Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1987, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987.
19
þykkt. Áhugamenn um vemdun
kirkjunnar tóku sig til í fyrra og
hófu viðgerð á húsinu. En hluti deil-
uxmar fjallar um hvort þessir menn
hafi haft rétt til að ráðast í fram-
kvæmdir við hana, án samráðs við
sóknamefnd. Viðgerðarmenn túlka
samþykktina á þann veg að þeir hafi
ekki þurft frekara leyfi frá sóknar-
nefnd til aö gera húsið upp. Sóknar-
nefnd telur þetta hins vegar ekki rétt
og var ætlun nefndarinnar að koma
byggingu nýju kirkjunnar á góðan
skrið áður en hafist yrði handa við
að gera þá gömlu upp.
21. ágúst síðastliðinn réðust vemd-
unarmenn kirkjunnar í að skipta um
klæðningu á henni og segjast þeir
ætla að halda áfram að gera húsið
upp epda er viðgerð þess langt kom-
in. Tveir bræður unnu klæðninguna
úr rekaviði og gáfu kirkjunni. Þessar
framkvæmdir ollu mikilli óánægju
meðal sóknamefndarinnar vegna
framangreindra ástæðna.
„Nýbyggingarmenn hættir að
sækja gömlu kirkjuna“
Jakob Jens Thorarensen, sem er
einn niu íbúa á Gjögri, vill eindregið
að viðgerð gömlu kirkjunnar verði
lokið en hætt verði við byggingu
þeirrar nýju. Hann segir gömlu
kirkjuna alls ekki jafnilla fama og
talað var um í fyrstu þegar endur-
bygging hennar var tekin til athug-
unar. „Ég tel miklu skynsamlegra
að nota þær háu fjárhæðir sem eiga
að fara í nýja kirkjubyggingu til að
byggja þetta litla byggðarfélag upp.
Ný kirkjubygging er ekki áríðandi
og engin ástæða til að byggja kirkju
fyrir 140 mánna sveitarfélag þar sem
fólki fer stöðugt fækkandi. Nýbygg-
ingarmenn hafa stutt málstað sinn
með því að gamla kirkjan sé of lítil.
Ég get ekki séð hvemig það getur
verið þar sem hún hefur dugað yfir
hundrað ár og hefur byggðin sjaldan
verið fámennari en nú. Og enn fer
fólki fækkandi. Má til dæmis nefna
að þrjár fjölskyldur hafa flust brott
úr byggðarlaginu á síðastliðnum
mánuðum.
Það hefur einnig heyrst að með
nýrri kirkju byggi þeir minnisvarða
fyrir sveitungana. Ég tel kirkjuna
sem fyrir er fullgildan minnisvarða
fyrir núverandi íbúa sveitarinnar og
forfeður þeirra að auki. Þannig að
ekki er þörf á nýrri kirkju að því
leyti. Annars er ég mjög ósáttur við.
hvemig menn hafa hegðað sér vegna
þessa máls. Ég veit fyrir víst að sum-
ir nýbyggingarmanna eru svo of-
stækisfullir að þeir em hættir að
koma til messu í gömlu kirkjuna
vegna þessa. “
„Fjársöfnun á
fölskum forsendum“
Gunnsteinn Gíslason er oddviti
Ámeshrepps og kaupfélagsstjóri á
Norðurfirði. Hann segir mál þetta
alveg komið úr böndunum. En hvers
vegna að byggja nýja kirkju í svona
fámennu byggðarlagi þegar önnur
er fyrir?
„Það em margar ástæður fyrir því.
Sú helsta er að gamla kirkjan var að
falli komin og er þar að auki of lítil
og þröng að okkar mati fyrir þá starf-
semi sem þar fer fram. Nýja kirkjan
verður um 150 m2.
Er skynsamlegt að byggja nýja og
stærri kirkju í byggöarlagi sem sókn-
arbömum fer fækkandi í?
Það er rétt að hér er fámennt en
við miðum við að hér verði áfram
byggð þó undanfarið hafi hallað und-
an fæti. Kostnaður við bygginguna
liggur ekki fyrir en það náttúrlega
rpjög óskynsamlegt að byggja hér
tvær kirkjur á sama tíma. En deil-
umar snúast um fleira, við talsmenn
nýju kirkjunnar erum mjög ósáttir
við vinnubrögð þeirra sem að við-
gerð þeirrar gömlu standa. Sam-
þykkt var að byggja hér nýja kirkju
en framkvæmd þeirrar samþykktar
hefur farið algerlega úr böndunum
og hefur þetta allt valdið miklum
leiðindum. Þeir sem að viðgerðinni
standa hafa sent bréf í nafni Ámes-
kirkju til fólks sem er ættað héðan
og beðið um stuðning. Sá hængur er
á að þeir töluðu ekki við ráðamenn
kirkjunnar og fer þessi söfnun því
fram á fölsku forsendum.“
- Em sættir í sjónmáli?
„Ekkert er hægt að segja um þaö
að svo komnu máli. í rauninni sé ég
aðeins eina leið til sátta. Hún byggist
á því að allur söfnuðurinn sameinist
um að klára nýju kirkjubygginguna
eins og samþykkt var á safnaðar-
fundinum vorið 1986. Síðan væri
hægt að snúa sér að varðveislu
gömlu kirkjunnar. Ég er alveg sam-
mála því aö ekkert vit væri í þvi að
ijúka til og rífa svona gamalt hús,
sjálfsagt er að varðveita það. En hús-
ið hefur þjónað sínu hlutverki.
Skynsamlegra væri að bíða með að
gera við það þangað til kirkjustjóm
væri búin að koma því í hendur
ákveðinna einstaklinga sem tækju
það að sér.“
Deilan orðin fáránleg
Sóknarprestur í Ámeskirkju er
séra Einar Jónsson. Hann hefur
gegnt þessu embætti á sjötta ár. Ein-
ar segist harma að málið sé komið í
hnút. En sú er einmitt raunin.
„Fólki er mjög heitt í hamsi og ger-
ir það málið erfiðara. Ég vona að
hægt verði að leysa þetta mál á kristi-
legan hátt. Ritdeilur verða að
minnsta kosti ekki til þess að leysa
það. Það er gerir ekki annað en hella
olíu á eld. I raun og vem er þetta
deila sem engum kemur við nema
okkur hér í sveitinni og ættum við
að vera menn til að finna lausn á
henni. Mér finnst mjög miður að
málið sé komið í fjölmiöla."
Er ákveðinn hópur hættur að
sækja messur vegna deilnanna?
Ég hef ekki þurft að kvarta yfir
lélegri kirkjusókn. Hveijum og ein-
um er fijálst að sækja kirkju eins og
hann vill.
- Hvorum megin stendur þú í þessu
máh?
„Ég er hættur að skipta mér af
þessu því deilan er orðin fáránleg.
Mér er engin launung á aö á sínum
tíma studdi ég þá tillögu aö gera
gömlu kirkjuna upp. En í sjálfu sér
hef ég ekkert á móti nýrri sóknar-
kirkju. Aftur á móti er mín skoöun
sú að ekki megi láta gömlu kirkjuna
hverfa þar sem hún er ein af tíu
merkilegustu timburkirkjum lands-
ins.“
- Sérðuhugsanlegalausnámálinu?
„Ég býst ekki við að lausn náist í
bráð. Mér virðist að málið fjalli ekki
lengur um það hvað sé skynsamleg-
ast að gera í kirkjumálum sóknar-
innar heldur snúist það um
persónulegan metnaö einstaklinga.
Þá á þann hátt að hver og einn vill
ná sínu fram. Ég tel best að utanað-
komandi aðilar láti þetta mál af-
skiptalaust og þeir sem málið snertir
vinni að lausninni saman í ró og
næði. Mér sýnist eina leiðin út úr
þessu vera sú að sóknin sameinist
Unniö að viðgerð Árneskirkju í sumar.
Tíðarandinn
Teikning að nýju sóknarkirkjunni. Guðlaugur Gauti Jónsson arkitekt teiknaði kirkjuna.
um að byggja nýja sóknarkirkju en
gamla kirkjan verði varðveitt. Það
má eflaust finna flöt á því sem allir
verða sáttir við.“
Þess má til gamans geta að þetta
er ekki í fyrsta skipti sem Árnessókn
á í vandræöum með kirkjumál sín.
Fitjaannáll greinir frá því aö árið
1654 hafi þrír galdramenn verið
brenndir á báli í Trékyllisvík. Einn
þeirra var sagður valdur að plágu
nokkurri sem var svo skæð að prest-
ur gat ekki þjónað í Árneskirkju.
Plágan lýsti sér á þann hátt að í
messu greip konur æði svo mikið að
oft varð að bera þær út, allt að tólf í
einu.
Hvað sem öllum þjóðsögum líður
er greinilegt að deilurnar í Ámes-
sókn eru komnar á alvarlegt stig.
Ljóst er að ekki nást sættir í bráð en
virðast menn þó vongóðir um að
mögulegt verði að fara bfi beggja.
Grunnur er risinn aö nýrri sóknarkirkju i Árnessókn. Ekki er vitað hvað
kirkjan kemur til með að kosta né hvenær hún verður tilbúin.
BLAÐAUKI
ALLA LAUGARDAGA
BÍLAMARKAÐUR DV
er nú á fuUri ferð
Nú getur þú spáð í spilin ög valið þér bíl í ró og næði.
Blaðauki með fjölda auglýsinga frá bílasölum og bílarnn-
boðum ásamt bílasmáauglýsingum D V býður þér ótrúlegt
úrval bíla.
Auglýsendur athugið!
Auglýsingar í bílakálf þurfa að berast í síðasta lagi fyrir kl. 17.00
fimmtudaga.
Smáauglýsingar í helgarblað þurfa að berast fyrir kl. 17 föstudaga.
Síminn er 27022.
—
MHililliUiiUÍL.U..,.,;.