Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1987, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987.
15
Lesendur
Full þörf á að verslanir séu lika opnar á sunnudögum?
Opnunartími verslana:
Líka á sunnudögum
Jakob hringdi:
Ekki hefur að fullu verið komið
til móts við óskir neytenda hvað varð-
ar opnunartíma verslana. Enn er
hvergi haegt að komast í matvöru-
verslun á sunnudögum hér í höfuð-
borginni.
Að vísu eru þessi mál eilítið betur
komin nú, eftir að verslanir eru hafðar
oppnar til kl. 4 á laugardögum. Þó eru
ekki allar verslanir sem þannig er
ástatt um.
En það eru heldur ekki allir sem
hafa tök á að nota laugardaginn og
geta ýmsar ástaeður legið þar að baki.
Fólk kemur heim af sjúkrahúsi og
getur ekki notað þann dag en gæti það
á sunnudegi. Fólk er að koma úr ferða-
lagi frá útlöndum og allt tómt í
matarhirslum. Og svo mætti lengi
telja.
Það sem þetta fólk getur gert er að
leita til nágrannabyggðanna og versla
þar. Þetta gengur ekki í svo stóru sam-
félagi sem Reykjavík er orðin.
Ef talið er að verslun á sunnudögum
brjóti í bága við einhver lög um al-
mannafrið á helgidögum þjóðkirkj-
unnar (eins og segir víst einhvers
staðar í lögum, að ég held frá árinu
1926!), hvemig er það þá með alla staði
og byggðir utan Reykjavíkur - eru
þeir lögbrjótar?
Auðvitað gengur þetta ekki lengur.
Það er full þörf á að borgarstjóm taki
þetta mál fyrir að nýju og nú með
fullnaðarlausn að markmiði.
TIL SÝNIS
BMW 520i, grár, árg. ' 82, 5 gira.
Fallegur og traustur einkabíll.
Verð kr. 490.000.
" -
Fiat Uno ES, árg. ’84, steingrár,
sportlegur, 5 gira smábíll. Verð
kr. 230.000. Skuldabréf.
OG SÖLU:
VW Golf GTI, árg. ’84, hvitur, 5
gira, sóllúga, álfelgur, útvarp/
kassettutæki o.fl. o.fl. Verð kr.
580.000. Skipti - skuldabréf.
VW Transporter disil turbo, árg.
’85, ekinn 115 þús. km, útvarp
o.fl. Verð 480.000. Skuldabréf.
Opið laugardaga kl. 10-19.
æ
BÍLASALAN BUK
SKEIFUNNI 8, SÍMAR 686477, 687177, 687178 OG 686642
19:19 er góður fréttaþáttur
S.S. skrifar:
Ég er ekki sammála þeim sem
skrifar í lesendadálk DV um að þáttur-
inn 19:19 sé ekki góður.
Þessi þáttur kemur inn á marga
hluti sem annars staðar era ekki tekn-
ir fyrir.
Helgi og Valgerður eru t.d. mjög
frambærileg og koma efninu vel til
skila og á þann hátt sem flestir geta
sætt sig viö, að mér flnnst.
Þátturinn er alls ekki langur og í það
heila tekið stórgóður þáttur, eins og
hann er.
Umferðarleiðsögn í útvarpi
J.A. skrifar:
Með þann ógnarvanda á herðunum,
að því er varðar umferðaröngþveiti,
einkum hér á höfuðborgarsvæðinu,
hefðum við fyrir löngu þurft að vera
búin að koma á reglulegri þjónustu
við ökumenn, svipað því sem gert er
í Bandaríkjunum.
Þar hefur um margra ára skeið, jafn-
vel sl. tvo árátugi, mátt heyra á
ýmsum útvarpsrásum, leiðbeiiúngar
um umferð á annatímum dagsins, t.d.
á morgnana, er menn era að aka til
vinnu, og svo síðla dags þegar fólk er
að fara frá vinnu.
Raunar er alltaf einhver útvarpsstöð
þar vestra sem staðsettt er á mestu
þéttbýlissvæðum svo sem í New York
og öðrum stærri og minni borgum
með vakt á helstu umferðaræðunum
og getur sá aðili sem þar er fylgst með
umferð. Hann er svo í sambandi við
ýmsar sijómstöðvar umferðarlög-
reglu sem aftur leiðbeinir honum og
gefur upplýsingar til að útvarpa til
þeirra sem era í umferðinni.
Þetta hefur reynst svo vel þar vestra
að engum dytti í hug að leggja þessa
þjónustu niður. Eiginlega era öku-
menn þar orðnir háðir þessari þjón-
ustu og reiða sig á hana þannig að
þeir stilla viðtæki í bílum sínum á þá
stöð sem er með upplýsingar hveiju
sinni og hlusta eftir upplýsingum, er
þeir nálgast þessa umferð eða era lent-
ir í löngum bílalestum, til að geta flutt
sig til, éf ábendingar koma um aðrar
greiðfærari leiðir.
Þetta ætti nú að vera raunhæfur
möguleiki hér, með allar þessar út-
varpsstöðvar, sem í gangi era hér á
höfuðbórgarsvæðinu. Veitir sannar-
lega ekki af þessari þjónustu svo þung
sem umferð er hér og ógreiðfær á
helstu annatímum, einkum síðla dags
og þegar vikulok nálgast. Á það bæði
við um fimmtudaga og föstudaga.
Vonandi verður þetta orðið að vera-
leika innan skamms. Þetta er verk Á mestu annatimnum gæti verið gott að fá upplýsingar um greiðustu um-
fyrirUmferðarráðtilaðbeitasérfyrir. ferðina gegnum útvarpið í bilnum.
SMÁAUGLÝSINGAR DV
MARKAÐSTORG
TÆKIFÆRANNA
Þú átt kost á aö kaupa og selja
allt sem gengur kaupum og sölum.
Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV,
hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna.
Markaöstorgiö teygir sig víöa, Þaö er sunnanlands
sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug-
vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö.
Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu,
en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins.
Sumir borga meö fínpressuöum seölum.
Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera.
Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur.
Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt.
Þar er allt sneisafullt af tækifærum.
Þaö er bara aö grípa þau.
Þú hríngir...27022
Við bírtum...
ÞaÖ ber árangur!
Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11.
Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00
ER SMÁAUGLÝSINGABLACHD