Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1987.
Frétdr___________________________________________________________________________dv
Skoðanakönnun DV um fyflgi flokkanna:
Kvennalisti, SJáHstæðis-
flokkur og Framsókn vinna á
Töluverðar breytingar hafa orðið á
fylgi flokkanna frá kosningunum sam-
kvæmt skoðanakönnun sem DV gerði
nú um helgina. Sjálfstæðisflokkurinn,
Framsókn og Samtök um kvennalista
hafa unnið fylgi. Borgaraflokkurinn,
Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn
tapa.
Af heildarúrtakinu fær Alþýðuflokk-
urinn nú 7, 5 prósent. Framsókn fær
12,8 prósent. Bandalag jafnaðarmanna
er á blaði með 0,5 prósent. Sjálfstæðis-
flokkurinn fær 18,5 prósent af úrtakinu.
Alþýðubandalagið fær 6,3 prósent.
Græningjar komast á blað með 0,2 pró-
sent. Flokkur mannsins fær 1,8 prósent.
Stefán Valgeirsson fær aðeins 0,2 pró-
sent og þyrfti mjög að vekja sitt lið,
yrði kosið á næstunni. Borgaraflokkur-
inn fær 4,3 prósent. Samtök um kvenna-
lista fa 7,5 prósent og eru jafnstór
Alþýðuflokknum. Þjóðarflokkurinn fær
1,3 prósent. Óákveðnir af úrtakinu eru
32,5 prósent, svipað og oft áður. Þeir sem
ekki vilja svara spumingunn eru einnig
ámóta og oft áður eða 6,5 prósent.
Sé þetta borið saman við kosningaúr-
slitin, tökum við aðeins þá, sem taka
afstöðu. Þá hefur Alþýðuflokkurinn 12,3
prósent og tapar 2,9 prósentustigum frá
kosningunum. Framsóknarflokkurinn
fær 21 prósent og vinnur 2,1 prósentu-
stig fiá kosningunum. Bandalag jafhað-
armanna fær nú 0,8 prósent og bætir
Sjálfstæðisflokkurinn vinnur fylgi af
Borgaraflokknum.
við sig 0,6 prósentustigum. Sjáífstæðis-
flokkurinn fær 30,3 prósent og vinnur
3.1 prósentustig frá kosningunum. Al-
þýðubandalagið fær 10,4 prósent og
tapar 2,9 prósentustigum frá kosningun-
um. Græningjar hafa 0,3 prósent.
Flokkur mannsins fær nú 3 prósent og
vinnur 1,4 prósentustig. Stefan Valgeirs-
son fær 0,3 prósent á landsvísu og missir
0,9 prósentustig. Borgaraflokkurinn fær
7.1 prósent pog tapar 3,8 prósentustig-
um. Samtök um kvennaiista fá 12,3
prósent, vinna 2,2 prósentustig. Loks fær
Þjóðarflokkurinn 2,2 prósent, vinnur 0,9
prósentustig.
Yrði þingsætum nú skipt í beinu hlutr
fafli við fylgi flstanna, yrði niðurstaðan
eftirfarandi. Alþýðuflokkurinn fengi 8
þingmenn, tapaði tveimur. Framsókn
fengi 14 þingmenn og ynni einn. Sjálf-
stæðisflokkurinn fengi 21 þingmann,
ynni þrjá. Alþýðubandalagið fengi 7
þingsæti og tapaði einu. Borgaraflokk-
urinn fengi 5 þingmenn og tapaði
tveimur. Kvennalistar fengju nú 8 þing-
menn og ynnu tvo. Stefán Valgeirsson
dytti út af þingi.
Spurt var: Hvaða lista mundir þú
kjósa, ef þingkosningar fcru fram nú?
Könnunin náði til 300 karla og 300
kvenna. Helmingur úrtaksins var á
Stór-Reykjavíkursvæðinu og því helm-
ingur utan þess.
-HH
40 i
Súluritið sýnir samanburð á fylgi listanna samkvæmt könnuninni nú og kosningunum í vor.
Ummæli fölks í könn unin m
Karl á Reykjavíkursvasðinu kvaðst nú mundu kjósa D-listann og gleyma klofhingnum í bili. Annar sagðist kjósa Jón Baldvin sem virtist vera að gera eitthvað róttækt. Kona á Reykjavíkursvæðinu sagði að allir stjómmálamenn væm jafhvitlausir. landsb; Önnur sagðíst mundu hætta að Steingr kjósa. Kona á landsbyggðinni sagði Einn Steingrím Hermannsson vera besta þeir by stjómmálamanninn en ekki gæti hún sætt sig við flokk hans. Karl á rggðinni kvaðst ím en ekki eiga ' studdi græningja ðu fram til þings vilja kjósa jess kost. og vildi að -HH
Niðurstöðurskoðanakönnun-
arinnar urðu þessar:
Alþýðuflokkur 45 eða 7,5%
Framsóknarflokkur 77 eða 12,8%
Bandal. j afnaðarm. 3 eða 0,5%
Sj álfstæðisflokkur 111 eða 18,5%
Alþýðubandalag 38 eða 6,3%
Græningjar 1 eða 0,2%
Flokkur mannsins 11 eða 1,8%
Stefán Valgeirsson 1 eða 0,2%
Borgaraflokkur 26 eða 4,3%
Kvennalisti 45 eða 7,5%
Þjóðarflokkur 8 eða 1,3%
Óákveðnir 195 eða 32,5%
Svara ekki 39 eða 6,5%
Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu,
verða niðurstöðurnar þessar.
Til samanburðar eru úrslit siðustu kosninga:
Kosn. Nú
Alþýðuflokkur 15,2% 12,3%
Framsóknarflokkur 18,9% 21%
Bandal. jafnaðarm. 0,2% 0,8%
Sj álfstæðisflokkur 27,2% 30,3%
Alþýðubandalag 13,3% 10,4%
Græningjar - 0,3%
Flokkur mannsins 1,6% 3%
Stefán Valgeirsson 1,2% 0,3%
Borgaraflokkur 10,9% 7,1%
Kvennalistar 10,1% 12,3%
Þjóðarflokkur 1,3% 2,2%
Ef þingsætum er skipt í réttu hlutfalli við úrslit skoðanakönnunarinnar,
verða niðurstöður þessar: Til samanburðar er staðan í þinginu nú:
Kosn. Könnunin
Alþýðuflokkur 10 8
Framsóknarflokkur 13 14
Sjálfstæðisflokkur 18 21
Alþýðubandalag 8 7
Borgaraflokkur 7 5
Samt. um kvennalista 6 8
Stefán Valgeirsson 1 0
Starfsmaður Hvals hf. skar á Irflínu hvalavinar:
„Munaði hársbreidd
að stórslys yrði“
„Það munaði ekki nema hársbreidd
að stórslys yrði, hefði vaktmaðurinn
skorið á líflínuna sekúndu fyrr hefði
Ragnar hrapað 14 metra niður á þilfar-
ið,“ sagði Magnús Skarphéðinsson,
talsmaður Hvalavinafélagsins, í sam-
tali við DV.
Magnús var spurður um þann at-
burð þegar vaktmaður Hvals hf. í
Hvalfirði skar á líflínu sem Ragnar
Ómarsson, annar þeirra sem hlekkjaði
sig í tunnunni í mastri Hvals 9 um
helgina, hékk í þegar hann var að
koma fyrir áróðursfána í mastrinu við
upphaf aðgerða hvalavinanna á laug-
aidag. Ragnar náði taki á handfangi
á mastrinu og gat þannig forðað sér
frá fallinu.
„Ragnar sagði við manninn þegar
hann hafði skorið á líflínuna: „Ertu
brjálaður maður, ætlar þú að drepa
mig!“ Þá svaraði hinn: „Já, hvað með
það,“,“ sagði Magnús og bætti því við
að vaktmaðurinn hefði skorið á allt
sem hann sá.
„Hann skar niður fánana, skar á
festingar bakbokans og á líflínuna sem
Ragnar hékk í þegar hann var að
koma fyrir fána með áletruninni
„Leyfið hvölunum að lifa“. Ég horfði
á þetta allt saman, það var allt skorið
sem hægt var. Þama ríkti algert hem-
aðarástand," sagði Magnús.
„Hvalavinafélagið mun halda fúnd í
dag eða á morgun til að ræða þessi
mál og við munum athuga með að
leggja fram kæm vegna þessa at-
burðar og að krefjast skaðabóta vegna
tjóns sem valdið var á tækjum okkar
í Hvalfirði,“ sagði Magnús Skarphéð-
insson. -ój
Kristján Loftsson:
„Það er haugalygi,“ sagði Kristj-
án Loftsson, forstjóri Hvals h£,
þegar hann var spurður að því
hvort vaktmaður Hvals hf. hefði
skorið á líflínu eins hvalfriðunar-
manns um borð f Hval 9 á laugar-
dag.
„Þeir vora í tunnunni að koma
upp fána og vaktmaðurinn skar
hann frá og einnig bakpoka með
vistum sem datt niður á dekkið.
Þefr Ijúga því að skorið hafi verið
á einhverja líflínu og er það f sam-
ræmi við annað sem þessir menn
segja. Maðurinn var ekki í neinni
hættu,“ sagði Kristján.
-ój