Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1987, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987.
17
lillablátt
BMX-hjól
tapaðist
Ingibjörg Sveinlgömadóttir
hringdl:
Síöastliðið föstudagskvöld milli
kl. 9 og 10.30 varð 10 ára sonur
minn fyrir því óláni að hjólinu
hans var stolið þar sem það stóð
fyrir utan Skipasund 54. Þetta er
glænýtt BMX-hjól sem hann fékk
í júlí Það sem er sérstakt við þetta
hjól er að það er lillað á litinn og
það eru víst bara tvö svoleiðis hjól
til á landinu.’Við erum búin að
leita og leita en allt kemur fyrir
ekki. Ef einhver verður var við
svona lillablátt BMX-hjól þá er sá
hinn sami vinsamlegast beði'nn að
hafa samband í síma 31493.
Klassflc
Kærkomin
tilbreyting
Útvarpshlustandi hringdi:
Siðastliðið sunnudagskvöld M
kl. 9 til 10 hlustaði ég á klasaískan
þátt með Randver Þorlákssyni á
Stjömunni.
Þetta var með eindæmum góður
þáttur og það var yndisleg Indld
að hlusta á hann. Yfírleitt glymur
sama síbyljan í eyrum á öllum úb
varpsrósunum þó að sjálfsögðu séu
góðir þættir innan um. Þetta var
þvi kærkorain tilbreyting og spil-
aði Randver mjög fallega tónlist
sem Ijúft var að hlusta á.
Ég vil hvetja fólk til að slökkva
ekki á útvarpinu þó að það heyrist
klassísk tónlist heldur prófa að
hlusta og Randver hvet ég til að
halda ótrauður áfram á sömu
braut._______________
Hringið
1 sima
27022
millikl.
13 og 15,
eða skrifið.
Lesendur
Hvað er það rétta um laun sjómanna?
Laun sjómanna
feimnismál?
H. Ólafsson skrifar:
I nýlegum skrifum, sem spunnist
hafa vegna lesendabréfs í Velvakanda
Morgunblaðsins um laun hjá sjó-
mönnum hér á landi, hefur lítið orðið
um viðbrögð réttra aðila.
Sjónvarpsfréttin, sem varð tilefni
þessara skrifa, hefur ekki verið borin
til baka svo að hún hlýtur þá að vera
rétt, þ.e. að sjómenn á Homafirði geti
haft allt að 300 þúsund krónur á einum
degi í aflahlut, þeir sem róa á bátum
með sjálfvirkar og tölvjjstýrðar hand-
færavindur.
Að vísu birtist svargrein í Velvak-
anda Mbl. frá form. Sjómannasam-
bandsins en í því svari hrekur hann
ekki sjónvarpsfréttina sem varð tilefni
skrifarma. Enn síður hrekur kona
nokkiu sem sendi svar til Velvakanda
fréttina um þessi ógnarlaun sjómanna.
Svör þeirra em mestmegnis orða-
leikir um hvemig staðið sé að öfljm
tekna sjómarma og útskýringar á orð-
jim og orðasamböndum svo sem orðinu
úthald sem sagt er merkja vertíð (að
því er konan segir). Orðið úthald
merkir samkvæmt orðabók „sá tími
sem verið er að veiðum, án þess að
koma til lands“, og þá er auðvitað
emnig átt við það er farið er út að
morgni og komið til baka að kvöldi.
En hvað sem svona hértogjmum líð-
ur þá er það deginum ljósara að laun
sjómarma em orðin slíkt feimnismál
hér á landi að engirm vill kannast við
þær fréttir að sjómerm geti haft allt
að 300 þúsund krónur á dag í laun ef
vel fiskast. Meira að segja fréttir um
að sjómerm hafi milli 300 og 400 þús-
und.kro.iur eftir 24 daga túr á frysti-
togurum þeirra Akureyringa em líka
bomar til baka af sumum og sagðar
stórlega ýktar.
í kjallaragrein, sem birtist í DV hirm
8. þ.m. undir fyrirsögnirmi „300 þvisimd
króna tekjur á dag - rétt frétt eða
röng?“ eftir ritstjóra tímaritsirjs Úrv-
als, er þessi furðufrétt sjónvarpsins
fyrr í þessum mánuði krufin af glögg-
skyggni.
Þar segir m.a.: „Sannleikurinn er sá
að fréttin frá Homafirði er furðufrétt
jafnvel þótt talan 300 þúsund væri
röng svo skakkaði helmingi. Ef hrað-
bátsfiskimaður frá Homafirði eða
öðmm stað á landinu gæti haft 150
þiisimd króna dagstekjjjr væri það
geigvænlegt. Þá skyldi engan undra
þótt eitthvað væri bogið við útgerðar-
mál okkar og rajmar fjárhag þjóðar-
innar almermt."
Það er því ekki furða þótt laun sjó-
manna séu feimnismál.
10%
OPNUNARAFSLÁTTUR
★
ÚT ÞESSA VIKU
★
HÖFUM OPNAÐ
GLÆSILEGA
FATAVERSLUN
MEÐ ÞEKKTUM
VÖRUMERKJUM
--fStávíSsÚ^,-^
YKKRR
NORRÆNI
HEILUNARSKÓLINN
heldur kynningarkvöld fimmtudagskvöld kl. 20.30 að
Austurbrún 2.
TANNLÆKNASTOFA
Hef opnað tannlæknastofu mína að Suðurgötu 7,101
Reykjavík, 2. hæð, sími 91-622044.
Sigursteinn Gunnarsson
tannlæknir
Hárgreiðslustofan Klapparstíg
Pantanasími 13010
Litakynning.
Permanettkynning.
Strípukynning.
Rakarastofan Klapparstíg
Pantanasími 12725
DAGHEIMILIÐ VALHOLT,
SUÐURGÖTU 39
Ennþá vantar okkur nokkrar manneskjur til að starf-
semi heimilisins verði eðlileg á ný. Það sem vantar
er eftirfarandi:
1) 100% starf fóstru á 1-2 ára deild.
2) 100% staða í afleysingar/sal.
3) 50% stuðningsstaða á 3 ára deild.
Ef þú hefur áhuga vinsamlegast hafðu samband við
forstöðumann í síma 19619.
OPIÐ HÚS
í tilefni af hálfrar aldar afmæli rannsókna í þágu at-
vinnuveganna verða rannsóknastofnanir sjávarút-
vegsins, Hafrannsóknastofnun og Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins, opnar almenningi frá kl. 10-16 föstu-
daginn 18. september.
Þá munu starfsmenn taka á móti gestum í anddyrinu
að Skúlagötu 4 og sýna þeim stofnanirnar og þá starf-
semi sem þar fer fram í máli og myndum.
FRAMTÍÐARSTARF
Stórt útgáfufyritæki á góðum stað óskar eftir stundvís-
um, hressum og áreiðanlegum starfskrafti allan
daginn. Við leitum að manneskju, 20-30 ára, með
góða íslenskukunnáttu, einhverja vélritunarkunnáttu
og söluhæfileika. Við bjóðum góðan starfsanda, bjart-
an og góðan vinnustað, mötuneyti á staðnum. Hefur
þú áhuga? Ef svo er sendu þá umsókn, er greinir
nafn, aldur, menntun og fyrri störf, til DV, merkt „Góð-
ur andi".