Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1987, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1987, Blaðsíða 38
- 38 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987. Kvikmyndahús - Leikhús Bíóborgin Svarta ekkjan Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Betty blue Sýnd kl. 9. Sérsveitin Sýnd kl. 5, 7 og 11.05. Tveir á toppnum Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bíóhúsið Sannarsögur Sýnd kl. 5, 7, 9, og 11. Bíóhöllin Geimskólinn Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Geggjað sumar Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 The Living Daylights Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Lögregluskólinn 4. Sýnd kl. 5 og 7. Tveir á toppnum Sýnd kl. 9 og 11. Angel Heart Sýnd kl. 5 og 7.30. Blátt flauel Sýnd kl. 10. Háskólabíó Hinn útvaldi Sýnd kl. 9 og 11.05. Súpermann IV. Sýnd kl. 5 og 7. Laugarásbíó Hver er ég? Sýnd kl. 5. 7,9 og 11. Valhöll Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Rugl i Hollywood Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Regnboginn Malcom Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Herklæði Guðs Sýnd kl. 3. 5, 7, 9 og 11.15. Vilðú værir hér Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Herdeildin Sýnd kl. 5 og 9. Otto Sýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05 og 11.15 Gínan Sýnd kl. 3, 7.15 og 11.15. Stjömubíó Úvænt stefnumót Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. Neðanjarðarstöðin Sýnd kl. 7 og 11. Wisdom Sýnd kl. 5 og 9. LUKKUDAGAR 17. september 61339 Hljémplata frá FÁLKANUM að verðmæti kr. 800.- Vinningshafar hringi í sima 91-82580. oáo LEIKFÉLAG REYKJAVlKUR IPH RÍS Leikgerð Kjartans Ragnarssonar eftir skáldsögu Einars Kárasonar. Sýnd í nýrri Leikskemmu LR v/Meistaravelli. Miðvikudag 16. sept. kl. 20.00. Föstudag 18. sept. kl. 20.00. Laugardag 19. sept. kl. 20.00. Fimmtudag 24. sept. kl. 20.00. ATH! Veitingahús á staðnum. Opið frá kl. 18 sýningardaga. Borðapantanir í sima 14640 eða veitinga- húsinu Torfunni, sími 13303. Faðirinn eftir August Strindberg Frumsýning í Iðnó þriðjudaginn 22. sept. kl. 20.30. Aðgangskort Sala aðgangskorta, sem gilda á leiksýning- ar vetrarins, stendur nú yfir. Kortin gilda á eftirtaldar sýningar: 1. Faðirinn eftir August Strindberg. 2. Hremming eftir Barrie Keefe. 3. Algjört rugl Christopher Durang. 4. Síldin kemur, síldin fer eftir Iðunni og Kristinu Steinsdætur, tónlist eftir Valgeir Guðjónsson. 5. Nýtt íslenskt verk, nánar kynnt síðar. Verð aðgangskorta á 2.-10. sýningu kr. 3.750. Verð frumsýningakorta kr. 6.000. Upplýsingar, pantanir og sala í miðasölu Leikfélags Reykjavikur i Iðnó daglega kl. 14-19. Simi 1-66-20. Einnig símsala með VISA og EUROCARD á sama tíma. Þjóðleikhúsið Rómúlus mikli eftir Friedrich Dúrrenmatt. Þýðing: Bjarni Benediktsson frá Hof- teigi. Leikmynd og búningar: Gunnar Bjarna- son. Lýsing: Páll Ragnarsson. Aðstoðarm. leikstjóra: Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Leikstjórn: Gisli Halldórsson. Leikarar: Arnar Jónsson, Árni Tryggvason, Baldvin Halldórsson, Benedikt Árna- son, Eyvindur Erlendsson, Flosi Ólafsson, Gunnar Eyjólfsson, Jóhann Sigurðarson, Jón Gunnarsson, Karl Ágúst Úlfsson, Lilja Þórisdóttir, Magnús Úlafsson. Randver Þorláks- son, RÚRIK HARALDSSON, Sigurður Skúlason, Sigurveig Jónsdóttir, Valdemar Lárusson, Þórhallur Sig- urðsson, Þórir Steingrímsson, o.fi. Frumsýning laugard. 19. sept. kl. 20.00. 2. sýning sunnud. 20. sept. kl. 20.00. Enn er hægt að fá aðgangskort á 3,- 9. sýningu. Miðasala opin alla daga nema mánu- daga kl. 13.15-20.00. Simi 11200. HÁDEGISLEIKHÚS ALÞÝÐU- LEIKHÚSIÐ 171) TT TÍGRISDÝR í KONGO? Laugardag kl. 13.00. Sunnudag kl. 13.00. LEIKSÝNING HÁDEGISVERÐUR Miðapantanir allan sól- arhringinn í sima 15185 og í Kvosinni sími 11340. Sýningarstaður: HÁDEGISLEIKHÚS Bfóhölliq/Geggjað suman Fjöldaframleidd unglingamynd sem á í útistöðum við pönkaragengi. Hún fær að fljóta með, enda áfanga- staður hinn sami. Á eyjunni kynnast þau Stork-bræðrunum, hinum mestu furðufuglum, og Akk-Akk. Með þessum hópi tekst hin besta vinátta en þau eiga í útistöðum við Ted og uppagengi hans. Faðir Teds er vondur karl sem vill sölsa húseign afa Kassöndru undir sig og byggja þar hótel og aðrar gróðamiðstöðvar. Hann svífst einsk- is til að ná takmarki sínu og virðist ætla að hafa sitt fram með auði og fantaskap þrátt fyrir hetjulega bar- áttu Kassöndru og félaganna. Beckersted-feðgamir eiga þó sinn veikleika. Ted verður að vinna sigl- ingakeppni til að þeir verði ekki sviptir auði sínum af ættarhöfðingj- anum. Hoops og félagar hans hyggjast etja kappi við þá til að bjarga húsinu fyrir Kassöndru. Vandamálið er þó það að Hoops er vatnshræddur. Hins vegar hafa tek- ist góðar ástir með honum og Kassöndru og hún eyðir þessari vatnshræðslu eins og ekkert sé. Siglingakeppnin hefet síðan og mikil keppni er á milli uppanna (Ted og félagar) og „nippanna" (Hoops og félagar). Öllum brögðum er beitt en Hoops og félagar eiga leynivopn í bakhöndinni! Myndin er ein af þessum fjölda- framleiddu unglingamyndum. Hún býður upp á nokkur skondin atriði, eins og þegar elskuleg amma vinar Hoops færir þeim reikning fyrir há- degismatnum. Hins vegar er hún í heild bragðdauf og útþynnt, svona í „allt í lagi ef ekkert er betra að gera- stílnum". -JFJ Bandarísk, framleidd af Michael Jaffe. Leikstjóri og handrit Savage Sleve Holl- and. Aðalhlutveric John Cusack, Kristen Goelz, Demi Moore. Þegar Hoops útskrifast úr mennta- skólanum fær hann ekki híl eins og hinir heldur valtara. Allt annað í hans lífi er eftir þessu og hann ákveður að flýja heimabæinn og fara með vini sínum í heimsókn í smábæ nokkum þar sem ættingjar hans búa. Á leiðinni hitta þeir Kassöndru Geggjað sumar er týpísk fjöldaframleidd unglingamynd en býður þó upp á hláturrokur af og til. Á ferðalagi_________________________ Um Þorskafjörð og grasafjöll Þegar haldið er inn með Þorska- firði gefúr á stöku stað að líta kjarr og ýmsan gróður. Nafiúð á kotbýlinu Skógum gefur þó til kynna að áður fyrr hafi gróðurinn og kjarrið verið meira. Á Skógum fæddist þjóðskáldið af- kunna, Matthías Jochumsson (1835-1920), og ólst þar upp til 11 ára aldurs. Matthías er eitt mesta sálma - skáld íslendinga ef frá er talinn Hallgrímur Pétursson. Hann er m.a. höfundur þjóðsöngs íslendinga, Ó, guð vors lands, og leikritsins Skugga-Sveins. í landi Skóga og innar með Þorskafirðinum hóf bróðursonur Matthiasar, Jochum Eggertsson (1896-1978), skógrækt og stundaði' hana árum saman. Jochum sinnti ritstörfum líkt og frændi hans og skrifaði undir rithöfundamafninu Skuggi. Þorskafjörðurinn er mjór en 16 km langur. Mikið útfiri er í honum þannig að innsti hlutinn tæmist al- veg um §öm. Við fjarðarbotninn em sléttar eyr- ar og falla um þær tvær ár, Músará og Þorskafjarðará. í þeim og á vöðl- unum í firðinum er góð silungsveiði. Fyrir botni Þorskafjarðar er jörðin Kollabúðir þar sem Þjóðverjar stunduðu verslun á 16. öld. Þar á eyrum við Músará var þingstaður til foma, Þorskafjarðarþing. Yfir Þorskafiarðarheiði liggur ak- vegur yfir í Isafjarðardjúp og var leiðin allfjölfarin á sumrum en nú er farið að draga úr umferð þar. Þorskafj arðarheiði lokast á vetuma sökum snjóþyngsla enda liggur feið- in í allt að 490 m hæð y.s. Vegna þessa var lagður vegur árið 1984 um Steingrímsfj arðarheiði en upp á hana er farið hjá Hólmavík á Strönd- um. Á öllum vestfirsku heiðunum, s.s. Steinadalsheiði, Þorskafjarðarheiði og þó sérstaklega Tröllatunguheiði, em góð fjallagrasalönd en gott er að tína fjallagrös á þessum tíma. Best er að fara á grasafjall rétt eftir rigningu eða jafnvel í úða vegna þess að þá koma fjallagrösin í ljós og skera sig úr umhverfinu sem þau annars falla alveg inn í svo að erfitt getur verið að finna þau. Fjallagrös em besti matur, soðin í mjólk eða grauta, og mjög steinefnarík og holl. ÞJóðskáldið Matthías Jochumsson, sem m.a. er höfundur þjóðsöngs íslend- inga, ólst upp á Skógum í Þorskafirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.