Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1987, Side 32
32
ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987.
Menning_____________________________________________________x>v
íslensk bíómynd til sólu
Friðrik Þór Friðriksson í spjalli um Skyttumar
Friðrik Þór Friðriksson býr á annarri hæð í stæðilegu húsi við Tjömina. Á stofuborð-
inu heima hjá honum stendur forláta tölva. Friðrik notar hana til að skrifa handrit að
nýrri kvikmynd sem á að flalla um ástir ellilífeyrisþega, en þess á milli fæst hann við
að selja síðustu mynd sína, Skytturnar, til sýninga erlendis. Þegar við sækjum hann
heim á vætusömum laugardegi er erindi okkar einmitt að fræðast um gengi Skyttnanna
og spyrja Friðrik út 1 hvemig reynsla það sé að selja útlendingum íslenska kvikmynd.
Fyrst er hann spurður hvað hafi ýtt honum út 1 þessa sölumennsku.
Friðrik Þór Friðriksson: „Sumar kvikmyndahátíðir eru gagnslausar." DV-mynd S.
„Skyttumar voru frumsýndar hér
heima síðastliðið vor og sannast
sagna var aðsóknin hrikaleg. Það
sáu aðeins 7 þúsund manns myndina
sem er örugglega ein minnsta að-
sókn sem íslensk mynd hefur fengiö
frá upphafi. Þannig komu til dæmis
samtals 200 manns síðustu 45 sýn-
ingardagana. Aðgangseyririnn fór
allur í það að borga leigu á bíósölum.
Þegar svona nokkuð gerist verður
maður að hugsa aðallega um erlend-
an markað ef maður ætlar að bjarga
höfðinu á sér. Það er einfaldlega
ekki um annað að ræða en að storma
á erlendar kvikmyndahátíðir og
markaði."
Hvemig reynslu höfðu íslendingar
af slíkum hátíðum áður?
„Ég held að þeir hafi tekið þær
allt of hátíðlega. Sumir þeir íslend-
ingar, sem höfðu reynt þetta, sögöu
að það væri mgl að ætla sér að fara
út með íslenska kvikmynd til að selja
hana. Það svaraði ekki kostnaði. Eg
hef hins vegar komist að því gagn-
stæða. Ef maður hefur í fórum
sínum sögu sem útlendingar „fíla“
þá er þessi hátíöarbransi alveg tilv-
alinn. Það er bara ekki sama hvert
maður fer.“
Þú fórst fyrst til Cannes?
„Já, kvikmyndahátíðin þar er lík-
lega einhver mikilvægasti hluturinn
í þessum kvikmyndabransa. Þangað
koma aliir sem ætla sér að selja
myndir. Og jafnvel þótt menn selji
ekki kynnast þeir fólki sem ef tíl
vill er tilbúið að fjármagna næstu
mynd.“
MARKAÐSTORG
KVIKMYNDANNA
„Annars má skipta hátíðinni í
þrennt. í fyrsta lagi er lokuð keppni,
í öðm lagi er margþætt dagskrá í
gangi og loks em sýndar myndir
utan dagskrár. Það var það sem ég
gerði með Skyttumar. Ég hafði reynt
að koma myndinni inn í dagskrána
en var ansi seinn til.“
Getur hver sem er sýnt mynd þama
utan dagskrár?
„Já, svo gott sem. Þetta er í sjálfu
sér ekkert annað en markaöstorg
þar sem menn era að selja sína vöm.
Það er þess vegna út í hött þegar fjöl-
miðlar hér heima em aö slá því upp
ef einhver íslerisk mynd er sýnd á
almennum sýningum í Cannes.
Þama em sýningar frá morgni til
kvölds, samfleytt í tíu daga. Alls em
sýndar yfir 500 myndir, af öllum
gerðum og í öllum gæðaflokkum.
En hvað kemur þá út úr þessum
sýningum í Cannes?
„Myndir í keppninni er nokkuð
öraggt að seljast vel, en ef maður er
með mynd í dagskránni eða á al-
mennum sýningum er árangurinn
að miklu leyti undir manni sjálfum
kominn.
Skyttumar vom sýndar á tveimur
almennum sýningum í Cannes. Á
þá fyrri komu 60 manns en 120 á þá
síðari. Þetta telst víst nokkuð gott,
miðað við að á sumar kvikmyndir
frá Norðurlöndum koma kannski 4
til 5 áhorfendur. Máliö er aö auglýsa
sig nógu vel upp. Ég fór með kon-
unni minni og vinkonu hennar út
og við þöktum bæinn með plakötum
og límmiðum. Því var að margir
könnuðust við að þama væri verið
aö sýna íslenska mynd.“
DUGLEGUR AÐ TRANA SÉR
„í framhaldi af þessu sýningum
komst ég samband við ýmsa aðila
og fékk meðal annars boð um aö
taka þátt í kvikmyndahátíðinni í
Locamo í Sviss. Það er nefnilega
ekki aðeins að til Cannes komi kau-
pendur að ná í myndir heldur velja
aðrar kvikmyndahátíðir myndir tO
sýningar þaðan. Svona hleður þetta
smátt og smátt utan á sig. Maður
verður bara að vera duglegur við að
trana sér fram. Ef maður situr uppi
á hótelherbergi og heldur að sér
höndum getur maður alveg eins se-
tið heima.“
Segðu okkur örlítið frá hátíðinni í
Locamo.
„Áður en ég kom til Cannes hafði
ég sett stefnuna á Locamo. Þaö vom
allir sammála um að það væri rétta
hátíðin fyrir þessa mynd. Hátíðin er
í rauninni keppni og til hennar vora
aðeins valdar átján myndir. Þama
vom aðstæður líka allt aðrar en í
Cannes. Ég þurfti ekki að vera á
þönum um allan bæ með plaköt né
eltast við þá sem ég vildi hitta. Hátíð-
in fékk mikla og góða kynningu í
fjölmiðlum, tekin vom viðtöl við mig
í blöð, útvarp og sjónvarp, auk þess
sem sýnt var úr Skyttunum í sérs-
takri heimildamynd sem gerð var
um hátíðina. Þama var líka stöðugt
haldið aö manni fólki. í Cannes
komst ég bara í einhver sér partí
fyrir Noröurlandabúa en í Locamo
var mér boðið í öll samsæti og kynnt-
ist þar fjölda fólks.“
Þama fengu Skyttumar líka sér-
staka viðurkenningu. Hvaða gildi
hafði hún?
„Þessi viðurkenning var eins kon-
ar fjórða sætið í keppninni og
vissulega mjög ánægjuleg. Það er
líka staðreynd að myndir seljast oft
út á svona viðurkenningar. Á hinn
bóginn valda verðlaunin því að það
er erfiðara að taka þátt í hátíðum
hér eftir. Það er hörð samkeppni
milli hátíðanna og menn vilja helst
ekki fá myndir á hátíðir sem búið
er að verðlauna annars staðar.
VANTAR 5 MILUÓNIR
„Af þessum sökum veröa menn að
velja sér hátíðir af kostgæfni. í raun-
inni ætti kvikmyndasjóður að hafa
sérfræðing á sínum snærum sem
hefði þekkingu til að markaössetja
íslenskar myndir erlendis. Sumar
þessar kvikmyndahátíðir, sem em
haldnar þama úti, em nefnilega
gagnslausar meðan aðrar, sér í lagi
hátíðin í Cannes, skipta sköpum."
Nú hefur þú verið á þönum I allt
sumar við að kynna Skyttumar fyr-
ir útlendingum. Hver er árangur-
inn? „Eins og málin standa í dag
vantar mig 5 miiljónir til að Skyt-
tumar standi á sléttu. Það sem hefur
gerst hingað til er að fjöldi fólks út
um allan heim veit af þessari mynd
og er að pæla í henni. Mér hafa til
dæmis borist fyrirspumir frá Japan,
Ástralíu og flestum Evrópulöndun-
um. Nú í haust á að frumsýna
myndina á Norðurlundunum og það
bíða margir eftir því að sjá hvemig
henni reiðir af þar. Ef hún gengur
þokkalega geri ég fastlega ráð fyrir
að hjólin fari aö snúast annars stað-
ar.
Hingað til hef ég einkum verið að
gæla viö að geta selt myndina í bíó.
Sjónvarpsstöðvar borga nefnilega
betur fyrir mynd ef búið er að sýna
hana i bíóum í viðkomandi landi
áður. Á hinn bóginn hefur þýska
sjónvarpið þegar ákveðið að kaupa
myndina til sýningar og það er alveg
ljóst að ég þarf ekki að gera nema
tvo slíka sjónvarpssamninga til að
ná upp í þennan kostnað. Gallinn
er bara sá aö mér er farið að liggja
svolítiö á þessum peningum.
MYNDIR HJÁLPA
HVER ANNARRI
„Annars er árangur af svona
kynningu margþættur. íslenskar
myndir geta til dæmis hjálpað hver
annarri. Þannig hefur þetta starf
mitt hjálpað strákunum sem em að
vinna að Foxtrot.
Fylgja því ekki einhverjir sérstakir
erfiðleikar að selja útlendingum ís-
lenska kvikmynd?
„Á vissan hátt er það kraftaverk
að selja islenska kvikmynd til sýn-
ingar erlendis. Það má likja þessu
við það þegar eskimói tekur upp á
því að selja svaladrykk. Maður er
að selja eitthvað sem er framleitt
mikiö af í heiminum en það dettur
engum í hug að það sé framleitt hér.
Við erum ekki nema 250 þúsund og
fyrir útlendinga er sprenghlægilegt
að við skulum vera framleiöa kvik-
myndir á okkar eigin máli. Það fer
ekki þjá því aö maður mæti vissum
fonlómum af þessum sökum.
Áðan var ég að tala um að íslensk-
ar myndir gætu hjálpað hver
annarri en þetta er auðvitað tvíbent;
íslenskar myndir geta líka eyðilagt
hver fyrir annarri. Þannig hef ég
fundið að Danir era fordómafyllri
gagnvart íslenskum myndum en til
dæmis Hollendingar eða Englend-
ingar og það vil ég fyrst og fremst
rekja til íslenskra sjónvarpsleikrita
sem sýnd hafa verið á Norðurlönd-
unum á undanfómum árum. Þessi
leikrit hafa ekki einu sinni fengið
gagnrýni í blöðum heldur ummæli
á borð við: Enn einu sinni hefur ís-
lenska sjónvarpinu tekist að eyði-
leggja kvöldið fyrir dönsku þjóðinni.
KYNNING Á
ÍSLENSKRIMENNINGU
„En það þýöir ekkert að láta þessa
fordóma buga sig. Maður verður að
trúa á það sem maður er aö gera.
Aðalvandamálið fyrir mig hefur því
veriö að fá fólk til að sjá Skytturnar.
Sú tortryggni, sem ég hef mætt,
bráðnar venjulega eftir að fólk hefur
horft á myndina. Og að sjálfsögöu
er þetta ekki bara spuming um pen-
inga. Með íslensku kvikmyndunum
erum við fyrst og fremst að kynna
íslenska menningu. Hingað til höf-
um við verið algjörir þiggjendur á
sviði kvikmynda en það ætti að vera
okkur metnaðarmál aö gefa eitthvað
til baka.“
Nú á að fara endursýna Skyttumar
hér á landi. Hvað er svo framundan
hjá þér?
„Eftir hátíðina í Locamo hafa
ýmsir haft samband við mig og beð-
ið um að Skyttumar yrðu endur-
sýndar hér heima, en vegna fyrri
reynslu á ég tæplega von á að fleiri
sæki þessar sýningar en þeir sem
höfðu samband. Ég held að sjálf-
sögðu áfram að vinna í þessum
málum úti enda er ljóst aö allar tekj-
ur, sem koma ixm fyrir þessa mynd,
koma erlendis frá.
Þessa dagana er ég svo á nám-
skeiði í handritagerð sem Daniel
nokkur Martin heldur hér á landi á
vegum Kvikmyndasjóðs. Svo er ég
auðvitað að ’vdnna að þessu nýja
handriti."
Hvenær gerir þú þér vonir um að
geta ráðist í gerð þeirrar myndar?
„Um leið og ég fæ styrk frá Kvik-
myndasjóði. Ég geri að vísu fastlega
ráð fyrir að fá hlutafjármögnun er-
lendis frá, en ég hefst ekki handa
fyrr en ég fæ styrk hér heima. Það
er bijálæði að fara út í gerð myndar
án styrks frá sjóðnum. Ég hef reynt
það tvisvar og tala því af reynslu.
Það er hins vegar á huldu hvenær
þessi styrkur kemur. Nú heyrast
raddir um að það eigi að lækka fram-
lag til sjóðsins, en slíkt væri eins og
hnefahögg í andlitíð fyrir okkur sem
erum að burðast við að framleiöa
íslenskar kvikmyndir." -jkh