Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1987, Qupperneq 33
FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1987.
45
Líbanir
mótmæla
Líbanir, sem örkumlaðir eru af
völdum borgarastyrjaldarinnar í
landinu, efiidu nú í vikunni til mót-
mælaferðar um landið og lauk henni
í gær. Mikill mótmælahugur mun
nú vera í Líbönum yfirleitt enda
hefúr tólf ára styijaldarástand tekið
sinn toll af heilsu þeirra og lífskjör-
um. Litia myndin að neðan er
dæmigerð fyrir viöskipti í landinu í
dag þar sem stóra stafla af seðlum
þarf til að greiða fyrir hluti eins og
flugfarseðla.
Gagnsókn kynþáttastefnu
Stjómvöld hvítra í Suður-Afríku hafa skorið upp herör til þess að kynna
sín sjónarmið varðandi kynþáttaaðskilnaðarstefnu þá sem enn er framfylgt
í landi þeirra. Kynningarherferðinni er meðal annars beint að fuiltrúum á
ráðstefnu ríkja breska samveldisins í Vancouver í Kanada.
Byggja s-afrísk stjómvöld herferð sína á því að svartir í S-Afríku geti ekki
án hvítra lifað og nota sem samiikingu sebradýrið: Svörtu rendumar á því
munu láta lífiö ef þær hvítu em skotnar. Hvort þessi samlíking þykir eiga
við um kynþáttamisrétti er svo önnur saga.
Erlend myndsjá
Ókennilegur
fylgihlutur
Þegar visindamenn í Chile vom að
skoða fjarlæga súpemóvu í stjömu-
kíki fyrr á árinu sáu þeir ókennilegan
hlut tíl hliðar við nóvuna. Ekki er vit-
að hvað þetta var og ekki hefur það
sést síðan en til er ljósmynd af fyiir-
bærinu svo það var augljóslega til.
Sérfræðingar reyna nú að spá í hvað
þetta var en óvíst er að nokkur svör
fáist.
Fíkniefna-
brenna í
Thailandi
Mikil fíkniefnabrenna var haldin
í Thailandi í gær og var þar brennt
allt að fimmtíu og sex tonnum af
marijúana. Brenna þessi var þáttur
í mikilli herferð gegn fíkniefnum
sem yfirmaður deildar þeirrar hjá
Sameinuðu þjóðunum, sem fer með
baráttu gegn fíkniefnum, hefúr yfir-
umsjón með.
Undanfama mánuði hefur mikið
verið reynt til þess að fá stjómvöld
til að herða viðurlög við fíkniefna-
brotum og hefur einkum náðst
árangur í Austurlöndum fjær þar
sem stjómvöld hafa tekið upp þunga
fangelsisdóma, jafnvel dauðarefsing-
ar, við fíkniefnasmygli og -sölu.
í
Flóttamenn
á heimleið
Þúsundir flóttamanna frá E1 Salva-
dor em nú á leið heim til sín frá
flóttamannabúðum í Honduras þar
sem þeir hafa dvalist um nokkurt
skeið, eftír að hafa flúið borgarastyij-
öldina í heimalandi sínu. Flóttamenn-
imir vonast væntanlega tíl þess að
friðvænlegar horfi nú heima við eftír
friðarsáttmála þann sem leiðtogar
fimm Mið-Ameríkuríkja gerðu með
sér í sumar. Alls komu um fjögur þús-
und og fimm hundmð flóttamenn til
E1 Salvador um síðustu helgi og bíða
þess nú að komast til heimila sinna.
Sýknaður
John Zaccaro og eiginkona hans,
Geraldine Ferraro, hafa fulla ástæðu
til að brosa þessa dagana því í gær
var Zaccaro sýknaður af ákærum
um mútustarfsemi og fjárþvinganir.
Ásakanir um starfsemi af þessu tagi
komu fram 1984 þegar Ferraro var
í framboði sem varaforsetaefni
demókrata og er nú fyrst að sjást
fyrir endann á því. Talið er að málið
hafi hugsanlega haft áhrif á þaö
hversu illa hún og Mondale, forseta-
efnið, töpuðu fyrir Reagan og Bush.
Dómsátt í málaferlum
vegna brjóstastærðar
Bandarísk unglingsstúlka vann í gær sigur í málaferlum gegn skóla sínum
og varð yfirstjóm skólans að senda henni formlegt afsökunarbréf. Stúlkan hafði
raunar farið fram á eina miHjón dollara í skaðabætur en í dómsáttinni vart. ~
ekkert minnst á’ peninga. Mál sitt höfðaði stúlkan vegna þess að kennari við
skólann neitaði henni um að verða klappstýra þar sem hún væri með of stór
bijóst. Ráðlagði kennarinn stúlkunni að fara í bijóstaminnkunaraögerð en það
taldi hún hina verstu móðgun og fékk sér lögfræðing. Málinu lauk svo, eins
og fyrr sagði, giftusamlega, fyrir stúlkuna að minnsta kosti. Það lendir síðan á
spjöldum sögunnar sem gott dæmi um það hversu málshöfðunarglaðir Banda-
ríkjamenn em orðnir og hversu litið tílefiú þeir þurfa til þess að leita á náðir
dómstóla.