Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1987, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1987, Blaðsíða 40
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrifft - Dreiffing: Sími 27022 Frjálst,óhað dagblað ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987. Bmninn hjá Mertlinum: Eldsupptök eru ókunn — „Viðhöfumveriöaðrannsakabrun- ann hjá Meitlinum í allan dag, en það hefur ekkert komið fram sem skýrir eldsupptökin," sagði Jón Guðmunds- son, yfirlögregluþjónn á Selfossi, við DV i gær. Tugmilljóna tjón varð þegar saltfiskverkun Meitilsins brann til kaldra kola í fyrrinótt. Húsið fuðraði upp á skömmum tíma, enda veður vont, snarpur vindur. Rætt er um að tjónið sé á bilinu 40 til 50 milljónir króna. Um það hvort grunsemdir væru um íkveikju sagði Jón: „Nei, það eru engar grunsemdir um slíkt.“ -JGH Kaupmannahofn: Þrír bíða dóms Þrír íslendingar sitja enn í Vestre fangelsinu í Kaupmannahöfn vegna fíkniefnamáls sem upp kom í ágúst. Þeir bíða dóms en fjórða íslendings- ins, sem talið er að tengist málinu, er enn leitað. Að sögn Kjell Orla Jensens, sem stjómar rannsókn málsins fyrir hönd dönsku fíkniefnalögreglunnar, er reiknað með því aö íslendingamir þrír, sem framseldii’ vom frá lögregl- <**tnni í Málmey, verði leiddir fyrir rétt eftír liðlega flórar vikur. Þremenning- amir em í fangelsi vegna amfetamín- smygls sem þeir em grunaðir um aðild að og vantar enn að ná í fjórða íslend- inginn til að upplýsa málið að fullu, að sögn Kjells Orla Jensen. -ATA Vigdístil Italíu Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, hefur þegið boð Francesco Cossiga, forseta Ítalíu, um að koma í opinbera heimsókn til Ítalíu dagana 5.-9. október næstkomandi. í fylgd með forseta íslands verða Steingrímur Hermannson utanríkis- ráðherra og frú Edda Guðmundsdótt- 'V Hörður Helgason sendiherra og frú Sarah R. Helgason; Hannes Hafstein ráðuneytisstjóri og frú Ragnheiður Hafstein og Komelíus Sigmundsson forsetaritari og frú Inga Hersteins- dóttir. -jms llar geröir sendibíla 25050 SenDIBiLHSTÖÐITl Borgartúni 21 LOKI Staffið í Landsbankanum ætti ekki að vera í vandræðum með lán eftir stjóraskiptin. Fíkniefnalögreglan gerði húsrannsókn í tveim eiturtyfjabælum; Þrettán menn handtekmr Píkniefhalögreglan gerði rann- sókn í tveimur íbúðum í Reykjavík í gærdag en lögreglan hafði haft spumir af því að þangað sæktu fíkni- efiianeytendur reglulega. Við rann- sóknina gerði fikniefhalögreglan upptækt eitthvert magn af amfetam- íni, mikið af tækjum til lyfjanotkun- ar og handtók þrettán manns. Það var fijóöega upp úr hádegi í gær að fíkniefnalögreglan gerði hús- rannsókn í íbúö viö Keilugrandann í Reykjavík. Þar vom sjö manns auk húsráöanda og vom allir undir lyfja- áhrifum. Margir þessara maxma em forfallnir lyfjasjúklingar sem neyta fikniefna reglulega. {íbúðinni, sem fíkniefnaneytendur hafa mikið not- að sem samastað fyrir lyfianeyslu sína, fannst lídlsháttar magn af am- fetamíni. Þá fundtist í íbúðinni tæki og tól til fikniefhaneyslu svo sem hasspípur, sprautur og nálar. Margir neytendanna, sem þama vom stadd- ir, vora útstungnir eftír lyfiatökur. Skömmu eftír húsrannsóknina á Keilugrandanum var gerð húsrann- sókn í annarri íbúö í Reykjavík og þar vom fimm menn teknir fastir. Sú íbúð, sem er rétt austan við mið- bæinn, hefur einnig verið notuð sem aðsetur fikniefioaneytenda um hríð. Þar var einnig tekið nokkurt magn af amfetamfni og reykjapípur, sprautur og nálar. Að sögn Amars Jenssonar, deild- arsfióra fíkniefnadeildar, var lyfia- magnið, sem fannst á þessum tveimur stöðum, ekki umtalsvert en nauðsynlegt væri aö koma í veg fyr- ir að eiturlyfiabæli mynduðust, fast athvarf fyrir fíkniefnaneytendur. Þangað kæmi alls kyns utangarðs- fólk og væri þaö mjög truflandi fyrir aðra íbúa hverfisins, fyrir utan það að neyslan væri aö sjálfsögðu koló- Máliö þykir upplýst aö fullu og öUum þeim sem handteknir vom i þessum tvelm húsrannsóknum í gær hefúr veriö sleppt. -ATA Veðrið á morgun: Þurrt á N og A-landi Á morgun verður suðvestlæg átt á landinu, víða kaldi eða stinnings- kaldi. Skúrir verða á Suður- og Vesturlandi en þurrt og víða orðið léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Hiti veröur á bilinu 8 til 14 stig. Akureyri: Röntgen- tæknamir ætla að ganga út neyðarástand blasirvið Gylfi Kristjánssan, DV, fikureyri: „Neyöarástand er þaö sem blasir við,“ sagði Halldór Jónsson, fram- kvæmdasfióri Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri í samtali við DV í gærkvöldi en þá var nýlokið árangurs- lausum samningafundi í deilu rönt- gentækna sjúkrahússins og kjara- nefndar bæjarins. „Við hættum um mánaðamótin, ég sé ekkert sem bendir til annars," sagði Hansína Sigurgeirsdóttir, trúnaðar- maður röntgentæknanna, eftir fund- inn í gærkvöldi. „Kröfu okkar um deildartæknalaun á bakvöktíun var hafnað á fundinum en hún er tilkomin vegna þess að við erum einar á bak- vöktum alla daga ársins en til dæmis í Reykjavík skiptast sjúkrahúsin á um aö hafa þessar bakvaktir," sagði Hans- ína. Annar samningafundur hefur ekki veriö boðaður og því bendir ekkert til annars en að uppsagnir allra röntgen- tæknanna taki gildi á miðnætti annað kvöld. Halldór Jónsson sagði að það væri óbilgimi í þeirri kröfu röntgen- tæknanna að fara fram á deildar- tæknalaun á bakvöktum. „Við höfum ekki heimild til þess að semja um slíkt og hér er verið að fara fram á hlut sem ekki er greiddur á neinu öðra sjúkrahúsi. Það er verið að fara fram á breytingar á samningi sem var gerður í vor og þessi krafa röntgentæknanna kom ekld fram fyrr en þeir höfðu sagt upp starfi sínu skömmu eftir að sá samningur var gerður. Á fundinum núna lögðu rönt- gentæknamir fram bókun sem fól í sér úrslitakosti sem ekki er hægt að veröa við og því blasir ekkert annað við en að þeir gangi út,“ sagði Halldór Jónsson. Þeir efstu unnu allir Gylfi Krisqánason, DV, Aknreyii: Útvarpsstöö framhaldsskólanna hóf útsendingar klukkan fimm í gær. í upphafi útsendingar óskaði Birgir ísleifur Gunnarsson útvarpsmönnum hellla i ávarpi. Á myndinni eru auk Birgis, Sigurður Hlöðversson útvarpsstjóri, Ingólfur B. Bragason og Einar Benediksson, tæknistjóri Útrásar. DV-mynd KAE Staða efstu manna í landsliösflokki á Skákþingi íslands á Akureyri breytt- ist ekkert í gær er tíunda umferð var tefld. Margeir Pétursson og Helgi Ól- afsson unnu báðir og Hannes Hlífar Stefánsson vann sína sjöttu skák í röð. Ef hann nær þremur vinningum í þremur síðustu umferðunum öðlast hann fyrsta áfanga að titli alþjóðlegs meistara, en þess má reyndar geta að hann á meðal annars eftír að tefla við Helga Ólafsson. Margeir vann i gær Dan Hansson, Helgi vann Jón G. Viðarsson og Hann- es Hlífar vann Ólaf Krisfiánsson. Önnur úrslit urðu þau að Þröstur Þór- hallsson vann Sævar Bjamason, Davíð Ólafsson vann Gunnar Frey Rúnarsson, Karl Þorsteins vaim Áskel Öm Kárason og Þröstur Ámason vann Gylfa Þórhallsson. Þegar þremur umferðum er ólokið er Margeir efstur með níu vinninga af tíu mögulegum. Þá kemur Helgi með 8 vinninga, Hannes Hlífar með 6 'A og þeir Karl og Davíð hafa 6 vinn- inga. Ellefta umferö verður tefld klukkan 17 í dag í Alþýðuhúsinu. i i i i i i i i i i i i i i i i i i 5 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 220. tölublað (29.09.1987)
https://timarit.is/issue/191369

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

220. tölublað (29.09.1987)

Aðgerðir: