Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1987, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987. Spumingin Ætlarðu að taka slátur? Jón Einarsson: Nei, ég hef ekki frystikistu og kann það ekki heldur. Mér þykir slátur samt mjög gott og þá sérstaklega lifrarpylsa. Börkur Grimsson: Ætli ég taki ekki svona 17 slátur. Ég verka allt sjálf- ur. Mér þykir slátur gott en sérstak- lega lifrarpylsan. Brynjar Valdimarsson: Það verður tekið slátur á heimilinu. Ég hjálpa nú lítið til og helst ekki neitt. Mér þykir lifrarpylsan betri heldur en blóðmörinn. Elísabet Magnúsdóttir: Já, ég hugsa að ég geri það. Ég tek slátur við og við og þá svona 5 stk. Blóðmörinn og lifrarpylsuna legg ég að jöfnu og þykir hvort tveggja gott. Sigríður Eysteinsdóttir: Nei, en ætli mamma geri það ekki. Ég borða þó slátur og þykir mér lifrarpylsan betri. Fiona MacTavish: Nei, ég er ekkert ofsalega hrifin af slátri. Ég er útlensk svo að ég borða ekki mikið af því. Það er of feitt fyrir minn smekk. Ég hef þó tekié slátur. Lesendur irriPöll:d:m: §li „Orðið áhorfi er bara bull og tilbúningur og Pas de deux tímar, hvað er nú það?“ spyr lesandi. Um A til Z og fleira óskiljanlegt Málverndunarsinni skrifar: Á hveijum einasta degi rekst maður á erlendar slettur og beinar þýðingar á síðum dagblaðanna. Slettunotkun er með fádæmum og ástandið er orðið þannig að hver venjulegur maður skil- ur hvorki upp né niður í rituðu máli dagblaðanna lengur. Það þykir fínt og heimsborgaralegt að nota erlendar slettur. Enskar slett- ur eru jafiivel famar að víkja fyrir frönskum, þýskum og latneskum sem þykja fínni. Allir þykjast skilja það sem fram fer því það að játa skilnings- leysi væri það sama og að játa þekk- ingarskort og fávísi og enginn vill vera álitinn heimskur (í hvorugri merkingunni). Ég vil aðeins nefria fáein dæmi um þessar slettur og þýðingar en af nógu er svo sem að taka. Nýlega fór ég að heyra orðasam- bandið; frá A til Z í merkingunni frá upphafi til enda. Stjómmálamenn óðu uppi í sjónvarpsviðtölum og lýstu yfir að þessi og hin máhn væm hitt og þetta frá A til Z. Alla mína hunds- og kattartíð hef ég staðið í þeirri mein- ingu að íslenska stafrófið hæfist á A og endaði á Ö. XYZÞÆÖ er endirinn á stafrófinu ef mig misminnir ekki. Samkvæmt því em þrír íslenskir bók- stafír á eftir bókstafiium Z. Ef íslend- ingar vilja endilega nota þetta enska orðatiltæki þá er nú lágmark að fella það að íslenskunni og segja frá A til Ö. Auglýsingar em að jafhaði fullar af óskiljanlegum erlendum orðum og þýðingum. Frá Stöð 2 birtist fyrir stuttu auglýsing þar sem segir orðrétt: „Auglýsendur, pantið auglýsingar sem fyrst þar sem búast má við miklu áhorfi.“ Þetta orð, áhorfi, er bara bull og til- búningur. Einkenni íslenskunnar er mikil notkun lýsingar- og sagnorða í staðinn fyrir nafhorð sem aftur á móti er einkenni enskunnar. Þessi tilhneig- ing að að búa til ný nafhorð er hvimleið og ekki vænleg aðferð ef halda á íslenskunni hreinni. Að lokum rakst ég á auglýsingu frá Jassballettskóla Bám í Morgunblað- inu ekki alls fyrir löngu þar sem auglýstir em Pas de deux tímar. Ég spyr nú bara; Hvað er nú það? Góðar Norður- landafréttir Sjónvarpsáhorfandi hringdi: Ég vil lýsa ánægju minni með þætti Ögmundar Jónassonar, fréttamanns hjá Ríkissjónvarpinu, um dönsku kosningamar. Þetta vom greinargóðir og vandaðir þættir sem skýrðu allt sem skýra þurfti. Ögmundur er sérlega góður frétta- maður og yfirhöfuð er allt sem frá honum kemur vandað og gott. Við fáum í gegnum hann fréttir frá öllum Norðurlöndunum og finnst mér hann standa sig með sóma í sínu starfi. Af hverju ekki bein útsending fra Skagaleiknum? Ekki er annað að sjá en að Bjami sé glaðvakandi og á fullri ferð á þessari mynd en bréfritara finnst Bjami hafa sofnað á verðinum með því að fá ekki beina útsendingu frá leik Skagamanna og sænska liðsins Kalmar á þriðjudaginn. Skagaaðdándi skrifar: Ég er mjög óhress með að Ríkis- sjónvarpið skuli ekki hafa verið með beina útsendingu frá leik Akraness og sænska liðsins Kalmar. Þetta var tilvalið tækifæri til að hafa beina útsendingu því að vegna þess að leikurinn fór fram uppi á Akranesi voru takmarkaðir möguleikar á því fyrir fólk af Reykjavíkursvæðinu að sjá leikinn og sama gildir auðvitað um fólk annars staðar af landinu. Það var talið fyrirfram að Skaga- menn ættu mikla möguleika á sigri gegn þessu sænska liði og því ríkti auðvitað mikil forvitni um gang leiksins. Þama sváfu Bjami Fel. og fóstursynir hans á verðinum. Ég trúi ekki öðm en að það hefði verið hægt að komast að samkomulagi við Skagamenn varðandi sanngjama þóknun um útsendingu og jafnvel að flýta leiknum aðeins. Þá vil ég endilega biðja Bjama að hætta að eyða öllum íþróttatímanum í inngangsatriðið að HM í Róm. Þetta var sérstaklega áberandi á mánudaginn var þegar íþróttatíminn var mjög stuttur en eigi að síður sá Bjami ástæðu til að sýna allt inn- gangsatriðið. Ef hann hefði sleppt því hefði hann líklega getað sýnt maraþonhlaupið aftur! Bréfritari er orðin hundleiður á hundaskít út um alla borg og öðru því sem hundum fylgir. Hundana burt úr borginni Hundahatari skrifar: Nú get ég ekki lengur orða bundist yfir þeim ósköpum sem flæða yfir borg okkar. Á ég þar að sjálfsögðu við allt þetta hundafár sem hér ríkir. Því mið- ur hafa yfirvöld borgarinnar ekki haft manndóm í sér til að losa okkur við þessa óvæm ög því ríkir hér nánast neyðarástand. Það er orðið nánast sama hvar mað- ur fer um, alls staðar er vaðandi hundaskítur. Um daginn ætlaði ég í þægilega kvöldgöngu um Miklatúnið en fljótlega leystist gangan upp í mar- tröð. Óð maður hundaskítinn upp að hnjám og rétt náði heim við illan leik. Davíð borgarstjóri hefur algerlega gefist upp fyrir óvininum og virðist helst hafa gengið f lið með honum. Varla mætast tveir hundar svo að Davíð sé ekki óðar kominn í hópinn. Var ferlegt að þurfa að fylgjast með honum í sjónvarpinu um daginn þar sem hann gekk um og nældi orður á hunda - að því er virtist fyrir það eitt að hafa nú ekki étið neinn síðasta hálftímann. Nei, nú er mál að linni. Gott nasturútvarp á Bylgjunni Ólafur Sigurðsson skrifar: Ég vil fá að lýsa yfir ánægju minni með næturútvarpið á Bylgjunni. Fyrir stuttu var ég að hlusta á Bylgjuna eftír klukkan fjögur eina nóttina og var mjög ánægður með þann sem hafði umsjón með þættinum en því miður veit ég ekki nafn hans. Finnst mér að Bylgjan verði að aug-_ lýsa betur þá sem stjóma næturút- varpinu en mér hefur reynst ómögulegt að komast að því hver var umsjónarmaður þáttarins. Þá vil ég fa að nota tækifærið og mótmæla lokun skemmtístaðarins Casablanca um daginn en sú lokun kom sér illa fyrir fastagesti. íilii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.