Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1987, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987.
13
Eitt af útþvældu umræöuefnunum
er enn í sviðsljósinu, flugstöðin. Er
ef til vill búið að ræða hana í botn
og það umræðuefni þegar fokið út á
akur gleymskunnar? Að vissu leyti
er það rétt en það sakar ekki að
nefna hana í umræðu um verðbólgu,
þenslu og peningaaustur í tilrauna-
starfsemi.
Fullgildur atvinnuvegur
Fyrir skömmu var útvarpsþáttur
sem Öm Petersen sjómaði á Stjöm-
unni. Var þar fjallað mjög skynsam-
lega um hiö svonefiida flugstöðvar-
mál og öll „umtöluð hneyksli"
svonefnd látin eiga sig, en málin
rædd frá þeim pól að nú er þetta
orðinn vinnustaður fjölda manna og
kvenna sem ekkert komu við
ákvarðanatöku um byggingu né
sjálfa bygginguna og vilja aðeins
vinna sína vinnu í friði og njóta
hennar á nýjum vinnustað.
Flugstöðin er mikið átak og nokk-
uð snotur bygging og auk þess að
mínum dómi endanleg staðfesting á
því að ferðamennska sé fullgildur
atvinnuvegur eða ætti allavega svo
að vera. Með því að snoturt mann-
virki af þessu tagi er risið við
móttökustað ferðalangsins vona ég
að það verði til þess að um allt land
muni rísa móttökustöðvar og öfl
ferðamannamóttaka batna.
Ferðaþjónusta bænda er mikil-
vægt skref í þá átt að fuflnýta
fjármagn það sem streymir til ferða-
markaðarins, en ég held að við
ættum enn frekar að geta fengið
ferðamenn til að nýta þjónustuna
hér án þess að þeir hafi á tilfinning-
unni að verið sé að féfletta þá. Þetta
gerum við best með því að bjóða
stöðugt upp á gæðaþjónustu og
fyrsta flokks mat.
Skylda fararstjóra
Allt er þetta dýrt en við verðum
KjaUariim
Friðrik Á. Brekkan
blaðafulltrúi
að gæta þess að verðlag á matsölu-
stöðum fari ekki upp lyrir skynsem-
ismörk, en þar sýnist mér helst
pottur brotinn. Þá þarf að spoma við
þeirri þróun að erlendar ferðaskrif-
stofur sendi hingað rútur ásamt
fararstjórum frá meginlandinu með
Norrönu um Seyðisfjörö. Fararstjór-
ar, sem ekki eiga hagsmuna að gæta,
munu ekki virða landið og ganga um
sem gestir á ferðum sínum. Það
verður að gera það að skyldu að ís-
lenskir fararstjórar séu ávaflt til
staðar í nefiidum langferðabifreið-
um.
Landið verður aldrei ofvemdað.
Það kunna að vera einhveijir í
hverjum bíl sem ekki heyra viðvör-
unarorð fararstjóranna um að hlifa
gróðri. Sumir koma jafnvel með
blóm sem þeir hafa rifið upp með
rótum og spyija fararsljórann hvað
blómið heiti. Miðað við að fimm pró-
sent af ferðamönnum þeim sem
koma til landsins rífi upp blóm og
enn til umræðu
„Fararstjórar, sem ekki eiga hagsmuna
að gæta, munu ekki virða landið og
ganga um sem gestir á ferðum sínum.“
spyiji fararstjórann um nafn þess
og fleygi svo þá eru um sex þúsund
blóm á ári rifin upp á þennan hátt
og yfirieitt á víðavangi þar sem gróð-
ur er sjaldgæfur.
Eins og hér sést eru margir smá-
þættir sem ber að huga að í heildar-
mynd ferðamennskunnar. Þá má
enn minna á salemisaðstöðu á hin-
um ýmsu ferðamannastöðum en
hún er, eins og aflflestir vita, fyrir
neðan aflar hellur og oft afls engin
nema víðavangurinn margfrægi.
Mikið hefur verið gert á undanfóm-
um fimm árum, svo mikið að vissu-
lega er það stórkostlegt.
Mál sveitarfélaga
En stundum hafa framkvæmdir
verið mönnum ofviða, dýr erlend lán
og hálfkáksfyrirgreiðsla. Lán og
styrkir til uppbyggingar ferða-
mannaþjónustu ættu að vera eitt af
stóm málunum hjá hveiju sveitafé-
lagi, sérstaklega nú þegar ótaldir
mifljarðar fara í að halda uppi erf-
iðri stöðu í landbúnaði.
Ujálpa mætti til í hveiju byggðar-
lagi með uppbygginguna, td. með
fjárhæð sem nemur niðurgreiðslum
þangað á einu ári. Ef hægt væri að
stýra þróuninni að hluta til inn á
þær brautir myndi skapast bætt
þjónusta víða um land, á stöðum þar
sem nú er enga þjónustu að fá og
fólk jafhvel að hugsa um að flytjast
í fjölmennið sökum einhæfs og erfiðs
búskapar.
Við skuldum landsbyggðinni
ómældar fjárhæðir til uppbyggingar
á slíkri aðstöðu. Við gætum alveg
lokað augunum íyrir þessum niður-
greiðslum og hít sem gleypir íjár-
magn í óraunhæfar aðgerðir.
En þegar við opnum augun á nýjan
leik sjáum við að aflir eru komnir
tfl Reykjavíkur og sveitabæimir
komnir í eyði eða verða sportafdrep
hesta- og veiðimanna sem búa í
Reykjavík.
Höfum hina stórhuga framkvæmd
við flugstöðina nýju að leiðarljósi og
látum hana verða hvata að upp-
byggingu ferðaþjónustu um land
allt. Látum ekki flugstöðina aðeins
verða andlit höfuðborgarsvæðisins
heldur landsins afls.
Friðrik Ásmundsson Brekkan
„Flugstöðin er mikið átak og nokkuð snotur bygging," segir greinarhöfundur. Svipmynd úr byggingunni.
ísland - ferðamannaland:
Hver þjónar hverjum?
Eftir nám í virtum hótel- og ferða-
mannaskóla erlendis og starfsreynslu
á betri hótelum en hér er að finna þá
er ekki tekið vel á móti okkur, þessum
„erlendis-menntuðu“.
Við íslendingar höfum löngum
verið þekktir fyrir eitt, öðru fremur,
rausnarskap í öllu því sem við ger-
um. Engin þjóð á eins mörg heims-
met miðað við höfðatölu. Engin þjóð
eyðir eins um efni fram og fáar vinna
eins langan vinnudag. Og við erum
hamingjusamasta þjóð í heimi.
Nú erum við lika orðin heimsfræg
og þvi ekki furða þótt erlendum
ferðamönnum fjölgi ört ár frá ári.
Við fyllumst því enn meira sjálf-
strausti og hamingjan vex að sama
skapi. Hótel og ferðaskrifstofur, sem
og önnur þjónusta við erlenda ferða-
menn, eru nú að verða eins og
vídeóleigumar hér áður fyrr, næst-
um því afls staðar. Þetta höldum við
að sé i góðu lagi, hara að byggja nóg
og ana svo áfram á okkar íslenska
hugsunarhætti. Auðvitað á hinn
aukni ferðamannastraumur bara að
koma af sjálfu sér því aflir eiga jú
að vita hvar og hvaö ísland er. En
þeir eru margir sem gleyma þjón-
ustuhliðinni á þessu máli.
Hvaða ferðamenn?
Aukinn og jöfn fjölgun ferða-
manna hingað til lands er auðvitaö
sú forsenda að upphygging, sem hef-
ur átt sér stað í ferðamannaþjón-
ustunni, hrynji ekki fljótlega niður
eins og illa byggð spilaborg. Því mið-
ur er enn ekki til skýrt mótuð
ferðamálastefna fyrir ísland sem
ætti að miða afla uppbyggingu við.
T.d. hafa þeir ferðamenn, sem okkur
sækja heim, lítt verið sldlgreindir á
markaðslegan hátt, þ.e.a.s. hvers
konar ferðamenn við faum.
Eru þaö fátækir námsmenn sem
koma hingað með Norrænu og hrósa
happi yfir að hafa komist yfir Fjarð-
arheiðina á reiðhjólinu sínu og
drekka Svala?
Er það hin svokallaða vísitölufjöl-
skylda sem flæðir út úr tjöldum
Kjallariim
Þórður Jóhannsson
hótelrekstrarfræðingur
sinum á ifla búnum fjaldstæðum eða
gistir á Edduhótelum og hámar í sig
okkar heimsfræga skyr?
Eða getum við einbeitt okkur að
þeim efiiuðu, laxveiðimönnum, æv-
intýralegum aröbum og breskum
fuglaskoðurum sem aflir gista á okk-
ar „lúxushótelum" og drekka
átappað íslenskt vatn sem nú má fá
úr minibamum og kostar aðeins 30
ískaldar krónur?
En þess má geta að er hinn ís-
lenski almenningur frétti af þessari
vatnssölu á hótelunum þá fussaði
hann og sveiaði því auðvitað áttu
útlendingamir hara að drekka beint
úr krananum eins og við, vatnið
okkar er jú heimsfrægt.
Þjónustu, takkfyrir
En eitt eiga allir þeir ferðamenn,
sem land okkar heimsækja, sameig-
inlegt. Þeir þurfa þjónustu og það
góða. En hér verður okkur iflilega
fótaskortur. Þjónustan okkar er oft
léleg og því ekki landi né þjóð til
sóma.
Hefurðu ekki komið á veitingastað
þar sem þú þarft að bíða lengi eftir
þjónustu? Eða gengið um ganga á
hóteli og starfsfólk brosir ekki né
segir góðan dag? Þjónn afsakar sig
ekki þegar hann heflir óvart rauö-
vininu niður á hvíta og dýra pilsið
eða nýju jakkafotin.
Fagleg menntun
Kenna má um lélegri faglegri
menntun hjá þjónum, litlum skiln-
ingi okkar á þjónustulund og hvað
í þjónustu á að felast Einnig því að
enn er ekki að finna hérlendis skóla
né kennslu sem tekur fyrir ferðamál
og þjónustu við ferðamenn á fagleg-
an hátt. Hér er því um að ræða
alvarlegt aðhaldsleysi og litla fram-
tíðarsýn af hálfu þeirra sem um
þessi mál eiga að sjá.
Þvi er nú svo komið aö stór hópur
íslendinga stundar nám erlendis í
hótelrekstri og ferða- og ferðaskrif-
stofurekstri. Nám þetta er styrkt að
fiillu af Lánasjóði íslenskra náms-
manna og kostar því þjóðfélagið
stórfé á ári hverju. í staðinn fá nem-
endur auðvitað menntun og reynslu
erlendis frá, sem svo sannarlega
ætti að koma að gagni hér heima.
En er þaö svo? Nei, því miður, í
mörgum tilfellum ekki og er það
aðaflega á hótelum sem þessi mennt-
un er hreinlega sniðgengin.
Eftir nám í virtum hótel- og ferða-
mannaskóla erlendis og starfs-
reynslu á betri hótelum en hér er
að finna þá er ekki vel tekið á móti
okkur, þessum „erlendis-mennt-
uðu“. Okkar reynsla og þekking á
ekki upp á paflhorðið hjá mörgum
yfirmanna íslenskra hótela og veit-
ingastaða. Þar er mest um að kenna
séríslensku fyrirbæri sem ég kalla;
ofríki íslenskra þjóna og ómennt-
aðra stjómenda í hótelrekstri hér-
lendis. Þetta fólk lítur á okkur sem
eitthvaö af hinu illa. Við eigum að
vera hættulegir störfum þeirra og
stétt. En við hvað em þeir svona
hræddir? Jú, með bættum sam-
göngum og betri upplýsingastreymi
um þennan rekstur sjá þeir hvað
íslenska þjónustan er langt á eftir
beim sem fremstir em í þessu efni,
en þeir vilja frekar sigla áfram í
meðalmennskunni svo þeir tapi ekki
virðingu sinni. Já, hér er enn
„kónga- og drottningaveldi" í þess-
um málum.
Ekkert eftirlit
Eftirlit með þessum málum er litið
og til háborinnar skammar.
Sem dæmi þá er ég þess fuflviss
að á íslensku hóteli er ekki enn að
finna eina mikilvægustu stöðu sér-
hvers hótels. Ekki er einu sinni til
íslenskt orð yfir þessa stöðu sem ég
vil kalla gæðaeftirlitsmann með allri
vöra og þjónustu sem hótel selur.
Erlendis er þessi staða á öllum hótel-
um og felst einfaldlega í þvi að halda
uppi staðli hótelsins, þjónustulega
séð. Oft era þetta mikilvægustu
deildimar og þvi oft mannmargar.
Ef þetta kerfi fyrirfinnst hérlendis
þá er ég viss um að þar situr þjónn,
sem einnig starfar sem slíkur. Hvert
er þá hans eftirlit? Að fylgjast með
sjálfum sér, sem er auðvitað ekki
neitt eftirlit! Þessu má líkja við að
bankaræningi gæti banka sem er nú
víst ekki algengt.
Komið að tímamótum
Ef heldur fram sem horfir að gest-
urinn er númer 2 en hagsmunir og
virðing þjónustuaðilans númer 1 og
ekki bætt sú kennsla sem fyrir er í
Hótel- og veitingaskóla íslands, né
komið á fót skóla eða braut á fram-
haldsskólastigi sem tekur á þjónustu
hótela og veitingastaða, svo og allri
almennri þjónustu sem tengist, og
er óijúfanlegur hluti ferðamála- og
ferðaskrifstofureksturs, þá getum
við gleymt öflum framtíðarhug-
myndum um ísland sem flölsótt
ferðamannaland og eftirsóttan ráð-
stefnustað.
Viö þurfum að nýta það fólk sem
hefur menntun og reynslu erlendis
frá og þekkir muninn á þjónustu og
góðri þjónustu, í stað þess að spyma
við fótum gegn því fólki og vilja það
burt.
Með samvinnu þeirra sem reynslu
hafa og vel menntaðs fólks í ferða-
mannaþjónustu hefur island mögu-
leika á að verða eitthvað sem okkur
öll dreymir um. En eitt er þó víst,
það veiður öllum til góðs. Þvi allt
er þetta bara spuming um hver
þjónar hveijum.
Þórður Jóhannsson