Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1987, Page 3
ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987.
3
Fréttir
Bíllinn varð alelda á svipstundu og var hann ónýtur þegar tekist hafði að
slökkva eldinn. DV-mynd Helgi
Akranes:
Bíllinn alelda
Alþýðusamband Vestfjarða:
Vilja viðræður
í héraði
„Það hefur verið oftar en ekki að
Alþýðusamband Vestfjarða hafi samið
sér og hvað sem öliu samstarfi innan
Verkamannasambandsins líður mun-
um við að þessu sinni óska eftir
samningaviðræðum heima í héraði.
Þaö er líka mitt álit að þeir sem eru
að senya fyrir fiskvinnslufólkið í
landinu verði að óska eftir beinum
viðræðum við fuUtrúa fiskvinnslunn-
ar innan Vinnuveitendasambandsins
þar sem mér finnst skorta á skilning
æðstu ráðamanna þess á öUu sem að
fiskvinnslufólkinu snýr,“ sagði Pétur
Sigurðsson, forseti Alþýðusambands
Vestftarða, í samtaU við DV.
Hann sagði að í desembersamning-
unum í fyrra hefðu 7% tU 9% hrein-
lega verið tekin af launum fisk-
vinnslufólks. Aðrar stéttir fengu þá
loforð um fastlaunasamning en fisk-
viimslufólk ekki og þar með hefði það
dregist svona aftur úr. Þegar búið
væri að leiörétta þetta þá fyrst væri
hægt að fara að tala um nýja samn-
inga með viömiðun við aðrar stéttir.
Pétur sagði aö af viðræðum sínum
við ráðamenn í fiskvinnslu virtist sér
sem hjá þeim ríkti fúUur skUningur á
því sem gera þyrfti fyrir fiskvinnslu-
fóUtið. Aftur á móti sagðist hann hafa
orðið var við skilningsskort á þeim
málum á fundi með æðstu mönnum
Vinnuveitendasambandsins á
fimmtudaginn var. Því teldi hann
nauðsynlegt að forráðamenn þeirra
verkalýðsfélaga sem væru að semja
fyrir fiskvinnslufóUtið fengju að gera
það beint við fiskverkendur.
-S.dór
á svipstundu
Það óhapp átti sér stað að eldur kom
upp í bU skömmu eftir að hann kom
úr Akraborginni uppi á Akranesi.
Að sögn lögreglunnar á Akranesi
var bíliinn, sem var nýleg Cortina,
nýkomihn út úr Akraborginni og ekki
búið að aka honum nema nokkur
hundruð metra frá skipinu þegar
skyndUega kom upp eldur í honum.
Ökumanninum tókst að koma sér út
úr bUnum í tíma en á svipstundu varð
bíllinn aielda og stóð í ljósum logum
á meðan kallað var á hjálp.
Slökkviiið kom á staðinn og gekk
greiðlega að slökkva eldinn en talið
er að bUiinn sé ónýtur eftir eldsvoð-
ann.
Ekki er með vissu vitað hvað olli
brunanum en nokkuð víst er talið að
kviknað hafi í út frá rafmagni. Cortin-
an var að koma frá Reykjavík og var
skrásett í höfuðborginm.
ATA
_____________________Viðtalið
Höfum greiðan aðgang
að okkar þingmönnum
- segir Rúnar Sigurður Birgisson
„Hugur er stjómmálahreyfing ungs
fólks innan Borgaraflokksins og félag-
ið kemur til með að starfa á stjóm-
málalegum og félagslegum grund-
veUi,“ sagði Rúnar Sigurður Birgisson
sem kjörinn var fyrsti formaður Fé-
lags ungra horgara í Reykjavík á
stofnfundi sem haidinn var laugardag-
Um 19. september.
„í félaginu geta allir orðið félagar
sem era á aidrinum 16-32 ára. Þeir era
þegar orönir um fimm hundruð og
þeim á eftir að fjölga mikið á næstu
vikum og mánuðum.
Við höfum að leiðarljósi að koma á
framfæri við þingmenn flokksins mál-
efnum unga fólksins, eins og til að
mynda húsnæðismálunum og lána-
málum námsmanna. Við höftim mjög
gott og opið samhand við þingmenn
flokksins, eins og til dæmis við Guð-
mund Ágústsson sem beinlínis er
okkar fuUtrúi á þingi. Og það er auð-
velt að nálgast okkar þingmenn og
ræða máiin við þá, enda eru þeir ekki
lokaðir inni í glerbúrum eins og við
teljum þmgmenn hinna flokkanna
vera.
Hugur mun ekki aöeins starfa á
stjómmálasviðinu heldur stefnum við
að því að vinna að málum sem snerta
alla.“
Rúnar er búinn að starfa innan
Borgaraflokksms frá stofnun hans og
skipaði meðal annars 11. sætiö á fram-
boðsUsta flokksins í Reykjavík. Þá
hefur hann starfað í ýmsum nefndum
flokksins 1 sumar, meðal annars
nefndinni sem undirbjó landsfundinn
og nefnd sem vann að samræmingu
málefhagrundvaUarins sem ræddur
var á landsfundinum.
„Það var ótrúlegt að fylgjast með
flokknum verða til í vor. Bara á tveim-
ur dögum varð þetta sem við geröum
fyrst í stað ráð fýrir að yrði sérfram-
boð í Reykjavík að breiðfylkingu sem
bauð fram um aUt land.“
Rúnar er 27 ára gamaU. Hann fædd-
ist á Blönduósi en ólst að mestu upp
í Reykjavík. Frá því hann kom út á
vinnumarkaðinn hefur hann að mestu
unnið að auglýsinga- og markaðsmál-
um fyrir ýmis fyrirtæki. Hann rekur
nú sína eigin stofu og um þessar
mundir er hann meðal annars að
vinna fýrir fyrirtækið Myndvarp.
„Ég á mér ýmis áhugamál og hoppa
Rúnar Sigurður Birgisson, nýkjörinn
formaður Félags ungra borgara i
Reykjavík.
DV-mynd BG
gjaman á miUi þeirra. Ég hef gaman
af ljósmyndun og er alæta á bækur.
Ég hef komið nálægt ýmsu og var til
dæmis útgefandi plötunnar Hjálpum
þeim en mér þótti mjög vænt um að
fá að starfa að þeim málum. Um þess-
ar mundir er áhugámál númer eitt, tvö
og þijú stjómmál og hefur Htið annað
komist að undanfama mánuði," sagði
Rúnar.
Rúnar er ókvæntur en á fjögurra ára
gamlan son, Brynjar Smára.
-ATA
OmSdlMGTl5
Skólavörðustig 1 Sími: 22966 101 Reykjavik.
AUKIN SNERPA, BETRIAFKÖST
Ef þú sefur illa og ert úrillur ó morgnana, lœfur
umferðina fara í faugarnar ó þér, ótt erfitt með
að einbeita þér að verkefnum dagsins, skaltu
líta við í Heilsuhúsinu. Við leiðum þig í
allan sannleikann um GinSdMGTl5