Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1987.
Fréttir
Stærsta sjávarútvegssýning í heiminum:
Sjó þúsund gestir
fyrstu dagana
Sjávarútvegsráðherrar íslands og Danmerkur og forsætisráðherra íslands fóru
á rand um sýninguna eftir opnun hennar. Hér eru þeir Halldór Ásgrímsson,
Lars Gammelgard og Þorsteinn Pálsson i góðum félagsskap.
DV-mynd KAE
Það er samdóma álit þeirra sýnenda
og sýningargesta á íslensku sjávarút-
vegssýningunni hf., sem DV hefur
rætt við, að hún sé einhver athyglis-
verðasta sýning sem haldin hefúr verið
hér á landi. Aðsóknin fer langt fram
úr áætlunum og á laugardag og
sunnudag urðu gestir um 7.000 talsins.
Eiríkur Tómasson, lögmaður og einn
aðstandenda sýningarinnar, sagði þá
og sýnendur ánægðasta fyrir þá sök
að meginhluti gestanna væri „rétta
fólkið", sýnilegir viðskiptavinir. Strax
á fyrsta degi byrjuðu að berast pantan-
ir á rafeindatækjum, toghlerum og
ýmsu öðru. Sýningar af þessu tagi
stuðla þó aðallega að sölu eftir á.
Innisvæði sýningarinnar er um 5.000
notaðir fermetrar og útisvæði er gríð-
arstórt. DV hafði spumir af gestum
sem voru á sýningunni nær allan laug-
ardaginn frá opnun og síðah allan
daginn í gær. Þeir töldu svo margt
athyglisvert á boðstólum að ekki dygði
styttri tími til þess að kanna það.
Sýnendur eru um 460 frá 22 löndum
og starfsfólk á sýningunni um þúsund
manns. Þetta er stærsta sjávarútvegs-
sýning í heiminum á þessu ári. Fjöldi
útlendinga er hér á vegum erlendra
sýnenda og að auki er vitað um hundr-
uð útlendra gesta, meðal annars hópa
frá Færeyjum, Grænlandi og Noregi,
og gestir koma alla leið frá Kína. Sýn-
ingunni lýkur á miðvikudag.
-HERB
Alþjóðleg miðstóð
þekkingarog
nýjungaí
sjávavútvegi
,3ú hugmynd að halda sýningu í stjómun fiskveiða hafi ekki verið
æm þessa hér á landi á þríggja ára samstiga," sagði Halldór.
fresti i framtíðinni raun án efa festa Hann ræddi frekar ura hina hröðu
ísland í sessi sem alþjóðlega miðstöð tækniþróun i íslenskum ajávarútvegi
þekkingar og nýjunga í sjávarút- og vísaði til þess að sum tæki, sem
vegi,“ sagði Halldór Ásgrímsson voru á gávarútvegssýningunni 1984,
sjávarútvegaráðhenra þegar hann teldust líklega úrelt nú eða því aem
opnaði íslensku sjávarútvegssýning- næst. „Af og til heyrast vangaveltur
una 1987. um möguleika á byltingarkenndum
Ráðherrann undirstrikaði hlut- breytingum í fiskveiðum, fiskvinnslu
verk sjávarútvegsins hér á landi og og fiskeldi. Til dæmis er rætt um þá
hvemigafkomahanshefðiafdrilarík möguleika að fiskvinnsla verði að
áhrif á afkomu þjóðarbúains. „Þetta mestu leyti vélvædd með hátækni-
er að mörgu leyti séreinkenni ís- búnaði, að fiskvinnsla verði nær öll
lensks efnaltagslíis sem við verðum til sjós, að ný gerilsneyðingartæki
að kurma að búa við.“ Halldór vakti geri kleift að flytja nær allan fisk
athygfi á því að tækniframfarimar ferskan út, og svo ffamvegis.
heföu ekki megnað að eyða sveiflum Einnig er rætt um þann möguleika
í þjóðarbúskapnum. að framfarir í fiskeidi verði svo stór-
„Engu að síður gerir tæknin okkur stígrn- að mikílvægi fiskveiða til að
æ betur kleift að vita fótum okkar sjá mönnum fyrir hágæða matvöm
forráð og bregðast við öfúgþróun í muni minnka stórlega í framtíðinni.
tíma ef rétt er á haldið. Ilátt tækni- Öll slík þrómr myndí hafa grundvall-
og þekkingarstig kemm- því aðeins arálrrif á íslenskan þjóðarbúskap,"
að gagni að stjómun og skipulagn- sagði Halldór Ásgrímsson og hvatti
ing sé samstiga tækniframfórum. til þess að íslendingar hefðu frum-
Hér vakna áleitnar spurningar eins kvæði í þessari framfarasókn og
og hvort tækniþekkmgin sem slík forystu á okkai- sérswðum.
sé vaxin okkur yfir höfúð og orðin -HERB
vandamál vegna þess að geta okkar
Keisarinn
og hænur hans
Úr sýningu Þjóðleikhússins á Rómúlusi mikla. Fyrir miðju eru Rómúlus (Rúrik Haraldsson) og Rea dóttir
hans (Lilja Þórisdóttir).
Þjóöleikhúsió sýnir: Rómúlus mikli.
Höfundur: Friedrich Durrenmatt.
Þýóing: Bjarni Benediktsson frá Hotteigi.
Lýsing: Páll Ragnarsson.
Leikmynd og búningar: Gunnar Bjarna-
son.
Leikstjóri: Gísli Halldórsson.
Fyrsta frumsýning leikársins var í
Þjóöleikhúsinu sl. laugardagskvöld
þegar þar var frumsýnt leikritið
Rómúlus mikli, eftir Friedrich
Dúrrenmatt í þýðingu Bjama Bene-
diktssonar frá Hofteigi.
Leikrit Dúrrenmatts um Rómúlus
mikla var fyrst sýnt í Basel vorið
1949. Höfundurinn, sem er svissesk-
ur, hóf rithöfundarferil sinn á
árunum eftir síðari hehnsstyijöldina
og náði heimsfrægð á sjötta áratugn-
um.
Að vonum settu atburðir stríðsár-
anna mark sitt á verk hans og með
því að beita vopni beittrar ádeilu,
sem blönduð var gamansemi, náði
hann miklum vinsældum, meðal
annars hér á Islandi.
1 leikritinu um Rómúlus Ágústus,
síðasta keisara Rómaveldis, fjallar
höfundur eins og í fleiri verkum sín-
um, um andhetjuna. Rómúlus situr
á æðsta valdastóli á örlagatímum en
neitar samt staðfastlega að sinna
stjómunarstörfúm. Það eina sem
hann hefur áhuga á er hvemig varp-
ið hefúr gengið í hænsnagarðinum
þann daginn. Neró spilaði á fiðlu á
meðan Róm brann, en Rómúlus fíló-
sóferar um hænumar sínar á meðan
Germanar þysja yfir lendur hans og
leggja loks borgina eilífu undir sig.
Það má líta svo á að vettvangur
leikritsins sé allur heimurinn og
skírskotunin altæk en jafnframt og
ekki síður fiallar það um manninn
sjálfan og er hugleiðing um hug-
rekki og vald. Rómúlus vill ekki
verjast og hyggst binda enda á her-
virki og ofbeldi með því að fóma
sjálfúm sér. En vopnin snúast í hönd-
um hans og örlög hans verða
grátbrosleg.
Höfúndur styðst lítillega við sagn-
fræðilegar heimildir en prjónar að
mestu leyti ótrauður sína eigin sögu.
Leikrit hans einkennast oft af kald-
ranalegri hæðni og mótsögnum,
bæði í skapgerð persóna og atburða-
rás, sem einatt tekur óvænta stefiiu,
þegar minnst vonum varir, og svo
er einnig hér.
Það, sem er í senn styrkur og veik-
leiki leikritsins um Rómúlus, er
áherslan sem lögð er á hlutverk keis-
arans, hugsjónamannsins, en hann
er málpípa höfundar. Hann kemur á
framfæri texta þar sem gullkomin
em eins og rúsínur í jólagraut og
ekki spillir þar meistaraleg þýðing
Bjama Benediktssonar frá Hofteigi.
Hlutverk Rómúlusar er stórhlut-
verk, sem býður upp á stjömuleik,
en um leið skapast sú hætta að aðr-
ar persónur verði merglitlar og
blóðlausar og þá dugar síst af öllu
upphlaup og æsingur til þess að gefa
þeim líf og lit.
Rúrik Haraldsson fann strax í
byijun sýningar hinn rétta tón.
Rómúlus hans bíður í upphafinni ró
þess sem koma skal og lætur sér fátt
um finnast þó fregnir berist af her-
vikjum Germana sem óðum nálgast.
Hann hefur æðra markmið fyrir aug-
um og ekkert fær haggað honum.
Túlkun Rúriks fannst mér heil og
sönn. Af því leiðir að ég get ekki
neitað því að stöku sinnum fannst
mér sumir hinna leikaranna vera að
leika í öðm leikriti en hann. Þama
hefði Gísli Halldórsson leikstjóri
mátt stilla betur saman strengi.
Æsingur, strengdar raddir og ýkju-
leikur var í nokkrum atriðum til
lýta og hefði leikstjóri að mínu mati
mátt draga þar úr. Best þóttu mér
þau atriði þar sem leikmátinn var
hófstilltari og náði sýningin þar
sterkustum tökum.
Atriðin með þeim Rómúlusi og
þjónunum hans tveimur vom til
dæmis hreinustu perlur. Þeir Ámi
Tryggvason og Baldvin Halldórsson
vom hreint óborganlegir í hlutverk-
um þeirra Akkillesar og Pýramusar,
herbergisþjónanna sem komnir em
að fótum fram rétt eins og keisara-
dæmið.
Leiklist
Auður Eydal
Á sama hátt var samleikur þeirra
Rúriks og Arnars Jónssonar mjög
sterkur og lyfti það sýningunni und-
ir lokin. Amar leikur foringja
Germana, Ódóvakar, sem er, þegar
á reynir, hreint ekki svo ólíkur
Rómúlusi.
Þrátt fyrir góðan texta fannst mér
ganga dræmt framan af að glæða
sýninguna lífi. Stutt upphafsatriði
var verulega vel útfært. Þar staulast
örþreyttur sendiboði í átt til hallar
keisarans og flytur váleg tíðindi. En
að loknu þessu atriði varð greinilegt
spennufall á meðan sviðsmenn vom
drjúga stund að púsla saman sviðs-
myndinni. Þama hefði verið til bóta
að hraða tengingu atriðanna, sér-
staklega af því að illa gekk að ná
sýningunni upp úr lægðinni.
Gunnar Bjamason undirstrikar
hnignun og niðumíðslu keisara-
dæmisins með leikmynd og búning-
um við hæfi. Rykgráir litir em
ríkjandi, rofiiir af skærlitum kjólum
kvennanna og keisararauðri skikkju
Rómúlusar.
Lýsing Páls Ragnarssonar er mjög
vel unnin og sannar að hér er á ferð
listamaður í sinni grein. Þó hefði
þurft að athuga betur atriði þar sem
herforinginn Emilian kemur við
sögu. Voðaleg sár hans og kaun
þola alls ekki of mikla birtu, þá er
einna líkast því að rauðri plastkvoðu
hafi verið makað á handleggi og
höfuð Jóhanns Sigurðssonar sem
leikur þennan illa leikna stríðs-
mann. Þama fannst mér líka of langt
gengið, það lá við að allt rauða
mallið yrði broslegt.
Þær Sigurveig Jónsdóttir og Lilja
Þórisdóttir leika einu konumar í
leiknum, keisarafrúna Júlíu og dótt-
urina Reu. Þær mættu að mínum
dómi báðar laga raddbeitinguna
stórlega og draga úr yfirdrifnum
leik.
Mikill fiöldi annarra leikara kem-
ur fram og má þar nefiia Gunnar
Eyjólfsson, sem leikur Senó, keisara
austrómverska ríkisins, Flosa Ólafs-
son, sem Túllíus Rótúndus og Sigurð
Skúlason, Mares hermálaráðherra.
Karl Ágúst Úlfsson leikur hinn ör-
þreytta sendiboða og Magnús
Ólafsson iðjuhöldinn Sesar Rúpf og
fannst mér þeir báðir lenda í alltof
miklum ýkjuleik sem hefði mátt
sleppa í þessari sýningu.
Túlkun Rúriks Haraldssonar stóð
að mínu mati upp úr og bestu atrið-
in em eftirminnileg þó að nokkuð
hafi skort á heildarstyrkinn á þess-
ari fyrstu sýningu..