Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1987, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987.
Viðskipti
Eni mátverk góð fjárfesting?
„Gott málverk eflir viðurkenndan
málara er góð fjárfesting sem fylgir
verðlagi og stundum gott betur," segir
Úlfar Þormóðsson, listaverkasali í
Gallerí Borg, en galleríið er eina fyrir-
tækið hérlendis í fullum rekstri sem
beinlínis er rekið sem markaður fyrir
málverk; þangað kemur fólk til að
selja og kaupa málverk.
Ulfar segist geta nefnt dæmi um gott
málverk sem selt var í júni 1984 fyrir
300 þúsund krónur hjá Gallerí Borg.
„Það kom hingað til okkar aftur í sum-
ar og var þá selt fyrir rúma eina
milljón. Þetta er langt fyrir ofan al-
mennar verðhækkanir í þjóðfélaginu
og skákar verðbréfunum."
Misjafnt verð á Kjarval
Verð á málverkum er jafnmisjafnt
og þau eru mörg - líka eftir sömu
málarana. Góðir Kjarvalar seljast frá
500 þúsund krónum og upp í eina millj-
ón. Mjög góð verk, og þá yfirleitt stórar
myndir, geta farið hærra.
Þekktir málarar, sem tilheyra Sept-
em-hópnum, málarar eins og Kristján
Davíðsson, Valtýr Pétursson, Þorvald-
ur Skúlason, Karl Kvaran og Jóhann-
es Jóhannesson, virðast gjaman
Peninqamarkaður
INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst
Sparisjóðsuækur ób. Sparireikningar 14-17 Lb.Úb
3ja mán. uppsögn 15-19 Úb
6 mán. uppsógn 16-20 Úb.Vb
12 mán. uppsögn 17-26,5 Sp.vél.
18 mán. uppsögn 25,5-27 Bb.lb
Tékkareikningar 6-8 Allir
nema Vb
Sér-tékkareikningar Innlán verðtryggð 6-17 Ib
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6 mán. uppsögn Innlán meðsérkjörum 3-4 14-24,32 Ab.Úb Úb
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalir 5,5-6,5 Ab.Vb
Sterlingspund 8,25-9 Ab.Úb. Vb
Vestur-þýsk mörk 2,5-3,5 Ab.Vb
Danskarkrónur 9-10,5 lb
ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð (%) lægst
Almennir víxlar(forv.) 28-29,5 Bb.Lb
Viðskiptavixlar(forv.)(1) 30,5-31 eða kge
Almenn skuldabréf 29,5-31 Lb
Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir
Hlaupareikningarívfirdr.) Útlán verðtryggð 30 Allir
. Skuldabréf Útlán til framleiðslu 8-9 Lb
Isl. krónur 28-29 Vb
SDR 8-8,25 Bb.Lb, Úb.Vb
Bandaríkjadalir 8,5-8,75 Bb.Úb, Vb
Sterlingspund 11,25- 11,75 Sp
Vestur-þýsk mörk 5,5-5,75 Bb.Sp, Úb.Vb
Húsnæðislán Lífeyrissjóðslán 3,5 5-9
Dráttarvextir 42
MEÐALVEXTIR
óverðtr. sept. 87 29,9
Verðtr. sept. 87 VÍSITÖLUR 8.4%
Lánskjaravisitala sept. 1778 stig
Byggingavisitala 1 sept. 324 stig
Byggingavisitala 2 sept. 101,3 stig
Húsaleiguvísitala Hækkaði 9% 1. júlí
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða (uppl. frá Fjárfestingarfélagiflu):
Avöxtunarbréf 1,2588
Einingabréf 1 2,301
Einingabréf 2 1,356
Einingabréf 3 1,422
Fjölþjóöabréf 1,060
Gengisbréf 1,0295
Kjarabréf 2,322
Lifeyrisbréf 1,157
Markbréf 1,178
Sjóðsbréf 1 1,135
Sjóðsbréf 2 1,097
Tekjubréf HLUTABRÉF 1,220
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 114 kr.
Eimskip 278 kr.
Flugleiðir 196 kr.
Hampiðjan 118 kr.
Hlutabr.sjóðurinn 119 kr.
lönaðarbankinn 143 kr.
Skagstrendingur hf. 182 kr.
Verslunarbankinn 126 kr.
Útgerðarf. Akure. hf. 160kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavixla gegn 31 % ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank-
inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb = Otvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýslngar um penlngamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.
seljast á bilinu 100 til 200 þúsund krón-
ur í dag. Dæmi eru þó um mun hærra
verð. Eins og áður segir er verðið
misjafnt efdr verkum og málurum.
Um 60 til 70 málarar eru á markaðn-
um. Rætt er um frumheijana, menn
eins og Þórarin B. Þprláksson, Kjar-
val, Jón Stefánsson, Ásgrím Jónsson,
Mugg (Guðmund Thorsteinsson) og
Kristínu Jónsdóttur.
Ungu málararnir
Septem-hópurinn hefur áður verið
nefndur. Og þá eru það ungu málar-
amir svonefndu, fólk á aldrinum frá
tvítugu til fimmtugs. Verk þessara
málara seljast á bilinu frá nokkrum
þúsundum króna upp í 100 þúsund
krónur venjulega. Til eru þó dæmi um
að verðið fari hærra, jafnvel hátt á
annað hundrað þúsund króna.
„Myndir þurfa að standa fyrir aug-
liti fólks og öðlast viöurkenningu. Það
þýðir ekkert aö kaupa mynd og læsa
hana niðri í kjallara. Menn kaupa
myndir til yndis og ánægju,“ segir
Úlfar Þormóðsson.
Um mann, sem engan áhuga hefur
á myndlist en vill kaupa málverk ein-
ungis til að fjárfesta og selja síðar
þegar hann telur að hann fái ríflega
vexti af því, segir Úlfar að þessi maður
geti fengið rétta málverkið ef honum
er leiöbeint. Það sé engan veginn sama
hvaða verk sé keypt og dugi ekki held-
ur að það sé eftir okkar þekktustu
málara.
„Ég spái því að verðbréfamarkaður-
inn íslenski hrynji eftir nokkur ár. Það
getur enginn borgað svo háa vexti sem
nú eru í gangi. Þegar slíkt gerist er
gott að eiga gott málverk. Það heldur
verðgildi sínu,“ segir Úlfar.
Engir skattar af málverkum
Rétt er að benda á að engir skattar
eru borgaðir af málverkum. Þegar fólk
fjárfestir hins vegar í íbúðum og bílum
er bæði um viðhald og opinber gjöld
að ræða.
Sverrir Kristinsson
Sverrir Kristinsson, fasteignasali og
bókaútgefandi, sem hefur gefið út rit-
röðina Islensk myndlist sem fjallar um
íslenska myndlistarmenn og verk
þeirra og hefur fýlgst með markaðn-
um síðustu 20 árin, telur að fólk kaupi
málverk jafnmikið og áður og að kaup-
endahópurinn sé að stækka.
„Það er í góðu lagi að fjárfesta í góðu
málverki eingöngu út frá fjárfestingar-
sjónarmiði. En lífið er meira en fjár-
festing og peningar; það verður lika
að meta þá arðsemi að njóta mynd-
anna,“ segir Sverrir.
Hann bætir við að þaö geti verið
mjög handahófskennt hvaöa verð fæst
fyrir málverk á uppboðum. „Ég tel
reyndar að það vanti meira af góðum
listaverkum á uppboð sem haldin eru
um þessar mundir.“
Ekki nóg að vera nafn
„Ég get tekið undir það aö mjög góð
verk hafa fylgt verðbólgunni undan-
farin ár. En sé einungis verið að
fjárfesta í málverki eftir þessa gömlu,
þekktu meistara er ekki bara nóg að
hafa nafn meistarans á myndinni, hún
verður fyrst og fremst að vera góð.
Ég tel að myndlistarsmekkur almennt
hafi þróast í rétta átt og að fólk kunni
nú betur að greina á milli lélegra
málverka og góðra, enda er nú mikil
gróska í íslenskri myndlist og við eig-
um marga efnilega myndlistarmenn
af yngri kynslóðixuii og ég hvet fólk
hiklaust til þess að kaupa myndverk
eftir þá,“ segir Sverrir.
-JGH
Mynd eftir Jóhannes Kjarval. Verk eftir Kjarval liggja yfirleitt á bilinu 500 þúsund krónur til ein milljón. En borgar það sig
að fjárfesta í honum? Það er ekki sama hver myndin er, þar er að ýmsu að hyggja.
Holiday Inn er ekki til sólu
- segir Guðbjöm Guðjónsson
„Holiday Inn er ekki til sölu og
það hafa engir sett sig í samband við
mig sem vilja kaupa það,“ segir
Guðbjöm Guðjónsson, eigandi hót-
elsins Holiday Inn, um það hvort
liann ætli að selja hluta hótelsins en
sögur um slíkt hafa gengið.
Guðbjöm segir aö rekstur hótels-
ins hafi gengið miög vel. „Aðsóknin
hefúr verið miklu meiri en ég reikn-
aði með.“ •
- Nú hefur veriö rætt um að Sam-
band íslenskra samvinnufélaga hafi
áhuga á að kaupa hluta í hótelinu?
„Það er alveg út í loftið. Þeir hafa
í það minnsta ekki rætt við mig um
það.“
- Er hótelið til sölu ef einhver kem-
ur og býður vel?
„Ef einhver kemur með ótrúlegt hafna, þá er auðvitað ekki hægt að Guðbjöm Guðjónsson, eigandi
tilboö, eitthvað sem ekki er hægt að horfa fram hjá slíku tiiboði," segir Holiday Inn.
Guðbjöm Guðjónsson, eigandi hótelsins Holiday Inn. „Aðsóknin hefur verið miklu meiri en ég reiknaði með.“
Menn háma
jafh-
mikið af
ís í sig
„Ég get ekki merkt neinn samdrátt
á sölu á ís hjá okkur eftir að söluskatt-
urinn á ís varð 25 prósent. Það er keypt
jafnmikið og áður,“ sagöi Guðmundur
Viöar Friðriksson, verslunarstjóri í
Hagkaupi í Skeifunni, um það hvort
sala á ís hefði dregist saman.
Guðmundur sagði að það væri geysi-
lega mikil sala á ís. „Það fer örugglega
um tonn á viku hjá okkur hér í Hag-
kaupi í Skeifúnni.“
Mikið spurt
um jeppa í
gærmorgun
„Það hefur verið mikið hringt í
morgun og spurt um jeppa,“ sagði
Hreinn Hjartarson, bílasali í Bíla-
kaupum, við DV í gær en í
gærmorgun vöknuðu Reykvíking-
ar upp við hvíta jörð.
Hreinn segir að mikið hafi verið
spurt um litlu amerísku jeppana,
eins og Bronco og Cherooke, ár-
gerðir 1984 og 1985. „Það er líka
spurt mikið um japönsku jeppana
Pajero og Patrol en fáir af þeim
koma inn á bílasölumar núna.“
Að sögn Hreins er algengt verð
á Bronco og Cherooke, ’84 og ’85
árgerðum, frá 800 þúsund krónum
upp í eina milljón. Kjörin eru
margvísleg. „Jeppatíminn er núna
að koma á bflasölum ef það fer að
snjóa eitthvað." -JGH
-JGH