Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1987, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1987, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1987. Spumingin Hvað finnst þér um fata- feliur? Sören Jónsson: Ég myndi persónulega vilja vera al- veg laus viö þær hér á landi. Kannski kallar feröaiönaöurinn á þess konar samskipti, líkt og annars staðar. Unnsteinn Beck: Hef aldrei horft á þær og held að þeirra starf sé fánýtt. Sigurjón Lúthersson: Hlutlaus - finnst þær ekki skipta neinu máli. Fólk veröur sjálft að fá aó dæma um þær. Þetta er svo einstaklingsbundið. alveg sjálfsagðar, svona í góöra vina hópi - tilbreyting í hversdagsleikan- um. Eygló Óskarsdóttir: Allt í lagi með þær: Þetta er bara hluti af lífinu eins og þaö gengur fyr- ir sig. Lesendur Röggsöm ríkisstjóm - réttar ákvarðanir Þ.J.Ó. skrifar: Þaö fer varla á milli mála að sú ríkisstjóm sem nú situr er ekki eftir- bátur þeirrar fyrri (sem var sú atkvæðamesta á seinni áratugum) hvað varðar skjótar og raunhæfar ákvarðanatökur. Langflestir em þvi væntanlega sammála að nú varð að grípa til að- gerða í efnahagsmálum, ekki síst í þá vem að skera niður opinberar framkvæmdir og grynnka á skuld- um við útlönd. Þær ráðstafanir sem nú hafa verið kynntar hafa mælst vel fyrir hjá flestum. Að draga úr viðskiptahalla, bæta jafnvægi á lánamarkaði og efla innlendan spamað, fækka undan- þágum frá söluskatti - allt þetta var ofarlega í huga almennings. Raunar var mjög hvatt til alis þessa af almenningi með greina- skrifum, í viðtölum og í lesendadálk- um blaða. Flestir em því sammála að þjóðin hafi lifaö um efiii fram og geri enn. Þess er því að vænta að friður náist um aðgerðir ríkisstjómarinn- ar, að því tilskildu að aðgerðir þær, sem nú em í bígerð, komi nokkuð jafnt niður hjá fólki, þótt það sé í sjáifu sér kraftaverk, þannig að öll- ium líki. Fastgengisstefnan, ein sér, er mik- ilvægt atriði. Þar með erum við komin úr hópi þróunarþjóðanna sem halda genginu ekki fóstu degin- um lengur. Fjárlagafrumvarpið markar tíma- mót í mörgum greinum, t.d. í niðurskurði erlendrar skuidasöfn- unar og því að bjóða mönnum gengisbundna innlánsreikninga. Þetta eykur trú fólks á gengi krón- unnar sem er orðin fremur lítilsigld eftir mestu þenslu sem um getur í sögu þjóðarinnar. Aðilar vinnumarkaðarins geta nú hætt að treysta á ábyrgð ríkissjóðs í launasamningum og falla því von- andi frá þrábeiðni um gengisfell- ingu. I þaö heila tekið viröist vegur ríkis- stjómarinnar vaxandi og eiga þar hlut að máli ráðherrar hennar, cdlir sem einn. Rikisstjórn Þorsteins Pálssonar. Evrópubandalagið: Einangrast ísland? E.P. skrifar: Hvað er að gerast í Evrópu? - Verð- ur Evrópubandalagið orðið að einum heimamarkaði árið 1992? - Einangrast ísland? Þetta voru fyrirsagnir á auglýsingu landsnefndar Alþjóða verslunarráðs- ins um fyrirlestur Lord Cockfields, varaformanns framkvæmdanefndar Evrópubandalagsins, sem haldinn var hinn 25. sept. sl. Nú var ég einn þeirra mörgu sem ekki gátu hlýtt á þennan fyrirlestur. Hann hefur áreiðanlega verið þess virði að hlýða á, þótt ekki væri nema til að heyra þennan mann ræða um það efni sem áreiðanlega verður á dagskrá hjá okkur í næstu framtíð. Það er ekki vafl á því að við íslend- ingar verðum að kynna okkur vel hvar og hvort hentugt verður í fram- tíðinni aö festa markaði okkar fyrir útfluttar vörur í jafnríkum mæh og við höfum gert, t.d. vestanhafs, í Bandaríkjunum. Eða getum við vænst þeirrar aðstöðu í Evrópu sem við höfum nú í Banda- ríkjunum? Að mínu mati er það vafasamt. Það er líka á að líta hvort við viljum fóma þeim stöðugleika, sem stofnað hefur verið til þar vestra, með því að sækja í ríkum mæli á markaði í Evrópu og rýra þannig viðskipta- tengsl sem þegar eru orðin gróin í Bandaríkjunum. Auðvitað þarf að kanna þetta vand- lega. Best væri að nú þegar væri skipuð nefnd manna úr viðskiptalíf- inu, ásamt opinberum embættismönn- um, sem kannaði skipulega hvar við stöndum í þessu máli og hvort heppi- legt er að gera áætlanir um framtíðar- markmið eða möguleika okkar, t.d. til ársins 2000. Vonandi verður þetta mál ekki út- undan í þeirri hringiðu mála sem nú er við að glíma og flokkast mörg und- ir heimatilbúin vandamál. Mistökí innheimtu M.E. skrifar: Þaö er verið að rukka mig um hinn nýja bílaskatt Það merkilega er að mér er gert að greiða skattinn vegna bös sera ég seldi fyrir átta árum. Líklega er bOIinn ónýtur nú því að hann var af árgerð 1967 eða ’8. Ég fór með greiðslutilkynning- una niður á Tollskrifstofu. Þar var mér sagt að ég yröi að fara upp í Bifreiðaeftirlit og fá staðfestingu á aö ég eigi ekki þennan bfl lengur. Þetta þykir of mikiö af því góða; að ég þurfi að fara um allan bæ til að leiörétta mistök annarra. Það er greinilegt að vinnubrögö við þessa nýju tekjuöfiun fiármálaráð- herra eru ekki nógu góð. Hvarer enska knattspyman? 1861-4184 skrifar: Hvaö hefur oröið um gömlu, góðu, ensku knattspyrauna hjá honum Bjama? Það var byrjaö í fýrra að sýna enska knattspymu strax í bytjun tímabilsins. Um daginn var sýnt frá fijálsa íþróttamótinu í Róm, meira að segja á þeim dögum sem íþróttir eru venjulega ekki á dagskrá. Ég vona að úr þessu verði bætt á næstunni. Getum við vænst svipaðrar markaðsstöðu í Evrópu og þeirrar sem við höfum nu í Bandaríkjunum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.