Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1987, Blaðsíða 28
40
FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1987.
I gærkvöldi
Ólafur Lárusson framkvæmdastjóri:
Lok, lok og læs..
Klukkan 21.25 (nákvæmlega) birt-
ist auglýsing frá Stöö 2 á imbanum
minum, efnislega á þá leið aö nú
væri búiö aö „læsa“ dagskránni en
með japönsku undratæki (ég geri ráö
fyrir að synir sólarinnar hafi fram-
leitt það eins og allt annað á þessum
síöustu og bestu tímum) væri hægt
að „opna“ fyrir dýrðina. Af skömm-
um mínum lét ég mig hafa það að
staulast upp úr húsbóndastólnum
(þ.e. stólnum mínum) og skipta yfir
á Stöð 2. Viti menn, dagskráin var
ótrufluð. En ég vissi betur. Jón Óttar
og félagar hans myndu beita aust-
rænu þekkingunni á okkur innan
skamms og til einskis að rýna frek-
ar. Ég verð að viðurkenna að
dagskráin hjá Stöð 2, eftir að synir
sólarinnar hafa farið um hana hönd-
um, fer frekar iila í mig. Hef þó heyrt
um fólk sem lætur sig hafa það að
fylgjast með dagskránni eflir að lok-
irm hefur verið settur á.
Einhvers staðar á leið minni greip
ég þann þekkingarmola að velflestir
íslendingar væru fréttasjúkir. Eflir
að hafa gleypt í sig morgunblöðin,
svelgst á síðdegismiðlinum, nartað í
nýjasta slúðrið (sem vikulega flytur
okkur, saklausu fólkinu, fréttir af
vonda fólkinu) setjumst við niður
og neytum kvöldverðar undir ómiss-
andi kvöldfréttum Gufunnar (sem
ber af í okkar þjóðfélagi) og gætum
þess að kvöldverðurinn teygist ekki
fram yfir 19:19. Og ekki nóg með
það, eins og þeir segja í Englandi:
Replay kl. 20. Fyrir Allabaliana, vini
mína, sem þráast við að tala íslensku
(enn) og þykjast ekkert skilja i tungu
Reagans, þá merkir orðið Replay:
endurtekning.
Mikif ósköp, það lá við að ég kæm-
ist yfir þetta allt saman í gær. Og
Kastljós í kjölfarið. Góður þáttur,
Kastljós. Ergilegt að þegar fjörið er
að hefjast, eför inngang (mislangur
í þáttum sem þessum), þá er köttur
úti í mýri. Kannast ekki einhver við
tilfinninguna?
Að öðru leyti voru umræður þess-
ar gagnlegar. Niöurstöður einfcddar.
Jón Baldvin verður að gera sér ferð
yfir Melana og Grímsstaðaholtið, til
Davíðs á Lynghagann, nú eða þá
Davíð sömu leið á Vesturgötuna. Ég
mæli ekki með því að þeir mætist á
Olafur Lárusson.
miðri leið, sem er gamfi kirkjugarð-
urinn við Suðurgötu.
Eftir Kastljós sagði dagskráin mér
að næst væri Matlock á skjánum.
Pass og sneri mér að tónlist Andreu
Jónsdóttur. Aðlaðandi og skemmti-
legur útvarpsmaður, hún Andrea,
og smekkleg tónlist
í lokin er áskorun til sjónvarpsins
að byggja meira á innlendu dægur-
efni, erlent léttmeti smýgur inn um
annaö og út um hitt. Og ekkert bull
um kostnað. Allt sem þarf er vilji
og framkvæmd. Af góðu fólki eigum
við nóg.
Fréttir
Dagsbmn mótmællr matarskattinum
Jarðarfarir
Björn Haraldsson bankafulltrúi
verður jarðsunginn frá Dómkirkj-
unni í dag, 16. okt., kl. 13.30.
Útfor Kristins Jóhanns Árnasonar
skipstjóra verður gerð frá Fossvogs-
kirkju í dag, 16. okt., kl. 13.30.
Óskar Ámason hárskerameistari
verður jarðsunginn frá Bústaða-
kirkju í dag, 16. okt., kl. 13.30.
Guðmundur Björnsson, fyrrverandi
veggfóðrari, Sunnubraut 22, Kópa-
vogi, verður jarðsunginn frá Kópa-
vogskirkju í dag, 16. okt„ kl. 15.00.
Minningarathöfn um Guðfinn Þor-
steinsson og Óla Kristin Sigurjóns-
son, sem fórust með Hvítingi VE-21
2. sept. sl„ verður í Landakirkju,
Vestmannaeyjum, laugardaginn 17.
okt. kl. 14.00.
» Útfor Einars Guðmundar Sturlaugs-
sonar fer fram frá Stöðvarfjarðar-
kirkju laugardaginn 17. okt. kl. 14.00.
Tilkynningar
„Die horen“
Eins og menn eflaust rekur mínni til var
3. hefti síðasta árgangs þýska bókmennta-
tímaritsins „Die horen“ helgað íslenskum
bókmenntum eftir seinni heimsstyrjöld.
Ritið var prentað í 5500 eintökum og seld-
ust þau upp á skömmum tíma. Er það
fremur sjaldgæft á þýskum bókamarkaði.
sem er ekki jafn bókmenntasinnaður og
hann er stór. Enn fátíðara er þó tímarits-
hefti af þessu tagi séu endurprentuð, en
vegna mikillar eftirspurnar ákváðu útgef-
endur ritsins í sumar að gefa það út aftur.
, að þessu sinni í 2000 eintökum. Þau blöð
og tímarit í Þýskalandi sem fjölluðu um
íslandsheftið fóru um það mjög lofsamleg-
um orðum. f Þýskalandi hefu: undanfarið
vaknað mikill áhugi á norrænni menn-
ingu. Um svipað leyti og fslandsheftið kom
út endurprentað kom út 2. hefti '87 af „Die
horen" (ritið kemur út ársfjórðungslega)
og flutti sýnishorn skáldskapar frá hinum
norðurlöndunum. Upphaflega var ekki
áætlað að ísland flyti með í Norðurlanda-
heftinu en vegna þess hve fslandsheftið
hafði hlotið góðar mótttökur var ákveðið
að hafa í því íslenska „deild". og lauk svo
að hún varð tæpar 30 síður. Auk greinar
um hreyfilistar-bræðurna Hauk og Hörð
Harðasyni og grafíkmvndar eftir Ragn-
heiði Jónsdóttur birtast þar þýdd ljóð eftir
Guðberg Bergsson. Einar Braga. Stefán
Hörð Grímsson. Þorsteinn frá Hamri,
Snorra Hjartarson. Sigurð A. Magnússon.
Baldur Óskarsson. Hannes Pétursson og
Steinunni Sigurðardottur.
Nýtt af nálinni heldur
tólf námskeið víða um land.
Á vegum klúbbsins Nýtt af nálinni. sem
Vaka-Helgafell starfrækir. verða á næst-
unni haldin tólf námseið í fatasaumi og
prjóni á sex stöðum á landinu.
Nýju af nálinni var hleypt af stokkunum
síðastliðið vor og hefur klúbburinn verið
afar vinsæll. Félagsmenn fá mánaðarlega
tímaritið Nýtt af nálinni með fjölbreyttum
uppskriftum. sniðum og klúbbfréttum en
auk þess býður klúbburinn margþætta
þjónustu í tengslum við efnið. Alla virka
daga frá 9 17 geta félagsmenn notfært sér
ókeypis leiðbeiningaþjónustu klúbbsins
og í hverjum mánuði er klúbbfélögum gef-
inn kostur á ýmsum hagstæðum vöru-
kaupum. Þá geta félagsmenn sótt
námskeið klúbbsins sem nú eru að hefjast.
Hvert námskeið tekur fimm vikur og eru
uppskriftir-úr tímaritinu Nýtt af nálinni
notaðar sem námsefni. en námskeiðin nýt-
ast jafnt byrjendum sem lengra komnum.
Á hverju námskeiði kenna reyndir handa-
vinnu- og textílkennarar. Skráning á
námskeiðin hófst hjá Nýju af nálinni um
miðjan ágúst og hefur eftirspurn reynst
gífurleg og fleiri námskeið þegar í undir-
húningi.
Námskeiðin, sem nú eru að byrja, eru á
Egilsstöðum, Keflavík, Akureyri, ísafirði,
Akranesi og í Reykjavík. Tvö námskeið
eru haldin á hverjum stað: í fatasaumi og
í prjóni. Þátttakendur mæta einu sinni í
viku, þrjá tíma í senn, en vinna heima-
verkefni þess á milli.
5 Kennarar á námskeiðunum eru þær Sig-
urlaug Jónasdóttir, Guðný Marinósdóttir.
Sara Þorsteinsdóttir, Unnur Ólafsdóttir,
Magdalena Sirrý Þórisdóttir, Eygló Gunn-
arsdóttir, Ásdís Jóelsdóttir og Ásta Kristín
Siggadóttir.
Yfirumsjón með námskeiðunum hafa
starfsmenn Nýs af nálinni, þær Ragna
Þórhallsdóttir handavinnukennari, rit-
stjóri tímaritsins Nýtt af nálinni, og Ásdís
Jóelsdóttir textílkennari.
Opnunartími Stjórnarráðsins
Starfsdagur í Stjómarráðinu færist aflur
í fyrra horf yfir vetrarmánuðina. Verða
því skrifstofur Stjómarráðs Islands opnar
kl. 9-17 mánudaga til föstudaga frá og
með 1. október nk.
Vetrarstarf Félagsmálaskól-
ans að hefjast
Vetrarstarf Félagsmálaskóla Alþýðu er að
hefjast um þessar mundir. Fyrsta önn skól-
ans verður í Ölfusborgum 11.-24. október
nk. Félagsmálaskólinn er rekinn af Menn-
ingar- og fræðslusambandi alþýðu og eiga
allir félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ rétt
á vist í skólanum. Tvær annir skólans
verða fyrir áramót, sem hver um sig stend-
“ur í hálfan mánuð, en eftir áramótin er
auk fyrri anna gert ráð fyrir þriðju önn
skólans. 1 Félagsmálaskólanum sitja hag-
nýtar greinar í fyrirrúmi. Auk fræðslu í
helstu greinum, sem snúa að launa og
kjaramálum, er Félagsmálaskólinn dýr-
mætur vettvangur fyrir launþega innan
ASl til umræðu um sín mál og tækifæri
gefast til að ræða við forystumenn í laun-
þegahreyfingunni á hverri önn skólans. Á
dagskránni eru einnig menningar- og
skemmtikvöld, heimsóknir í fyrirtæki og
stofnanir eftir því sem tími gefst til. Þeir
sem áhuga hafa á skólavist í Félagsmála-
skólanum, eru beðnir um að hafa -amband
við skrifstofu MFA s. 84233 eða verkalýðs-
félag sitt. Umsóknir um 1 önn skólans
þurfa að berast fyrir 8. október.
Bækur
Á bókamarkaðinn
frá Bókrúnu
Hjá Forlaginu Bókrún hf. verða tvær
Ijóðabækur á markaði fvrir jólin. Bókin
Utan vegar. eftir Steinunni Eyjólfsdóttur.
50 blaðsíðna kilja með teikningum eftir
Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur og Andlit
í bláum vötnum. 73 ljóð eftir Ragnhildi
Ófeigsdóttur. í október kemur út Minnis-
bók Bókrúnar 1988. um 200 blaðsíðna
almanaksbók með fróðleik við hvern dag
um konur og viðfangsefni þeirra. I bókinni
eru 12 heilsíðu Ijósmyndir og efri frá fimm
konum á jafnmörgum síðum. auk annars
efnis til skemmtunar og fróðleiks. N'ú er
ritverkið Úr ævi og starfi íslenskra kvenna
I III eftir Björgu Einarsdóttur fáanlegt í
sérhannaðri gjafaöskju. Samhliða þessu
safnriti hefuf forlagið gefið út þrjú póst-
kort og eitt veggspjald.
Hverjum klukkan glymur
Út er komin hjá Máli og menningu þriðja
útgáfa bókarinnar „Hverjum kh kkan
glymur“ eftir Emest Hemingway. Þetta
er ein þekktasta skáldsaga höfundarins,
gerist í Borgarstyrjöldinni á Spáni þar sem
Hemingway barðist sjálfur með lýðveldis-
sinum gegn fasistum. Söguhetja bókarinn-
ar eru ungur Bandaríkjamaður sem fær
það verkefni að sprengja brú. Sagan fylgir
honum gegnum þrjá sólarhringa og æsi-
lega atburðarás þar sem hættur leynast
við hvert fótmál og bregða skugga yfir
mannleg samskipti. Islensk þýðing Stefáns
Bjarman kom fyrst út árið 1951. Árið 1980
hafði hún verið ófáanleg um langa hríð
og var þá endurútgefin en seldist upp von
bráðar og því sér þriðja útgáfa nú dagsins
ljós. Guðjón Ketilsson hafði veg og vanda
af gerð kápu en Prentstofa G. Benedikts-
sonar annaðist prentun. Bókin er 426 bls.
að stærð.
Steingrímur
fyrir
Sakadóm
Kynferðisaíbrotamanninum
Steingrími Njálssyni var gert að
mæta fyrir Sakadóm Reykjavíkur
í morgun. Sakadómur birti honum
ákæru, gögn í málinu voru lögð
fram og Steingrímur valdi sér verj-
anda. Verjandi Steingríms verður
sem fyrr Ragnar Aðalsteinsson
hæstaréttarlögmaður.
Ragnar "ér erlendis og verður
ákveðinn frestur í máli Steingríms
þar tíl Ragnar kemur til landsins.
Hjörtur Aðalsteinsson sakadómari
sagði í gær að hann gæti ekki sagt
til um hvað fresturinn yrði langur.
Hann sagði að málinu yrði hraðað
eftir föngum. -sme
Trúnaðarráð Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar varar ríkisstjórnina við
að leggja 10% söluskatt á landbúnað-
arvörur.
Segir í ályktun ráðsins að skattur
þessi le®st þyngst á tekjulitlar bama-
fjölskyldur. Segir ennfremur í álykt-
uninni „að verkalýðshreyfingin muni
ekki horfa aögerðalaus á að þeim
tekjulægstu verði íþyngt frekar en
orðið er“, eins og segir orðrétt í álykt-
un félagsins. -S.dór
Mikið stórvirki
Aðalatriðið á tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar íslands í gærkvöldi var
frumflutningur píanókonserts eftir
Áskel Másson. Það var mikill við-
burður sem lengi hafði verið beðiö
eftir. Ástralski píanistinn Roger
Woodward var mættur til leiks en
konsertinn er sérstaklega saminn
fyrir hann. Woodward er heims-
frægur samkvæmt efnisskránni,
gott ef ekki arftaki Rubinsteins og
Richters. Já, einmitt það. En hvað
sem því líður hlýtur að vera mikih
innblástur ungum manni að fá til
liðs við sig svona stórmenni. Enda
lét andinn ekki á sér standa og ent-
ist hátt i þrjú kortér. Að vísu þótti
undirrituðum það helst til langt.
Verkið er í fjórum þáttum og hefði
hans vegna gjaman mátt sleppa mið-
þáttunum. Þannig hefði samt fengist
úr þessu góður hálftími. Bestur er
fyrsti þátturinn og þó er hann lang-
lengstur. Það er að visu ekki tiltak-
anlega létt yfir honum og stundum
em hugmyndimar heldur óljósar.
Píanóparturinn er feikna erfiður á
allan hátt og áreiðanlega á fárra
færi að skila honum jafnglæsfiega
og Woodward gerði. En þar er tal-
svert um ofhlæði og í fljótu bragði
heyrt tilgangslausan gauragang sem
veikir þráðinn. Og hann er óskap-
lega venjubundinn miðað við margt
sem komið hefur frá Áskeli áður.
Þrátt fyrir þetta og ýmislegt annað
sem fór i taugamar við fyrstu heym
er ekki að efa að þessi konsert Áskels
Mássonar er mikið stórvirki sem býr
yfir meir en venjulegum áhrifa-
mætti, hvemig svo sem á því stend-
ur. Stjómandinn, Diego Masson frá
Frakklandi, er víst næstum alveg
eins frægur og Woodward, gott ef
ekki alveg eins frægur og líklega
arftaki Boulez? Hann virtist ekki í
neinum vandræðum með píanókon-
sertinn og reyndar ekki með neitt
svo heitið gæti. Nema þá helst hljóm-
sveitina, sem spilaði upphafsverk
tónleikanna, Parísarsinfóníu eftir
Tórúist
Leifur Þórarinsson
Mozart (nr. 31), óvenjulega illa. Þar
bólaði eiginlega hvergi á fallegri
Askell Másson tónskáld
músiseringu, eins og tækifærin em
þó mörg. Lokaverkinu, hljómsveit-
arútgáfu á Myndum á sýningu
Mússorgskís eftir Ashskenazy (ekki
Raval), hefði mátt sleppa. Það er alls
ekki yfir meðallagi sem skólaæfing
í faginu.
LÞ