Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1987, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987.
15
Kennaraskorturinn
áfengið
kk
Frá einum útsölustaða ÁTVR. „Ríkið“ heldur áfram að vera til, hver svo sem veitir því forstöðu - segir í
greininni.
„Þaö er reyndar hart að fólk, sem hefur
aflað sér menntunar og reynslu á
ákveðnum sviðum, skuli ekki 1 reynd
eiga neitt meiri möguleika til að fá störf
við hæfi en aðrir.“
Ég er einn þeirra sem eiga skjal,
undirritað af menntamálaráðherra,
þar sem því er lýst yfir að ég hafi
heimild tú að nota starfsheitið fram-
haldsskólakennari. Ekki amalegt,
gæti einhver hugsað, hann þarf þá
ekki að kvíða atvinnuleysinu, þessi.
En svona er nú gæðunum misskipt
að ég'bý við það sem kalla mætti
skort á kennaraskorti því að hér á
landi er enginn skóh sem hefur þörf
týrir kennara í þeim greinum sem
ég kerrni.
Reynsla sniðgengin...
Mitt sérsvið er sem sagt áfengi,
matur og framreiðsla þess ama.
Reyndar kemur þetta svo sem ekki
að sök því að ég starfa við bókhald
og reikningsskil og hef gert í rúman
áratug og líkar það bærilega. En viti
menn: Dag nokkum seinnipart sum-
ars sá ég auglýst starf sem ég hélt
að væri þess eðlis að þekking mín
og reynsla gætu komið að gagni.
Þetta var starf útsölustjóra ÁTVR á
Akureyri. Ég áleit sem sagt að ég
hefði ýmsa þá eiginleika til að bera
sem slíkur maður þyrfd að hafa,
þ.e.a.s. talsverða þekkingu á vínum,
brennivínum, áfengisblöndum,
áfengislögunum, bókhaldi og tölvu-
vinnslu og hafði þar að auki unnið
í áfengisverslun, svo að ég sló til og
sóttá um starfið.
í ljósi framansagðs áleit ég að ég
hlyti að eiga góða möguleika á að
hreppa hnossið, í það minnsta ef fag-
leg sjónarmið yrðu látin ráða.
Þannig átti þetta nú samt ekki eftir
að ganga fyrir sig því að ráðherra
mat það svo að í starfið væri heppi-
legt að ráða máimiðnaðarmann sem
hefur ef til vill aðeins verið vegna
þess að enginn gleriönaðarmaður
sótti um. Að sjálfsögðu hefur ráð-
herra leyfi til að ráða hvem sem
honum sýnist enda gerði hann það.
... og einnig fagleg menntun
Af og tíl, síðan starfið var veitt,
hafa birst greinar í blöðum um veit-
inguna. Á þeim flestum hefur mátt
skilja að aðeins Akureyringar séu
hæfir til að gegna starfinu og ein-
göngu ef þeir hafa áður starfað hjá
ÁTVR.
Þama er svona óbeint verið að
gefa í skyn að 17 eða 18 óhæfir ein-
staklingar hafi sótt um starfiö, þó
svo að enginn þeirra sem skrifa
kunni deili á þeim. Raunar er heldur
Kjallajinn
Guðmundur Axelsson
skrifstofumaður
ekkert í þessum skrifum að finna
sem gefur til kynna að umræddir
Akureyringar og starfsmenn ÁTVR
hafi einhveija þá eiginleika til að
bera sem geri þá hæfari til að gegna
starfinu en aðra. Ég er þess fullviss
að flestir, ef ekki allir, umsækjendur
em hæfir til að gegna starfinu og
þeim sem fékk óska ég gæfu og geng-
is.
Ef til vill lítur ráðherrann þarrnig
á máhð að þegar allt kemur til alls
skipti ekki svo miklu máli hver sé
valinn því að „ríkið“ heldur áfram
að vera til, hver svo sem veitir því
forstöðu, og séu viðskiptavinimir
ekki ánægðir með þá skipan mála,
sem er, beina þeir viðskiptunum
ekki svo glatt í næstu búð.
Það er reyndar hart að fólk, sem
hefur aflað sér menntunar og
reynslu á ákveðnum sviðum, skuli
ekki í reynd eiga neitt meiri mögu-
leika til aö fá störf við hæfi en aðrir.
En það viröist sem sagt greinilegt
að fyrir utan ráðherrastarfið þarf að
minnsta kosti ekki faglega menntun
til að gegna starfi útsölustjóra
ÁTVR, að mati þeirra sem stjóma
þjóðfélaginu.
Kannski það verði nóg í framtíð-
inni að kenna bömunum okkar bara
fyrsta stafinn í stafrófinu!
Guðmundur Axelsson
Dagvistarmál, enn og aftur
Sjaldan eða aldrei hefur ástandið
í dagvistarmálum borgarbúa verið
jafnslæmt og nú. Dagvistarheimilin
era alltof fá og þeim er ekki hægt
að halda opnum vegna skorts á
starfsfólki. Fóstrumar flýja hver
sem betur getur og fara í betur laun-
uð störf sem nóg framboð er af, enda
fómarlund þeirra nú loks endanlega
ofboðið. Byijunarlaun fóstra em nú
um 38.000 kr. á mánuði og hafa, mið-
að við aðra hópa, sjaldan verið eins
lág.
Hverjir bera ábyrgðina?
Það er viðtekin skoðun innan
flestra stjómmálaflokka að það sé
og eigi að vera hlutverk ríkis og
sveitarfélaga að sjá foreldrum fyrir
tryggri og góðri dagvistun fyrir
bömin, enda hagur þjóðfélagsins að
njóta vinnuframlags sem flestra hér
í fámenninu. Undanfarin ár hefur
meirihlutinn í borgarstjóm Reykja-
víkur sýnt vítavert kæruleysi með
því að vanrækja gróflega að uppfylla
þessar skyldur sínar. Smám saman
hefur því sigið á ógæfuhliðina, bið-
listar hafa lengst og launakjör
starfsfólks versnað og er nú svo
komið að neyðarástand ríkir í dag-
vistarmálum.
Hlutverk foreldrasamtakanna
Það olh mér nokkrum vonbrigðum
aö sjá nú fyrir stuttu að foreldrasam-
tökhi virðast hafa gefist upp á að
þrýsta á stjómvöld og heina nú
kröftum sínum að því að leita nýrra
leiða í dagvistarmálum. Ansi er ég
hrædd um að það hafi einmitt verið
tilgangur borgarstjómarmeirihlut-
ans með áhugaleysi sínu að velta
ábyrgðinni af eigin herðum og yfir
á foreldrana sjálfa.
Að vísu em sumar hugmyndanna
um nýjar leiðir kannski góðra gjalda
verðar, eins og til dæmis sú að stór-
atvinnurekendur sjái sjálfir um
rekstur dagvistar fýrir böm starfs-
KjaHaiirin
Sigríður
Sigurðardóttir
heimilistæknir og fóstra
fólks síns. Það yrði auðvitað að gera
sömu gæðakröfur til slíkra heimila
og þeirra sem hið opinbera rekur.
Ennfremur hefur komið fram sú
hugmynd að lagður yrði sérstakur
skattur á atvinnurekendur sem not-
aður yrði heint til reksturs dagvist-
arheimila, enda hagsmunir
atvinnurekenda ekki síst í húfi nú á
tímum vinnuaflsskorts.
En sú hugmynd, að foreldrar og/
eða fóstrur taki sig saman og stofni
og reki sín eigin heimili, er fráleit.
Pláss á slíkum heimilum yrðu svo
dýr að aðeins efnafólk gæti nýtt sér
þau. Síðan myndu böm frá efna-
minni heimilum fá inni á heimilum
hins opinbera. Einkareknu heimilin
myndu yfirhjóða hin, í launalegu til-
liti, fóstrumar myndu hópast
þangað, en á heimilum hins opin-
bera myndi starfa ófaglært fólk nær
eingöngu. Slíkt hlyti alltaf að koma
niöur á starfseminni. Að vísu hefur
komið fram sú hugmynd að hækka
mætti bamabætumar svo foreldrar
Aó tryggja góöa dagvistun fyrir börnin er hlutverk ríkis og sveitarfélaga - segir t greininni. - A góöviörisdegi
við barnaheimili.
árangur af starfi þessarar nefndar
sem allra fyrst.
„En sú hugmynd, að foreldrar og/eða
fostrur taki sig saman og stofni og reki
sín eigin heimili, er fráleit“.
gætu keypt dýrari dagvistun. En ef
ríkið treystir sér til að hækka bama-
bætumar, af hveiju í ósköpunum
treystir það sér þá ekki alveg eins
til að auka framlög til sveitarfélaga
svo þau geti rekiö fullnægjandi dag-
vistun?
Foreldrasamtökin era í eðli sínu
þannig að þau ættu, með góðri
skipulagningu, að geta verið mjög
öflugur þrýstihópur. Þjóðfélagið get-
ur ekki án vinnuafls alls þessa fólks
verið. Þessum kraftí sínum ættu
samtökin að beita af alefli til þess
að krefja borgarstjóm um skýr svör
og aðgerðir strax. Ennfremur ættu
samtökin að þrýsta á að ríkisvaldið
kæmi inn í myndina í auknum
mæh, t.d. með því að bifreiðaskattur-
inn nýi yrði látinn renna óskiptur
til sveitarfélaganna og þau skylduð
til að nota hann til uppbyggingar og
reksturs dagvistarheimila.
Þaö er gleðiefni að nú í vikunni
var sett á laggimar nefnd á vegum
borgarinnar til að kanna með hvaða
hætti má fá fólk til starfa á dagvistar-
heimilin á ný. Vonandi sjáum við
Ráðhúshneykslið
Það er reginhneyksli og til hábor-
innar skammar að borgarstjóri skuh
á næstu tveimur árum ætla að verja
sjö hundrað og fimmtíu mihjónum
króna til byggingar ráðhúss en
hunsa um leið frumþarfir borg-
arbúa. Ástæðan fyrir þessu frum-
hlaupi borgarstjóra er auðvitaö sú
aö hann sér fram á hrun síns flokks
í næstu borgarstjómarkosningum
og vih reisa sér veglegan minnis-
varða áður en hann neyðist til aö
hverfa úr valdastóh. Þessu kyngjum
við foreldrar ekki þegjandi og hijóða-
laust. Beitum nú öhum okkar
samtakamætti og kreflumst þess að
ríki og sveitarfélög taki sig nú á og
sjái bömunum okkar fyrir nægum
og góðum dagvistarheimilum.
Sigríður Sigurðardóttir
: . .1.11: !
.noaaatógfaV nBÍ.'Hfe