Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Blaðsíða 38
54 MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1987. Leikhús Þjóðleikhúsið Rómúlus mikli eftir Friedrich Dúrrenmatt. Leikstjórn: Gisli Halidórsson. 3. sýning fimmtudag 24. sept. kl. 20. 4. sýning föstudag 25. sept. kl. 20. 5. sýning laugardag 26. sept. kl. 20. 6. sýning sunnudag 27. sept. kl. 20' Sölu aðgangskorta á 7. og 9. sýningu lýkur á fimmtudaginn. Miðasala opin alla daga nema mánudaga kl. 13.15-20.00. Simi 11200. Visa Euro a<» Wk ÞAR SF.M RIS Faðirinn frumsýning þriðjudag kl. 20.30 2. sýning fimmtudag kl. 20.30. Grá kort gilda. 3. sýning laugardag kl. 20.30. Rauð kort gilda. Dagur vonar 51. sýning föstudag 25/9 kl. 20. Aðagangskort Uppselt á 1.-3. syningu. Ennþá til kort á 4. -10. sýningu. Siðasta söluvika. Forsala Auk ofangreindra sýninga er nú tekið á móti pöntunum á allar sýningar til 15. okt. síma 1 -66-20 á virkum dogum frá kl. 10 og frá kl. 14 um helgar. Upplýsingar, pantanir og miðasala i allar sýningar félagsins daglega í miðasölunni í Iðnó kl. 14-19 og fram að sýningu þá daga sem leikið er. Simi 1-66-20. Sýningar i Leikskemmu LR við Meist- aravelli i kvöld kl. 20. Laugardag kl. 20.00. Fimmtudag kl. 20.00. Miðasala í Leikskemmu syningardaga kl. 16-20. Sími 1-56-10 ATH! Veitingahús á staðnum. Opið frá kl. 18 sýningardaga. Kvikmyndahús Bíóborgin Svarta ekkjan Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Betiy blue Sýnd kl. 9. Sérsveitin Sýnd kl. 5, 7 og 11.05. Tveir á toppnum Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bíóhúsið Sannarsögur Sýnd kl. 5, 7, 9, og 11. Bíóhöllin I sviðsljósinu Sýnd 5, 7, 9 og 11. Geggjað sumar Sýnd kl. 5, 7 og 11 The Living Daylights Sýnd kl. 5. 7.30 og 10. Geimskólinn Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Lögregluskólinn 4. Sýnd kl. 5 og 7. Angel Heart Sýnd kl. 5 og 7.30. Blátt flauel Sýnd kl. 10. Háskólabíó Hinn útvaldi Sýnd kl. 9 og 11.05. Súpermann IV. Sýnd kl. 5 og 7. Laugarásbíó Salur A Fangin fegurð Sýnd kl. 15. Rosso Sýnd kl. 17. Skuggar i Paradis Sýnd kl. 19. Ár hinnar kyrru sólar Sýndkl. 21. Hasarmynd Sýnd kl. 23. Salur B Snædrottningin Sýnd kl. 15. Hryðjuverkamenn Sýnd kl. 17 og 19.05. Nautabaninn Sýnd kl. 21 og 23. Salur C Hún verður að fá það Sýnd kl. 15 og 17. Ginger og Fred Sýnd kl. 19 og 23. Sagan um virkið Svram Sýnd kl. 21.15. Regnboginn Malcom Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Herklæði Guðs Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Vild ðú værir hér Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Herdeildin Sýnd kl. 5 og 9. Otto Sýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05 og 11.15 Gínan Sýnd kl. 3, 7.15 og 11.15. Stjömubíó Óvænt stefnumót Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Neðanjarðarstöðin Sýnd laugard. kl. 7 og 11. Wisdom Sýnd kl. 5 og 9. Tilboð óskast í innréttingar rannsóknastofu í byggingu nr. 7 á Landspítalalóð. Útboðsgögn eru afhent á skrif- stofu vorri gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Opnun tilboða fer fram á sama stað kl. 11.00 f.h. mánudag- inn 12. október 1987 INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTUNI 7 - SÍMI 26844 - PÓSTHÓLF 1441 - TELEX 2006 U- REYKJKMÍKURBORG Jlauécvi Stödun Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar óskar að ráða: 1. Ritara við Fjölskyldudeild, Vonarstræti 4. Bæði heilsdagsstarf og tvö hálfsdags koma til greina. 2. Ritara í hálfsdagsstarf og gjaldkera í hálfsdags- starf við hverfaskrifstofu Fjölskyldudeildar í Mjóddinni. Eitt heilsdagsstarf kemur til greina. 3. Sendil við aðalskrifstofu, Vonarstræti 4. Þetta er heilsdagsstarf og auk sendilstarfa fylgja þessari stöðu ýmis almenn skrifstofustörf. Upplýsingar eru gefnar í síma 25500. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á eyðublöðum sem þar fást. A ferðalagi „Viði Reykvíkingar og aðrir landsmenn hafa síðastliðin ár sótt Viðey heim í auknum mæli. Það er líka sjálfsagt mál hverjum Reykvíkingi að hafa komið til Viðeyjar þó ekki sé nema vegna þess að hve nálægt hún ligg- ur. Fyrir utan það er i Viðey mjög fallegt, sérstaklega í stilltu og góðu veðri og á eyjan sér langa og merki- lega sögu að baki. Viðey er stærsta eyjan á Kolla- firði. Hún er tvískipt en mjótt eiði tengir saman hlutana; Heimaey og Vesturey. Markverðast er að ganga um Heimaeyna en Vestureyjan er minni og kennileitafærri. Öll er eyj- an grasi vaxin og gróður er þar allíjölbreyttur. Tvær kenningar eru uppi um nafn eyjarinnar. Sumir halda að nafnið sé dregið af nálægð hennar við Reykjavík (þ.e. eyjan við Rvík) en vaxna“ aðrir segja að nafhið bendi til þess að eyjan hafi eitt sinn verið viði vaxin. Á árunum 1226 til 1539 var frægt klaustur í Viðey; Viðeyjarklaustur. Árið 1752 verða tímamót í sögu Við- eyjar. Þá var reistur virðulegur landshöfðingjabústaður í eynni sem nefndur er Viðeyjarstofa og stendur það reisulega hús enn. I Viðeyjar- stofu bjó Skúli fógeti, nafhkunnasti íbúi eyjarinnar. Byrjað var að reisa kirkju í Viðey árið 1767 og var hún vígð 1774. Sú trú fylgir kirkjunni að ef að hún sé læst verði slys á Viðeyj- arsundi. Á bak við Viðeyjarstofú gefur að líta tóftir Viðeyjarprentsmiðju sem Magnús Stephensen flutti til eyjar- innar árið 1819. Var prentsmiðjan rekin í eynni til ársins 1844 er hún var flutt til Reykjavíkur. Sonur DV eyjan Magnúsar, Ólafur, flutti Viðeyjar- Móra hinn hollenska með sér til eyjunnar. Heyrist oft mikið hark í stofunni eftir að dimma tekur og er þar þá Móri kominn á tréklossunum sínum. Milljónafélagið sem var útvegs- hlutafélag í eigu Péturs Thorsteins- sonar og Thors Jensens gerði út frá austurenda Viðeyjar á árunum 1907 til 1914. Reistar voru tvær hafskipa- bryggjur á staðnum og fylgdi þessu dálítið þorp. Þar standa nú einungis tvö hús uppi þó að merki sjáist um fleiri; vatnstank byggðarinnar, sem Átthagafélag Viðeyinga gerði upp sem félagsheimili, og bamaskólann. Síðast mun hafa verið búið í bama- skólanum. Steinn Steinarr keypti það hús árið 1943 en sökum þess að hann gat ekki staðið í skilum með að borga var það selt á uppboði. Á tveggja alda afmæli Reykjavík- urborgar hinn 18. ágúst 1986 gaf íslenska ríkið borginni svæðið um- hverfis Viðeyjarstofu en áður hafði borgin keypt meginhluta eyjarinnar. Áformað er að koma húsunum í eynni í upprunalegt form á næstu árum og leikur þá enginn vafi á því að ferðamannastraumurinn þangað mun aukast mikið. Sá sem á heiðurinn af því að hafa feijað flesta til Viðeyjar er Hafsteinn Sveinsson á bátnum sínum Skúla- skeiði. Hafsteinn hefúr komið sér upp flotbryggju og veitingaskála í Viðey og fer reglubundnar ferðir á milli lands og eyjar á sumrin. Fyrir utan hinn vanalega tíma er minnsta málið að hringja í Hafetein sem ávallt er boðinn og búinn að fara með fólk í skoðunarferð til Viðeyjar. Séð yfir Viðey úr norðri. Vesturey fremst ámyndinni svo eiðið og Heima- eyjan. í bakgrunni er Reykjavík. Kvikmyndir Ran ogÆK. Stórmynd hins aldna, japanska meistara Akiro Ku- rosawa Ran (Glundroði) er ein helsta skrautfjöðrin á kvikmyndahátíðinni. Kvikmyndin er japönsk útgáfa af leikriti Shakespeares, Lé konungi, og fer Kurosawa mjúkum höndum um efiiið. Eins og margar myndir meistarans gerist myndin í Japan á miðöldum. Þar var við lýði sterkt lénskipulag, samuraja, en Kurosawa hefur mátt sæta nokkurri gagn- rýni heimafyrir sakir miðaldadýrkunar sem landar hans telja að sé aðeins til að þóknast markaðskröfum Vestur- landa. f myndinni leikur ótölulegur fjöldi leikara og er hún sérstaklega fi*æg fyrir stórfengleg bardagaatriði þar sem stórum fylkingum lýstur saman. Það ætti að vera óþarfi að kynna Kurosawa fyrir fs- lendingum en margar mynda hans hafa verið sýndar hér á landi, auk þess sem þær hafa, merkilegt nokk, gengið vel á videoleigum. Ran hefúr einmitt verið til á videoleig- um frá því í fyrravetur en nú gefst aðdáendum meistarans tækifæri til að sjá myndina í fullri stærð en myndataka er þess eðlis að myndin er ekki svipur hjá sjón sé horft á hana á litlum sjónvarpsskermi. A.K. í mynd sinni, A.K., fylgist franski kvikmyndagerðar- maðurinn Chris Marker með Akira Kurosawa er hann er við tökur á Ran i hlíðum Fujifjalls. Þetta er einstakt tækifæri til að fylgjast með fæðingu þess kvikmynda- sögulega stórvirkis sem Ran átti eftir að verða í gegnum myndavél Markers sem er gamall refur úr frönsku ný- bylgjunni í kvikmyndagerð. -PLP Meistari Kurosawa við tökur á Ran. BINGO! Hefst kl. 19.30 AftaMnnlngur að verðmaeti kr.40bfe Helldarverðmaeti vinnlnaa kr. 180 bús. i! TEMPLARAHÖLUN Eirlksgðtu S-S. 20010

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.