Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1987, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1987, Síða 30
42 FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1987. Public Image Limited - Happy? Nútíminn er trunta PIL plötumar hafa satt best aö segja verið ærið misjafnar. Höfuðpaurinn, John Lydon, hefur fengið ýmsa til fylg- is við hljómsveitina frá upphafi og útkoman veriö efdr því. Þeim mun meiri ástæða er því til að kætast nú. Happy? er í alla staði stórgóð plata og líklega besta plata Public Image Lim- ited til þessa. Hér ræður ekki minnstu að Lydon hefur með sér trausta spilara. Þar er fremstur í flokki hinn gamalreyndi gítarleikari John McGeoch, sem gæðir tónlistina sannkölluðum sprengi- krafti. Það er nefhilega hvergi að sjá að Lydon hafi verið i bransanum allar götur frá því að pönkið skaut fyrst upp kollinum. „Sá gamli“ hefur í það minnsta sjaldnar verið jafnfrískur eða öllu heldur jafnreiður. Á Happy? beina Lydon og félagar skeytum sínum að velferðarsamfélaginu. Þeir opinbera skuggahliðar stórborganna og lýsa beint inn í sálir örvinglaðra einstakl- inga sem varla vita sitt ijúkandi ráð. Og mönnum er heitt í hamsi. Keyrslan á plötunni er mikil og áhrifin eftir því. Að hlusta á PIL í þessum ham er líkt og að vera settur í ísvél og hristur eins og óbreyttur mjólkurhristingur. Áheyrendur ættu þó ekki að vera ruglaðri en svo eftir þessa meðferð að þeir ættu að skynja áhrifin sem platan hefur. Lög á borð við Seattle, Rules and Regulations, Hard Times og Fat Chance Hotel ættu að rífa hvem meða- ljón upp og hrista sofandahátt úr mönnum. Lydon og co uppfræða menn skilmerkilega um lesti nútímaþjóð- félagsins, sem reyndar er gamall sannleikur ef út í það er farið. Það er hins vegar aldrei of seint að snúa sauð- unum, sem lifa víðs vegar um draumaveröldina, til betri vegar. Happy? er tilvalin til þess ama. Þorsteinn J.Vilhjálmsson Pet Shop Boys - Actually Einfalt og gott Þegar hlustað er á þessa nýju plötu strákanna í Pet Shop Boys rifjast upp fyrir manni þau gömlu sannindi að einfaldleikinn er ávallt bestur. Þar með á ég samt ekki við að það sem Pet Shop Boys era að gera sé það besta sem veriö er að gera í dag heldur að þeir falla ekki í þá gryfju að skreyta HLJOMPLÖTUR/KASSETTUR Venjul. Okkar verð verð 1. PetShop Boys-Actually....... 799,- 719,- 2. Bruce Springsteen - TunnelOfLove................ 799,- 719,- 3. Max Max 5...................1.099,- 879,- 4. Michael Jackson-Bad......... 799,- 719,- 5. Pink Floyd — A Momentary Lapse of R...... 799,- 719,- i; Venjul. Okkar verð verð 1. Pet Shop Boys - Actually....1 499,- 1.349,- 2. Bruce Springsteen- Tunnel Of Love..............1.499,- 1.349,- 3. U2- Wide Awake In America........1.099,- 989,- 4. Pink Floyd — A Momentary Lapse of R......1 599,- 1 439,- 5. Michael Jackson - Bad.......1 499,- 1.349,- í* 6. Terence Trent D'Arby - Introducing............... 799,- 719,- 7. Gaui-Gaui................ 899,- 719,- 8. U2-The Joshua Tree....... 799,- 719,- 9. Stuðmenn-Ágæsaveiðum...... 799,- 719,- 10. Jan Michael Jarre- In Concert................ 799,- 719,- 6. U2-The JoshuaTree ........1.299,- 1.169,- .....1.199,- 1.079,- 7. Bob Marley-Legend.. 8. Chris Rea- Dancing With Strangers.....1.299,- 1.169,- 9. Bubbi Morthens- Frelsi til sölu... 10. Zamfir-Harmony............1.299,- 1.169,- ..1.250,- 1.125,- Tilboð vikunnar Gaui. Venjulegt verð 899,- Okkar verð 719,- s-l K-l I* • < • LL m KRINGLUNNI • BORGARTÚNI • LAUGAVEGI 1 : . ■ Æ '1$ tónlist sína með krúsidúllum og út- flúri sem oftastnær er til óþurftar. Þess í stað leyfa þeir laglínunum að iyóta sín enda þær margar afbragðs góðar. Frami Pet Shop Boys hefur verið nokkuð skjótur frá því þeir létu fyrst frá sér heyra í laginu West End Girls. Og með þessari nýju plötu styrkja þeir verulega stöðu sína sem vinsælasti dúett poppsins síðan Wham! sálugu vora og hétu. Tölvutæknin er allsráðandi í tónlist Pet Shop Boys og þá með ýmsu ívafi, svo sem strengjum, blásturshljóð- færum og fleira. Á stundum verður tónlistin fullvélræn og tilfinningalaus en góðar laglínur bæta það upp og gott betur. Söngur er stórgóður á plötunni og til að krydda hann örlítið hafa piltam- ir dregið Dusty gömlu Springfield fram á sjónarsviðið á nýjan leik og er ekki annað að heyra en að hún sé í fínu formi enn í dag. Sem fyrr segir er helsti styrkleiki Pet Shop Boys fólginn í einfóldum grípandi laglínum; þegar hafa tvö lög af þessari plötu öðlast alheimsfrægð, Its a Sin og What Have I Done To Deserve This. Fleiri lög munu fylgja í kjölfarið, af nógu er að taka á þessari plötu. Fyrir þá sem era að leita aö góðu aðgengilegu nútímapoppi er engin spuming um að Pet Shop Boys era besti valkosturinn um þessar mundir. -SþS- Jethro Tull - Crest Of A Knave Lengi gömlum Þegar allir vora komnir á þá skoðun að Jethro Tull tilheyröi fortíðinni kemur tuttugasta og fyrsta plata hljómsveitarinnar á markaðinn. Þijú ár era liðin frá því síðasta plata hljóm- sveitarinnar Under Wraps kom á markaðinn. Sama liðsskipan var þá og nú, Ian Anderson, Martin Barre og Dave Pegg. Jethro Tull hyggur á meiri- háttar tónleikaferð til að fylgja plöt- unni eftir er ber nafniö Crest Of A Knave úr hlaði. Það var ekki með mikilli bjartsýni sem undirritaður setti Crest Of A Knave á fóninn því plötur Jethro Tull er komið hafa út á síðustu tíu árum hafa ekki verið merkilegar og tónlist þetira langt frá að standa tímans tönn. En hvað um það, það er skemmst frá að segja að Crest Of A Knave er ánægjuleg hlustun og tónlistin merki- lega meðfærileg. Nokkuð sem maður gat varla búist við frá Ian Anderson. Hún nær þó ekki gæðum bestu platna Tull Aqualong og Thick As A Brick, sem komu út í byrjun áttunda áratug- arins. Eins og allti sem eitthvaö hafa kynnst tónlist Jethro Tull vita, er Ian Anderson allt í öllu, semur lögin syng- Irfir í glæðum ur, leikur á hljómborð og flautu, og sem fyrr er þaö flautuleikur kappans sem heillar mest, hrár og áhrifamik- ill, og sem fyrr sýnti hann snilldar- takta í einstaka lögum. Þó má ekki gleyma þætti gítarleikarans Martin Barre sem hefur verið með Jethro Tull nánast frá byijun. Hann hefur alltaf sett sinn stimpil á tónlistina og gerir það enn. Nokkuð era lögin á Crest Of A Knave misjöfn að gæðum og misjafn- lega lagt í þau. Persónulega finnst mér hafa tekist best til við lög á borð við Steel Money, Jump Start og Mountain Man, hröð og spennandi lög og svo hið rólega Said She Was A Dancer, sem að vísu minnti nokkuð á Dtie Straits. Mest er lagt í hið tíu mínútna Buda- pest sem í fyrstu vtiðist mjög gott en við nánari hlustun koma hnökrar í ljós, sérstaklega endurtekningar er gera lagið nokkuð langdregið. í heild er Crest Of A Knave samt ánægjuleg hlustun gömlum Jethro Tull aðdáenda og flautuleikur Ander- son hefur sjálfsagt aldrei verið betri. -HK SMÆLKI Sæl nú!... Framhaldssag- an um Johnny Marr, fyrrver- andi gitarleikara Smiths, heldur áfram en nú er komið aö sögulokum i bili. Oreng- urinn hefur nefnilega komið öllum á óvart og gengið til liðs við Chrissie Hynde og ) næsta mánuði fayrjar vinn- an hjá Marr fyrir alvöru en þá halda Pretenders í hljóm- leikaferð um Bandaríkin ásamt ekki minni mönnum en U2. Marr hefur ekkert viljað láta hafa eftir sér um hvort samstarf hans við Pretenders sé til frambúðar George Michael, þessi sem var i Wham!) fékk á dögun- um ansi girniiegt tilboð. Forróðakonur timaritsins Playgirl höfðu samband við hann og fauðu honum hálfa milljón dollara (ca 20 millj- ónir islenskra króna) fyrir það eitt að fá að taka mynd af honum berrössuðum!! En hverju svaraði kauði? „Eina manneskjan sem fær að sjá mig i fæðingargallanum er Kathy kærastan min." Hann er greinilega ekki i hönk með húsnæðislánið .. . Michael Jackson er nú kominn f slæm mál varðandi skort á gjafmildi. Vinurinn neitarað gefa eftir tekjur af flutnings- rétti á lagi sem gefið var út til styrktarfötluðum i Bandaríkjunum. Lagið, sem um ræðir, er Bítlalagið With A Little Help From My Friends en sem kunnugt er keypti Jackson flutnings- réttinn á ölium lögum Bítlanna fyrir nokkrum árum. Allir aðrir sem komu nálægt gerð þessarar plötu gefa vinnu sina og álasa Jackson fyrir fégræðgina. Talsmenn hans segja afturá móti að eftirspurnin eftir að fé lög Bitlanna til flutnings i góðgerðarskyni sé svo mik- ii að einhvers staðar verði að draga mörkin. Ella gæti svo farið að allt yrði mor- lögum Bítlanna og engin leið væri að ganga úr skugga um aðallirværu að þessui góðum tilgangi... Bono U2 söngvari erslæmur i annarri að hafa dottið é tónleikum. Hann var að þvælast um með Ijóskastara á sviðinu þagar honum varð fótaskort- ur og hafnaði á öxlinni. Fór kappinn úr axlarliðnum en eins og sönnum vikingi sæmir hólt hann tónleikun- um áfram eins og ekkert hefði i skorist, aftir að hon- um hafði verið kippt i liðinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.