Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1987. Fréttir Ragnar við fánann, en tunnan er í 12 tiM5 metra hæð yfir þilfari báts- ins. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggö Sparisjóösbækur ób. 14-16 lb Sparireikningar 3ja mán. jppsögn 15-19 Ub 6 mán. uppsögn 16-24 Ib 12 mán. uppsögn 17-26,5 Sp.vél. 18mán. uppsögn 25,5-27 Bb.lb Tékkareikningar 6-8 Allir Sér-tékkareikningar 6-17 nema Vb Ib Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsögn Innlán með sérkiörum 3-4 Ab.Úb 14-24,32 Úb Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 5,5-6,5 Ab,Vb Sterlingspund 8,25-9 Ab.Úb, Vestur-þýsk mörk 2,5-3,5 Vb Ab.Vb Danskar krónur 9-10,5 Ib ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 28-29,5 Bb.Lb Viöskiptavíxlar(forv.)(1) 30,5-31 Almennskuldabréf eöa kge 29,5-31 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir HlaupareikningarMirdr.) Útlán verðtryggð 30 Allir Skuldabréf 8-9 Lb Útlán til framleiðslu Isl. krónur 28-29 Vb SDR 8-8,25 Bb.Lb, Bandaríkjadalir 8,5-8,75 Úb.Vb Bb.Úb, Sterlingspund 11,25- Vb Sp Vestur-þýsk mörk 11,75 5,5-5,75 Bb.Sp. Húsnæóislán 3,5 Úb.Vb Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 42 MEÐALVEXTIR Óverötr. sept. 87 29,9 Verðtr. sept. 87 8,4% VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala sept. 1778 stig Byggingavísitala 1 sept. 324 stig Byggingavísitala 2 sept. 101,3 stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 9%1.júlí VERÐBRÉFASJÓÐIR Ger.gi bréfa verðbréfasjóða (uppl. frá Fjárfestingarfélaginu): Ávöxtunarbréf 1,2375 Einingabréf 1 2,301 Einingabréf 2 1,356 Einingabréf 3 1,422 Fjölþjóðabréf 1,060 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2,296 Lífeyrisbréf 1,157 Markbréf 1,150 Sjóðsbréf 1 1,120 Sjóðsbréf 2 1,180 Tekjubréf 1,251 HLUTABRÉF Söluverð aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 114 kr. Eimskip 278 kr. Flugleiðir 196 kr. Hampiðjan 118 kr. Hlutabr.sjóðurinn 119 kr. Iðnaðarbankinn 143 kr. Skagstrendingur hf. 182 kr. Verslunarbankinn 126 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 160 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab=Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánarl upplýsingar um penlngamarkaöinn birtast i DV á fimmtudögum. Þrír menn hlekkjaðir við hvalbát í einn solarhring: „Gífurlega óþægi- leg vist um borð“ - sógðu hvalfriðunarmennimir eftir að þeir leystu af sér hlekkina Þrír hvalfriðunarmenn hlekkjuðu sig fasta um borð í Hval 9 laust eftir hádegi á laugardag til þess að koma í veg fyrir að báturinn héldi til veiða. Létu þremenningamir ekki af mót- mælunum fyrr en sólarhring síðar, þegar þeir leystu hlekkina, en það var gert í samræmi við samþykkt Hvala- vinafélagsins í hádeginu í gær. „Það var klukkan 13.20 á laugardag- inn sem þrír meðlimir Hvalavinafé- lagsins gengu um borð í Hval 9 og hlekkjuðu sig fasta þar, einn við skut- ulinn og tveir uppi í tunnunni," sagði Magnús Skarphéðinsson, talsmaður Hvalavinafélagsins í samtali við DV í gær. „Þetta var gert til þess að koma í veg fyrir veiðar bátsins en til stóð að senda hann út þá um daginn. Það er ekki rétt sem forsvarsmenn Hvals hf. segja að ekki hafi staðið til að senda bátinn út því áhöfnin var mætt, spáin var góð og vél bátsins var ræst og prófúð. Síðan sögðu menn að báturinn ætti að fara út um kvöldið, síðan var því frestað til miðnættis, þá var sagt að fara ætti út með morgninum og svo framvegis. Ég er sannfærður um að báturinn átti að fara út á laugardaginn og að við höfum komið í veg fyrir það með þessum mótmælum," sagði Magn- ús. Skorið á líflínuna „Þeir voru alltaf að spyrja að því hvort við ætluðum ekki að fara að hætta þessu en við sögðumst ekki ætla að gera það,“ sagði Kjartan Guðnason en hann var annar tveggja Þeir Ragnar Ómarsson og Kjartan Guðnason koma fyrir fána við tunnuna í mastri Hvals 9. Fáni þessi var skömmu síðar höggvinn niður af starfsmanni Hvals hf. „Ofbeldislausar aðgerðir" „Markmið okkar er að standa í kurt- eislegum, ofbeldislausum, en táknræn- um mótmælaaðgerðum," sagði Magnús. „Við viljum engan meiða og Benedikt Erlingsson, einn hvalverndarmanna, hlekkjaður við skutulbyssu Hvals 9. Benedikt átti fremur dauflega vist um borð í bátnum og var bæði blautur og kaldur að henni lokinni. Þess má geta að Benedikt er sonur hjónanna Brynju Benediktsdóttur og Eriings Gíslasonar leikara. um hinir rólegustu niður á bryggjuna og um borð i bátinn með allan út- búnaðinn með okkur. Við hittum engan og enginn reyndi að hefta för okkar. Þó nokkur tími leið þar til vaktmaðurinn kom og var hann fyrst að vafra þama um og virtist hann fyrst ekki taka eftir okkur. Við höfðum nægan tíma til að koma okkur fyrir,“ sögðu þeir Ragnar og Kjartan. „Við höfðum nógan tíma til þess að sprengja 50 hvalbáta í loft upp ef það hefði verið það sem við vildum gera og svo margir bátar á staðnum. Þann- ig var nú gæslan þama,“ sögðu þeir. „Tilgangurinn með þessum tákn- rænu mótmælum var í raun tvíþættur: Að stöðva veiðar Hvals 9, þannig að ekki yrðu drepin dýr á meðan og að mótmæla ólöglegum og siðlausum veiðum Islendinga á hvölum. Það er stór hópur íslendinga sem er á móti hvalveiðum og sá hópur fer stækk- andi,“ sagði Magnús Skarphéðinsson. Dauðastríðið fimm og hálf mín- úta „Þessar hvalveiðar em villimanns- legar og meðaldauðastríð hvalanna er fimm og hálf mínúta og það gengur allt út á það að skemma ekki kjötið.“ „Hvalurinn er greint dýr og hann er í útrýmingarhættu. Það em talin vera um 70 þúsund stórhveli á jörðinni og samkvæmt alþjóðasáttmála Samein- uðu þjóðanna em hvalimir sameign alls mannkyns. Samkvæmt því er hlut- ur íslendinga í hvalastofnum heimsins um 3,5 dýr sem gæti þýtt að veitt yrði um eitt dýr á 10 ára fresti. Menn geta ímyndað sér það hvemig samskipti þjóðanna yrðu ef allir hegðuðu sér eins og íslendingar, að virða ekki al- þjóðasáttmála og samninga á milli þjóða. Baráttan fyrir vemdun hvala er fyrsta skrefið í baráttu okkar fyrir því að maðurinn endurskoði tilvist sína i náttúrunni og gæti að sér og að dýrum og öðrum lifandi verum verði ekki útrýmt. Þetta er sá hug- sjónaeldur sem með okkur brennur. Við erum að reyna að hafa vit fyrir stjómvöldum í þessu máli því það er stór hætta á því að með þessum hval- veiðum skemmi hún eða eyðileggi fiskmarkaði okkar erlendis. Ríkis- stjómin verður bara að viðurkenna að hún hefur rangt fyrir sér í hvala- málinu,“ sögðu þeir félagar. -ój sem hlekkjuðu sig fasta í tunnunni í mastri Hvals 9. „Þetta var gífúrlega óþægileg vist þama um borð,“ sagði Ragnar Ómars- son, en hann dvaldi ásamt Kjartani í tunnunni. „Við bundum flagg við tunnuna en það var skorið niður. Ég hékk í líflínu þegar ég var að koma þvi fyrir og vaktmaðurinn um borð skar líka á hana en ég gat gripið í handfang svo að ég hrapaði ekki niður þessa 12 til 15 metra sem em niður á þilfanð. Ég fékk algert sjokk og var lengi að jafna mig eftir þetta. Svo traðkaði maðurinn líka á höndunum á mér. Við hengdum bakpoka í tunn- una þar sem við vorum með útvarp, farsíma og vistir en hann var líka skor- inn frá þannig að allt sem i honum var eyðilagðist. Farsíminn er 130 þús- und króna virði,“ sagði Ragnar og létu þeir félagar þess getið að Hvalavinafé- lagið væri að íhuga að krefjast skaðabóta vegna þess tjóns. ekkert skemma og stöndum ekki í annars konar mótmælaaðgerðum. Þrátt fyrir þetta bmgðust starfsmenn Hvals hf. svona við, þetta vom fyrstu viðbrögðin. Þeir vom þama vatns- og vistalausir," sagði Magnús og Ragnar bætti því við að þeir hefðu aðeins haft rúsínur til þess að næra sig á. „Vatnsleysið var svæsnast," sagði Kjartan. „Þó held ég að það hafi farið verst um Benedikt sem varð að hírast hundblautur frammi á skutlinum. En hann hafði þó einhverjar vistir. Hins vegar gat hann ekkert sofið því menn- imir héldu fyrir honum vöku alla nóttina," sagði Kjartan. Hefðum getað sprengt 50 báta“ Spumingu um það hvort erfitt hefði verið að komast um borð í hvalbátinn svömðu hvalfríðunarmenn þannig að það hefði ekki verið neitt mál. „Við lögðum bílnum á bílastæði ferðamanna við hvalstöðina og geng- Magnús Skarphéöinsson, Kjartan Guðnason og Ragnar Ómarsson. Eins og sjá má eru þeir Kjartan og Ragnar með hlekkina á sér en Mangús heldur á líflínunni sem skorin var. DV-mynd S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.