Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Síða 8
46
LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987.
Martin Berkofsky og Anna Málfríður um borð i Norrænu í síðustu ferð ferjunnar frá landinu.
DV-mynd EM
Martin Berkofsky og Anna Málfríður yfirgefa Island:
Tyrkland er ekki
músíkölsk eyðimörk
Eyjólfur Melsted ræddi við þau á leiðinni yfir hafið
Hann stóð þarna úti á þilfari
Norrænu í síðustu ferð hennar
frá Seyðisfirði á þessu sumri, rísl-
aði við torkennileg tól og tæki og
vakti óskipta athygli samferða-
manna. Tólin reyndust vera
útbúnaður radíóamatörs, lítil
sendistöð og heimatilbúið loftnet
sem fest var á kústskaft, bundið
við borðstokkinn. Þurfa menn út
á sjó tU að sinna svona dellu eða
togar áhugamálið svo sterkt í
menn að þeir geti ekki án „sam-
bandsins" verið rétt á meðan siglt
er yfir íslandsála? spurðu þeir
semekkiþekktutil.
Sem væringjar forðum
En ekki skyldi menn undra að
sá sem hér um ræðir þjónaði lund
sinni svo ákaft í sudda og hálf-
gerðum leiðindagarra úti á dekki
Norrænu því þar reyndist hinn
„margbrotni" og umdeildi pían-
isti Martin Berkofsky vera á ferð.
Hann er, eins og kunnugt er, með
ólæknandi radíódellu. A orði er
haft að júgóslavneskir landa-
mæraverðir hafi sagt brosandi
(eftir að hafa skoðaö allt hafurta-
skið í skrýtna Lapplanderjeppan-
um frá íslandi mjög svo
gaumgæfilega) - OK, OK, Dobre,
Dobre amerikansky spion - þegar
hann ók fyrir tveimur árum inn
ílandið.
Þeir sem aka á brott frá íslandi
með síöasta sumarskipi hyggja
yfirleitt á vetursetu ytra og það
kitlaði forvitnina ögn að spyrja
þau hjónin, Önnu Málfríði og
Martin, hvað til stæði. Ekki stóð
á svari. Þau halda til Tyrklands
til að gerast þar kennarar við tón-
listarskóla tyrkneska ríkisins í
borginni Izmir. Og var þá nokkuð
sjálfsagðara en að fá að rekja úr
þeim gamimar um tildrög þess
að þau héldu sama veg og vær-
ingjar fyrr á öldum?
Að fá að fylgja nemendum
til frekari þroska
Aðspurð hvað drægi þau eða
ræki frá íslandi sögðu þau að það
ætti sér nokkurn aðdraganda.
Þetta væri hugmynd sem geijast
hefði um skeið en þó hefði margt
togað til beggja átta, bæði að
haldá utan og vera kyrr heima á
íslandi. Það hefði til dæmis ekki
verið fyrr en á síðustu stundu að
þau ákváðu að halda brott. En
eins og Martin orðaði það, „sagan
er í stuttu máli þessi: Við fengum
fyrir nokkrum árum tækifæri til
að kenna á námskeiðum fyrir
píanóleikara. Þetta voru fram-
haldsnámskeið, eða „master
classes“, í borginni Titograd í
Júgóslavíu og við vorum á vegum
Fulbrightstofunarinnar. Síðan
hefur það togað í okkur að fá að
fylgja nemendum eftir til fyllri
þroska en tækifæri hafa gefist til
á íslandi. Það var ekki fyrr en
útséð var um að þessi tækifæri
gæfust heima að ákvörðun var
tekin að halda tfi Izmir. í sann-
leika sagt hefði ég heldur kosið
að vera um kyrrt, því síðustu ár,
sérstaklega þau sem viö höfum
átt í Garðskagavita, hafa verið
einhver hin bestu í mínu lífi - ég
hygg okkar beggja. En tilboð
Tyrkjanna heillaði líka og þegar
við sáum að sams konar tækifæri
til kennslu myndi ekki veitast á
íslandi slógum við til.“
„We love you, we like you,
pleace come“
Hvað bjóða Tyrkir og hvemig
erboðiðtilkomið?
„Þegar ég var síðast á tónleika-
ferð í Tyrklandi í febrúar hljóð-
uðu þeirra kveðjuorð eitthvað á
þess leið, snarað yfir á móöurmál
mitt - We love you, we like you,
please come,“ sagði Martin. „Og
satt best að segja hefur öll mín
reynsla af Tyrkjum og þeirra
músíklífi verið hin ánægjuleg-
asta. Þama hef ég til dæmis leikið
bæði Fyrsta og Annan píanókon-
sert Liszts með Sinfóníuhljóm-
sveitinni í Izmir, auk einleikstón-
leika. Áheyrendur þar em vel
með á nótunum og eru ekkert að
hika við að flíka tilfinningum sín-
um og áliti á flytjendum. Sinfó-
níuhljómsveitin í Izmir er afar
indæll hópur og besti stjómandi
sem ég hef unnið með er Tyrki.
Hann heitir Gurer Aykal. - Þeir
bjóða mér að gerast prófessor við
Tónlistarskóla tyrkneska ríkis-
ins í Izmir og kenna þar 6-8
nemendum í framhaldsdeild, eða
réttara sagt úrvalsdeild því allir
eru þeir útskrifaðir og sumir
þeirra eru aðstoðarkennarar við
skólann. Þama er mér ætlað að
kenna 18 tíma á viku.“
En hvað gerir þú, Anna Mál-
fríður?