Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1987. 15 Margs ber að gæta Það er margt sem fólk verður að hafa í huga þegar það velur sér nám- skeið. Fyrst og fremst eru það auðvitað gæði námskeiðsins sem því miður seg- ir ekkert um í þessari könnun. Einnig verður fólk að huga að því hve marg- ir eru á hverju námskeiði. Það ættu allir að geta gert sér ljósan muninn á því að vera einn í tíma eða með 50 öðrum. Þá býðst margs konar afsláttur og tilboð sem er auðvitað sjálfsagt fyr- ir fólk að athuga vel áður. Þá verður einnig að gæta að því að námskeiðið komi að þeim notum sem til er ætlast en oft virðist fólk fara á námskeið ein- göngu til að vera með! Tölvu- og stjórnunarnám- skeiðin dýrust Það reyndist eins og okkur grunaði að þau námskeið, sem lúta að tölvum og stjómunarstörfúm, voru dýrust. Það er ekki óeðlilegt að tölvunám- skeið séu dýr vegna tækjakostnaðar en athyglisvert er að verulegur munur gat verið á milli námskeiða og það jafhvel þó að um stöðluð námskeið væri að ræða. Fróðlegt er til dæmis að bera saman námskeiðin multiplan, dBase III+, orðsnilld og Word á þeim þrem stöðum sem við skoðuðum. Mun- aði 91,5 % á pakkanum þar sem hann var dýrastur og ódýrastur. Þá voru sum stjómunamámskeiðin vemlega dýr en oft em fengnir erlend- ir stjómendur á þau námskeið og einnig er boðið upp á mat ef um heils- dagsnámskeið er að ræða. Eigi að síður verður að teljast dýrt að greiða 1852 kr. fyrir eina kennslustund. Lúxusneysla? Því hefur verið haldið fram að greiðslugeta þeirra sem sækja þessi námskeið sé vemlega umfram það sem gerist hjá almenningi. Því má spyrja: Em námskeið orðin hluti af lúxus- neyslu frekar en námi? Hið opinbera litur greinilega ekki svo á málið því að enginn söluskattur er greiddur af námskeiðum eða námskeiðahaldi. Á það ber að líta að mörg fyrirtæki standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af því að senda starfsfólk sitt á námskeiðin. Verulegur sparnaður Fróðlegast er að bera saman þær tölur sem sýna hvað hver kennslu- stund kostar og hlýtur allur saman- burður að vera miðaður við það. Þá er einnig athyglisvert að bera saman hvað sams konar námskeið kosta á mismunandi stöðum. Þar kemur oft fram verulegur munur og er greinilegt að fólk getur sparað sér vemlegan pening með því að kynna sér málin lítillega fyrirfram. -SMJ Ballet Byrjendur (5 ára yngst) og framhaldsnemendur. Innritun í síma 72154 BALLETSKÓLI SIGRÍÐÁR ÁRMANN SKÚLAGÖTU 32-34 Neytendur mosgunmatur Gallinn við morgunmat er sá að hann er á morgnana eða það finnst mörgum. Þó að næringar- fræðingar segi að morgunmatur- ixm sé sú máltíð dagsins sem eigi að leggja hvað mesta áherslu á má áætla að upp undir þriðjimgur fullorðinna annaðhvort sleppi morguiunat eða borði mjög lítið. En hvað er góður morgun- matur? Næringarfræðingar ráðleggja oftast blöndu af ávöxtum, komi, eggjum, brauði, áleggi og drykkj- um eins og mjólk, kaffi og te. Þetta er það venjulega en það eru ekki margir sem gefa sér tíma eða geta torgað svona miklu á morgn- ana. En hér koma uppskriftir af fljótlegum drykkjum handa þeim sem eru lystarlitlir. Svanfríður Hagvaag skrifar HAUSTTILBOÐ SOLHUSIÐ Sólbaðsstofa Astu B. Vilhjálms Grettisgötu 18 - sími 28705 ATH! Tilboðið stendur til 26. september 24 tímar aðeins 1800 krónur. Hvar annars staðar er það betra og ódýrara? VEEIÐ VELKOMIN ÁVALLT HEITT Á KÖNNUNNI -----^r-Tr r3ja ára ábyrgð. Þriggja geisla kerfi. ■ 8 gerðir. Verð frá kr. 17.990,- Sex diska geislaspilarar m/öllu Verð kr. 26.695,- Fáanlegir í svörtu og silfurlituðu HLJOMBÆR r >\j» ' «'íS»S' iM: i tV" T7 1 1 1 . ~ 'tt&STS *Wh UPIONttJ n | ■ ■ 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.