Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1987, Page 38
-38
ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987.
Leikhús
Þjóðleikhúsið
fslenski dansflokkurinn
Ég dansa við þig
eftir Jochen Ulrich
Stjórnandi: Sveinbjörg Alexanders
Tónlistarflutningur: Egill Ólafsson og
Jóhanna Linnet
Gestadansarar. Athol Farmer og
Philippe Talard
Aðrir dansarar: Asta Henriksdóttir,
Birgitte Heide, Guðmunda Jóhannes-
dóttir. Guðrún Pálsdóttir, Helena
Jóhannsdóttir, Helga Bernhard, Katr-
in Hall, Lára Stefánsdóttir, Ólafía
Bjarnleifsdóttir, Sigrún Guðmunds-
dóttir, Björgvin Friðriksson, Ellert A.
Ingimundarsson, Ingólfur Stefáns-
son, Marteinn Tryggvason, Sigurður
Gunnarsson, Örn Guðmundsson og
Örn Valdimarsson.
Aðeins þeissar 6 aukasýningar:
i kvöld kl. 20.00.
Föstudag 2. okt. kl. 20.
Sunnudag 4. okt. kl. 20.
Þriðjudag 6. okt. kl. 20.
Fimmtudag 8. okt. kl. 20.
Laugardag 10. okt. kl. 20.
Rómúlus mikli
eftir Friedrich Dúrrenmatt.
leikstjórn: Gisli Halldórsson.
7. sýning fimmtudag 1. október kl. 20.00.
8. sýning laugardag 3. október kl. 20.00.
9. sýning miðvikudag 7. október kl. 20.00.
Sölu aðgangskorta lýkur i dag.
Miðasala opin alla daga nema mánu-
daga kl. 13.15-20.00.
Sími 11200.
LEIKFÉLAG
REYKJAVlKUR
Fimmtudag kl. 20.
Laugardag kl. 20.
Forsala
Auk ofangreindra sýninga er nú tekið á
móti pöntunum á allar sýningar til 25. okt.
í síma 1 -66-20 á virkum dögum frá kl. 10
og frá kl. 14 um helgar.
Upplýsingar, pantanir og miðasala á allar
sýningar félagsins daglega I miðasölunni í
Iðnó kl. 14-19 og fram að sýningu þá daga
sem leikið er. Sími 1-66-20.
Faðirinn
eftir August Strindberg.
Þýðing: Þórarinn Eldjárn.
Lýsing: Árni Baldvinsson,
Leikmynd og búningar: Steinunn Þórarins-
dóttir.
Leikstjórn: Sveinn Einarsson.
Leikendur: Sigurður Karlsson, Ragnheiður
Arnardóttir, Guðrún Marínósdóttir, Jakob
Þór Einarsson, Jón Hjartarson, Guðrún Þ.
Stephensen, Hjálmar Hjálmarsson og Vald-
imar Örn Flygenring.
í kvöld kl. 20.30. Blá kort gilda,
5. sýning miðvikudag kl. 20.30. Gul kort
gilda.
6. sýn. föstudag kl. 20.30. Græn kort
gilda.
RIS
Sýningar í Leikskemmu LR við Meist-
aravelli.
Fimmtudag kl. 20.
Föstudag kl. 20.
Laugardag kl. 20.
Miðasala I Leikskemmu sýningardaga kl.
16-20. Simi 1-56-10.
ATH! Veitingahús á staðnum.
Opið frá kl. 18 sýningardaga.
Kvikmyndahús
Bíóborgin
Tinmen
Sýnd kl. 5, 7,9 og 11.
Svarta ekkjan
Sýnd kl. 7, 9 og 11.
Tveir á toppnum
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Bíóhúsið
Lifgjafinn
Sýnd kl. 5, 7, 9, og 11.
Bíóhöllin
Hver er stúlkan?
Sýnd kl. 5, 7, 9, og 11.
I sviðsljósinu
Sýnd 7, 9 og 11.
Geggjað sumar
Sýnd kl. 9 og 11.
The Living Daylights
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Geimskólinn
Sýnd kl. 5 og 7.
Lögregluskólinn 4.
Sýnd kl. 5.
Angel Heart
Sýnd kl. 5 og 7.30.
Blátt flauel
Sýnd kl. 10.
Betty Blue
Sýnd kl. 9.
Háskólabíó
Beverly Hills Cops II.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
^OListahátíð í Reykjavík^
Laugarásbíó
SalurA '
Nautabaninn
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 3.
Yndislegur elskhugi
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5 og 9.
Græni geislinn
Sýnd kl. 7.
Hasarmynd
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 23.
Salur B
Hinn sjötti dagur
Sýnd kl. 3.
Sagan um virkið Súram
Sýnd kl. 5.
Tess
Sýnd kl. 7.
Eureka
Bönnuð innan 16 ára
Sýnd kl. 22.30.
Salur C
Genesis
Sýnd kl. 3 og 11.
Rosso
Bönnuð innan 14 ára.
Sýnd kl. 5.
A.K.
Sýnd kl. 7.
Hinn sjötti dagur
Sýnd kl. 9.
Regnboginn
Malcom
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15.
Herklæði Guðs
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15.
Vild'ðú værir hér
Sýnd kl. 7, 9 og 11.
Herdeildin
Sýnd kl. 5 og 9.
Otto
Sýnd kl. 3 og 5.
Gínan
Sýnd kl. 3, 7.15 og 11.15.
Hinn útvaldi
Stranglega bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 9 og 11.15.
Superman
Sýnd kl. 3, 5 og 7.
Stjörnubíó
Dauðadæmt vitni
Sýnd kl. 5, 7/9 og 11.
Óvænt stefnumót
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
LUKKUDAGAR
29. september
1087
Hljómplata frá
FÁLKANUM
að verðmæti
kr. 800.
Vinningshafar hringi i sima
91-82580.
Kvikmyndir
Þríeykið í kvikmyndinni um Malcolm, barnalega snilldarþjófinn.
Regnboginn/Malcolm
Barnalegur snilldarþjófur
Áströlsk kvikmynd frá Cascade film.
Handrit og kvikmyndataka: David Parker.
Leikstjóri: Nadia Tass.
Aðalhlutverk: Colin Friels, John Hargra-
ves, Linda Davis.
Haft hefur veriö orö á því að hæfi-
leikar manna séu misjafnir, hæfi-
feikamaöur á einu sviði sé vanhæfur
á öðru. Affir kannast við þemað um
prófessorinn sem veit afft um sitt
„akademíska“ fag en er eins og bfá-
bjáni í daglegri umgengni!
Svipað þema er í kvikmyndinni
Malcolm. Malcolm er ungur maður
með sjálfsáhtið algerlega á núlli og
kann varla að umgangast annað
fólk. Hann er snillingur hvað varðar
vélar og tæki og dundar sér við að
smíða alls kyns furðutæki. Hann býr
eixm í húsi móður sinnar sálugu og
er rekinn úr vinnu þar sem hann
lifir í sínum uppfbmingaheimi.
Kaupmaðurinn á hominu, vin-
kona móður Malcolms, ráðleggur
honum að leigja út herbergi í húsinu
til að hafa einhveijar tekjur til að
lifa af. Malcolm gerir slíkt og fær
leigjanda er nefhist Frank. Frank
hefur ekki fasta atvinnu en nær sér
í peninga í skjóli nætur, er þjófur.
Frank og Malcolm kemur vel sam-
an, svo og Judith, vinkonu Franks.
Smám saman treystast vináttubönd-
in þrátt fyrir deilur öðru hveiju.
Þegar svo þjófurinn Frank og tækja-
snillingurinn Malcolm leggja saman
er í uppsiglingu eitt furðulegasta og
snilldarlegasta bankarán sem um
getur.
Um myndina Malcolm má segja
að hún sé ágætis afþreying en lítið
annað. Atburðarásin er frekar hæg
og það má segja að meirihiuti mynd-
arinnar fari í að koma henni af stað.
-JFJ
Á ferðalagi
Esjan í vetrarbúningi. Svörtu strikin sýna mjög algenga gönguleið á fjalliö; upp hjá Esjubergi á Kerhólakamb.
Gönguleiðir á Esju
Varla telst sá sannur Reykvíking-
ur sem ekki hefur gengið á Esjuna.
Esjan blasir alia daga, í mismunandi
litbrigðum, við höfúðborgarbúum og
býður til uppgöngu og víst er að þeir
sem taka boðinu sjá ekki eftir því.
Útsýni er gott og fólk sem nýtur úti-
vistar og náttúrufegurðar gerði vel
í því að eyða svo sem hálfúm sunnu-
degi í hressandi gönguferð.
Ekki skiptir miklu máh hvort
gengið er á Esjuna á vetuma eða
sumrin en auðvitað verður ailtaf að
fara gætilega, ekki síst á vetuma
þegar m.a. þarf að vara sig á hættu-
legum klakabungum.
Gönguleiðir á Esjuna era fjölmargT
ar og raunar geta vanir göngugarpar
komist upp á hana næstum hvar
sem er. Algengustu leiðimar era úr
Kollafirðinum en þær eru jafiiframt
mjög greiðfærar. Það tekur örskots-
stund að keyra upp í Kollafjörð og
þeir sem ekki hafa aðgang að bíl
geta tekið Mosfellsleið og gengið
þann smáspöl sem á vantar upp í
fjörðinn.
Ein allra algengasta gönguleiðin á
Esjuna er rétt hjá bænum Mógilsá,
fyrir botni Kollafjarðar. Skammt frá
bænum rennur áin sem bærinn er
kenndur við og gönguleiðin liggur
upp með ánni. Þegar þessi leið er
farin er vert að staldra við og skoða
kalknámuna sem enn sést skammt
upp með Mógilsánni.
Þar var hafið kalknám árið 1873
og var kalkið svo ílutt sjóleiðis til
Reykjavíkur. Þar var það svo brennt
í þar til gerðum ofiú og dregúr Kal-
kofnsvegurinn nafn sitt af honum.
Gull hefur fundist þama í hlíðum
Esjunnar svo ekki er úr vegi að leita
að mola svona í leiðinni þegar geng-
ið er upp!
Þegar þessi leið er farin er komið
upp á Þverfell en auövelt er að ganga
þaðan upp á Hábungu sem er hæsti
staður Esjunnar, alls 914 metra hár.
Þegar upp er komið er Esjan tiltölu-
—t1 ‘, 1 •- M ‘ !■_:_n m: i m , .
lega flatlend og auðvelt er að rölta
þar um.
Ef einhver tök eru á því er sniðugt
að fara upp á einum staö en koma
niöur á öðrum. Þannig er hægt að
fá sem mest út úr feröinni. Leiðin
upp Svinadal frá Skarðsá og um
Móskörð er ein skemmtilegasta leið-
in upp á Esjuna. Þegar upp er komið
er gaman að fara gönguleiðina upp
á Hátind sem var ætíð talinn hæsti
tindur Esju en við nýlegar mælingar
reyndist 909 metrar eða 5 metrum
lægri en Hábunga.
Engu að síður er útsýni þaðan stór-
kostlegt þó það takmarkist að
nokkru leyti viö þau fjöll í nágrenn-
inu sem eru hærri. Æskilegt er að
taka með sér góðan sjónauka og
landakort og „rápa, glápa, rifja upp
og reyna að muna fjallanöfnin, nátt-
úruna“, eins og Tómas kveður í
fjallgöngukvæði sínu þvi „landslag
yrði lítils virði ef þaö héti ekki neitt.“
U i 1 ? 41 1 C3 8 i f t >