Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1987, Side 29
ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987.
29
dv Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti. 11
■ Atvinna í boöi
Kjötvinnsla. Viljum ráða nú þegar
starfsfólk í kjötvinnslu HAGKAUPS
við Borgarholtsbraut í Kópavogi.
Uppl. veita verksmiðjustjóri á staðn-
um og starfsmannastjóri á skrifstofu.
HAGKAUP, starfsmannahald, Skeif-
unni 15.
Smáauglýsingaþjónusta DV. Þú getur
látið okkur sjá um að svara fyrir þig
símanum. Við tökum við upplýsingun-
um og þú getur síðan farið yfir þær í
ró og næði og þetta er ókeypis þjón-
usta. Síminn er 27022.
Afleysing. Okkur bráðvantar mann-
eskju til að mæta í forföllum í eldhúsi,
vinnutími er frá kl. 9-14. Hringdu í
síma 685154 eða komdu í Múlaborg,
Ármúla 8a, og ræddu við forstöðu-
menn.
Atvinna. Vantar starfskrafta fyrir við-
skiptavini okkar, t.d. í afgreiðslu í
sölutumum, sérverslun, matvöm-
verslun, bifvélavirkja, ráðskonu og
kokk út á land o.fl. Landsþjónustan
hf., sími 623430.
Fóstra óskast á dagheimilisdeild við
leikskólann Kirkjuból. 1 'A fóstra er á
deildinni og viljum við gjarnan bæta
við fleiri. Uppl. gefur forstöðukona í
síma 656322 og 656436. Félagsmálaráð
Garðabæjar.
Ráðsmaóur. Ráðsmann vantar nú þeg-
ar á svínabú stutt frá Reykjavík. Ibúð
fylgir starfinu. Aðeins góður skepnu-
hirðir og reglusamur maður kemur til
greina. Hafið samband við auglþj. DV
í síma 27022. H-5479.
Vinna við pökkun. Útflutningsfyrirtæki
óskar eftir að ráða lausráðið fólk í
pökkun á peysum, imi er að ræða
sveigjanlegan vinnutíma, gæti t.d.
hentað vel skólafólki. Vinsaml. hafið
samband við Ágúst í síma 641466.
Óskum eftir duglegum sjálfstæðum
manni í vélræna steypustaifsemi. Við
bjóðum góða tekjumöguleika og eign-
araðhild kemur einnig til greina.
Hafið samband við auglþj. DV í sima
27022. H-5480.
Arnargrill. Óskum eftir að ráða sam-
viskusaman starfskraft til að hafa
umsjón með Amargrilli virka daga.
Vinnutími mán. - fös. kl. 10.30-17.30.
Uppl. í síma 77540 eða 71668.
Starfsfólk óskast í tímabundið verkefni
við innskrift á tölvur. Tölvu- eða vél-
ritunarkunnátta nauðsynleg. Vinnu-
tími samkomulag. Hafið samband við
DV í síma 27022. H-5475.
Starfskraftur óskast, góðir tekjumögu-
leikar. Uppl. í símum 50397, 651740 og
51397 e.kl. 19.
Starfskraftur óskast í sölutum í vestur-
bænum, vinnutími frá kl. 9-15. Uppl.
í síma 611188.
Starfskraftur óskast til starfa í sölu-
tumi, dagvinna. Hafið samband við
auglþj. DV í síma 27022. H-5490.
Vantar fólk í vinnu strax við afgreiðslu-
störf í fataverslun. Hafið samband við
auglþj. DV í síma 27022. H-5474.
Veitingahúsió Eldvagninn óskar eftir
að ráða starfskraft strax, vinnutími
9-15. Uppl. í síma 622631.
Verkamenn óskast til starfa nú þegar
á Reykjavíkursvæðinu. Mikil vinna,
frítt fæði. Uppl. í s. 46300.
Óskum eftir aó ráða góðan starfskraft
strax. Smárabakarí, Kleppsvegi 152,
sími 82425.
Steypubifreióastjóra vantar. Uppl. í
síma 36470, Steypustöðin hf.
Vélavöró vantar á 150 tonna bát sem
fer til síldveiða. Uppl. í síma 98-1849.
Ertu skólamaöur? Viltu góða vinnu
aðra hvora viku eftir hádegi? Ef svo
er hafðu þá samband í síma 14403 í
dag frá kl. 15-20.
Kvöld- og helgarvinna. Óskum eftir
starfsfólki í uppvask og afgreiðslu á
kvöldin og um helgar. Uppl. í síma
38550. Askur, Suðurlandsbraut 14.
Okkur vantar barnapössun milli kl. 17
og 22 og aðstoð við heimilistörf, herb.
með húsgögnum getur fylgt. Hafið
samb. við auglþj. DV í s. 27022. H-5472.
Skerpiverkstæði til sölu, upplagt fjöl-
skyldufyrirtæki. Þeir sem áhuga hafa
sendi nafn og símanúmer til DV,
merkt „Skerpiverkstæði".
Sprengimaður óskast til starfa nú þeg-
ar, mikil vinna, frítt fæði í hádegi,
möguleikar á húsnæði. Uppl. í síma
46300.
Starfsfólk óskast í borðstofu Borgar-
spítalans, fullt starf og hlutastarf.
Uppl. gefur yfirmatreiðslumaður í
síma 696592.
ískort, Skípholti 21. Vantar starfskraft.
Uppl. á staðnum og í síma 22680.
Starfsfólk óskast í myndbandaleigu,
kvöld- og helgarvinna. Reglusemi og
stundvísi áskilin. Hafið samband við
auglþj. DV í síma 27022. H-5470.
Starfsfólk óskast í góða verslun, vinna
hálfan eða allan daginn, einnig i
pökkun, sveigjanlegur vinnutími,
Uppl. í símum 18955 og 31735.
Starfsfólk óskast til starfa í matvöru-
verslun hálfan eða allan daginn eða
eftir samkomulagi. Verslunin Herjólf-
ur, Skipholti 70, sími 33645.
Starfskraftur óskast, hálfs dags starf
fyrir eða eftir hádegi kemur til greina.
Sælgætisgerð KÁ, Skipholti 35, sími
685675.
Trésmíöaflokkar. Getið þið tekið að
ykkur uppslátt, þakvinnu eða önnur
verk? Hafið samband við Borgarholt
í símum 985-24640 eða 72410.
Þurfum góóa menn til vinnu í fram-
leiðsluhúsnæði okkar, greiðum
samkvæmt bónuskerfi, vaktavinna.
Uppl. í síma 53822.
Óskum aö ráða starfskraft í afgreiðslu
o.fl., vaktavinna. Uppl. á staðnum 30.
sept., milli kl. 16 og 18. Alaska, Mikla-
togi.
Óskum aö ráða trésmiói og verkamenn
núna strax. Góð laun. Uppl. í símum
42039 og 985-21901. Byggingarfélagið
Frami hf.
Óskum eftir aó ráða röskan starfskraft
til afgreiðslustarfa hálfan daginn eftir
hádegi. Uppl. á staðnum eða í 's. 31735
milli kl. 16 og 18. Verslunin Vogaver.
Bifvélavirki eóa maður vanur viðgerð-
um óskast á lítið verkstæði. Uppl. í
síma 73250.
Háseti óskast á 7 tonna bát sem er á
netum. Hafið samband við auglþj. DV
í síma 27022. H-5486.
Húshjálp óskast hjá eldri hjónum,
herb. getur fylgt. Hafið samband við
auglþj. DV í síma 27022. H-5471.
Malbikunarvinna! Verkamenn óskast í
malbikunarvinnu nú þegar, mikil
vinna. Uppl. í sima 46300.
Smiði og byggingaverkamenn vantar
strax, mikil vinna. Uppl. í símum
30503 og 687490 e.kl. 20.
■ Atvinna óskast
Sölumaður, 36 ára vandaður og þokka-
legur náungi, vill reyna fyrir sér sem
sölumaður, hefur nokkra menntun og
starfsreynslu á ýmsum sviðum. Góð
meðmæli. Hafið samband við auglþj.
DV í síma 27022. H-5485.
Ég er tvítug stúlka sem óska eftir kvöld-
og helgarvinnu, næturvinna kemur
líka til greina. Er mjög áreiðanleg.
Hringið í síma 18875 kl. 13-18 og 54569
eftir kl. 19.
Atvinnurekendur! Vantar ykkur starfs-
krafta? Sparið ykkur tíma og fyrir-
höfn, látið okkur sjá um að leita að
og útvega þá. Landsþjónustan hf.,
Skúlagötu 63, sími 623430.
Óska eftir vel launuðu starfi eftir há-
degi, er nýhætt eigin verslunarrekstri.
Hafið samband við auglþj. DV í síma
27022. H-5457.
22 ára kona óskar eftir vel launuðu
50-60% starfi, helst í Hafnarfirði,
Garðabæ, ekki skilyrði, 5 ára starfs-
reynsla á skrifstofu. Sími 652118.
Ég er 26 ára, nýflutt á höfuðborgar-
svæðið, og óska eftir vel launuðu
framtíðarstarfi sem allra fyrst, margt
kemur til greina. Hafið samb. við DV
í s. 27022. H-5476.
28 ára gamall maður óskar eftir að
komast á samning í húsasmíði, á lítið
eftir í skóla. Uppl. í síma 72318.
Ég er 17 ára og óska eftir að komast
á samning hjá húsasmíðameistara, get
byrjað strax. Sími 18554 e.kl. 19.
M Bamagæsla
Stopp hér! Darra draumaprins vantar
góða konu til að passa sig á daginn,
frá kl. 9 til ca 17, helst í kringum
Háaleiti - Hlíðar - Fossvog. Uppl. í
síma 76544 eftir kl. 19.
12-14 ára drengur eða stúlka óskast
til þess að gæta tveggja bama, 6 og 8
ára, nokkur kvöld í mánuði. Uppl. í
síma 73921 eftir kl. 18.
S.O.S. Ég er 3ja ára strákur sem er á
leikskólanum Tjarnaborg, mig vantar
einhvem til að ná í mig kl. 12 og passa
mig til kl. 13. Uppl. í síma 19263.
Dagmamma f Jöklaseli. Get tekið að
mér börn í pössun frá kl. 7.30-13.30,
hef leyfi. Uppl. í síma 78369.
M Tapað fundið
Brúnir karlmannshanskar töpuðust í
miðbæ Reykjavíkur í gær. Finnandi
vinsamlegast hringi í síma 24620 eða
612233 eftir kl. 18. Gunnar.
■ Einkamál
Fertugur, ókvæntur og barnlaus maður
óskar að kynnast þægilegri og reglus-
amri konu á aldrinum 25-35 ára með
sambúð í huga. Eitt bam ekki fyrir-
staða. Tilboð með uppl. sendist til DV
merkt „Traust samband 1987“.
■ Kennsla
Tónskóli Emils. Píanó-, rafinagnsorg-
el-, harmóníku-, gítar-, blokkflautu-
og munnhörpukennsla. Hóptímar og
einkatímar. Innritun í s. 16239/666909.
Tónskóli Emils, Brautarholti 4.
'Ert þú á réttri hillu í lífinu? Náms- og
starfsráðgjöf. Nánari uppl. og tíma-
pantanir í síma 689099 milli kl. 9 og
15 virka daga. Ábendi sf„ Engjateig 9.
Læriö vélritun! Ný námskeið hefjast
5. október. Innritun í símum 36112 og
76728. Vélritunarskólinn, Ánanaust-
um 15, sími 28040.
MUNINN - Hugræktarskóli Geirs
Ágústssonar. Hugræktamámskeið
hefst um helgina. Uppl. milli kl. 18 og
19 virka daga í síma 623224.
Námsaðstoð við grunn-, framhalds- og
háskólanema, innritun í síma 624062
og 79233 frá kl. 14-18 virka daga. Leið-
sögn sf.
M Spákonur_____________________
Spái í 1987 og 1988, kírómantí lófalest-
ur, spái í spil og bolla, fortíð, nútíð
og framtíð, alla daga. Sími 79192.
Spái í spil og bolla. Tímapantanir í
síma 622581. Stefán.
RAFVIRKJAR
RAFEINDAVIRKJAR
Höfum fengið XCELITE og
VACO verkfæratöskur.
Eigum einnig Weller lóð-
bolta i úrvali.
ISELCO SF.
Skeifunni 11d — simi: 686466
Fyrirtæki
óskast!
Varsla hf., fyrirtæki óskast
Athafnamenn í vaxandi
byggðarlagi vilja styrkja
atvinnurekstur staðar-
ins. Til greina koma
fram-
leiðslufyrirtæki í rekstri
eða góðar hugmyndir
sem þá mætti koma í
framkvæmd í samvinnu
við viðkomandi. Upp-
lýsingar aðeins á skrif-
stofu.
Matvöruverslanir fyrir
duglega kaupendur.
V a rsl la H/F.
Fyrirtækjasala, bókhalds-
þjónusta
Skipholti 5, símar 21277 og
622212
Menning
Heyrnarleysi piltsins undirstrikar rödd stríðsins."
Vemleikahtyllir:
Komið
og sjáið
Sovésk 1985. Leiksjóri: Elem Klimov.
Handrit Alexsander Addamovich og El-
em Klimov. Kvikmyndataka: Alexei
Rodionov. Tónlist Oleg Yanchenko. Aðal-
hlutverk: Alexei Kravchenko og Olga
Mironova
Það var með dálítið blendnum til-
finningum sem undirritaður settist
í sal Laugarásbíó til að fylgjast með
þessari sovésku stríðsmynd. Yfirlýs-
ingar eins og „gerir bandarískar
stríðsmyndir eins og Platoon að
sápuóperum“ höfðu virkað dálítið
hrokafullar og virtust hafa það eina
markmiö að gefa þessari mynd
Klimovs ódýra og illa fengna auglýs-
ingu. Sem betur fer hefur Klimov
litið verið með hugann í Ameríku,
til þess hefur honum verið of mikiö
niðri fyrir.
Það er forvitnilegt aö velta því fyr-
ir sér, svona til samanburðar, að á
meðan 50.000 bandarískir hermenn
dóu í Víetnam dóu 20 miHjónir
manna í Sovétríkjunum í seinni
heimsstyijöldinni. Og þá er vert að
hafa í huga að Víetnamstríðið stóð í
15 ár á meðan mannfall Sovétmanna
átti sér stað á þrem árum. Þessar
stærðir hafa auðvitað ekki endur-
speglast í kvikmyndaframleiðslunni.
Forvitnilegt er að velta því fyrir sér
af hveiju Víetnam hefur orðið svona
vinsælt meðal kvikmyndagerðar-
manna. Má vera að það stafi af því
að líklega hefur tilgangsleysi stríðs-
ins aldrei verið jafnaugljóst eins og
þar. Reyndar verður maður dálítið
efins um þá skýringu eftir að hafa
horft á Veruleikahryllir Klimovs.
Það er nú svo að maður hélt sig
vera búinn að sjá og heyra flestallt
um þann djöfuldóm sem átti sér stað
í heimsstyijöldinni seinni. En
Klimov er fljótur að koma manni
niður á jörðina. Það sem átti sér staö
á sléttum Sovétríkjanna er hreint
ótrúlegt og eftir að hafa horft á þessa
mynd verður vel skiljanlegt hve sár
stríðsins hafa verið lengi að gróa
austur þar. Rússum hefúr oft þótt
sem Vesturlandabúar skilji lítt þær
skelfilegu fómir sem þeir færðu í
„föðurlandsstríðinu mikla“. Líklega
er nokkuð til í því hjá þeim, kannski
sérstaklega hjá okkur íslendingum
sem höfúm átt því láni að fagna að
aldrei hefur verið barist á fóstuijörð
okkar.
Klimov veitir okkur innsýn í styij-
öldina í gegnum ungan pilt sem
tekur þátt í hildarleiknum. Pilturinn
upplifir persónulega flest það versta
í styijöldinni. Hann tapar heym og
viti og fær áhorfandinn að nokkm
að sjá veruleikann í gegnum hann.
Veruleikinn er reyndar orðinn svo
vitfirrtur að það er varla hægt að
meðtaka hann í gegnum heilbrigð
skynfæri. Heymarleysi piltsins und-
irstrikar oft á áhrifaríkan hátt rödd
stríösins. í lok myndarinnar er and-
lit hans orðið eins og á gamalmenni
- allar hörmungar stríösins speglast
í andliti hans í lokin og á táknrænan
hátt skýtur hann sínum fyrstu og
einu skotum á mynd af Hitler um
leið og brugðið er upp brotum af lífi
foringjans, leikið aftiir á bak. Allt
mjög áhrifamikið og táknrænt.
í þessari mynd Klimovs, eins og
flestum sovéskum myndum, er allt
hlaðið táknum. Sumt telur maður
sig skflja en oft á tíðum hlýtur maö-
ur aö miskilja - myndin er einfald-
lega svo trú uppruna sínum að oft
er ekki fyrir aðra en Sovétmenn að
skflja. Eigi að síður er myndin magn-
þrungin upplifun og þrátt fyrir
verulega lengd hennar fangar hún
athygh áhorfandans allan tímann.
-SMJ
DV
Hús andanna
Hjá Máli og menningu er komin
út skáldsagan Hús andanna eftir Isa-
bel Allende.
Hús andanna er saga sem ólgar af
flöri og fyrirboðum. I henni segir af
fjölskyldu nokkurri í Chile fyrr á
Nýjar bækur
öldinni. Meðlimir hennar eru kyn- ^
legir kvistir margir hveijir - þar
koma við sögu óvenjulegar feguröar-
dísir, ævintýramenn og konur
gæddar sagnaranda; þaö gengur á
jarðsKjálftum, pestum og byltingum,
en yfir öllu mannlífinu vaka yfimátt-
úrlegar vættir.
Isabel Allende er chileanskur rit-
höfundur og blaðamaður, nú búsett
í Venezuela. Hún gat sér fyrst orð
sem leikritaskáld í heimalandi sínu,
Chile, en þaö var ekki fyrr en með
fyrstu skáldsögu sinni, Húsi and-
anna, að hún vakti verulega athygli.
Bókin kom út árið 1982 og hefur síð- —
an farið sigurfór um heiminn, verið
þýdd á yfir 20 timgumál og hlotið
ýmis bókmenntaverðlaun og viöur-
kenningar.
Thor Vilhjálmsson hefur þýtt bók-
ina úr spænsku. Hún er 429 bls. að
stærð, prentuð í prentsmiðjunni
Odda hf. Kápumynd gerði Robert
Guillemette. Bókin kostar 2.390,-—
krónur.