Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987. Viðtalið Viðar Ágústsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar. DV-mynd KAE Fer mikið á skíði á vetrum - segir Viðar Ágústsson „Við tókum í notkun nýja og full- komna tölvu fyrir tíu dögum og erum því í augnablikinu með stærstu tölv- una á íslandi og er hún 4% stærri en tölva Reiknistofnunar bank- anna,“ sagði Viðar Ágústsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkur- borgar, SKÝRR. „Nýja tölvan er meira en tvöfalt afkastameiri en gamla aðaltölvan okkar sem við erum nú að reyna að selja. Sú tölva var þó fjórða stærsta tölva landsins áður en þessi nýja kom. Nýja tölvan er af gerðinni IBM 3090-150 E. Hún var keypt vegna aukinna verkefna sem skapast með tilkomu staðgreiðslukerfis skatta. Nýja tölvan tekur við öllum kerfun- um sem við vorum með í gangi og bætir staðgreiðslukerfmu við eins og ekkert sé. Nýja tölvan er um 5'/: tonn að þyngd, er í sex hlutum og tekur um 60 fermetra rými. Tölvan er ekki ósvipuð.klæðaskáp í laginu, um 180 sentímetra há og ef hlutunum væri raðað saman eins og klæðaskápum fengjust út um fimmtán lengdar- metrar af klæðaskápum." Viðar sagði að þessi tölva ætti að duga í langan tíma, enda hefði kostn- aður með uppsetningu numið um hundrað milljónum króna, en gera hefði þurft breytingar á húsnæðinu þar sem þyngd tölvunnar væri mikil. „Þessi tölva er alger forsenda þess að SKÝRR geti haldið áfram að taka við nýjum verkefnum. Við erum tengdir um 1300 notendum víðs vegar um landið og erum lykiltæki í auk- inni þjónustu við opinbera aðila og einkageirann og starfsemi okkar kemur mörgum til góða þó fáir taki eftir því. Það má eiginlega segja að við séum að tæknivæða skriffinnsku hins opinbera og gera það fljótvirk- ara og öruggara." Viöar er eðlisfræðingur að mennt. Hann tók kennarapróf og stúdents- próf frá Kennaraskólanum, fór síðan í eðlisfræði í Háskóla íslands og lauk þaðan BS prófi árið 1975. Eftir það stundaði hann kennslu . „Ég var meðal þeirra framhalds- skólakennara sem sögðu upp árið 1985 og réðst til starfa sem fram- kvæmdastjóri hjá SKÝRR þá um vorið og hef verið þar síðan.“ Viðar er 36 ára gamall, ókvæntur en á tvö börn frá fyrra hjónabandi og sér hann um uppeldi barnanna meðan móöirin er í námi í Bandaríkj- unum. „Ég á mér mörg áhugamál en tíminn leyfir ekki að ég sinni þeim mikið. Ég fer mikið á skíði á vet- uma, hef starfað með Rauða krossin- um og er varaformaður í Foreldra- samtökunum í Reykjavík. Nú, svo er að fara í gang keppni í eðlisfræði og er ég í framkvæmdanefnd sem vinn- ur að vali keppenda íslands sem fara á ólympíuleikana í eðlisfræði í Aust- urröú í júlí,“ sagði Viðar Ágústsson. -ATA Fréttir_____________________ Verkamannasambandið: Fá stuðning frá Fram á Seyðisfirði Jcm Guömundsson, DV, Seyðisfiröi: Á fundi í Verkalýðsfélaginu Fram sem haldinn var á Seyðisfirði í fyrra- kvöld var samþykkt að fylgja Verkamannasambandinu að málum og semja ekki sér eins og ýmis verka- lýðsfélög hafa ákveðið að gera. Verða Seyðfirðingar þar með þeir einu á Austfjörðum sem ætla að hafa sam- flot með Verkamannasambandinu í komandi kjarabaráttu. í ályktunum sem samþykktar voru á fundinum í gær var ágreiningur innan Verkamannasambandsins harmaður, en allur slíkur ágreining- ur væri vatn á myllu atvinnurekenda og myndi valda því að samningar tækjust ekki fyrr en á næsta ári. í ályktuninni var skorað á verkafólk um allt land að sameinast um kröfu- gerð Verkamannasambandsins og knýja þar með á um samninga fyrir áramót. í annarri ályktun sem samþykkt var á fundinum í gær var auknum sköttum harðlega mþótmælt. Fund- urinn lýsti furðu sinni á vinnubrögð- um fjármálaráðherra sem hyggst versla við launþegahreyfmguna með söluskatt á matvæli. Stjórnvöld hefðu svikið gefin loforð og þvf væri grundvöllur síðustu kjarasamninga löngu brostinn. Helga Steindórsdóttir sparisjóðsstjóri i nýju husnæði sparisjoðsins. DV-mynd gk Sparisjóður Akureyrar: Nýtt húsnæði og SÉR-reikningur Gylfi Rristjánsson, DV, Akureyri: Nú er lokið framkvæmdum við stækkun og endurbætur á húsnæði Sparisjóðs Akureyrar sem staðið hafa yfir að undanfömu. Sparisjóður Akureyrar var stofn- aður árið 1932 og er því 55 ára á þessu ári. Sparisjóðurinn hefur verið í nú- verandi húsnæði að Brekkugötu 1 síðan 1957 en nú hefur það húsnæði verið stækkað og því breytt mikið í samræmi við auknar kröfur. í framhaldi af þessum breytingum verður afgreiðslutími sparisjóðsins lengdur og verður hér eftir opið kl. 11-16 alla virka daga og auk þess kl. 17-18 á fimmtudögum. Þá hefur sparisjóður Akureyrar tekið upp nýtt form á tékkareikningi sem nefn- ist SÉR-tékkareikningur sparisjóðs- ins og sameinar hann kosti veltu- reiknings og almennrar sparisjóðs- bókar. Vextir eru reiknaðir daglega af innstæðu og mun reikningurinn bera 16% vexti. Þeir sem eru í fóstum innlánsvið- skiptum við sparisjóðinn geta sótt um yfirdráttarheimild á SÉR-tékka- reikningi og einnig stendur þeim til boða launalán. Sparisjóðsstjóri er Helga Steindórsdóttir. að Rót StÆ Samþykkt með einu atkvæði Fjórtán með og þrettán á móti. fundinum og fór svo að hans at- Þannig fór atkvæðagreiðsla í stúd- kvæði réð úrslitum. entaráöi um hvort ráðið ætti að Minni-ogmeirihlutagreiniráum gerast eignaraðili að útvarpsstöð- hve pólitísk útvarpsstöð Rót er, inni Rót h/f. Harðar deilur voru á minnihlutinn, það er hægri menn, fundinum. Theódór G. Guðmunds- segja stöðina vera vinstri sinnaða. son, einn fulltrúi meirihlutans, Theódór G. Guðmundsson segir að hafði lýst þvi yfir að hann myndi stöðin sé öllum opin, sama hvaða ekki greiða atkvæði um máhð þar stjórnraálaskoðanir menn hafl. sem hann ætti sæti í sljóra Rótar -sme h/f. Theódór greiddi atkvæði á ^ Theódór G. Guðmundsscm: iA ekki hagsmuna að gæta í Rót hf. Theódór G. Guðmundsson segir Theódór sagði aö hlutafé I Rót hf. það rétt að hann hafi sagst ætla að heföi ekki verið selt á skrifstofú víkjaaffundienhafiekkigertþað Stúdentaráðs; þar væri að vfsu þar sem hann sagði sig úr stjóm auglýsing frá félaginu en sala á Rótar hf. á mánudag. Hann segist hlutafé hefði ekki farið þar fram. hafa fengið formann stjóraar Rótar Varðandi ásakanir minnihluta hf. til að mæta á fundi Stúdenta- Stúdentaráðs að um væri að ræöa ráös og skýra frá afgreiðslu lausn- pólitíska útvarpsstöð sagði Theó- arbeiöni sinnar úr stjóm Rótar hf. dór að öllum væri heimilt aö kaupa Fundi Stúdentaráðs hafi veriö hlutafé í stöðinni. Hann viður- frestað áður en til þess hafi komið. kenndi að þeir sem fyrst hefðu farið Theódór sagði það liggja Ijóst fyr- af stað meö Rót hf. hefðu verið fé- ir aö hann ætti ekki lengur sæti í lagshyggjufólk. Hann sagðist ekki sfjórn Rótar hf. Hann segir að vita til þess að hægri sinnað fólk grundvöllur fyrir vanhæfni sinni hefði keypt hlut í stöðinni en það hafi ekki verið lengur til staöar þar væri þvi að sjálfsögðu heimilt. sem hann ætti ekki lengur sæti í -sme sljóm Rótar hf. misnotað „Þetta er hið mesta óheillamál Vökumenn gætu ekki fellt sig við að öllu leyti og stúdentaráði til þátttöku stúdentaráðs í þessu vansa. i þessum hlutafjárkaupum hlutafélagi, vinstri öflin í landinu felst grófleg misnotkun á fjáranm- hefðusameinast um þessa útvarps- um stúdentaráðs í þágu pólitískra stöð, hún væri pólitískt lituð og því afla og farið er freklega út fyrir ekki hagsmunir námsmanna að umboð þaö sem stúdentaráö hefur. setja fé í slíka stöð. „Þar aö auki Það versta er svo að oddaatkvæöið liggja ekki fyrir nægilegar upplýs- komfráTheódórG.Guömundssyni ingar um úármagn, yfirstjóm og sem er ekki bara stúdentaráðsliði rekstrarfyrirkomulag stöðvarinn- heldur einnig sfjómarmaður í Rót ar,“ sagði Sveinn Andri. h/f.Maðurinnervanhæfúroghafði Tillaga meirihlutans var sam- sjálfúr lýst því yfír og sagst mundu þykkt með 14 atkvæöum gegn 13 víkja af fundi þegar greidd yrðu og réð úrslitum atkvæði Theódórs atkvæði," sagöi Sveinn Andri G. Guðmundssonar sem jafhframt Sveinsson, oddviti minnihluta því að vera stúdentaráðsiiði er Vöku í stúdentaráöi. stjómarmaður í Rót h/f. Eftir að Á miðvikudag fór fram fundur í tillagan hafði veriö samþykkt lögðu Stúdentaráði Háskóla íslands. Til Vökumenn fram bókun þar sem umræðu var tillaga stjómar stúd* stjórn stúdentaráðs er harðlega entaráös um að stúdentaráð festi átalin fyrir aö draga stúdenta inn kaup á hlutafé í útvarpsstöðinni í landsmálapólitík, misnota fjár- Rót h/f. muni stúdenta og umboð kjósenda. í stofúsamningi hlutafélagsinser Að síðustu er meírihlutinn gagn- kveðiö á um að efni útvarpsstöðv- rýndur fyrir aö misnota skrifstofu arinnar skuli vera ,4 anda félags- stúdentaráðs sem söiuskrifstofu hyggju“. Sveinn Andri sagði að fyrir hiutabréf Rótar h/f. -sme Kærði farþega fyrir að neyða sig til að aka dmkkinn: Hlaut sjálfur dóm í Hæstarétti Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm í máli ákæruvaldsins gegn manni sem taldi sig hafa ekið ölvaður til- neyddur. í undirrétti var maðurinn sýknaður. í Hæstarétti var maðurinn dæmdur til að missa ökuleyfi ævi- langt. Maðurinn taldi sig vera í neyðar- rétti þar sem tveir menn heföu hótað sér og konu sinni öllu illu æki hann þeim ekki á skemmtistað í Reykjavík. Maðurinn þorði ekki annað en verða við því að aka mönnunum. Á leið á skemmtistaðinn réðst annar mann- anna á ökumanninn. Strax og farþegarnir óvelkomnu höfðu yfirgefið bílinn tók kona mannsins við akstrinum þar sem hún hafði ekki bragðað áfengi. Þau fóru rakleiðis til lögreglu og kærðu farþegana óvelkomnu. Það mál var ekki rannsakaö fyrr en löngu síðar heldur snerist allt um það að maður- inn hafði ekið bíl sínum undir áhrifum áfengis. Strax var farið með hann í blóðprufu. Því má spyrja hvort maðurinn væri ekki með öku- leyfi nú hefðu þau hjónin ekki kært árásina. Annar farþeganna hefur hlotið dóma fyrir líkamlegt otbeldi. Fyrir liggur játning frá öðrum þeirra um að hafa rifið í hár ökumannsins og sparkað í hann. Það mun hafa verið gert til að veita ökumanni ráðningu þar sem farþegarnir voru ekki sáttir við ökulagið. í undirrétti var maðurinn, eins og fyrr segir, sýknaður. Hæstiréttur taldi hins vegar að maðurinn hefði ekki verið í neyðarrétti og dæmdi hann til að missa ökuleyfi ævilangt. Þess skal getið að maðurinn hafði áður misst ökuleyfi fyrir að aka und- ir áhrifum áfengis. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.