Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1987.
19
Dægradvöl
Og þaö var mark!
dæmis fór ég til Vestmannaeyja í
sumar.“
- Hverju vilt þú þakka góðan árang-
ur liðsins?
„Góður árangur strákanna hefur
fyrst og fremst náðst af góðri ástund-
un þeirra. Svo eru þeir með mjög
góðan þjálfara, Óskar Ingimundar-
son, sem hefur þjálfað liðið síðastlið-
in þrjú ár.
Leigðu Fokker
til Vestmannaeyja
Við kvöddum Hauk en hann gat
ómögulega spjallað lengur, svo
spenntur var hann. Hann skipaði sér
á fyrri stað í hópnum, hoppaði og
hrópaði liðinu til hvatningar. Þá
kom aðvífandi þriðji Ólafsfirðingur-
inn, að þessu sinni kona að nafni
Guðbjörg Þorsteinsdóttir. Hún virt-
ist ekki jafnæst og karlmennimir en
skemmti sér þó ágætlega. Guðbjörg
sagðist hafa smitast af fótboltaáhug-
anum af manni sínum. Hún byrjaði
að fylgjast með fótbolta fyrir tveimur
til þremur árum og áhuginn hefur
sífellt aukist. „Fótboltaáhugi er mjög
mikill á Ólafsfirði. Það hefur í raun-
inni allt snúist um fótboltann í
sumar. Ég hef fylgt Leiftri um landið
síðastliðna mánuði eins og margir
aðrir. Við leigðum okkur Fokkervél
í sumar og fórum sextíu saman til
Vestmannaeyja með liðinu. Það var
mjög gaman. Svo var ég á leiknum
gegn Breiðabliki í Kópavogi og nú
er ég hér. En ég veit um fleiri sem
fylgjast mjög grannt með liðinu.
Brottfluttir Ólafsfirðingar hafa einn-
ig mikinn áhuga, ég veit um fólk sem
hefur komið frá Akranesi og víðar
til að fylgjast með þessum leik. Ætli
það séu ekki tvö til þrjú hundruð
manns staddir hér á vellinum til að
styðja liðið."
- Veistu hvers vegna Leiftri hefur
gengið svona vel undanfarið? ,
„Liðið hefur spilað lengi saman og
hefur það eflaust sitt að segja. Þeir
hafa góðan þjálfara og svo er þeim
áreiðanlega mikill stuðningur af því
að hafa þorra bæjarbúa með sér í
baráttunni."
Það vita allir hvernig leikurinn
fór. Leiftur sigraði Þrótt með tveim-
ur mörkum gegn einu og komst um
leið í fyrsta skipti upp í 1. deild. Ól-
afsfirðingarnir sneru því til síns
heima enn glaðari í bragði heldur
en fyrir leikinn. Og sennilega hefur
verið fjör á ballinu með Greifunum
daginn eftir.
Texti: Jóna Björk Guðnadóttir
DV-myndir: Gunnar V. Andrésson
Guðbjörg Þorsteinsdóttir: „Það hefuralltsnúistumfótboltann ísumar."
38 nrfiekfor lompen
38 8 UVAtubes
• 1000VVo'»9«iicht»nalbruinar ;
• tOOOWottfocial ponai
» tOOOWott
Oe*lcht»chn«llbrdu'>er
38
speglaperu bekkir
27 kæliviftur.
1000 vatta andlitsljós með síu
Djúpir
og
stórir
bekkir
PANTIÐ
TÍMA
OPIÐ FRÁ KL.
10-10 VIRKADAGA.
10-19 LAUGARDAGA.
13-19 SUNNUDAGA.
SÚLBAÐSST0FA
NÚATÚNI 17,
SiNII 21116
FERÐATÖSKUR
EKTA LEÐUR
• Ekta leðursaumur
• Vel unnið
• Klassísk tískuvara
• Nuggat brúnar
• Glæsilegar og varan
legar
• Léttar, fyrirferðarlitl
ar en mjög rúmgóðar
1. Rúmgóð ferðataska, tvískipt, rennilás
allan hringinn. Stærð: ca 57x42x12 cm
2. Helgarferðataska með framhólfi m/
rennilás. Stærð: ca 47x28,5x12 cm
3. Axlartaska með hliðarhólfi. Stærð: ca
28x32x17 cm
4. Þarfaþing (snyrtitaska) fyrir persónu
lega hluti. Stærð: ca 24x16,5x10,5 cm
Pöntunarsími 91-651414 og 623535
Símapantanir alla daga vikunnar kl. 9.00-22.00.
Póstverslunin Príma, box 63,222 Hafnarfirði.
S VISA © EUROCARD