Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1987, Page 31
ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987.
31
Sandkom
Söngleikir eins og My Fair Lady
hafa gengið mjög vel hjá Leikfélagi
Akureyrar og er það nú oröinn ár-
viss viöburóur aö LA Ijúki leikárinu
meö slíku verki.
Fiðlarinn á
þakinu í vor
Þaðmásegjaaðþaðséorö-
in regla hjá Leikfélagi
Akureyrar að enda starfsárið
hverju sinni með söngleik.
Sýningar félagsins undanfar-
in ár hafa enda gefist mjög
vel og einnig skilað vel í kass-
ann í lok leikárs. Er skemmst
að minnast sýninga LA á My
Fair Lady, Edith Piaff og Ka-
barett sem félagið hefur sýnt
undanfarin ár. Nú er von á
enn einum söngleiknum en
það er Fiðlarinn á þakinu
sem frumsýndur verður í
mars eða apríl. Eins og und-
anfarin ár er reiknað með þvi
að Reykvikingar muni fjöl-
menna norður, skreppa á
skíði, á ball og í leikhús en
þessi blanda hefur notið vax-
andi vinsælda höfuðborg-
arbúa undanfarin ár.
Stjömur
Ingimars
Nú styttist óðum i frum-
sýningu á skemmtidag-
skránni „Stjömur Ingimars í
25 ár“ én þar koma fram
margir þeirra sem leikið hafa
með hinum síunga Ingimar
Eydal í Sjallanum í gegnum
tíðina. Æfmgar hafa staðið
yfir af fullum krafti að und-
anfómu og stíga nú margjr á
fjalimar eftir nokkra fiar-
vem. Ekki er einungis um
tónlistarflutning að ræða,
þótt tónlistin sé að sjálfsögðu
í öndvegi, þvi bmgðið er upp
skemmtilegum sögum sem
hent hafa á löngum starfs-
ferli Ingimars og hljómsveit-
arinnar. Þær ku vera æði
skondnar sumar hveij ar en
eiga það flestar sameiginlegt
að hafa ekki farið hátt fram
tilþessa.
Fengu ekki
niðurfellingu
Golfklúbbur Akureyrar og
Knattspymufélag Akureyrar
fengu synjun við erindi sínu
til bæjairyfirvalda um niður-
fellingu fasteignaskatta á
húseignumsínum en málið
var nýlega afgreitt í bæjar-
stjóm. Á sama fundi bæjar-
stjómarinnar var einnig rætt
um bréf frá Tannvemdarráði
sem starfar á vegum heil-
brigðis- og tryggingamála-
ráðuneytisins. I þvi bréfi kom
fram: „að fjöldi sölutuma og
óheppileg staðsetning þeirra
sé ein af ástæðunum fyrir því
h ve fæðuval og matarvenj ur
okkar em slæmar". í um-
ræðu á fundinum kom fram
að KA-menn hafa selt veiting-
ar og meðal annars sælgæti í
félagsheimili sínu og kom
fram sú skoðun að þvi væri
enn síður ástæða til að fella
niður fasteignaskatt hjá fé-
laginu!
Urnfram-
lömbinsettá
Ef marka má frétt í blaðinu
Feyki, sem gefið er út á Sauð-
árkróki, er það ætlun fjöl-
margra bænda að setja á í
haust þau lömb sem þeir eiga
umfram fullvirðisrétt sinn.
Virðist ljóst samkvæmt þessu
að bændur hafa leyft hrútum
sínum að „starfa með fullum
aíköstum" síðastliðinn vetur
og sitja nú uppi með alltof
mörg lömb. Treysta þeir nú á
að hægt verði að selja þau á
fæti en sem kunnugt er þarf
að slátra 40 þúsund 5 ár vegna
riðuveiki í landinu. Þá segir
Feykir..að það sé von
margra að á næstu árum
verði hægt að vinna bug á
offramleiðslunni, annað-
hvort með stórfelldri fækkun
bænda eða jafnvel útflutn-
ingj' ‘. Ekki var útskýrt nánar
i blaðinu hvað átt væri við í
Hrútarnir störfuóu meó fullum af-
köstum síóastliöinn vetur og því sitja
bændur uppi meö alltof mörg lömb.
blaðinu með þessum síðustu
orðum. Það skyldi þó aldrei
vera...?
Vottar og
Oddfellowar
Vottar Jehóva hafa reist sér
glæsilegt hús við Byggðaveg
á Akureyri og vakti athygli
hve vel þeir gengu frá húsinu
að utan og lóðinni um leið.
Þar iðka þeir nú trú sína af
kappi en ekki mun líða á
löngu áður en þeir fá nýja
nágranna. Á næstu lóð munu
nefnilega vera að hefjast
byggingarframkvæmdir
Oddfellowhreyfingarinnar í
bænum. Það hefur oft verið
rætt um að innan þeirrar
hreyfingar fari einnig fram
athafnir trúarlegs eðlis þann-
ig að væntanlega verða
trúmál ofarlega á blaði á
þessum slóðum þegar fram
liðastundir.
Umsjón:
Gylfi Kristjónsson
Merming
Skondnir útúrdúrar
Hér á landi hafa auðvitað verið
haldnar alls kyns hönnunarsýningar.
Ég held þó samt að Sigurður Örn
Brynjólfsson, SÖB, sé fyrsti íslending-
urinn sem heldur yfirlitssýningu á
grafískum hönnunarverkefnum sín-
um einvörðungu.
Þessi sýning hefur nú staðið yfir í
Listasafni ASI og lýkur þann 4. októb-
er næstkomandi.
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
SÖB er fjölhæfur hönnuður með sér-
stakan, á köflum sérkennilegan, stíl.
Oftar en ekki gengur sá stíll út á kími-
leg tilbrigði og skondna útúrdúra við
grafalvarlegustu málefni.
Þetta er ekki svo galið hjá SÖB því
oft er gott að muna hið broslega. Ég
hugsa til dæmis að margir krakkar
hafi tekið meiri nótís af plakötum
SÖB, þar sem varaö er við reykingum,
heldur en öðrum og alvarlegri um-
vöndunum á almannafæri.
Yfirleitt notar SÖB hin breiðu spjót-
in í grafiskri hönnun sinni, kýlir á
meginatriði í hveiju máli en lætur allt
nostur og smámunasemi liggja á milli
hluta.
Þessi vinnubrögð bera kannski best-
an ávöxt í plakatahönnun SÖB sem
þarf fyrir alla muni aö vera bein-
skeytt, sjá áðumefndan andreyking-
aráróður, og plaköt gegn sprengjunni,
en sömu taktar bera ekki eins góðan
árangur í bókakápum eða matarum-
búðum.
Þar ber dáldiö á ofhlæði, svona eins
og SÖB sé ekki alveg viss um hvemig
hann eigi aö selja þessi pródúkt, láti
þá allt flakka, og lái honum hver sem
viIL
Sýning SÖB í ASÍ
SÖB, ásamt einu plakata sinna.
Eg hef hins vegar mest gaman af
hreinum kómískum uppákomum
SÖB, eins og þær birtast í myndlýsing-
um í blöðum, bæklingum og tímarit-
um.
SÖB hefur nefnilega komið sér upp
teiknimyndafigúrum sem hafa ýmis-
legt markvert að segja um tíðarand-
ann á hveijum tíma.
Allt um það er það bæði gott og
hugað af SÖB að efna til þessarar sýn-
ingar. Hún ætti að minna okkur á það
stóra hlutverk sem grafisk hönnun
leikur í lífi okkar nútímamanna. Nóta
bene: mætti ekki veita viðurkenningar
fyrir grafiska hönnun, til dæmis á
bókakápum, einu sinni á ári?
-ai
Barn sem situr í barnabílstól
getur sloppið við meiðsl
í árekstri!
UÉUMFERÐAR
Urað
Nauðungaruppboð sem var auglýst í 55., 62. og 71. tbl. Lögbirtingablaðsins 1987, á eigninni Ölduslóð 46, Hafnarfirði, þingl. eig. Vilhjálmur Ölafsson o.fl., fer fram á skrifstofu minni að Strandgötu 31 föstudaginn 2. október nk. íd. 14.00 og verður því síðan fram haldið eftir nánari ákvörðun uppboðsréttarins. Upp- boðsbeiðandi er Guðjón Á. Jónsson hdl. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði
Nauðungaruppboð sem var auglýst í 90., 99. og 101. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á eign- inni Víðivangi 3, 1.h.103, Hafnarfirði, þingl. eigandi Magnea Ingibjörg Ölafsdóttir, fer fram á skrifstofu minni að Strandgötu 31 föstudaginn 2. október nk. kl. 15.00 og verður því síðan fram haldið eftir nánari ákvörðun uppboðsréttarins. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka islands. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði
Nauðungaruppboð sem var auglýst í 11., 17. og 24. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986 á eigninni Hjallabraut 5, 2,h.C, Hafnarfirði, þingl. eigandi Aðalheiður Árnadóttir, fer fram á skrifstofu minni að Strandgötu 31 föstudaginn 2. október nk. kl. 16.00 og verður því síðan fram haldið eftir nánari ákvörðun uppboðsréttar- ins. Uppboðsbeiðendur eru Guðjón Steingrímsson hrl. og Bjarni Ásgeirsson hdl. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði
Nauðungaruppboð annað og síðara, sem var auglýst í 41., 47. og 54. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986 á eigninni Hamarsbraut 3, Hafnarfirði, þingl. eigandi Þórhildur Guðna- dóttir, fer fram á skrifstofu minni að Strandgötu 31 föstudaginn 2. október nk. kl. 15.15 og verður því síðan fram haldið eftir nánari ákvörðun upp- boðsréttarins. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Valgeir Kristinsson hrl. og Veðdeild Landsbanka islands. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði
Nauðungaruppboð annað og síðara, sem var auglýst í 163. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 og í 2. og 5. tbl. þess 1986 á eigninni Skógarlundi 10, Garðakaupstað, þingl. eigandi Hafsteinn Alfreðsson, fer fram á skrifstofu minni að Strandgötu 31 föstudaginn 2. október nk. kl. 15.45 og verður því síðan fram haldið eftir nánari ákvörðun uppboðsréttarins. Uppboðsbeiðendur eru Gjald- heimtan í Garðakaupstað, Sveinn Skúlason hdl„ Eggert Ölafsson hdl., Útvegsbanki íslands, Friðjón Örn Friðjónsson hdl., Gjaldheimtan í Reykja- vík, Ölafur Gústafsson hrl., Anna Theódóra Gunnarsdóttir hdl., Hlöðver Kjartansson hdl., Guðjón Steingrímsson hrl. og Hróbjartur Jónatansson hdl. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað
Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eigninni Aratúni 21, Garðakaupstað, þingl. eign Sæv- ars Þórs Carlssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 2. október nk. kl. 13.00. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað
Nauðungaruppboð sem var auglýst í 55., 62. og 71. tbl. Lögbirtingarblaðsins 1987 á eigninni Smáratúni 7, Bessastaðahreppi, þingl. eigandi Árni Snorrason, fer fram á skrifstofu minni að Strandgötu 31 föstudaginn 2. október nk. kl. 14.15 og verður því síðan fram haldið eftir nánari ákvörðun uppboðsréttarins. Upp- boðsbeiðandi er Sigurður G. Guðjónsson hdl. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu
Nauðungaruppboð þriðja og siðasta á eigninni Brekkutanga 18, Mosfellsbæ, þingl. eign Ás- geirs Sigurðssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 2. október nk. kl. 15.30. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu
Nauðungaruppboð annað og siðara, sem var auglýst í 105., 109. og 111. tbl. Lögbirtingarblaðs- ins 1986 á eigninni Tjarnarbóli 14, 2.h.C, Seltjarnarnesi, þingl. eigandi Sigtryggur Hallgrímsson, ferfram á skrifstofu minni að Strandgötu 31 föstu- daginn 2. október nk. kl. 14.30 og verður því síðan fram haldið eftir nánari ákvörðun uppboðsréttarins. Uppboðsbeiðendur eru Landsbanki islands, Sigurður G. Guðjónpson hdl., Þorvaldur Lúðvíksson hrl., Árni Pálsson hdl., Valgarður Sigurðsson hdl., Verslunarbanki íslands, Tryggingastofnun ríkis- ins, Jón Finnsson hrl., Róbert Árni Hreiðarsson, Iðnaðarbanki íslands og Útvegsbanki islands. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi
Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Þjóðbraut 11, þingl. eigandi Vísir hf„ fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 2. okt. 1987 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur eru Utvegsbanki íslands, Ingólfur Friðjónsson hdl. og Akraneskaupstaður. Bæjarfógetinn á Akranesi
Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Jaðarsbraut 37, miðhæð, þingl. eigandi Sverrir Sverrisson, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 2. okt. 1987 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru Landsbanki islands, Iðnaðarbanki íslands hf„ Verslunarbanki islands hf„ Skúli Bjarnason hdl„ Ólafur Axelsson hrl„ Akraneskaupstaður og Reynir Karlsson hdl. Bæjarfógetinn á Akranesi