Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1987, Page 34
34
ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987.
í gærkvöldi
Haukur Haraldsson, ráðgefandi leiðbeinandi:
Eifitt að leika mann
Fyrsti dagskrárliðurinn í gær-
kvöldi var í raun sjálfgefinn vegna
yngsta fj ölskyldumeðlimsins en það
var þátturinn Broddgeltirnir. Það
kom fram mjög merkilegt sjónar-
hom í þessum þætti því einn af
broddgöltunum velti mitóð fyrir sér
hve erfitt væri að leika mann og í
framhaldi af því hve erfitt yfirleitt
væri að vera maður. Þátturinn um
He-man kom síðan í beinu fram-
haldi. Þátturinn í gær fannst mér
bara óvenju góður en þar var komið
inn á baráttuna gegn vímuefnum.
19.19 er þáttur sem beðið var eftir
en með tilkomu þessa þáttar fær
maður nýja vídd í fréttir því þama
er lifandi og litrík umfjöliun á þessu
efni. Þama er jákvæð og uppbyggj-
andi efnistök á mánudegi og fær
mann frekar til að horfast í augu við
komandi viku. Fréttimar vom
kryddaðar með bankaráni en engin
morðsaga var í gærkvöldi og er það
gott. Atvinnulífinu var hins vegar
Haukur Haraldsson
gefinn góður tími sem er mjög gott
mál. Á heildina litið vill ég óska Stöð-
inni til hamingju með vel heppnaðan
þátt.
' Þrátt fyrir aukið úrval á sjón-
varpsefni notfærði ég mér þriðja
valkostinn í gær og slökkti á sjón-
varpinu um tíma. Ég kveikti ekki
aftur fyrir en Góði dátinn Sveik byxj-
aði. Um þann þátt má segja að það
sé góð kennslustund í „yfir-
mennsku" því þar kemur fram
hvemig á að sjóma og ráðskast með
fólk. Ég hef sætt lagi og fylgst með
þessum þáttum og tel þá góða alda-
farslýsingu. í lokin horfði ég á
þáttinn um Mandela sem var feikna-
sterk lýsing á sögulegum atburðum.
Þættir sem þessi setja mann í
ákveðnar stellingar.
í heild viil ég meina að þrátt fyrir
að sjónvarpsdagskrá kvöldsins hafi
ekki vakið mikla eförvæntingu á
leiðinni heim úr vinnunni þá rættist
mjög úr henni.
Verðbætumar á launin:
Engin áhrif á fjáríagahallann
Jardarfarir
Alexander H.Briddebakarameistari
lést 20. september sl. Hann fæddist
31. janúar 1948, sonur hjónanna Her-
manns Bridde bakaraneistara og
Hrafnhildar Einarsdóttur. Hann hóf
ungur nám í bakaraiðn hjá fööur sín-
um og öðlaðist meistararéttindi í
þeirri grein. Að námi loknu vann
hann hjá föður sínum en þegar Her-
mann hætti rekstri bakarísins tók
Aiexander við rekstrinum og rak það
til dauðadags. Eftirlifandi eiginkona
hans er María Karlsdóttir. Þau hjón-
in eignuðust þrjú börn. Útfór hans
verður gerð frá Árbæjarkirkju í dag
kl. 13.30.
Rósa Sigurðardóttir frá Merkigili,
Þórunnarstræti 123, Akureyri, verð-
ur jarðsungin frá Grundarkirkju
fimmtudaginn 1. október kl. 13.30.
Aðalheiður Björnsdóttir, Hring-
braut 52, Reykjavík, verður jarð-
sungin frá Dómkirkjunni fimmtu-
daginn 1. október kl. 13.30.
Sóley Sigurðardóttir, Njarðvík,
Dísarlandi við Suðurlandsveg, verð-
ur jarðsungin miövikudaginn 30.
september kl. 13.30 frá Arbæjar-
kirkju.
Póll Sigfússon, fyrrverandi bóndi á
Hviteyrum í Lýtingsstaðahreppi,
Skagafirði, til heimihs í Álftamýri 44,
Reykiavík, lést þann 20. september
sl. Jarðarfórin fer fram frá Fossvogs-
kirkju í dag, þriðjudaginn 29. sept.,
kl. 13.30.
Axel Haraldur Ólafsson, Seyðisfirði,
verður jarðsunginn frá Seyðisfjarð-
arkirkju þriðjudaginn 29. september
kl. 14.
Oddsteinn Friðriksson, verður
jarðsunginn frá Fossvogskapellu
miðvikudaginn 30. september kl. 15.
Fundir
Félag einstæðra foreldra
Almennur fundur verður haldinn í Skelja-
helli, Skeljanesi 6, í kvöld, 29. sept., kl. 21.
Efni fundarins: Vilja einstæðir foreldrar
vera einir? Ræðumaður: Guðrún Helga-
dóttir rithöfundur.
Kvenfélag Fríkirkjunnar
í Reykjavík
heldur fyrsta fund vetrarins nk. fímmtudag
1. október að Hallveigarstöðum. Hefst
fundurinn kl. 20.30. Rætt verður um vetr-
arstarfíð og unnið að undirbúningi basars-
ins sem verður haldinn laugardaginn 3.
okt. Nýjar félagskonur eru boðnar vel-
komnar á fundinn.
Kvenfélag Hallgrímskirkju
Fyrsti fundur vetrarins á þessu hausti
verður fimmtudaginn 1. október kl. 20.30
í félagsheimili kirkjunnar. Sigríður Guð-
mundsdóttir, framkvæmdastjóri Hjálpar-
stofhunar kirkjunnar, flytur erindi og
sýnir Iitskyggnur. Þá verður einsöngur og
kaffi. Að lokum verður hugvekja sem sr.
Ragnar Fjalar Lárusson flytur. Allar kon-
ur eru velkomnar.
Tapað - Fundið
Fressköttur týndist
í Skeiðarvogi
Gulbröndóttur fressköttur, ólarlaus, tap-
aðist í ágúst sl. frá Skeiðarvogi þar sem
hann var í pössun. Hann er auðþekkjan-
legur á því að hann hefur svartan fæðing-
arblett í munni. Þeir sem hafa orðið varir
við hann eru vinsamlegast beðnir að
hringja í síma 38322 eða 687752.
Ráðstefna
Ráðstefna á vegum skáta
í tilefni af miklum breytingum og nýjung-
um á verkefnagrundvelli, uppbyggingu og
framkvæmd skátastarfs á Islandi mun
starfsráð Bandalags íslenskra skáta
standa fyrir ráðstefnu í Víkingasal Hótel
Loftleiða í dag 29. september kl. 20.30.
Yfirskrift ráðstefnunnar er „Á ferð“ en
það er samheiti hins nýja verkefnagrund-
vallar skátahreyfingarinnar og annars
þess er honum viðkemur. Ráðstefnugjald
er kr. 300 og greiðist við inngöngu. Kaffi-
veitingar verða borna: fram í ráðstefnu-
hléi. Ráðstefnan er öllum opin og eru
skátar jafnt starfandi sem ekki starfandi
hvattir til að mæta svo og allir þeir er
áhuga hafa á þróun og nýjungum í ís-
lensku æskulýðsstarfi.
Tilkyimingar
Hollendingurinn fljúgandi
1 tilefni glæsilegs árangurs Kristjáns Jó-
hannssonar óperusöngvara efnir íslenska
óperan til sérstakrar kvikmyndasýningar
á óperunni Hollendingm-inn fljúgandi eftir
Richard Wagner í Islensku óperunni mið-
vikudaginn 30. september kl. 21. Wagner
leit á sjálfan sig frá upphafi sem skáld
fyrst og fremst, en hann ákvað snemma
að taka tónlistina í þjónustu bókmennta-
legra hugmynda sinna og aflaði sér f því
skyni staðgóðrar tónlistarmenntunnar að
mestu með sjálfsnámi. Takmark hans var
það sem hann nefndi „Das Gestantkimst-
verk“, dramatískt listform þar sem
bókmenntir, tónlist hreyfi- og skeytilist
átti að sameinast og þjóna einum til-
gangi. Hollendingurinn fljúgandi sem er
meðal þekktustu ópera Wagners var frum-
flutt í Dresden árið 1843. Sagan er átaka-
mikil og greinir frá manni sem hefur með
yfimáttúrlegum hætti hlotið þann örlaga-
dóm að sigla um heimshöfin uns hann
hljóti endurlausn vegna ástar konu. Sögu-
sviðið er norskt sjávarþorp og sagan látin
gerast á 18. öld. Myndin sem sýnd verður
í íslensku óperunni er stúdíóupptaka með
listamönnum frá ríkisóperunni í Munch-
en. Myndin er tveggja klst. löng. Miðasala
er við innganginn einnig f s. 27033 milli
kl. 9 og 17.
Samsýning í Eyjafirði
1 garðyricjustöðinni Vín í Eyjafirði stendur
yfir samsýning Iðunnar Ágústsdóttur og
Helgu Sigurðardóttur. Á þessari sýningu
sem var opnuð 19. september sl. eru 36
myndverk unnin í pastel og túss. Á sýning-
unni sem er sölusýning hefur rúmlega
helmingur verkanna selst. Iðunn hefur
áður haldið 9 einkasýningar og tekið þátt
í samsýningum og Helga hefur haldið eina
einkasýningu á Egilsstöðum og tekið þátt
í samsýningum þar. Sýningin stendur til
4. október.
Félagsmiðstöð Geðhjálpar
að Veltusundi 3b, er opin á fimmtudögum
kl. 20-22.30, laugardögum og sunnudögum
kl. 14-18. Einnig hefur Geðhjálp opnað
skrifstofu alla virka daga kl. 10-14 þar sem
seld eru minningarkort félagsins og veittar
upplýsingar um starfsemina. Síminn hjá
Geðhjálp er 25990.
Glerskurðarsýning
I dag 29. sept., kemur hingað til lands einn
af glerskurðarmönnum frá Holmegaard
glerverksmiðjunum í Danmörku, í þeim
tilgangi að halda sölusýningu á glerskurði
í versl. Kúnigúnd við Skólavörðustíg og
KEA glerdeild á Akureyri. Sá glerskurðar-
maður sem kemur hingað til lands heitir
Kurt Larsen og hefur hann ferðast vítt og
breitt um heim allan, í þeim tilgangi að
handskera í gler og sýna hvemig bera á
að í glerskurði. I versl. Kúnigúnd og KEA
getur fólk komið og látið grafa og merkja
í gler frá Holmegaard. Sölusýningin mun
standa yfir í KEA, Akureyri 29. og 30.
september kl. 10-12 og kl. 14-18. I versl-
unnin Kúnígúnd verður hann 1. og 2.
október kl. 10-12 og 14-18, 3. október kl.
10-12 og 14-16 og 4. október kl. 13-16. Á
sölusýninguna er öllum heimil aðgangur.
Magnús Pétursson hagsýslustjóri
segir aö 7,23 prósenta verðbætumar á
laun þann 1. október hafi engin áhrif
á fjárlagahallann. Verðbætumar
munu kosta ríkið um 400 til 450 millj-
ónir króna íram til áramóta en
hagsýslustjóri segir að sú upphæð fá-
ist í auknum tekjum ríkissjóðs í
gegnum veltuskatta.
„Við höfum skoðað þetta dæmi ofan
í kjölinn og niðurstaðan er að verð-
bætumar breyta engu um halla ríkis-
sjóðs. Hins vegar hækka gjöld og
tekjur ríkissjóðs sem þessari tölu nem-
ur,“ segir Magnús Pétursson hag-
sýslustóri.
Um ástæðu þess að ríkið fengi allar
verðbætumar inn í auknum veltu-
sköttum sagði Magnús að ástæðan
væri sú að laun allra launþega hækk-
uðu. „Það hefði hins vegar breytt
dæminu ef að ríkisstarfsmenn hefðu
einir fengið þessa hækkun, þá hefði
myndast gat.“
DV spurði hvort eitthvað væri hæft
í því að ekki hefði verið gert ráð fyrir
verðbótunum 1. október og þar með
hefði verið hægt að stoppa upp í hluta
fjárlagagatsins en nú hefði gatið
stækkað aftur sem verðbótunum
næmi?
„Þetta er alrangt," svaraði Magnús.
-JGH
Innilegar þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við
andlát og útför eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
Katrínar Sigurðardóttur,
Höfðagötu 2, Hólmavík.
Magnús Þ. Jóhannsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Merming
Ein af mörgum geysifallegum senum úr Ran.
Ringulreið Kurosawa
Ran
Japan/Frakkland 1985
Leikstjóri: Akira Kurosawa. Handrit: Ku-
rosawa, Hideo Oguni og Matsato Ide.
Byggt á Lé konungi ettir Shakespeare.
Kvikmyndataka: Takao Saito og Masa-
haru Ueda. Tónlist Toru Takemitsu.
Aðalhlutverk: Tatsuya Nakadai, Akira
Terao, Jinpachi Nezu og Daisuke Ryu.
Það er forvitnilegt að þó að Kuro-
sawa sé „einhver áhrifamesti
kvikmyndahöfundur vorra tíma“,
eins og segir í sýningarskrá Kvik-
myndahátíðar, þurfti hann að betla
lengi til að finna fjármagn fyrir þess-
ari mynd sinni sem hann gerði á 75
aldursári. Það var ekki fyrr en hann
hitti franska framleiðandann Serge
Silbermann að dæmið gekk upp.
Þrátt fyrir að vera virtasti kvik-
myndagerðarmaður Japana virðast
þeir ekki hafa mikinn áhuga á að
hætta fjármagni sínu í höndum
gamla mannsins - kannski að þeir
hafi taliö hann eliiæran!
Vissulega er Kurosawa ekki elliær
og þrátt fyrir að myndin hafi kostað
12 milijónir dollara skilaði hún því
öllu til baka. Kurosawa velur sér eim
á ný uppáhalds sögusvið sitt - Japan
á 16. öld, þar sem vald og tiifinning-
Kvíkmyndir
Sigurður M. Jónsson
ar eru skráð í blóð. Það má túlka
það sem ákveðna íhaldssemi hjá
Kurosawa að gera nú enn eina mynd
með þessu sögusviði en þetta er nú
einu sinni það sem kvikmyndagerð-
armenn kjósa. Þarf ekki að fara út
fyrir landsteinana til að finna dæmi
um þennan hugsunarhátt.
Kurosawa kýs að taka sögu Shake-
speare um Lé konung og heimfæra
hana upp á Japan 16. aldar með
þeirri veigamiklu þreytingu að dæt-
ur verða að sonum. Eins og venju-
lega er mikil augnaveisla á ferðinni.
Kurosawa er engum líkur í að koma
til skila því sjónræna í hópsenum
eins og bjóðast 1 stórum bardögum.
Sást það vel í Kagemusha og aftur
hér. Ér einkar ánægjulegt að fylgjast
með hve vel þessar tökur ganga upp.
Hreyfingar leikara og myndavéla
eru snilldarlega skipuiagðar og
verða þessi atriði magnþrungin og
ægifógur. Þá hefur Kurosawa frá-
bæra skynjun fyrir landslagi þó að
eitthvað sé bogið á köflum við htina.
Einhverra hluta vegna vilja þeir
stundum renna saman og skortir
töluvert á að skarpleiki þeirra sé
nægilegur.
Fjölskyldudrama Lé konungs er
stórþrotið og að flestu leyti vinnur
Kurosawa vel úr því. Svik og launr-
áð sonanna éta upp hinn grimma
hermann Hidetora sem hverfur á vit
sturlunar. Þessu öllu kemur Tatsuya
Nakadai vel til skila með frábærum
leik en eigi að síður verður hinn
geðveiki kafli herstjórans of lang-
dreginn og í lokin er erfitt að fylgjast
með geðveikislegum skynhrifum
hans. Meira spennandi er að fylgjast
með hefnigjamri tengdadóttur hans,
Kaede, sem svífst einskis í viðleitni
sinni við að ganga frá veldi því sem
Hidetora byggði upp.
Ekki hef ég svo nákvæmar upplýs-
ingar um heilsu Kurosawa að ég
geti sagt til um hvort fleiri mynda
sé að vænta frá honum. Þrátt fyrir
að þetta hafi ekki verið besta mynd
meistarans er vonandi að honum
endist aldur og heilsa til aö halda
áfram sínum frábæra ferh.
-SMJ