Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1987, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987. Fréttir Busavígsla í Breiöholti fór fram með miklum atgangi. Busunum var dýft á höfuðið niður í ker sem var fullt af rauðleitu sulli. DV-myndir Brynjar Gauti Framhaldsskólamir: Nýir nemendur fá misgóðar viðtökur Busavígslur, tolleringar eða hvaða nafoi sem þær móttökur nefn- ast er nemendur 1. bekkjar fá er þeir mæta fyrsta sinni i framhalds- skóla eru með mjög mismunandi móti. Það eru saklausar tolleringar, skemmtilegar gönguferðir en líka allt upp í það vera sóðalegar athafii- ir og jafiivel að þær hafi í för með sér lfkamsmeiðingar. Busavígsla við Fjölbrautaskólann í Breiðholti vakti athygli fyrir það að þeir sem að vígslunni stóðu böð- uðu þá sem ekki vildu vera busar um ókomna framtíð upp úr þynntu hvalablóði, að þeir sjálfir segja. Harkalegar athafiiir voru einnig við svipaða athöfn við Menntaskólann við Sund. Aðrir skólar hafa vakið eftirtekt fyrir skemmtilegri og hlý- legri móttökur. I Fjölbrautaskólan- um við Armúla var nemendum boðið í gönguferð á Esju og grillveislu. Nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík halda uppi þeim gamla sið að vera með tolleringar, græsku- laust gaman. -sme Fjölbraut, Ármúla: „Allir óhressir með offoeldið“ „Við breyttum út af venjunni og gengum á Esju. Þegar við komum niður var grillveisla við Mógilsá. Þar voru grillaðar pylsur, drukkið gos, spilað á hljóðfæri og sungið. Veðrið var einstaklega gott, átján stiga hiti og sólskin. Það voru allir mjög ánægðir," sagði Hafsteinn Stef- segir skólameistarinn ánsson, skólameistari Fjölbrauta- skólans við Ármúla. „Það voru allir óhressir með of- beldið, líka meirihluti nemenda. Það var alltaf ákveðinn hópur nemenda sem fékk útrás við þetta en ég vænti þess að þeir hafi fengið útrás við fjallgönguna. Ég var að minnsta kosti með harðsperrur í þrjá daga. Við vorum heppin með veður og útsýnið af Esjunni var stórkostlegt. Það er hluti af starfi skólanna að auka víðsýni nemenda og það varð úr í þessari vel heppnuðu ferð okk- ar,“ sagði Hafsteinn. -sme Konrektor MS: „Hefur verið rætt í skólastjóminni" „Við erum lítið hrifin af þessu og höfum komið með tillögu til náms- manna um að koma þessu á menn- ingarlegra stig. Þetta hefúr verið rætt í skólastjóm. Það eru allir kennaramir óánægðir með þetta,“ sagði Peter Rasmussen, kom-ektor við Menntaskólann við Sund. Hann sagði að við busavígsluna nú hefðu krakkamir orðið æstir vegna sjónvarpsmyndatökuvéla sem vom við vígsluna. Hann sagði að alltaf væm nokkrir nemendur 1. bekkjar hrifnir af þessu og að þeir sem ekki vildu taka þátt gætu hald- ið sig frá skólanum þennan dag. -sme Tollering DV-mynd BG Menntaskólinn í Reykjavík: „Með sama lagi lengur en elstu menn rnuna" - segir Guðni Guðmundsson rektor „Busavígsla heitir það ekki hér heldur tollering sem er bein þýðing úr latínu og þýðir að kasta upp í loft. Það hefur verið með sama lag- inu hér í elsta skóla landsins lengur en elstu menn muna og töluvert lengur en það,“ sagði Guðni Guð- mundsson, rektor í MR. Þegar Guðni var spurður hvað honum þætti um busavígslur í sum- um framhaldsskólum, sagði hann: „Mér finnst þetta hreint ógeð. Það hefur verið reynt að berjast gegn þessari múgsefjun, ég vona að Eyj- ólfúr sé að hressast, þó veit ég ekki hvort svo er,“ sagði Guðni að lokum. -sme í dag mælir Dagfaxi______________________ Vondir íslendingar og góðir Fróðleg ritdeila fer fram þessa dagana milli Morgunblaðsins og Tímans um það hverjir séu góðir íslendingar og vondir íslendingar. Morgunblaðið hefúr vinninginn eins og er því Morgunblaðið er stundum lesið af almenningi en Tíminn er aðeins lesinn af ritstjórum Morgun- blaðsins. Deilan er sprottin af hvalveiðideil- unni við Bandaríkjamenn. Morgun- blaðið heldur því fram að afskipti stjómmálamanna á borð við Stein- grím Hermannsson og Halldór Ásgrímsson hafi verið óþörf. Digur- mæli Steingríms voru út í loftið. Það lá fyrir frá upphafi að diplómatar í utanríkisráðuneytinu gátu leyst þessa deilu og Bandaríkjamenn voru löngu búnir að ákveða að vera góðir við Islendinga og fallast á viðunandi lausn, áður en íslendingar fóru að rífa kjaft án þess að hafa vit á því sem þeir töluðu um. Morgunblaðinu finnst þeir vera vondir Islendingar sem eru að blanda vamarliðinu inn í deilu um hvali, en góðir íslending- ar sem leystu hvaladeiluna á hak við tjöldin. Þeim á Tímanum finnst aftur á móti að þeir séu góðir íslendingar sem steyta hnefann framan í erlend- ar þjóðir þegar þær gegna ekki því sem við viljum. Tíminn segir þá vonda íslendinga sem eru sífellt með undirgefhi gagnvart Bandaríkja- mönnum. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins tók þetta með undirgefhina strax til sín og skrifaði opið bréf til Tímans og spurði hvort Tíminn ætti við sig þegar blaðið tal- aði um vonda íslendinga. Fyrrver- andi ritstjóri Tímans er eini framsóknarmaðurinn sem Morgun- blaðið tekur mark á af því að blaðinu finnst hann alltaf hafa rangt fyrir sér. Þessi gamli ritstjóri dustaði ryk- ið af pennanum sínum og svaraði fyrrverandi formanni Sjálfstæðis- flokksins og sagði honum að þeir væru vondir sem væru vondir og góðir sem væru góðir. Þetta svar fyrrverandi Tímarit- stjóra mæltist illa fyrir á Morgun- blaðinu enda á fyrrverandi ritstjóri Tímans ekkert með að ákveða hverj- ir séu góðir og hverjir séu vondir. Morgunblaðið kann ekki við svona dilkadrátt þegar hann er stundaður af öðrum en því sjálfú og blaðið hef- ur einkarétt á því að ákveða að góðir íslendingar séu vondir en vondir ís- lendingar séu góðir ef það hentar - sérstaklega af því að Morgunblaðið veit betur um það hvað gerðist á bak við tjöldin heldur en þeir sem voru á bak við tjöldin. Morgunblaðið er nefhilega í þeirri aðstöðu að vera á bak við tjöldin sem eru á bak við tjöldin og veit þess vegna allt á und- an öllum öðrum. Enn einu sinni undrast maður þann misskilning hjá stjómmálamönnum þegar þeir halda að þeir geti ráðið einhveiju þótt þeir séu kosnir. Morgunblaðið veit allt best enda þótt blaðið segi aldrei frá því fyrr en eftir á til að vera visst um að það hafi rétt fyrir sér. Svona var og er staðan í þessari hvaladeilu. Það vorú ekki íslenskir stjómmálamenn sem leystu þessa deilu heldur vinir Morgunblaðsins í Washington samkvæmt ráðlegging- um diplómata sem haga sér eins og Morgunblaðið vill að þeir hagi sér. Flest bendir þannig til þess að Bandaríkjamenn séu mun betri ís- lendingar en íslendingar sjálfir því þeir höfðu sjálfir frumkvæði að því að leysa deiluna fyrir okkur, áður en stjómmálamennimir fóm að skipta sér af því. Morgunblaðið vill láta utanríkisnefrid taka saman skýrslu til að sanna hver hafi verið góður í þessari deilu og hver hafi verið vondur og þá skýrslu á að semja uppi í ráðuneyti af starfs- mönnunum til sýna fram á að það voru þeir sem sögðu Bandaríkja- mönnuriúm hvemig þeir gætu verið góðir við íslendinga en ekki Stein- grímur eða Halldór. Niðurstaðan af þessari ritdeilu er sú að hvaladeilan skiptir ekki lengur máli, hvað þá hvalimir. Það sem skiptir máli er hveijir em góðir Is- lendingar og björguðu málinu og hveijir em vondir íslendingar og klúðmðu málinu. Morgunblaðið hefur eitt rétt til þess að ákveða hverjir em góðir eða vondir. Aðrir hafa ekkert með það að gera, sér í lagi ef þeir segja þá góða sem Morg- unblaðið telur vonda og öfugt. Blöð sem ekki em lesin og stjómmála- menn sem ekki er tekið mark á eiga ekki að vera að skipta sér af málum sem þeim koma ekki við. Dagfari T*TTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.