Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1987, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1987, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987. 25 Fólk í fréttum Haraldur Benediktsson Haraldur Benediktsson, skipstjóri á togaranum Þorláki ÁR, var í frett- um DV út af nauðlendingu spæn- skrar þotu 50 mílur vestur af Reykjanesi en Haraldur og áhöfn hans björguöu þeim sex manneskj- um sem um borð voru í vélinni. Haraldur fæddist í Reykjavík 28. mars 1959 og ólst þar upp hjá foreldr- um sínum. Fyrstu fjögur ár hans bjuggu foreldrar hans vestur á Hringbraut en fluttu svo í Skipholt- ið. Hann tók landspróf í Armúla- skóla en fór svo til sjós og var þá á varðskipum. Haraldur settist svo í Stýrimannaskólann í Reykjavík 1976 og lauk farmannaprófi 1979. Hann var skólaformaður síðasta vetminn sinn í Stýrimannaskólanum. Að náminu loknu fór Haraldur á Karls- efni og var þar m.a. 2. stýrimaður. Hann réð sig svo fljótlega á togcirann Þorlák ÁR og hefur verið þar síðan. Þar var hann fyrst 2. stýrimaður en síðan 1. stýrimaður í febrúar sl. og var þetta annar túrinn sem hann leysti af sem skipstjóri. Haraldur giflist 1980 Ingibjörgu Maríusdóttur, f. 5. maí 1968. Hún er sjúkraliði og varaformaður For- eldrafélags heymarlausra. Foreldr- ar Ingibjargar eru Maríus Guðmundsson, skipstjóri á olíubátn- um Skeljungi í Reykjavík, og kona hans, Þórey Stefánsdóttir. Haraldur og lngibjörg eiga þrjú böm: Hjördísi Önnu, f. 12. júlí 1981; Maríus Þór, f. 1. mars 1985; og Hörpu Sif, f. 18. desember 1986. Haraldur á tvo bræður; Guðmund- ur Geir, f. 7. desember 1956, er starfsmaöur hjá Skeljungi og vinnur við afgreiðslu á flugvélabensíni á Reykjavíkurflugvelli, giftur Sig- björgu Sveinbjömsdóttur. Eiga þau einn son. Hafsteinn Þór, f. 2. nóv- ember 1964, er við tölvunám í Iðnskólanum í Reykjavík Móðir Haralds á tvær hálfsystur, Mæju, búsetta í Kanada, og Huldu, búsetta í Svíþjóð. Faðir Haralds á eina systur, Hjördísi, f. 1940, gifta Kristni Stefánssyni, starfsmanni hjá Flugleiðum, og eiga þaufjögur böm. Foreldrar Haralds era Benedikt Guðmundsson, starfsmannastjóri hjá Landhelgisgæslunni, og kona hans, Hjördís Kröyer, framkvæmda- stjóri Hjartavemdar. Faöir Bene- dikts var Guömundur, útgerðar- maður í Rvík, Sigurðsson, skipstjóra í Rvik, Þorsteinssonar, b. og for- manns í Kveldroðanum á Gríms- staðaholti, Gamalíelssonar. Móðir Þorsteins var Ingveldur Þorsteins- dóttir, b. í Riftúxú í Ölfusi, Magnús- sonar, af Bergsættinni. Móðir Þorsteins í Riftúni var Þuríður, syst- ir Odds í Þúfu í Ölfusi, forföður Gunnars Bjömssonar fríkirkju- prests. Móðir Guðmundar var Gróa Þórðardóttir, útvegsbónda í Odd- geirsbæ í Reykjavík, Péturssonar. Móðir Benedikts var Geirlaug Ben- ediktsdóttir, sjómanns á ísafirði, Jónssonar. Móðir Haralds, Hjördis, er dóttir Inga Haralds Kröyer, leigubfistjóra hjá Bæjarleiðum, Þorvaldssonar Kröyer, b. á Stórabakka í Norður- Múlasýslu, fóðurbróður Haralds Kröyer sendiherra. Móðir Þorvalds var Elín, systir Hansínu, ömmu Hjalta Þórarinssonar prófessors. El- Haraldur Benediktsson. in var dóttir Þorgríms, prests í Þingmúla, Amórssonar, af Bólstað- arhlíðarættinni, og Guðrúnar Pétursdóttur, b. í Engey, Guðmunds- sonar, langafa Guðrúnar Péturs- dóttur, móður Bjama Benediktsson- ar forsætisráðherra. Móðir Hjördísar var Anna Þorgeirsdóttir, skipstjóra í Rvík, Jörgenssonar. Afmæli Hjálmar Guðjónsson Stefán Stefánsson Hjálmar Guðjónsson, Háagerði 11, Reykjavik, er sjötugur i dag. Hjálmar er fæddur og uppalinn í Strandhöfii í Vopnafirði. Hann tók þar við búi 1947 og bjó þar til 1959. Hann fluttist til Reykjavikur 1959 og vann fyrst hjá Landsímanum 1959-1962 en síðan hjá Hydrol hf. Kona Hjálmars var Lovísa Guð- mundsdóttir, f. 26. ágúst 1910, d. 18. ágúst 1987. Foreldrar Lovísu vora Guðmundur Sigurðsson, skósmiður í Hafnarfirði, og kona hans, Þóra Eiríksdóttir. Fósturdætur Hjálmars og Lovísu vora Margrét Guðnadótt- ir, skrifstofustjóri hjá Amarfelh í Rvík, og Ragnhildur Hreiðarsdóttir sem býr í Noregi. Hjálmar á einn albróður á lífi, Jósef, b. í Strandhöfn, sem er giftur Margréti Ólafsdóttur. Systur Hjálmars, sammæðra, era Ingibjörg Jósefsdóttir, húsmóðir á Höfn í Bakkagerði, gift Jóni Valdim- Gunnar Kristjánsson, fyrrv. starfsmaður hjá Gefjun, til heimilis að Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri, er áttræður í dag. Gunnar fæddist að Svalbarði í Glerárhverfi og var alinn upp hjá móður sinni til fimmt- án" ára aldurs og þá að mestu leyti að Hvassaleiti í Saurbæjarhreppi þar sem móðir hans var vinnukona. Fljótlega eftir fermingu gerðist Gunnar vinnumaður og var þá á ýmsum bæjum í sveitinni og nær- hggjandi sveitum. Hann var m.a. hjá Davíð hreppstjóra Jónssyni á Kroppi og síðar á Möðravöhum í Hörgárdal arssyni, sem er látinn, og Sigríður Jósefsdóttir, gift Stefáni Jónssyni, b. á Hámundarstöðum í Vopnafirði, sem er látinn. Foreldrar Hjálmars vora Guðjón Jósefsson, f. 1. maí 1874, d. 1949, b. í Strandhöfn, og kona hans, Hildur Sigurðardóttir, f. 29. janúar 1875, d. 1959. Faðir Guðjóns var Jósef, b. í Skógum í Vopnafirði, Hjálmarsson, b. í Skógum, Ögmundssonar, b. í Fagradal, Einarssonar. Móðir Hjálmars var Ingibjörg Jakobsdóttir, b. og skrifara á Skálanesi í Vopnaf- irði, Sigurðssonar, prests og skálds á Skeggjastöðum, Ketilssonar. Móðir Jakobs var Ingibjörg Jakobsdóttir, prests á Kálfafehsstað, Bjamasonar, prests og skálds í Þingmúla, Giss- urarsonar. Móðir Guðjóns var Kristín Sigurðardóttir, b. á Hróalds- stöðum, Jónssonar. Móðir Hjálmars, Hhdur, var dóttir hjá Davíð Eggertssyni og Sigríði Sig- urðardóttur en 1946 flutti Gunnar til Akureyrar og hefur búið þar síðan. Á Akureyri vann Gunnar við ýmis þau störf sem th féhu en hann réð sig svo th Gefjunar og starfaði þar í tuttugu og sex ár. Gunnar giftist sama ár og hann flutö th Akureyrar. Kona hans var María, f. 1893, Jónsdóttir úr Flatey á Skjálfanda, en María er látin. Gunn- ar og María vora bamlaus. Gunnar átti tvö hálfsystkini en þau era nú látin. Hálfsystir hans, sam- mæðra, var Ásdís Eva sem gift var Hjálmar Guðjónsson. Sigurðar, b. í Strandhöfn, Sigurðs- sonar, b. á Kjaransstöðum á Lang- holti, Andréssonar. Móðir Sigurðar í Strandhöfn var Ingibjörg Runólfs- dótir, b. á Kálfsstöðum í Hjaltadal, Jakobssonar, bróður Ingibjargar, móður Hjálmars Ögmundssonar í Skógum. Móðir Hhdar var Matthhd- ur Sveinsdóttir, b. á Skálanesi í Seyðisfirði, Skúlasonar. Gísla Eyland sMpstjóra en hann er einnig látinn. Ásdís og Gísh bjuggu á Akureyri og áttu eina dóttur, Guð- rúnu Eyland. Hálfbróðir Gunnars, samfeðra, var Valdimar, verkamað- ur á Akureyri, giftur Þorbjörgu Jónsdóttur, en hún er einnig látin. Þau áttu þijá syni, Sigþór sem er látinn, Óðinn fyrrv. dægurlaga- söngvara og Ragnar. Foreldrar Gunnars vora Kristján Þorláksson og Helga Ásgrímsdóttir. Gunnar mun ekM verða heima á afmæhsdaginn. Leiðrétting í grein um Kristin ísaksen í blaðinu í gær var Kristinn sagður sextugur en hið rétta er að hann varð fimmtugur í gærdag. Hann er hér með beðinn velvirðingar á þessum leiðu mistök- um. Andlát Ágúst Jakob Ormsson, Keppsvegi 44, er látinn. Jóna Sigurbjörg Þorláksdóttir lést 12. október. Hulda Markúsdóttir frá Borgareyr- um lést 12. október. Þorvaldur Brynjólfsson yfirverk- stjóri, Austurbrún 4, lést 12. október. Stefán Stefánsson stýrimaður, th heimihs að Goðabraut 15, Dalvík, er sextugur í dag. Stefán fæddist að Miðgörðum á Gremvík og ólst upp hjá foreldrum sínum á Sólgörðum í sömu sveit. Hann fór snemma á sjó- inn og hefur verið sjómaður aha sína tíð. Hann var fyrst á trihu sem ungl- ingur en síðan á stærri bátum og toguram. Stefán var m.a. á HarðbaM hjá Sæmundi Auðunssyni, á ísólfi hjá Ólafi Magnússyni og á Jörundi. Stefán fór í Stýrimannaskólann og lauk þaðan fiskimannaprófi 1952 en áður hafði hann sótt vélskólanám- skeið 1949. Stefán var lengi háseti og stýrimaöur en hefur svo verið sMpstjóri á stærri sfldarbátum í fjölda ára. Kona Stefáns er Sigrún Eyrbekk, f. 22.4.1932, en þau giftu sig 1950. Sig- rún er dóttir Jóngeirs Eyrbekk sjómanns, útgerðarmanns og kaup- manns í Hafnarfirði en hann er nú látinn. Fósturfaðir Sigrúnar er Stef- án Gunnlaugsson, sMpstjóri á Dalvik. Móðir Sigrúnar er Sigríður Sölvadóttir. Stefán og Sigrún áttu Sex böm og era fimm þeirra á lífi: Stefán f. 1953. er starfsmaður í menntamálaráðu- neytinu. Kona hans er Hulda Ólafs- dóttir. Þau búa í Reykjavík og eiga þijú böm. Sigríður Ingibjörg, f. 1955, 80 ára Kristín Jónsdóttir, Laugarnesvegi 88, Reykjavík, er áttræð í dag. 75 ára Ingibjörg Veturliðadóttir, Langa- gerði 64, Reykjavík, er sjötiu og fimm ára í dag. 70 ára Hjálmar Guðjónsson, Háagerði 11, Reykjavík, er sjötugur í dag. Guðbjörg Sveinsdóttir, Ártúni 6, Vestmannaeyjum, er sjötug í dag. Sigurður Brandsson, Hjarðartúni 5, Ólafsvík, er sjötugur í dag. Hann verður ekki heima á afmæhsdag- inn. Sigurlína Jóhannsdóttir, Hvann- eyrarbraut 62, Siglufirði, er sjötug í dag. 60 ára Rúnar Guðmundsson aðalvarð- stjóri, Grænuhlíð 19, Reykjavík, er sextugur í dag. er gift Einari Emhssyni trésmið. Þau búa á Dalvík og eiga þijú böm. Dav- íð, sem er sjómaður, f. 1957. er giftur Vhborgu Björgvinsdóttur frá Dvergasteini við Akureyri. Þau búa á Dalvík og eiga tvær dætur. Anna Lisa, f. 1964, er ógift og býr í foreldra- húsum. Hún hefur verið umsjónar- maöur með íþróttamannvirkjum á Dalvík. Sigrún, f. 1967, er mennta- skólanemi í Reykjavík. Jón Geir, f. 1970, lést af slysfórum fyrir skömmu. Stefán á fimm systkini: Anna Lísa á einn son og er ógift. Hún starfar við sMptiborð á Kleppsspítalanum í Reykjavik. Bryndís er gift Knúti Bjamasyni sjómanni og starfsmanni Reykjavíkurhafnar. Þau eiga þijú börn. Sigurbjörg starfar hjá SÁA og íslensku óperunni. Hún á einn son. Inga Stína er gift Grími Bjamasyni sjómanni sem er bróðir Knúts. Þau eiga tvö böm og búa í Reykjavik. Gunnar er sjómaður, giftur Ömiu Bjamadóttur. Þau eiga íjögur böm og búa á Grenivík. Foreldrar Stefáns era Stefán, sjó- maður frá Miðgörðum á Greniv'ík. Stefánsson, og Ingibjörg frá Hóh á Grenivík, dóttir Jóns Jónssonar og Valgerðar frá Álandi í Þistilfirði. Jónssonar. Ingibjörg er látin. Móð- uramma Stefáns var Friðrika Kristj- ánsdóttir. Egill Kristjánsson húsasmíða- meistari, Birkihlið 4, Vestmanna- eyjum, er sextugur í dag. Sigurður Samúelsson loftskeyta- maður, Álfheimum 50, Reykjavík, er sextugur í dag. 50 ára Matthías Matthiasson tæknifræð- ingur, Sjafnargötu 8, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Ólafur Finnbogason, Klaustur- hvammi 5, Hafnarfirði, er fimmtug- ur í dag. Ólafur Gunnarsson sjómaður, Hraunbæ 13, Reykjavík, er limm- tugur í dag. Bergur Felixson, Þormóðsst. v. Túnsberg, Reykjavík, er fimmtug- ur í dag. 40 ára Guðmundur Borgþórsson, Hraun- bæ 78, Reykjavík, er fertugur í dag. Björn Kristjánsson, Leifsgötu 16, Reykjavík, er fertugur í dag. Ingibjörg Þóra Ólafsdóttir, Háaleit- isbraut 18, Reykjavík, er fertug í dag. Auður Baldursdóttir, Fálkagötu 14, Reykjavík, er fertug í dag. Fríða Eiríksdóttir, Fjólugötu 2, Akureyri, er fertug í dag. Þú hringir — við birtum og auglýsingin verður færð á kortið. Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar l og ganga frá öllu í sama símtali. Hámark kortaúttektar i síma er kr. 4.000,- Hafið tilbúið: /Nafn - heimilisfang - síma - nafnnúmer -kortnúmerN og gildistíma og að sjálfsögðu texta auglýsingarinnar. Gunnar Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.