Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1987, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1987, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987. 21 Iþróttir - fýrir að slá IFK Gautaborg út úr UEFA-keppninni Anderiecht vann óvænt í Málmey Kristján Bemturg, DV, Bdgíu: Anderlecht, lið Amórs Guðjo- hnsen, sigraði sænska félagið Malmö á heimavelli þeirra síðar- nefndu í Málmey. Skoruðu gestim- ir eitt en heimamenn náðu ekki að svara fyrir sig. Mark Anderlecht gerði Vervo ort. Skoraði hann af stuttu færi eftir að markvörður Svíanna hafði hálfvarið skot frá Musonda. Amór lék ekki með, er meiddur og sat fyrir framan sjónvarpsskjá- inn í Miinchen. Fylgdist hann þar með baráttu manna sinna. -JÖG Bröndby frá Danmörku náði að vinna sigur, 2-1, yfir UEFA-meisturunum frá Gautaborg í Kaupmannahöfn. 29.600 áhorfendur sáu Bent Christensen skora sigurmark danska liðsins á 79. mín., eða tveimur mín. eftir að Lenn- art Nilson hafði jafnað, 1-1, fyrir IFK Gautaborg. Forráðamenn Bröndby hafa lofað hverjum leikmanni sínum kr. 100 þús. íslenskum ef þeir ná að koma Bröndby áfram í UEFA-keppn- inni. • Barcelona vann sigur, 2-0, yfir Belenenses frá Portúgal. Aðeins 25 þús. áhorfendur sáu Jose Moratalla og Victor Munoz skora mörk Barcel- ona á elleftu stundu, eða á 88. og 90. mínútu. • David Fairclough, gamli vara- maðurinn hjá Láverpool, skoraði bæði mörk Beveren, sem vann Bohemians Prag, 2-0. • Paul Sturrock skoraði sigurmark, 1-0, Dundee Utd. gegn Coleraine í Dublin á írlandi. • Sportin Gijon frá Spáni lagði AC Mílanó að velli, 1-0, á Spáni. • Michael Laudrup skoraði tvö mörk fyrir Juventus á Möltu þar sem ítalska félagið vann öruggan sigur, 4-0. Alessio skoraði hin tvö mörkin. • Júgóslavinn Tuce skoraði fjögur mörk þegar Velez Mostar vann stór- sigur, 5-0, yfir Sion frá Sviss. • Rússinn Borodjuk skoraði þrennu fyrir Dynamo Moskva, sem vann góð- an sigur í Sviss, 4-0, yfir Grasshopper. • Preber Elkjær skoraði mark Ver- ona, sem náði jöfnu, 1-1, gegn Pogon í Póllandi. • Inter Milano varð að sætta sig við jafntefli. 0-0, gegn Besiktas í Tyrklandi. -sos Wolter fót- brotnaði Thomas Wolter, miðvallarspilari Werder Bremen. varð fyrir því óhappi að fótbrotna í leik liðsins gegn Mjöndalen í Noregi í UEFA- bikarkeppninni. Þessi 23 ára lykilmaður hjá Bremen verður frá keppni í fimm til sex vikur. -sos • Chartie Nicholas. Nicholas á sölulista hjá Arse^al Charlie Nicholas var í gær settur á sölulista hjá félaginu. Hann fór fram á það að vera seldur frá Ars- enal fyrir rúmri viku og stjóm félagsins varð við ósk hans í gær. Nicholas var keyptur frá Celt I 700 þús. sterlingspund fy-rir fjóri a, árum. Hann uppfyllti ekki þær vonir sem bundnar voru við hann - þ.e.as. að skora mörk. Celtic hefur boðið 400 þús. pund í kappann með þeim skilaboðum að Arsenal taki tilboðinu eða þá sleppi því. Arsenal hefui- áður sagst vilja fa 600 þús. pund fy-rir Nichol- as. Þess má geta að Celtic hefur' einnig augastað á tveimur öðrum Skotum sem leika með enskum félögum, Frank McAvennie hjá West Ham og David Kellv hjá Walsall. -SOS • Chris Wood átti snilldarleik í marki Glas- gow Rangers. Hér sést hann góma knöttinn í gærkvöldi. Símamynd Reuter Þar sem ítrasta hreinlætis er krafist í hartnær sex áratugi hefur Sápugerðin Frigg framleitt hreinsi- og sótthreinsiefni fyrir fiskvinnslu og sjávarútveg, kjötiðnað, mjólkuriðnað og allan annan matvælaiðnað. Á þessum áratugum hafa efnaverkfræðingar okkar lagt mikla áherslu á að þróa nýjar tegundir hreinsi- og sótthreinsiefna til notkunar í þessum atvinnugreinum. Það hefur kostað mikla vinnu og hugvit, því miklar kröfur eru gerðar til fullkomins hreinlætis í þessari framleiðslu. Þessum kröfum höfum við mætt með stöðugri vöruþróun í fullkominni rannsóknarstofu, ásamt nánu samstarfi við viðskiptavini. Sápugerðin Frigg getur nú boðið upp á tugi mismunandi hreinsi- og sótthreinsiefna, sem eru vel til þess fallin að leysa hin margvíslegustu og sérhæfðustu hreinsunar- og sótthreinsunarvandamál nútíma fiskvinnslu og alis annars matvælaiðnaðar. Hikaðu ekki við að hafa samband við okkur til a§ fá nánari upplýsingar um hreinsiefni okkar og þjónustu. Hreinlæti er okkar fag Lyngás 1, 210 Garðabær, sími 651822 Hjá fyrirtækinu starfa tveir reyndir efnaverkfræðingar. Hreinlæti er okkar fag Við verðum með bás C6 á sjávarútvegssýningunni. Hikaðu ekki við að hafa samband til að fá nánari upplýsingar um hreinsiefni okkar og þjónustu. m s .. í . ............... . með Napolí gegn Real Madrid í Madrid i gærkvöldi. Símamynd Reuter Maradona lék í vörn Napoli - er lið hans lá, 0-2, gegn Real Madrid á Spáni Það hafði furðulítil áhrif á leikmenn Real Madrid að spila fyrir luktum dyrum á heimavelli sínum á Spáni. Gestimir, Napoli frá Ítalíu með sjálf- an Maradona í fylkingarbijósti, máttu sætta sig við 2-0 tap í Evrópukeppni meistaraliða. Mörk Madridbúa gerðu jDeir Micha- el Gonzales á 18. mínútu, úr víti, og Miguel Tendillo á þeirri 76. Skot hans tók nýja stefriu eftir að hafa lent á vamarmanm. Maradona og félagar áttu undir högg að sækja lengst af í leiknum. Lögðu Napólípiltar mestan þunga í vömina og beittu skyndisóknum sem allar brugðust. Knattspjmnugoðsögnin Maradona mátti sætta sig við að veijast og var hann lítt áberandi með liði sínu að þessu sinni. -JÖG Leikmenn Bröndby fá kr. 100 þúsund I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.