Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1987, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1987, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987. DV Louis Vuitton á íslandi: Það er ekki sannað að um eftirlíkingar sé að ræða Viðskiptí Kúfiskur til Kanans Kúfiskvmnslan á Suðureyri gengur vel, að sögn Amórs Stefánssonar, framkvæmdastjóra Bylgjunnar hf„ eina kúfiskvinnslufyrirtækisins á ís- landi. „Bandaríkjamenn eru tilbúnir til að kaupa af okkur allt sem við get- um framleitt, en við erum óhressir með verðið, sem um er talað, það er í kringum dollara fyrir pundið, en við þurfum að fá lágmark 1,20 dollara til þess að vinnslan standi undir sér,“ segir Amór. Kúfiskinn nota Bandaríkjamenn í skelfisksúpur. Þeir veiða sjálfir mikiö af kúfiski en Bylgjan á Suðureyri eyg- ir möguleikann þar sem bandarísku fiskimiðin em ekki jafngjöful og áður og eins er mengun þar talsverð. Að sögn Amórs er Bylgjan búin að veiða um 200 tonn af kúfiski írá 25. september er vinnslan hófst. „Afkasta- getan er um 30 toim á dag. Nýtingin er um 10 prósent, þannig að 30 tonnin gefa af sér um 3 tonn af kúfiski. Þaö er bandaríska fyrirtækið Cam Intemational Trading Corporation sem annast sölu á kúfiskinmn fyrir Bylgjuna hf. í Bandaríkjunum. Þá hafa prufusendingar verið sendar til Evr- ópu og Japan, að sögn Amórs. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst Sparisjóösbækur ób. Sparireikningar 14-17 Lb.Úb Úb 3ja mán. uppsögn 15-19 6 mán. uppsögn 16-20 Úb.Vb 12 mán. uppsogn 17-26.5 Sp.vél. 18mán. uppsögn 25,5-27 Bb.lb Tékkareikningar 6-8 Allir nema Vb Sér-tékkareikningar Innlánverðtryggð 6-17 Ib Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsögn Innlán meðsérkjörum 3-4 14-24,32 Ab.Úb Úb Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 5,5-6,5 Ab.Vb Sterlingspund 8,25-9 Ab.Úb, Vb Vestur-þýsk mörk 2,5-3,5 Ab.Vb Danskarkrónur 9-10.5 Ib ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð (%) lægst Almennir vixlar(forv.) 28-29,5 Bb.Lb Viöskiptavíxlar(forv.)(1) 30,5-31 eöa kge Almenn skuldabréf 29,5-31 Lb Viöskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) Útlán verðtryggo 30 Allir _ Skuldabréf Útlán til framleiðslu 8-9 Lb Isl. krónur 28-29 Vb SDR 8-8.25 Bb.Lb, Úb.Vb Bandaríkjadalir 8,5-8,75 Bb.Úb, Vb Sterlingspund 11,25- 11.75 Sp Vestur-þysk mörk 5,5-5,75 Bb.Sp, Úb.Vb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 42 MEÐALVEXTIR óverötr. sept. 87 29,9 Verötr. sept. 87 VÍSITÖLUR 8.4% Lánskjaravísitala sept. 1778 stig Byggingavísitala 1 sept. 324 stig Byggingavisitala 2 sept. 101,3stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 9% 1. júli VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóöa (uppl. frá Fjárfestingarfélaginu); Avoxtunarbréf 1,2588 Einingabréf 1 2,301 Einingabréf 2 1,356 Einingabréf 3 1,422 Fjölþjóöabréf 1,060 Gengisbréf 1.0295 Kjarabréf 2,322 Lífeyrisbréf 1,157 Markbréf 1,178 Sjóðsbréf 1 1,135 Sjóösbréf 2 1,097 Tekjubréf HLUTABRÉF 1,220 Söluverö að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 114 kr. Eimskip 278 kr. Flugleiöir 196 kr. Hampiðjan 118 kr. Hlutabr.sjóðurinn 119 kr. lönaöarbankinn 143 kr. Skagstrendingur hf. 182 kr. Verslunarbankinn 126 kr. Útgeröarf. Akure. hf. 160 kr. „Þeir íjölmörgu sem hafa skoðað vörumar em sammála um að það sé mjög ólíklegt að um eflirlíkingar sé að ræða, að ég hafi veriö svikinn. Það hefur ekkert verið sannað og þegar sannleikurinn liggur ekki fyrir er öll umfjöllun um málið slæm. En fyrir- tæki mitt hefur aldrei verið orðað við svik eða pretti, þess vegna er ég að láta skoða þetta mál ofan í kjölinn," sagði Steinar S. Waage framkvæmda- stjóri en hann selur hinar heimsfrægu Louis Vuitton-vörur á íslandi. Steinar hefur endurgreitt tveimur kaupendum Louis Vuitton-vara. „í öðm tilvikinu var um að ræða konu sem keypt hafði vöruna til þess að gefa hana en eftir að búið var að læða þeirri hugmynd að henni að um eftir- líkingu gæti verið að ræða kom hún og vildi fá vöruna endurgreidda." Að sögn Steinars endurgreiddi hann vöruna einungis vegna þess að viö- komandi viðskiptavinir vom óánægð- ir en ekki vegna þess að um svikna vöm væri að ræða. Steinar hefur keypt Louis Vuitton vörumar frá dönsku fyrirtæki sem aftur hefur keypt þær frá ítölsku fyrir- tæki. Nú er verið að athuga hvort þetta ítalska fyrirtæki hafi eitthvað óhreint í pokahominu. „Ég er nú að vinna að því að fá sölu- umboð frá Louis Vuitton beint. Ég vona að þaö takist," segir Steinar. Um ár er síðan Steinar hóf að selja Louis Vuitton-vörur. Louis Vuitton er gamalgróið franskt fyrirtæki og fram- leiðir langmest leðurtöskur og veski. -JGH Ottó selur Skrifstofu- vélar hf. Ottó A. Michelsen, aðaleigandi Skrifstofuvéla hf„ hefur selt fyrir- tækið Gísla J. Johnsen sf. að Nýbýlavegi 16 í Kópavogi. Skrif- stofuvélar hf. verða áfram reknar undir sama nafiii og á sama stað og áður, að Hverfisgötu 33, og fyrir- tækið Gísli J. Johnsen sf. verður áfram rekið að Nýbýlavegi 16. Eigendur Gísla J. Johnsen em þeir Erling Ásgeirsson og Gunnar Ólafsson. Þeir störfuðu um árabil hjá IBM á íslandi, á þeim árum sem Ottó A. Michelsen var for- stjóri fyrirtækisins, en hann lét af því starfi árið 1982. Erling Ásgeirsson verður aðal- framkvæmdastjóri Skrifstofuvéla hf. en Gunnar Ólafsson verður framkvæmdastjóri Gísla J. John- sen sf. Ottó Á. Michelsen mun gegna ráðgjafarstörfum fyrir fyrir- tækin og hefur hann aðstöðu á sama stað og áður, að Klapparstíg 27. Verðbólgan er 23 prósent Verðbólgan á íslandi, miðað við hækkun vísitölu framfærslukostn- aðar, er nú um 23 prósent á ári. Kauplagsnefnd hefur reiknað visi- tölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í byijun október og reyndist hún hafa hækkað um 1,65 prósent frá því í byijun september, eða á einum mánuði. Undanfama þijá mánuði hefur vísitala fram- færslukostnaðar hækkað um 5,4 prósent og jafngjldir sú hækkun 23,2 prósent verðbólgu á heilu ári. -JGH Guðmundur Hauksson, bankastjóri Útvegsbanka íslands hf. Hann leggur í dag fyrir bankaráðið skýrslu sem sýnir góðan gróða bankans. Jón Atli Kristjánsson, 44 ára hagfræðingur og nýráðinn forstjóri Olís. DV-mynd KAE Jón Atli Kristjánsson ráðinn forstjóri Olís „Óli ámálgaði það við mig fyrir nokkru hvort ég hefði áhuga á að taka við starfi hans sem forstjóra Olís. Ég gaf mér eðlilegan umhugsunartíma en á fóstudaginn var svo gengið frá ráðn- ingu minni á stiómarfundi hjá 01ís,“ segir Jón Atli Kristjánsson, nýráðinn forstjóri Olís. Jón Atli er 44 ára hagfræðingur, Reykvíkingur í húð og hár. Hann hef- ur starfað hjá Landsbanka íslands, í hagdeild, síðastliðin 20 ár. Jón er kvæntur Maríu Þorgeirsdóttur og eiga þau 2 böm. - En óttast hann ekki að stýra Olís í hinni hörðu samkeppni olíufélag- anna? „Ég hefði ekki gefið kost á mér í þetta starf ef ég tryði ekki á fyrirtæk- ið.“ Að sögn Jóns Atla telur hann það ákaflega farsælt ef bankamir og at- vinnulífið skipti á fólki eins og tíðkast mikið erlendis. „Það er að mínu mati einnig mjög gott ef bankamir fá fólk út atvinnulífinu." - En hyggst hann breyta einhverju í rekstri Olís? „Eins og kunnugt er hefur Óli í Olís verið að vinna að ýmsum breytingum hjá fyrirtækinu og ég mun fylgja þeim eftir." Jón Atli tekur við starfmu 1. nóv- ember og verður með Óla í fyrstunni hjá fyrirtækinu en Óli hefur lýst því yfir að hann ætli sér að hætta sem forstjóri Olís þann 1. desember. Utvegsbankinn (1) Viö kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavlxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb = Otvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánarl upplýsingar um peningamarkaö- inn blrtast i DV á fimmtudögum. rokgræðir „Það er verulegur hagnaður af rekstri bankans en ég get engar tölur staðfest," segir Guðmundur Hauks- son, bankastjóri Útvegsbankans, en hann mun á bankaráösfundi í dag leggja fram yfirlit um rekstur bankans frá 1. maí, þegar hann tók til starfa, til 31. ágúst. Hvort hagnaðurinn á þessu tímabili sé 50 milljónir króna vill Guðmundur ekki staðfesta. „Það kemur margt til. Eigið fé bank- ans var ákveðið einn milljarður og var þaö hlutafé greitt inn. Þar með var komin sterk fiárhagsleg staða. Enn- fremur hefur orðið mikil aukning á innlánum og er hún með þvi besta sem gerist í bankakerfinu." Guömundur segir að vegna þessarar innlánsaukningar hafi tekist að borga upp allar skammtímaskuldir við Seðlabankann sem hafi numið á ann- an milljarð króna þegar bankinn hóf rekstur. „Það hefur líka haft veruleg áhrif fcÍTlUlÍÖ .4^ að verðbólga var meiri í upphafi ársins en menn ætluðu að yrði og voru útl- ánsvextir því of lágir. Þetta hefur breyst, vextir hafa hækkað. Það er því betri rekstrargrundvöllur fyrir bank- ana núna.“ Loks neftiir Guðmundur þá ástæðu fyrir velgengni Útvegsbankans hf. að stór hluti af launahækkunum, sem voru afturvirkar, hafi lent inn á reikn- ingi gamla bankans. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.