregs.
Og nú er um það rætt innan NATO hvort mögulegt geti reynst að koma
aaman fjölþjóðlegum her sem væri mjög freranlegur og gæti tekið við hlut-
verki kanadisku hersveitanna.
Gorbatsjov býst
við samkomulagi
Ólafur Amarsan, DV, New Yoric
Allt bendir nú til þess að leiðtoga-
fundur Reagans og Gorbatsjovs fari
fram í Washington fyrir áramót.
í gær fór vel á með þeim Shultz,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og
Sévardnadse, utanríkisráðherra Sov-
étríkjanna. í hádegisverðarveislu, sem
þeir sátu báðir, ræddi Shultz um að
áður fyrr hefðu forystumenn ríkjanna
rætt um ágreiningsmál á fundum sín-
um. Nú brygði svo við að umræðuefnið
væri sameiginlegir hagsmunir.
Gorbatsjov Sovétleiðtogi sagði í
ræðu sem hann flutti í Moskvu í gær
að góðar líkur væru á að samkomulag
næðist milli Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjanna um útrýmingu meðal- og
skammdrægra kjamavopna á næstu
mánuðum. Slflct samkomulag myndi
greiða götu samninga um fækkun
langdrægra kjamavopna á fyrri hluta
næsta árs.
Það má því segja að ekki komist
hnífur á milli ráðamanna austurs og
vesturs um þessar mundir. Það eina
sem skyggði á glansmyndina í gær
vom ummæli Reagans Bandaríkjafor-
seta er hann sagði í ræðu að það væri
ekki á nokkum hátt hægt að bera
lýðræðisríki eins og Bandarflrin sam-
an við alræðisrflri eins og Sovétríkin.
Menn hafa hins vegar ekki miklar
áhyggjur af því að ummæli sem þessi
setji strik í reikninginn nú þegar svo
skammt virðist vera í að stórveldin
nái fyrsta afvopnunarsamkomulagi
sínu í áratug.
Utanríkisráðherra Sovétrikjanna, Edvard Sévardnadse, sat í gær boð George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
og virtist hann skemmta sér ágætlega. Simamynd Reuter
Auknu atvinnuleysi spáð í Danmörku
Haukur L. Haukssan, DV, Kauprrannahöfa;
í nýrri skýrslu danska seðlabank-
ans um efiiahagsþróunina í Dan-
mörku næstu átján mánuðina segir
að greiðsluhallinn við útlönd muni
falla niður í fimmtán milljarða
danskra króna á næsta ári. í fyrra
nam greiðsluhallinn þrjátíu og fjór
um og hálfum milljarði sem var met
en í ár er spáð að hann nemi tuttugu
milljörðum.
Muni ytri aðstæður leggja tak-
markað af mörkum við lausn
greiðslujafhaðarvandans og ekki séu
efni til að auka eftirspumina heima
fyrir. Því sé nauðsynlegt að gæta
áfram strangs aðhalds í efnahags-
stefriunni sem síðan 1986 hefur
minnkað einkaneysluna og fjárfest-
ingar.
Spá seðlabankans byggir á
óbreyttri efnahagsstefnu rflrisstjóm-
arinnar. Reiknar bankinn með
stöðrnm þjóðarframleiðslunnar í ár
en eins prósents aukningu næsta ár.
íbúðarbyggingar minnki um sex pró-
sent í ár og tíu prósent næsta ár.
Tala atvinnulausra hækki úr tvö
hundmð og þijátíu þúsund í tvö
hundmð sjötíu og fimm þúsund.
Spúð er að verðbólgan verði áfram
fjögur prósent.
Stal orðrétt úr
ræðum flokksleiðtoga
Ólafur Amaisan, DV, New Yoric
Yfirheyrslur dómsmálanefridar öld-
ungadeildar Bandaríkjaþings yfir
Robert Bork héldu áfram í gær. At-
hygli manna beindist þó ekki svo mjög
að yfirheyrslunum sjálfum heldur
snerist hún að mestu um Joseph Bid-
en, formann dómsmálanefiidarinnar.
Biden er einn sjö demókrata sem
beijast um útnefningu flokksins fyrir
næstu forsetakosningar. f gær kom
það fram í fjölmiðlum að kaflar úr
ræðum Bidens undanfamar vikur
væm frjálslega fengnir að láni frá
öðrum án þess að heimilda væri getið.
f sjónvarpsumræðu þann 23. ágúst
síðastliðinn sagði Biden að hann hefði
velt því fyrir sér hvers vegna hann
væri sá fyrsti úr sinni fjölskyldu sem
kæmist í háskóla. Sagði hann að það
væri ekki vegna heimsku forfeðra
sinna eða máttleysis heldur væri það
vegna þess að forfeður hans hefðu
Athygli manna beindist í gær ekki svo
mikið að Robert Bork, tilnefndum
hæstaréttardómara, sem yfirheyrður
er af dómsmálanefnd Bandarikja-
þings. Simamynd Reuter
ekki haft þann þjóðfélagslega pail sem
þyrfti til að komast í háskóla. Þessi
ummæli em nær orðrétt tekin frá
Neil Kinnock, formanni breska
Verkamannaflokksins. Kinnock við-
hafði þessi ummæli í auglýsingu fyrir
kosningar í Bretlandi í sumar.
Sýnt hefur verið fram á að Biden
hefur stolið orðrétt köflum úr ræðum
flestra leiðtoga Demókrataflokksins
undanfarin þrjátíu ár. Sem dæmi um
höfunda má neftia John F. Kennedy,
Robert Kennedy og Hubert Hump-
hrey.
Talsmenn Bidens segja að um mistök
sé að ræða. Biden hafi láðst að geta
heimilda en lítilf trúnaður er lagður á
þá skýringu. Biden hefur boðað til
blaðamannafundar í dag til að reyna
að skýra mál sitt. Flestir telja að kosn-
ingabarátta hans hafi beðið mikinn
hnekki og að hann sé úr sögunni, að
minnsta kosti í bili, sem hugsanlegur
forsetaframbjóðandi.