Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1987, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1987, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987. Tarðarfarir Magnús Gunnlaugsson hreppstjóri lést 10. september sl. Hann fæddist 28. febrúar 1908 að Ósi í Hrófbergs- hreppi í Strandasýslu. Foreldrar hans voru hjónin Gunnlaugur Magnússon og Marta Guðrún Magn- úsdóttir. Magnús hóf ævistarf sitt sem íslenskur bóndi að Stað í Stein- grímsfirði 1934-38 en hefur síðan búið að Ósi frá 1938 til 1980. Eftirlif- andi eiginkona hans er Aðalheiður Þórarinsdóttir. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið. Útför Magnús- ar verður gerð frá Garðakirkju á Álftanesi í dag kl. 13.30. Sveinn Ólafsson hljóðfæraleikari lést 4. september sl. Hann fæddist á Bíldudal í Amarfirði 6. nóvember 1913. Foreldrar hans voru hjónin Kristjana Hálfdánardóttir og Ólafur Veturliði Bjarnason. Eftirlifandi eig- inkona hans er Hanna Sigurbjöms- dóttir. Þeim hjónum varð þriggja sona auðið. Útför Sveins verður gerð frá Fossvogskapellu í dag kl. 13.30. Björg Ólafsdóttir, Hamraborg 26, Kópavogi, lést á heimili sínu fimmtu- -daginn 10. september. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigurður Harald lést af slysförum föstudaginn 11. september. Jarðar- förin fer fram frá Lágafellskirkju föstudaginn 18. september kl. 14. Friðþjófur Baldur Guðmundsson, útvegsbóndi á Rifi, verður jarðsung- inn laugardaginn 19. september kl. 14 frá Ingjaldshólskirkju. Bílferð verður kl. 8 að morgni frá Umferðar- miðstöðinni. Einar Eggertsson kafari, Álftamýri 48, verður jarðsunginn föstudaginn 18. september kl. 13.30 frá Fossvogs- kirkju. Útför Ragnheiðar Gróu Vorms- v dóttur, Ægisgötu 43, Vogum, fer fram frá Kálfatjarnarkirkju laugar- daginn 19. september kl. 10 árdegis. Alma Helene Hjartarson, fædd Kummer, Hólmgarði 33, verður jarðsungin föstudaginn 18. septemb- er frá Bústaðakirkju kl. 15. Baldur Bjarnason magister, verður jarðsunginn föstudaginn 18. sept- ember frá Kirkjugarðskapellunni í Hafnarfirði kl. 15. Isleifur Jóhannsson frá Sæbóli í Aðalvík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. sept- ember kl. 15. - Kveðjuathöfn um Vilborgu Torfa- dóttur frá Lambavatni, sem lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 12. september, verður í Hallgríms- kirkju föstudaginn 18. september kl. 13.30. Jarðsett verður frá Saurbæjar- kirkju á Rauðasandi fimmtudaginn 24. september kl. 14. Jarðarför Birkis Njálssonar fer ' fram frá Fossvogskirkju í da.g, 17.^ september, kl. 15. Ögmundur Guðmundsson, fyrrum bóndi Þórarinsstöðum, Hruna- mannahreppi, verður jarðsunginn frá Hrunakirkju laugardaginn 19. september kl. 14. Jóhann Ágúst Gunnarsson raf- virkjameistari, Huldulandi 6, verður jarðsunginn föstudaginn 18. sept- ember kl. 13.30 frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Tapað - Fundið Seðlaveski tapaðist Svart seðlaveski með skilríkjum tapaðist á leiðinni frá Hagaskóla að Neshaga 13. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 19135. Gleraugu töpuðust Karlmannsgleraugu í gylltri umgerð töp- uðust, sennilega í Síðumúla eða hvar sem er. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 681742. Tilkynningar Réttir og smalamennska Fimmtudagur 17.. september: Grímsstaða- rétt í Álftaneshreppi, Mýrasýslu, Hruna- rétt í Hrunamannahreppi, Árnessýslu. Skaftholtsrétt í Gnúpverjahreppi, Árnes- sýslu. Bókmenntahátíðin 1987 í kvöld kl. 20.30 verður bókmenntadagskrá í Gamla bíói með Karl Erik Bergman, Álandseyjum, Andre Bitov, Sovétrikjun- um, Guðbergur Bergsson, Islandi, Alain Robbe-Grillet, Frakklandi og Luise Rins- er, V-Þýskalandi. Dagskráin er öllum opin og aðgangur ókeypis. Tóiúeikar Tónleikar á UMN hátíð í Tónlistarskólanum í Reykjavík í dag kl. 16.30. Flutt verður verk eftir Atla Ingólfs- son. Síðan verða tónleikar í Menntaskól- anum í Hamrahlíð um kvöldið kl. 20.30. Þar verður flutt verk eftir Tryggva M. Baldursson. Jasstónleikar Haust-jasstónleikar verða hjá Jazzvakn- ingu á Hótel Borg í kvöld, 17. september, kl. 22-01. Þar munu koma fram: Trio Carls Moller, Trio Guðmundar Ingólfssonar, Tenor: Rúnar Georgs, Trio Steingríms Guðmundssonar, söngkonan Andrea Gylfadóttir og fleiri. Jazzvakning er að hefja sitt 12. starfsár af fullum krafti og vonast er til að jassgeggjarar fiölmenni, eins og þeirra er vani. Ferðafélag íslands dagsferðir sunnudag 20. sept. 1. kl. 8Þórsmörk-dagsferð. Dvalið verð- ur um 3 1/2 klst. í Þórsmörk og famar gönguferðir. Verð kr. 1000. 2. kl. 10 Konungsvegurinn - Brekku- skógur. Ekið verður um Laugarvatn og farið úr bílnum við Efstadal. Gengið eftir Konungsvegi í Brekkuskóg. Verð kr. 1000. 3. Kl. 13 Þingvellir - haustlitir. verð kr. 600. Brottför í ferðirnar frá Umferðarmið- stöðinni austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Helgaíferð 18.-20. sept.: Þórsmörk - haustlitaferð. Gist í Skag- fjörðsskála/Langadal. SkáUnn hefur miðstöðvarhitun og aðstaða eins og best verður á kosið. Upplýsingar og farmiða- sala á skrifstofunni, Öldugötu 3. Skemmtikvöld Smekkleysa S/M með skemmtikvöld á Borginni Smekkleysa S/M efhir til skemmtikvölds í Casablanca í kvöld, 17. september. Skemmtikvöld Smekkleysu S/M em orðin að föstum viðburði í skemmtanalífi höfuð- borgarbúa en fyrsta skemmtikvöldið var haldið fyrir ellefu mánuðum. Þau skemmt- iatriði sem boðið verður upp á á þessu sjöunda skemmtikvöldi em hljómsveitin Sykurmolamir og verður hún með heið- ursgest, Johnny Triump, en hann hefur nýverið snúið frá mikilli sigurför um norð- urstrandir Grænlands þar sem hann Rynnti fyrirbærið Luftgítar. Önnur skemmtiatriði kvöldsins em hljómsveit- imar Bleiku bastarnir og Bootlegs. Eitt af föstum atriðum á skemmtikvöldum Smekkleysu S/M frá upphafi hefur verið skáldið Jóhamar. Á þessu kvöldi mun hann kynna nýútkomna bók sína „Leitin að spojing". Húsið verður opnað kl. 22 og munu fyrstu skemmtiatriðin hefjast fljót- lega upp úr því. U -M í gærkvöldi Ágúst Már Jónsson. Agúst Már Jónsson nemi: Gott að hafa gáfaðar löggur Ég, sem horfi yfirleitt mjög lítið á sjónvarp, byrjaði á því í gær að horfa á breska skemmtiþáttinn um feðgin- in. Þetta er ósköp þægilegur og léttur þáttur sem siglir létt í gegn. Sérstaklega er gaman að sjá svo „sterka" tengdamúttu. Ég hef alltaf ánægju af breskum húmor og það verður að segjast eins og er að en- skir þættir höfða oft meira til mín en amerískir. Þó að ég horfi lítið á sjónvarp reyni ég alltaf að sitja fyrir fréttum og Derrick. Fréttimar hjá Ríkissjón- varpinu eru mun betri en á Stöð 2 í öllum efnistökum. Þær eru ítar- legri og mun meiri fjölbreytni ríkir þar. Þá finnst mér þeir hjá Ríkissjón- varpinu taka málefnalegar á hlutun- um. Ég náði að horfa á þáttinn hjá Ómari með öðru auganu og getur maður ekki annað en glaðst yfir sigri lögreglunnar. Það er ánægjulegt til þess að vita að við höfum svo vel upplýsta lögreglu. Yfir höfuð hef ég mjög gaman af spumingaþáttum og er mikil ánægja því samfara að geta svarað einni eða tveim spumingum rétt. Þetta em góðir þættir en verða að vera í hófi. Ég tel þó að Ómar sé betri sem frétta- þulur og Stiklustjómandi heldur en dagskrárstjómandi. Stundum verð- ur maður hálfþreyttur á honum og töktum hans. Meiming Talað um að skrifa - Heitt í kolunum á rithöfundaþingi Ekki var langt liðið á spjall spek- inganna á bókmenntahátíðinni í Norræna húsinu í gærdag þegar Guðbergur Bergsson, einn af hinum „distinguished panelists" sem Thor Vilhjálmsson „chairman" kallaði svo, lýsti því yfir að hann gæfi frat í svona bókmenntahátíðir. „Þær eru,“ sagði Guðbergur, „samkomur fyrir litla rithöfunda sem em miklir kjaftaskúmar." Ennfremur taldi Guðbergur það vera hina mestu svívirðu, og kúltúr- imperíalisma af verstu sort, að rökræða á ensku á íslandi. Með því móti fæm umræður fyrir ofan garð og neðan hjá vinnandi fólki á landinu. Eftir sæti aðeins snobbliðið. Gagmýndi Guðbergur einnig starfsbræður sína fyrir leiðinlegan upplestur í Gamla bíói kvöldið áður, sagði „Skandínövum" að hætta að þvaðra um Sögueyjuna og klykkti út með að segja að ekki nokkur skapaður hlutur væri að gerast í skáldsögunni í dag. Allt þetta sagði Guðbergur á íslensku en lét fylgja með glósur handa útlendingunum. Við þessa ádrepu sló út brosi á panelistunum, en borgin hló. Innlegg Guðbergs hafði þau áhrif að menn fóm að ræða um mál- svæði, læsi og annað í þá veru. Kurt Vonnegut lýsti því hvemig væri að skrifa í landi sem lyti stjóm forseta sem aldrei læsi bók, þar sem 40 milljónir kynnu ekki að lesa, þar sem bækur væm fjarlægðar af bók- sölum ef þær seldust ekki á nokkrum vikum. Þetta ástand gerði það að verkum Á öndverðum meiði: Guðbergur Bergsson og Alain Robbe-Grillet. DV-mynd Brynjar Gauti Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson að bandarískir rithöfúndar þyrðu ekki að gera tilraunir með sjálft tungumálið, með form skáldsögunn- ar, heldur yrðu í staðinn að leita sér að nýstárlegu umfjöllunarefni. Robbe-Grillet sagðist hafa gaman af ráðstefiium þar sem allir töluðu ensku, þótt hann skildi ekki ensku, sagði skáldskapinn hvort sem væri vera sérstakt mál sem enginn skildi til fulls, allra síst höfundurinn. „Ég skrifa ekki fyrir almenning," fúllyrti Robbe-Grillet, „heldur gegn honum.“ Isabel Allende var hjartanlega ó- sammála síðasta ræðumanni, sagði að suðuramerískir rithöfundar vildu fyrir alla muni miðla til almennings, það væri beinlínis skylda rithöfunda. „Annars er ég alltaf miður mín á svona ráðstefnum, mér finnst að rít- höfundar eigi ekki að tala um að skrifa heldur að skrifa," sagði hún loks. Á eftir urðu fjörugar umræður um bókaverslun, ábyrgðarleysi bókaút- gefenda, skyldleika suðuramerískra tilraunabókmennta og evrópskra og fleira skemmtilegt. -ai. Mögnuð hátalaramúsík Það var að mestu rafmagnað UNM á Borginni í gærkvöldi. Hátalara- kerfi diskóteksins leyfir alls konar kúnstir, reyndar svo mikinn hávaða að það hálfa væri nóg. Þeir sem eru þrautþjálfaðir, fæddir og uppaldir Bræðurnir Kjartan og Sveinn Ól- afssynir spá í græjur. við magnaða hátalarmúsík, kveinka sér ekki undan þessu, þeirra hljóð- himnur eru þykkar og töff. En ég verð að játa að þó að ég sé allur af vilja gerður fæ ég höfuðverk og velgju af þessum látum. Á þessum tónleikum voru flutt m.a. tónverk eftir þrjú íslensk tónskáld. Tvö þeirra, eftir Þorgrím Pál Þorgríms- son og Þórólf Eiríksson, voru af segulbandi og líklega bæði búin til í Hollandi. Verk Þorgríms, Entelec- hy, býr yfir einhverri ljóðrænu, án þess að heyrt verði hvert hún stefnir, og Þórólfur yrkir um geigerteljara, sem er á sinn hátt ógnvekjandi. Hins vegar var fróðlegt að sjá og heyra flutning Kjartans Ólafssonar á eigin verki fyrir syntheseizer. Það snerti mann að vísu ekki djúpt en var snið- ugt. Kjartan kallar þetta „Tilbrigði við rafmagn" og bjó þetta til á staðn- um með aðstoð bróður síns, Sveins, sem er útfarinn í svona brellum. Fjórða rafmagnsverkið var segul- bandsverk eftir Terje Winter frá Noregi, óttalega hávaðasöm smið úr hljómsveitarafbökunum og manns- barkahljóðum og heldur þreytandi en stutt. Fyrsta verkið á þessum tónleikum mun hafa verið fyrir þrjá gítara og undir jass- og flamenco-áhrifum. Það var Funken Funga eftir Danann Hedegaard. Því miður kem ég of seint og missti af því. En það var Tónlist Leifur Þórarinsson annað hljóðfæraverk, Sextett fyrir brasshljóðfæri og þó að það væri gamaldags mixtúra, úr Stravinsky og Schönberg (minnti á margt eld- gamalt og gott eftir Gunther Schull- er), þá var í því guðsblessunarleg hvíld. Og það var vitanlega gríðar- vel spilað (af blásurum, ég held frá Danmörku) en það vekur athygli að næstum allur hljóðfæraleikur á þess- ari tónlistarhátíð unga fólksins er fyrsta flokks. Það er meira en sagt verður um Norræna tónlistardaga þeirra fullorðnu, sem reyndar voru haldnir síðast hér í fyrra. En slepp- um því. LÞ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.