Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1987, Blaðsíða 40
FRÉT’TASKOTIO
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
'■ t" hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt.
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022
Frjálst,óháð dagblað
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987.
Grímsey:
Ekkert lát á
skjálftunum
^Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyii
„Það virðist ekkert lát vera á þessu
og í gærkvöldi og í nótt urðu mjög
margir skjálftar," sagði Bjami Magn-
ússon, hreppstjóri í Grímsey, þegar
DV ræddi við hann í morgun.
Bjami sagði að mjög stór skjálftf
hefði komið rétt fyrir miðnætti og
hefði hann verið á bilinu 3,5-4 stig.
Stór kippur kom um klukkan þrjú í
nótt og annar tveimur tímum síðar
auk þess sem um smáskjálfta var að
ræða af og til í alla nótt.
„Það fylgir mikill hávaðahvinur
þessum skjálftum og það er ekki laust
við að það setji óhug að fólki þegar
hvinurinn kemur, menn em svo gjör-
samlega varnarlausir," sagði Alfreð
•^Jónsson, flugvallarstjóri í Grímsey í
morgun, en hann sagðist ekki vita til
að neinar alvarlegar skemmdir hefðu
orðið í þessari skjálftahrinu sem nú
hefur staðið yfir í tæpa tvo sólar-
hringa.
Bílastæðin í Kringlunni:
Þrjátíu krónur
á klukkustund
-4 Frétt DV um að Kringlan hyggist
taka gjöld fyrir bílastæðin í framtíð-
inni hefur vakið mikla athygli.
Hugmyndir em uppi um að gjaldið
verði í hæsta lagi 30 krónur fyrir að
hafa bíl á stæðinu í klukkustund og
60 krónur fyrir tvær klukkustundir
og svo koll af kolli.
Til samanburðar má geta þess að
Reykjavíkurborg er með stöðumæla í
borginni. Algengast er að borga 10
krónur fyrir tuttugu minútur, eða 30
krónur fyrir klukkustundina, að sögn
Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, deildar-
verkfræðings hjá gatnamáladeild, í
gær.
Ásgeir sagði að dýrara væri að
leggja bílum í Austurstræti, Hafiiar-
__£træti, Bankastræti og á Laugavegi.
par er gjaldið 10 krónur fyrir fimmtán
mínútumar og því 40 krónur fyrir
klukkutímann. Á þessum stöðum er
aðeins leyfilegt að hafa bílana í hálf-
tíma við mælana. Eftir þann tíma
verður að færa þá. -JGH
Aii^
gerðir
sendibíla
25050
m senDiBiLHSTöÐin
Borgartúni 21
LOKI
Næst fara þeir aö selja
inn í Kringluna
Fjártög og lánsfjáriög:
Ríkisstjómin
í púlvinnu
Ríkisstjómarfúndur var felldur Fjölmörg minni atriði í breyttri að nú er ætlunin að færa kostnað
niður í morgun. I staðinn er boðaður fjánnálastefnu ríkisins verða einnig af einni stofhun í hverri atvinnu-
fúndur snemma í fyrramálið um §ár- til afgreiðslu. Þar á meðal rekstur grein )dir á viðkomandi atvinnuvegi
lagafrumvarpið og annar á laugar- þjónustustofiiana fyrir atvmnuveg- og á það að heita fyrsti áfangi. Hvar
dag um frumvarp til lánsfjárlaga. Á ina sem rikið hefúr kostað meira eða byijað verður liggur engan veginn
þessum fúndum verður tekist á um minna en meiningin er að ýmist fyrir.
þau mismunandi sjónarmið sem verði færðar á herðar atvúinuveg- Ætlunin er að ljúka gerð fjárlaga-
rikja í stjómarflokkunum um hvem- anna sjálfra eða að þeir borgi frumvarpsins á laugardaginn og nær
ig ná eigi fjárlagahalla næsta árs þjónustuna samkvæmt gjaldskrá. engin tök em á að fresta málinu
niður í 1.300 milljónir króna. Enn Vitað er að mikil átök standa tii að vegna gríðarlegrar vinnu við tækni-
vantar 1.800 milljónir í spamaði eða mynda um framtíð Búnaðarfélags legan frágang þess og prentun.
hækkun skatta til þess að ná því íslands. -HERB
markmiði. Þessi stofhanamál standa þannig
Maðurinn var að hreinsa múrdæluna þegar slysið varð. Hér er verið að losa hann. DV-mynd S
Vinnuslys:
Maður missti handlegg
Maður missti handlegg í vinnuslysi
í gær. Slysið varð er maðurinn féll i
múrdælu sem notuð var við múrhúðun
við byggingu fjölbýlishúss í Selásdal í
gær. Erfiðleikum olli að ná manninum
úr dælunni og varð að logskera dæl-
una í sundur til að losa manninn.
Slysið varð um klukkan sautján.
Maðurinn var fluttur á slysadeild og
mun líðan hans vera eftir atvikum.
-sme
Veðrið á morgun:
Skýjað
og slydda
fyrir norðan
Það verður norðaustanátt um allt
land, víðast hvar 4 til 5 vindstig og
fremur kalt. Skýjað og slydda eða
kalsarigning á norðanverðu landinu
en þurrt og víða léttskýjað fyrir
sunnan. Hiti verður á bilinu 1 til 2
stig fyrir norðan en 3 til 5 stig fyrir
sunnan.
Mjólkurfræðingar:
Vinna bara
dagvinnu
Mjólkurfræðingar eiga nú í launa-
deilum við mjólkurstöðvamar. Síð-
ustu tvo daga hafa þeir hætt að vinna
vaktavinnu og vinna aðeins dagvinnu
til að leggja áherslu á kröfúr sínar.
Ekki fengust upplýsingar um það í
morgun um hvað er deilt í meginatrið-
um en formaður félags mjólkurfræð-
inga var á fúndi með sáttasemjara í
morgun þar sem þessi mál voru rædd.
Með aðgerðum mjólkurfræðinga
minnkar mjólkurframleiðslan að sjálf-
sögðu en ekki er gert ráð fyrir mjólk-
urskorti nema þá að deilan standi þeim
mun lengur yfir. -ATA
Eðlilegir
vextir 4-5%
- segir fjármálarádherra
„Það er eðlilegt að lán til mjög
langst tíma, allt að 30 árum, verði með
4-5% vaxtastigi og er samt umfram
kjör á langtímaskuldbindingum er-
lendis þar sem ekki er verðtrygging.
Þetta er alveg ósambærilegt við að
ríkissjóður býður nú 8,5% vexti á
tveggja ára bréf, það er allt annar
handleggur," segir Jón Baldvin
Hannibalsson fjármálaráðherra.
Vextir á spariskírteinum ríkissjóðs
voru komnir niður í 6% en ráðherrann
segir núverandi vaxtastöðu hafa knúið
vexti spariskírteinanna upp. „Þetta
eru skammtímalán tekin við óeðlilegar
aðstæður. Lífeyrissjóðimir eru aftur á
móti að semja um ávöxtun á mjög
löngum tíma og þá hlýtur að verða
að miða við eðlilegt vaxtastig í sæmi-
legu jafnvægisástandi. Það er málið,“
segir fj ármálaráðherra.
-HERB
Kona krefst skaðabóta:
Smitaðist af
eyðnivið blóðgjöf
Kona á miðjum aldri, sem smitaðist
af eyðni við blóðgjöf á sjúkrahúsi,
hefur fengið lögmann í hð með sér til
að krefjast skaðabóta vegna smitunar-
innar. Konan fékk blóð eftir slys sem
hún lenti í árið 1984.
Reglulegar skimprófanir hófúst ekki
í Blóðbankanum fyrr en í október 1985.
Lögmaður konunnar ætlar að krefjast
skaðabóta fyrir hennar hönd og vonar
að málið þurfi ekki að fara fyrir dóm-
stóla. Sá aðili, sem gaf blóðið, var
sýktur af eyðni og gaf hann blóðið á
árinu 1983. Blóðið úr manninum mun
ekki hafa verið gefið í fleiri tilfellum.
Lögmaður konunnar hefúr ekki lagt
fram bótakröfú en hann vonast til að
bætur fáist greiddar án málaferla.
Fordæmi munu vera til erlendis fyrir
því að í slíkum tilfellum séu greiddar
skaðabætur án málaferla. -sme
Búið að veiða
fimm hvali
Búið var að veiða fimm sandreyðar
í morgun, að sögn Andrésar Magnús-
sonar, verkstjóra hjá Hval hf. Enginn
hvalanna er kominn að landi en von
er á þeim fyrstu í hvalstöðina í dag.
Tveir hvalbátar eru að veiðum. Sand-
reyðamar hafa veiðst suður af
Vestmannaeyjum. Sú fyrsta veiddist
um eittleytið í gær. „Við erum bjart>
sýnir á að veiða þessar tuttugu
sandreyðar sem leyft er að veiða,“
sagði Andrés Magnússon við DV í
morgun. -JGH