Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1987, Blaðsíða 32
F R E T
A S K O T I Ð
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500
krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórrs - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987.
Albert Guðmundsson:
Eyða halla á
lengri tíma
** „Mér fmnst þama fariö afskaplega
hratt yfir og mér hefði fundist skyn-
samlegra aö eyða halla ríkissjóös á
lengri tíma en einu ári, eins og frum-
varpið gerir ráð fyrir,“ sagði Albert
Guðmundsson alþingismaður í morg-
un þegar álits hans var leitað á fiár-
lagafrumvarpi ríkisstjómarinnar.
„Fólk er beðið um að vinna lengri
vinnudag vegna skorts á vinnuafli en
svo ætlar rikisvaldið að ráðast á þess-
ar aukatekjur fólks og ná þeim til sín
með skattlagningu. Mér finnst furðu-
legt að ríkisvaldið skuli ráðast með
þessum hætti á matvörur og ráðast
þannig í raun á garðinn þar sem hann
er lægstur. Ég tel að það hefði átt að
fara hægar í sakimar en þama er gert.
->Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefur sam-
þykkt þetta frumvarp til fiárlaga þá
hefur orðið mikil hugarfarsbreyting í
þeim herbúðum því fram að þessu
hefur flokkurinn barist fyrir því að
fólk gæti eignast eitthvað og oröið fiár-
hagslega sjálfstætt en nú er afrakstur
erfiðis fólksins skyndiega tekinn frá
því. Ég þekki hann ekki fyrir sama
flokk og áður ef þessi fiárlög verða
samþykkt," sagði Albert Guðmunds-
son. . -ój
Manns leitað:
Ósiðlegt
athæfi á
Miklatuni
Manns hefur verið leitað eftir að
hann fletti sig klæðum á Miklatúni.
Þijár þrettán ára stúlkur, sem urðu á
vegi mannsins, kærðu hann til lög-
reglu. Stúlkurnar vom á gangi yfir
Miklatún þegar maðurinn vék sér að
þeim og fletti sig klæðum.
Stúlkumar lýstu manninum og fót-
um hans fyrir lögreglunni og hefur
hans verið leitað en án árangurs.
Málið er komið til Rannsóknarlög-
reglu ríkisins og verið að vinna i því
þar. -sme
ÞROSTUR
68-50-60
VANIR MENN
gleymt happaþrennunni?
LOKI
Ætli Jón Baldvin hafi
Eiganda þessa bíls brá í brún þegar hann ætlaði að halda til vinnu. Sprungið, og það á öllum hjólum.
Lögregla var kvödd til. í Ijós kom að einhver skemmdarvargurinn hafði hjálpað loftinu úr dekkjum bílsins
með þvi að skera á þau. DV-mynd S
' Steingrímur Njálsson:
í Sakadóm á fostudag
Steingrími Njálssyni kynferðisaf-
brotamanni hefur verið birt ákæra
á ný. Sem kunnugt er þá dæmdi
Hæstiréttur dóm undirréttar í máli
Steingríms ómerkan. Ákæran stend-
ur eftir sem áður og hefur ákæran
nú verið birt á ný.
Steingrími hefur verið gert að
mæta fyrir Sakadóm Reykjavíkur á
fóstudag.
Gunnlaugur Briem yfirsakadóm-
ari hefur sagt að ailt kapp verði lagt
á að dæmt verði í máli Steingríms
áður en refsivist þeirri sem hann nú
afplánar lýkur. Honum hefur verið
gert að sifia í fangelsi til 28. nóvemb-
er nk.
Allar líkur eru á að það takist að
ljúka máli hans fyrir þann tíma.
Þarrnig eru litlar líkur á að Stein-
grímur Njálsson verði ftjáls ferða
sinna á næstunni.
Reykjavík:
Árekstrum
að fækka
September var dökkur mánuður í
umferðinni í Reykjavík. Þá voru slys
fleiri en dæmi eru til um áður. Það sem
af er október hefur slysum fækkað
mikið. Lögreglan telur að umferðará-
takið, sem verið hefur í gangi, eigi
stóran þátt í þessari gleðilegu þróun.
Á síðasta sólarhring urðu ellefu
árekstrar í Reykjavík. Þá voru ein erf-
iðustu aksturskilyrði sem verið hafa í
haust. í verfiulegri fóstudagsumferð
hafa verið um 40 árekstrar. Síðastlið-
inn fostudag voru þeir hins vegar
„aðeins" 15.
Lögreglan segir það staðreynd að
dregið hafi úr hraða. Það séu alltaf
einhveijir sem aki nfiög hratt og þeir
valdi oft slysum með ökulagi sínu.
-sme
allt land
Veðrið á morgun:
Norðaustan-
kaldi og
úrkoma um
Svavar Gestsson:
Félagslega
svipinn vantar
„Það sem mér þykir áberandi við
fiárlagafrumvarpið er að það vantar
á það félagslegan svip. Það eru ekki
teknir skattar af þeim sem græddu á
góðærinu en þess í stað lagðir
neysluskattar á almenning upp á 3
til 4 þúsund milljónir króna. Þeir
koma að sjálfsögðu þyngst niður á
láglauna fiölskyldunum og barn-
mörgu fólki,“ sagði Svavar Gestsson,
formaður Álþýðubandalagsins, um
fiárlagafrumvarpið í samtali við DV
í morgun. Og hann bætti við:
„Ég óttast líka aö forsendur frum-
varpsins séu ótraustar. Ríkissfiórnin
var mynduð um ráðstafanir í efna-
hagsmálum. Nokkrum vikum síðar
setti hún saman fiárlög. Fjórum vik-
um þar á eftir breytti hún þeim
fiárlögum. Ríkisstjóm hefur því
þrisvar sinnum snúið öllu við í fiár-
lagagerðinni á þeim stutta tíma sem
hún hefur setið. Mér segir svo hugur
um að hún verði að breyta því enn
einu sinni fyrir áramót sökum þess
hve forsendumar em ótraustar,"
sagði Svavar Gestssom. -S.dór
Málmfnöur Sigurðardóttir:
Niðurskurður
og skatt-
lagning
„Ég hef ekki haft mikinn tíma til að
skoða frumvarpið en við fyrstu sýn
er það einkum þrennt sem mér list
ekki á; niðurskurður á ýmsum svið-
um, mikil skattlagning og uppgjör
ríkisins við sveitarfélögin,“ sagði
Málmfríður Sigurðardóttir, sem er
fulltrúi Kvennalistans í fiárveitinga-
nefhd, er hún var innt eftir áliti á
fiárlagafrumvarpinu sem lagt var
fram í gær.
„Við kvennalistakonur erum ekki
hrifnar af þvi að söluskattur sé lagður
á nauðþurftir fólks og við teljum aö
það hefði skilað jafhmiklu í ríkissjóð
að herða innheimtuna.
Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir
að færa marga liði yfir á sveitarfélögin
en minna um það hvemig sveitarfélög-
in eiga að standa undir þeirri auknu
byrði. Það má ekki gleyma því aö rík-
ið er stórskuldugt við sveitarfélögin
en í frumvarpinu hef ég ekki fundið
staf um þaö hvemig ríkið ætlar að
standa skil á þeim skuldum," sagði
Málmfríður Sigurðardóttir. -ATA
Á morgun verður norðaustanátt á
landinu, víðast kaldi eða stinnings-
kaldi. Slydda verður norðan til á
Vestfiörðum en dálítíl rigning eða
súld á Norðurlandi. í öðrum lands-
hlutum er gert ráð fyrir smáskúrum
öðm hveiju.
Við verðum
að loka
.JÞetta þýðir bara aö viö getum
ekítí rekið starfsemi okkar áfram.
Ég sé ekki annað en að við veröum
að loka,“ sagði Pálmi Gíslason, for-
maður Ungmennafélags íslands, um
mikinn niöurskurð f fiárlagafrum-
varpinu tíl ungraennafélagshreyf-
ingarinnar.
„Tekið er tillit til tekna af svoköll-
uðu lottófé," er skýringin sem gefin
e>" í fiárlagafrumvarpinu á 67% nið-
urskurði tíl Ungmennafélagsins og
45% niðurskurði til íþróttasam-
bands íslands. Á fiárlögum í fyrra
var 33 milljónum króna úthlutað til
þessara tveggja hreyfinga. Nú er
gert ráö fyrir 16 milfiónum króna.
Ekki náðist í neinn af forystu-
mönnum ÍSÍ. Þeir em allir erlendis.
Sveinn Bjömsson forsetí og Sigurð-
ur Magnússon framkvæmdasfióri
em ásamt einum meðsfióraanda í
Moskvu „vegna íþróttasamnings við
Sovétríkin“. Hannes Þ. Sigurðsson,
varaforseti ÍSÍ, er í London.
„Ég held að þetta sé byggt á ein-
hvetjum misskilningL Tekjumar,
sem koma af lottóinu, eru sennilega
9% af þvi sem ungmennaféiags-
hreyfingin þarfaö nota,“ sagði Pálmi
Gfslason um niöurskuröinn.
,JÉg geri ráð fjrrir að það verði
mikil óánægja A tíraum umræðu
um forvamarstarf gegn flkniefhum
höfðum við heldur vonast til að við
fengjura meiri stuöning. Ég vil ekki
trúa því aö þetta verði látið standa,"
sagði Pálmi
-KMU