Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1987, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1987, Side 22
ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987. ' 22 Erlendir fréttaritarar tekinn í sátt? Kill 'Wttijálmsson, DV, Osló: í nóvember ætlar norska Þjóðleik- húsið að halda úti þriggja vikna dagskrá sem tileinkuð er rithöfund- inum og nóbelsverðlaunahafanum Knut Hamsun. Fyrir tíu árum hefði slík dagskrá verið óhugsandi. Hams- un er umdeildasti listamaðurinn í norskri sögu. Knut Hamsun er í tvennum skiln- ingi áhrifavaldur í andiegu lífi Norðmanna. Hamsun skrifaði til sín nóbelsverðlaunin og enginn norskur rithöfundur á þessari öld kemst í námunda við þann stall sem Hams- un stendur á. En Hamsun sveik lit þegar mest lá við, að dómi margra Norðmanna. Með Þjóðverjum Forsagan er sú að skáldið hafði andstyggð á öllu því sem frá Bret- landi kom. Þjóðverjar voru honum aftur á móti geðfelldir. Skoðanir og hugmyndir Hamsuns féllu ekki langt frá nasískri hugmyndafræði en hugmyndaheimur Hamsuns mót- aðist á síðustu öld, löngu áður en hugtakið nasismi varö til. Hamsun fæddist 1860 og var búinn að fá nób- elsverðlaunin áður en nokkur vissi hvað nasismi var. Þegar seinni heimsstyijöldin braust út, árið 1939, tók Hamsun afstöðu með Þjóðveij- um gegn Bretum og bandamönnum þeirra. í apríl 1940 hemámu Þjóðveijar Noreg. Ekki leið á löngu þar til rit- smíðar hliðhollar Þjóðveijum og nasistum tóku að birtast í norskum blöðum undirskrifaðar af Knut Hamsun. Hamsun var áttatíu ára gamall þegar stríðið braust út og búinn að skrifa öll sín stórvirki. Á geðveikrahæli Þjóðverjar töpuðu stríðinu og stund hefiidarinnar rann upp í Nor- egi. Samverkamenn Þjóðveija voru teknir hvar sem til þeirra náðist. Hamsun var tekinn heima hjá sér í Nörholm og settur á geðveikrahæli þar sem læknar komust að þeirri niðurstöðu að nóbelsverðlaunahaf- inn þjáöist af varanlegri geðveiki. Hamsun var síðan fluttur á elliheim- ili þar sem hann mátti dúsa á meðan réttað var í máli hans. Um síðir var Hamsun dæmdur í háa fjársekt. Árið 1952 lést Knut Hamsun á Nör- holm, níutíu og tveggja ára gamall. Knut Hamsun Knut Hamsun ásamt eiginkonu sinni, Marie, árið 1950. Hann lést tveimur árum síðar, níutíu og tveggja ára gamall. isminn hefði ekki komið til Noregs með Þjóðveijum heldur hefðu norsk yfirvöld og aimenningur með of- stæki sínu innleitt fasisma í Noregi eftir stríð. Sprenging Danski rithöfundurinn Thorkild Hansen skrifaði bók um málaferlin gegn Hamsun. Bókin kom út fyrir tæpum tíu árum, 1978, samtímis í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Fá- einum dögum áður en bókin kom út sagði Hansen í viðtali að bókin myndi valda sprengingu í Noregi. Hansen reyndist sannspár því bók- in um málaferlin gegn Hamsun kallaði á heiftúðugri umræðu og blaðaskrif en dæmi eru til um í eftir- stríðssögunni. Haustið 1978 voru norsk blöð full af fréttum, greinum og lesendabréfum sem bæði beint og óbeint fjölluðu um málaferlin gegn Hamsun þijátíu árum áður. Engin niðurstaða Umræðan var langt frá því að vera málefnaleg. Sársauki stríðsáranna rifjaðist upp og niðurlæging her- námsins og eftirleiks þess varð áþreifanleg. Heitar tilfinningar urðu oft rökum yfirsterkari. Eins og við er að búast varð niðurstaðan engin. Talsmaður Þjóðleikhússins segir enga sérstaka ástæðu liggja að baki þeirrar ákvörðunar að setja upp þriggja vikna dagskrá sem snýst ein- göngu um Knut Hamsun. Hamsun varð nasisti en það er ekki aðalatrið- ið heldur bókmenntaverk hans. Bókmenntimar fram yfir pólífík- ina, segja Norðmenn og vfija gleyma fóðurlandssvikaranum en muna skáldiö. Dagskrá helguð norska rithöfundinum Knut Hamsun verður í norska Þjóð- leikhúsinu i haust. Meðferðin umdeild Meðferðin á Hamsun eftir stríðið er umdeild í Noregi og ekki síður erlendis. Þeir sem veija málsmeð- ferð norskra yfirvalda segja Hamsun fóðurlandssvikara og nasista sem dæmdur hafi verið eftir réttmætum lögum að stríði loknu. Aðrir gagnrýna athafnir norskra yfirvalda og segja þær bera merki hefndarþorsta. Einkum eru það listamenn sem veija Hamsun. Norski rithöfundurinn Jens Bjömebo skrifaði einu sinni að fas- Palme ætlaði að segja af sér Gunnlaugur A. JÓMBan, DV, Lundi: Olof Palme hafði ákveðiö að segja af sér formannsembætti í Jafhaðarmannaflokknum fyrir kosningamar 1988. Hann hafði tek- iö endanlega ákvöröun um þetta og skýrt allra nánustu samstarfs- mönnum sínum frá því. Frá þessu skýrði dagblaðið Ar- betet í forsíðufrett um helgina sem hefur vakið gífurlega athygli hér í Svíþjóö. Arbetet, sem er stuðnings- blaö Jafhaðarmannaflokksins, byggir firétt sína á þremur mis- munandi heimildum. Þegar árið 1984 mun PaJme haía skýrt nokkrum nánustu 9am- starfsmönnum sínum frá þvi að hann vildi gera eitthvað nýtt. Með- al þeirra möguldka sem hann haföi velt fyrir sér var embætti forstöðumanns flóttamanna9tofii- unar Sameinuöu þjóðanna. Hins vegar hafði Palme ekki hug á að sækjast eftir aö veröa eftirmaður Perez de Cuellar, aöalritara Sam- einuöu þjóðanna. Stórveldinheföu aldrei samþykkt 9V0 sterkan mann f það embætti og því geröi Palme sér grein fýrir, samkvæmt heim- ildum blaðsins. Eftir aö Palme varð afi mun hann hins vegar hafa misst áhug- ann á starfi erlendis en var eftir sem áður ákveðinn í að hætta sem formaöur Jafnaöarmannaflokks- ins og þar meö sem forsætísráö- herra fýrir kosningamar 1988. Hundaædi í Ontario Gisli Gu£munds9cn, DV, Qnlario: Það ætti að setja lög um að öll heim- ilisdýr verði bólusett gegn hundaæði eftir faraldurinn sem gekk yfir Kanada á siðasta ári, segja heilbrigðis- yfirvöld hér í landi. í fyrra fundust þrjú þúsund og fimm hundruö dýr í Ontario sýkt af veiru er veldur hunda- æði og þurftu rúmlega fjögur þúsund manns að leita læknishjálpar vegna hugsanlegs smits. í flestum tilfellum voru það heimilis- dýrin, hundar og kettir, sem báru veiruna til manna en heimilisdýr eru oft bitin af villtum dýrum sem eru smituð af veirunni. Nú hafa heilbrigðisyfirvöld byijað að bólusetja heimilisdýr vegna þeirrar hættu sem fólki stafar af veirunni og vilja yfirvöldin að bólusetning verði skylda. Nýlega var byrjað á því að koma fyrir matarbitum, sem í hafði verið sett mótefni gegn hundaæði, víðs veg- ar um skógarsvæði innan fylkisins. Vonast vísindamenn til að þetta geti komið í stað bólusetningar á villtum dýrum og geri sama gagn. Mest ber á hundaæði í desember, janúar og febrú- ar og eru refir og skunkar helstu smitberamir. Síðasta dauðsfall vegna hundaæðis í Ontario var fyrir tuttugu árum er smitaður köttur beit konu. HveHilykft og orður Bjami Hinrikæan, DV, Bordeainc Leonor Fini dettur helst í hug ein- staklingshyggja. Fræðimaðurinn Jean Dutourd kemst kannski næst kjama málsins þegar hann segir: Landið þar sem franska er töluð. Líkt og íslendingar velta Frakkar mikið fyrir sér ímynd lands og þjóö- ar. Undanfarin ár hafa Frakkar áttað sig á'því aö Frakkland er ekki það sem það var og jafnvel hefur örlað á efasemdum um mikilvægi landsins og stöðu menningarmála. Sumum Frökkum hefur hreinlega þótt landið vera á leiðinni að fara í hundana. En hvað kemur upp í huga þekktra Frakka þegar þeir hugsa um land sitt? Hjá Mitterrand forseta er það hveitilyktin, Chirac sér fyrir sér kraftmikið og gjafmilt Frakkland. Greifinn af París hugsar um „eld vonarinnar", rithöfundurinn Jean Chau um angistina og Le Pen um Frakkland blessað af guði. Hers- höfðinginn Marcel Bigeard lítur nær sér og kemur auga á tuttugu og fimm viðurkenningar sínar og fimm stríðsár í þágu landsins, Brigitte Bardot hugsar um gamla frú sem fáum þykir vænt um og málaranum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.